Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐANFASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
LAUFRIMI 14 B - JARÐHÆÐ
OPIÐ HÚS
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
Mjög góð og falleg 85,6 fm opin
og björt 3ja herbergja íbúð með
sérinngangi, á jarðhæð (gengið
beint inn), og sérsuðurgarði. Eld-
húsinnrétting ásamt hurðum og
körmum eru úr kirsuberjavið. Fal-
legar viðarrimlagardínur úr kirsu-
berjavið fylgja. Gólfefni er dúkur og
flísar á anddyri. Sérmerkt bílastæði. Sér afgirtur suðurgarður með
hellulagðri verönd og stór sameiginlegur garður með leiktækjum.
Þetta er falleg og vönduð eign á góðum stað í Grafarvogi, stutt í
skóla, leikskóla og alla alm. þjónustu. VERÐ 19,5 millj.
SIGURÐUR OG JÓNÍNA TAKA Á MÓTI GESTUM
Í DAG Á MILLI KL. 14. og 16.
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Arnarhraun - Hafnarfirði
Vorum að fá í sölu mjög fallegt
245 fm einbýlishús á tveimur
hæðum við Arnarhraun í Hafnar-
firði. Húsið skiptist m.a. í tvær
stofur, sólstofu og fimm her-
bergi. Sérstaklega fallegur garð-
ur til suðurs. Úr sólstofu er gengið út í garð á timburverönd. Gróð-
urhús er í garðinum. Húsið er mjög vel staðsett, en þaðan er ör-
stutt í skóla, íþróttahús, miðbæinn, Lækinn o.fl. Verð 43,0 millj.
HOLTSGATA – STÓR EIGNARLÓÐ
Guðrún Árnadóttir, lögg. fasteignasali.
Upplýsingar gefur Jón Gretar
Jónsson, GSM 840 4049.
Um er að ræða sögufrægt hús við Holtsgötu 7 í Reykjavík. Húsið
sem er afar reisulegt og fallegt, skiptist í kjallara, tvær hæðir og
ris. Það er 346 fm ásamt 76 fm byggingu/bílskúr við hlið hússins.
Að sögn eiganda stendur húsið á stærstu eignarlóðinni í gamla
Vesturbænum og þar liggja hugsanlega frekari byggingatæki-
færi. Húsið er staðsett innarlega á lóðinni og er því ekki beint
við Holtsgötuna. Á undanförnum árum hefur verið rekið dag-
heimili í húsinu og er það því innréttað fyrir slíka starfsemi. Það
er því ljóst að tals verðu þarf að bæta við og breyta til að húsið
nýtist sem hefðbundið íbúðarhúsnæði. Hér er á ferðinni mjög
gott tækifæri fyrir framkvæmdasama aðila sem vilja koma að
endurbyggingu hússins sem og frekari uppbyggingu lóðarinnar.
Verð 125 milljónir.
Árni Stefánsson viðskiptafræðingur
og lögg. fasteignasali
FASTEIGNASALAN
GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810
Traust þjónusta í 20 ár
www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli
NÝTT Á SKRÁ
Vorum að fá í sölu bjarta og vel
skipulagða 100,8 fm 4ra herbergja
íbúð á 1. hæð með sérinngangi og
afgirtum garði. Anddyri með fata-
hengi, hol/gangur, þrjú rúmgóð her-
bergi öll með skápum, baðherbergi
með baðkari, flísar á tveimur veggj-
um, tengt fyrir þvottavél, eldhús er
opið í stofu, vinkilinnrétting
hvít/beyki, helluborð og góður borðkrókur, björt og rúmgóð stofa með útg. í sér
garð sem er afgirtur, rimlagardínur í gluggum fylgja. Á anddyri eru flísar, plast-
parket er á herbergjum, gangi, stofu og eldhúsi, dúkur á baði. Stór sérgarður
fylgir íbúðinni og er hellulagður að hluta og afgirtur með fallegri timburgirðingu
og búið er að setja stóran kassa fyrir blóm utan við girðingu. Sameiginleg lóð
með góðum leiktækjum. Hús lítur vel út að utan og stutt er í alla þjónustu, s.s
verslanir og skóla. Góð staðsetning. Verð 19,3 millj.
Verið velkomun í dag frá kl.13-15 - Margrét tekur á móti gestum.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13-15
Laufrimi 18 – sérinng. og garður
NÝTT Á SKRÁ
Vorum að fá í einkasölu fallega,
bjarta og rúmgóða 147,1 fm 6 herb.
hæð sem skiptist í anddyri/hol, gang,
fjögur svefnherbergi, stofu, borð-
stofu, eldhús, þvottaherbergi og bað.
Komið er inná sameiginlegan gang,
stigi með dúk, anddyri/hol með flís-
um á gólfi, opið úr holi í stofu, útg. á
suðursvalir, rúmgóð borðstofa, þar
innaf er herbergi með skáp, eldhús
með hvítri beykiinnréttingu m/beykiborðblötum, góður borðkrókur við glugga,
innaf eldhúsi er búr og þvottaherbergi. Svefnherbergisgangur m/skáp, tvö rúm-
góð barnaherbergi, hjónaherbergi með skáp og útg. á svalir, nýlega standsett
baðherbergi með flísum í hólf og gólf, upphengt salerni, bakar m/sturtuaðstöðu,
gluggi. Gluggar, gler og opnanleg fög eru endurnýjuð að mestu leiti. Á
anddyri/holi, borðstofu, eldhúsi og baði eru flísar, á stofu er jatopa-parket og á
herbergjum er nýtt plastparket. Í sameign er sérgeymsla, þvottahús, hjóla- og
vagnageymsla. Frábær staðsetning. Verð 28,5 millj.
