Morgunblaðið - 12.06.2005, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eins og hér kemurfram til hliðar hef-ur vísitala neyslu-
verðs hækkað á ný, eftir að
hún lækkaði milli apríl og
maí. Hækkun um 0,71% frá
því í maí er sögð meiri en
sérfræðingar greiningar-
deilda bankanna reiknuðu
með. Höfðu þeir flestir
spáð 0,2 til 0,4% hækkun
milli mánaða. Yfir tólf
mánaða tímabil mælist
hækkun neysluvísitölunn-
ar 2,8% og því er verðbólg-
an enn yfir settu markmiði
Seðlabankans, þ.e. að verð-
bólgan fari ekki yfir 2,5% á árs-
grundvelli.
En skyldi illræmdur verðbólgu-
draugurinn vera að vakna á ný? Já,
þegar krónan fellur, segja hag-
fræðingarnir margir hverjir. Spár
fjármálastofnana gera hins vegar
yfirleitt ráð fyrir 3–4% verðbólgu á
þessu ári og Seðlabankinn gaf ný-
verið út spá um 3,6% verðbólgu á
næsta ári. Hefur fjármálaráðu-
neytið reiknað með 3,8% verðbólgu
árið 2006, sem er sú mesta í hópi
annarra Norðurlandaþjóða þar
sem spáð er 1,4–1,8% verðbólgu.
Enginn hefur verið jafnsvart-
sýnn í sínum spám hér á landi og
hagdeild ASÍ, sem á dögunum gaf
út árlega vorskýrslu sína. Þar er
gert ráð fyrir miklum hagvexti
áfram en um leið vaxandi ójafn-
vægi í íslenska hagkerfinu. Þannig
spáir ASÍ 4,6% verðbólgu á þessu
ári og 6,3% á því næsta. Hagvöxt-
ur, þ.e. aukning á vergri lands-
framleiðslu þjóðarinnar, verður að
mati ASÍ 6,1% á þessu ári, nokkru
meiri en fyrri spár reiknuðu með,
og 4,9% á næsta ári. Til saman-
burðar var hagvöxtur síðasta árs
5,2%. Þá spáir ASÍ rýrnandi kaup-
mætti launa um 1,1% á næsta ári.
„Hagstjórn á villigötum“
Fram hefur komið í Morgun-
blaðinu að forseti ASÍ, Grétar Þor-
steinsson, telur þessa skýrslu hag-
deildarinnar, og hvernig efna-
hagsmálin hafa þróast í landinu,
auka líkur á að kjarasamningar
verði endurskoðaðir í haust. Í
skýrslunni eru stjórnvöld gagn-
rýnd harðlega, enda ber hún yfir-
skriftina „Hagstjórn á villigötum“.
Ríkisstjórnin er sögð hafa sýnt litla
ábyrgð við þær aðstæður sem ríkt
hafa í tengslum við stóriðjufram-
kvæmdirnar og aukið aðgengi
fólks og fyrirtækja að ódýru lánsfé.
Hagkerfið hafi sýnt merki um of-
hitnun með vaxandi verðbólgu og
auknum viðskiptahalla. Þannig
hafi verðbólgan ítrekað farið upp
fyrir efri vikmörk verðbólgumark-
miðs Seðlabankans, þrátt fyrir að
bankinn hafi hækkað stýrivexti um
3,7% frá því í maí í fyrra.
„Ríkisstjórnin hefur við þessar
aðstæður sýnt litla ábyrgð. Að-
haldsleysi í ríkisfjármálum, illa
tímasettar skattalækkanir og
breytingar á íbúðalánamarkaði
hafa aukið á ójafnvægið í hagkerf-
inu. Seðlabankinn hefur því orðið
að beita mun aðhaldssamari pen-
ingamálastefnu en æskilegt er.
Styrking krónunnar hefur verið
meiri en fær staðist til lengri tíma.
Afleiðingin er veikara atvinnulíf og
aukin hætta á harkalegri lendingu í
hagkerfinu í lok stóriðjufram-
kvæmdanna,“ segir ASÍ.
