Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 17 hversu vel okkur væri sinnt hér og að færustu sérfræðingar landsins væru að fara að skera upp drenginn minn,“ segir Maggý og tekur fram að afar erfitt hafi verið að sitja heima við símann og bíða eftir sím- talinu frá lækninum eftir aðgerðina. „Ég varð svo glöð þegar læknirinn hringdi og tjáði mér að allt hefði far- ið vel,“ segir Maggý. Tekið opnum örmum Þegar hér er komið skýtur Erwin því inn í samtalið að hann sé starfs- fólki spítalans afar þakklátur því það hafi sýnt honum ómælda þolinmæði við erfiðar aðstæður og hugsað ein- staklega vel um sig. Maggý tekur undir með syni sínum og segist seint geta fullþakkað öllu því góða fólki sem lagt hefur sitt af mörkum til þess að Erwin kæmist í aðgerðina. „Ég er þakklát starfsfólki Austur- bæjarskóla fyrir allan þeirra stuðn- ing, Félagsþjónustunni og því góða fólki sem þar starfar, yfirvöldum, heilbrigðiskerfinu og læknunum sem hafa allt fyrir Erwin viljað gera og framkvæmdu í raun á honum krafta- verk. Ég verð einnig íslenskum heil- brigðisyfirvöldum og íslensku sam- félagi ævarandi þakklát fyrir að hafa tekið okkur opnum örmum og verið reiðubúin að gera svona mikið fyrir okkur þrátt fyrir að séum útlend- ingar sem valið hafi að setjast hér að.“ Nú eru liðnir þrír og hálfur mán- uður frá aðgerðinni og Erwin er óð- um að ná sér. Raunar sér ekkert á honum því saumarnir eru allir faldir í hársverðinum. Að sögn Maggýjar munu læknarnir fylgjast vel með Erwin á næstu misserum og mun hann fara í reglulegt eftirlit, en eitt af því sem Erwin hefur þurft að tak- ast á við er breytt sjón því í aðgerð- inni voru augu hans færð saman. Meðan á bataferlinu stendur má Erwin ekki fara í fótbolta og segist hann sakna þess mikið þar sem það sé uppáhaldsíþróttagreinin hans, en læknarnir telja það einfaldlega of áhættusamt þar sem það gæti haft alvarlegar afleiðingar fengi Erwin boltann í andlitið meðan höfuð- kúpan er enn að gróa saman. Erwin kláraði 10. bekk í Austur- bæjarskóla nú í vor og segist stefna að námi við Iðnskólann næsta haust. Aðspurður segist hann ekki vera bú- inn að gera upp við sig hvaða sér- grein hann langi að taka, en ljóstrar því þó upp að aðaláhugamálið séu bílar og viðgerðir á þeim. Spurður hvort hann eigi sér uppáhalds- bílamerki segist hann ekki treysta sér til að gera upp á milli þeirra. Hann hlakkar þó greinilega til að eignast sinn eigin bíl þegar hann hefur aldur til. Fram að skólabyrjun ætlar Erwin að njóta útiverunnar því hann mun líkt og flestir jafn- aldrar hans vinna við garðyrkju í Vinnuskólanum í sumar. Aðspurður segir Erwin einstaka sinnum sakna æskustöðva sinna á Filippseyjum og vel geta hugsað sér að heimsækja þær einhvern tímann í framtíðinni. En hann segir að sér líki vel að búa á Íslandi og hér vilji hann vera til frambúðar. silja@mbl.is Á morgun Með hvaða hætti hagræðing hefur náðst í rekstri Land- spítalans frá sameiningu. er nauðsynlegt þegar sjúklingur með opin brunasár er annars vegar. „Þó að þetta jafnist ekkert á við það sem við vonumst eftir í nýjum spítala, þá er þetta engu að síður mjög góð aðstaða miðað við það sem gengur og gerist á spítalanum,“ segir Lilja um nýju lýtalækningadeildina í Fossvogi. Að mati sviðstjóranna er tækja- búnaður skurðsviðanna viðunandi sem stendur. Fjárfest var í ýmsum tækjum á síðasta ári, s.s. nýjum dauð- hreinsiofnum og fullkomnu þvag- færaskurðborði með innbyggðu rönt- gentæki. Í ár stendur m.a. til að bæta við öflugri smásjá og tölvustýrðu mið- unartæki, sem staðsetur t.d. höfuð- mein með meiri nákvæmni en áður. Það tæki er hægt að nota við margs- konar skurðaðgerðir. „Með því að sameina sérgreinarnar á einn stað höfum við getað nýtt tækjabúnað fyrir fleiri sérgreinar,“ segir Björn Zoëga, sviðstjóri lækn- inga á skurðlækningasviði. „Auðvitað myndu allir gjarnan vilja fá meira en við höfum reynt að halda aftur af okkur og kaupa ekki alltaf það nýjasta sem kemur á markaðinn, heldur bíða og sjá þar til hlutirnir hafa verið prófaðir erlendis. Við erum því ekki í mikilli tilraunastarfsemi hvað tæki varðar.“ Skráning og kostnaðargreining Mikið hefur verið unnið í samræm- ingu á skráningu innan sviðanna og á spítalanum öllum. Samræming í skráningu og verkferlum hafa einnig gert það mögulegt fyrir starfsfólkið að flytja sig á milli gjörgæsludeilda LSH og er þegar nokkuð um það. Þá er unnið að rafrænni skráningu á skurðstofum sem gerir alla vinnu auðveldari og öruggari. Einnig er unnið að kostnaðar- greiningu við hverja aðgerð þannig að skurðsviðin eru tilbúin að vinna samkvæmt afkastatengdu kerfi svokölluðu DRG kerfi. Innleiðing á skráningarkerfum og kostnaðar- greiningu hefur fylgt aukið umfang og álag á starfsfólkið. Það hefur staðið sig frábærlega vel við erfiðar aðstæður að mati sviðstjóranna og segja þeir starfsfólk sviðanna al- mennt mjög meðvitað um kostnað. „Það er starfsfólkið sem hefur gert það að verkum að kostnaður við rekstur sjúkrahússins hefur staðið í stað í fimm ár,“ segir Helga Kristín. Sviðstjórarnir Helga Kristín og Lilja eru sammála um að sameiningin sé nú farin að skila miklum árangri varðandi marga þætti skurðsviðanna. Bæði lækna- og hjúkrunarhópurinn hafi þjappast saman í kjölfar óróans sem skapaðist við sameiningu og flutning sérgreina. Þær segja að enn sé þó að mörgu að hyggja varðandi innra starf og starfsánægju allra starfsmanna. Í því samhengi sé mikil- vægt að fá að byggja upp í stað þess að draga sífellt úr eða skera niður. eftir sameiningu sunna@mbl.is                       !    !" #  $% &"  
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.