Verið velkomin í dag frá kl. 14.00-16.00.
Sveinbjörn og Ingunn taka vel á móti gestum.
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16
Sólheimar 24 – 2. hæð
Síðumúla 2 ◆ sími 588 4477 ◆ fax 588 4479 ◆ www.valholl.is
Opið mán.-fimmtud. 9-17.30 ◆ föstud. frá kl. 9-17. ◆ Lokað um helgar
Opið hús í dag milli kl. 14 og 17 í Funafold 6, Grafarvogi
Um er að ræða vel skipulagða 120 fm
neðri hæð í vel staðsettu tvíbýlishúsi.
Sérinngangur er í íbúð, þrjú svefnher-
bergi, sérsuðurverönd. 26,5 fm bílskúr
fylgir, hann er innréttaður sem íbúð (lít-
ið mál að breyta aftur eða hafa leigu-
tekjur). Hiti í stéttum. Íbúð er laus fljót-
lega. Lilja sýnir í dag milli kl. 14 og 17.
BRÉF TIL
BLAÐSINS
Morgunblaðið Kringlunni 1 103
Reykjavík
Bréf til blaðsins | mbl.is
SÁ SEM hér skrifar starfar við það
í hlutastarfi að aka erlendum ferða-
mönnum um landið sem er ekki í
frásögur færandi. Flestir sem starfa
í þessum geira kannast við það að
vera ekki áfjáðir í að ganga um
Geysissvæðið í hvert einasta skipti
sem maður kemur þangað. Ég sjálf-
ur hafði ekki gengið um svæðið í
tæp tvö ár. Nú um daginn ákvað ég
sökum góðrar veðráttu að vera sam-
ferða hóp, sem ég var að keyra
þann daginn, um svæðið.
Ég hreinlega skipti litum sökum
skammar og bræði er ég leit þetta
svæði sem á að teljast mest heim-
sótta náttúruperla Íslands. Þarna er
illa frágenginn, hálfkláraður göngu-
stígur í gegnum mitt svæðið sem ég
taldi fyrir tveimur árum að væri
verið að vinna við að leggja. Ekkert
hefur gerst á þeim tveimur árum
sem liðin eru nema jú að vatnið, af-
fallið af hverunum, hefur grafið
undan hellusteinunum og þeir aflag-
ast verulega. Einnig hafa nokkrir
þeirra verið færðir til svo að stikla
mætti yfir sjóðandi heita læki sem
renna um svæðið. Engar merkingar
eða fróðleikur sem kalla mætti eru
við þessa helstu hveri. Gauðslitinn
bandspotti liggur kringum Geysi og
Strokk svo að fólk gangi ekki of
nærri þeim. Engin varnaðarorð er
að finna um hvernig beri að hegða
sér umhverfis hverina og margir
fallegir hverir eru úr gönguleiðinni
og fá þess vegna ekki að njóta sín.
Þegar ég spurðist fyrir um hver
bæri ábyrgð á þessum ósköpum var
fátt um svör. Sumir bentu á land-
eigandann, hann Má gamla, sem
hefur gert marga góða hluti þarna í
gegnum tíðina en ekki sinnt hvera-
svæðinu sjálfu í mörg ár. Aðrir
bentu á stjórnvöld sem virðast
hreinlega ekki vita að þetta svæði
sé yfirhöfuð til. Enn aðrir töldu sig
hafa heyrt að Orkuveitan hefði
keypt svæðið og miklar rannsóknir
stæðu yfir á þeirra vegum á svæð-
inu. Ætli það standi til að fara að
bora eftir jarðgufu og reisa virkjun
á Geysi? Það væri í takt við aðra þá
náttúruglæpi sem rafmagns-
framleiðendur þessa lands hafa
framið í gegnum tíðina.
Því spyr ég: Er ekki tími til kom-
inn að stjórnvöld, Orkuveitan, Már
Geysisgoði og aðrir hagsmunaaðilar
taki höndum saman og geri stórátak
í skipulagningu og uppbyggingu á
Geysi? Er ekki búið að kýla nægi-
legt fé í pyngjuna til að hægt sé að
henda örfáum milljónum í veglegt
göngustígakerfi, upplýsingaskilti og
almenna fegrun á svæðinu? Og ef
ekki, mætti þá ekki útbúa skilti þar
sem fólk er beðið afsökunar á því að
þurfa að vaða sjóðandi vatn, drullu
og skít í ökkla til þess eins að sjá
illa útleikna náttúruperlu. Svo er
líka hugmynd að bjóða hagsmuna-
aðilum annarra ferðamannastaða í
skoðunarferð til að læra hvernig á
ekki að gera hlutina.
SVERRIR ÁRNASON,
Víðimel 53, 107 Reykjavík.
Geysis-
svæðið er
ömurlegt
Frá Sverri Árnasyni, sem starfar í
ferðaþjónustu:
Fréttasíminn
904 1100