Ólafur Darri Andrason, yfirhag-
fræðingur ASÍ, segir nýjustu vísi-
töluútreikninga Hagstofunnar
engu breyta um þeirra spá, þeir
séu í takt við spána og ýti undir
hana frekar en hitt. Verðbólgu-
þrýstingurinn sé undirliggjandi og
vandinn til staðar. Sterk króna geti
ekki staðist til lengdar og þegar
gengi hennar falli þá fari verðbólg-
an af stað og hætta á að „draug-
urinn“ vakni. Verið sé að endur-
taka hagstjórnarmistök frá ár-
unum 2000 og 2001. Þjóðin gangi
hratt um gleðinnar dyr og mikil
hætta á að hún taki það út með
timburmönnum einhvern tímann á
næsta ári.
Hætta á verðbólgugusu
Þegar rætt er við aðstoðarfram-
kvæmdastjóra Samtaka atvinnu-
lífsins, Hannes G. Sigurðsson, sem
jafnframt er forstöðumaður hag-
deildar, kemur fljótt í ljós að hann
greinir vandann að mörgu leyti
með svipuðum hætti og ASÍ. Hann
telur þó litla hættu á að verðból-
guskriða fari af stað á þessu ári,
gengi krónunnar haldist áfram
hátt og verðbólgumarkmiðin náist
að mestu leyti í ár. Hins vegar sé
gengið hærra en atvinnulífið fái
staðist til lengdar og við lækkun
gengisins innan ekki langs tíma
komi „verðbólgugusa“ líkt og árið
2001.
Hannes tekur undir með ASÍ
um að jafnvægisleysi sé ríkjandi í
efnahagsmálunum og stjórnvöld
verði að vera virkari í að draga úr
eftirspurn. Þannig megi draga úr
fjárfestingum ríkis og sveitarfé-
laga og nefnir Hannes Íbúðalána-
sjóð sérstaklega í því sambandi.
Hækkun húsnæðisverðs sé megin-
skýring aukinnar verðbólgu og
stjórnvöld geti haft mikil áhrif á þá
þróun með því að draga úr eða
hætta starfsemi Íbúðalánasjóðs.
Sífelldar vaxtahækkanir Seðla-
bankans séu farnar að bitna harka-
lega á atvinnulífinu og brýn þörf sé
á annars konar viðnámi stjórn-
valda.
Fréttaskýring | Neysluvísitalan hækkar á
ný og vaxandi verðbólgu er spáð
Draugurinn
að vakna?
ASÍ segir ríkisstjórnina sýna litla
ábyrgð í vaxandi ójafnvægi
Fasteignaverð ýtir nú undir verðbólguna.
Vísitalan án húsnæðis hef-
ur sl. ár lækkað um 0,2%
Hagstofan hefur birt nýja út-
reikninga á vísitölu neysluverðs
og samkvæmt þeim er hún 242,4
stig, 0,71% hærri en í maí. Án
húsnæðis mælist vísitalan 228,2
stig, sem er 0,35% hækkun frá
fyrra mánuði. Eigið húsnæði í
vísitölunni hækkaði um 2,4%, þar
af voru áhrif af hækkun húsnæð-
isverðs 0,49%. Á móti vega áhrif
af lækkun meðalvaxta eða um
0,11% Verð á dagvöru hækkaði
um 1,5% milli mánaða. Hækkun
vísitölunnar nemur 2,8% sl. ár en
án húsnæðis hefur talan lækkað
um 0,2% frá júní árið 2004.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
ALLS eru 56 brýr á þjóðveginum
frá Höfn í Hornafirði að Hvolsvelli
og þar af 26 einbreiðar, sam-
kvæmt talningu blaðamanns
Morgunblaðsins. Einbreiðar brýr
hafa jafnan verið álitnar slysa-
gildrur, en þær eru enn margar
hérlendis þrátt fyrir áform um að
útrýma þeim.
Í fjögurra ára samgönguáætlun
fyrir árin 2005–2008 koma fram
fjögur meginmarkmið og snýr eitt
þeirra að öryggi í samgöngum. Í
sömu áætlun er aðeins gert ráð
fyrir að endurnýja tvær brýr á
ofangreindri ökuleið á tímabilinu,
á Smyrlabjargará og Staðará, sem
báðar eru í Suðursveit.
Stefnt að því að útrýma ein-
breiðum brúm
Einar Hafliðason, forstöðumað-
ur brúardeildar Vegagerðarinnar,
segir að á dagskrá sé að skipta
allmörgum brúm út, en ekki á
þessu svæði. „Við getum náttúr-
lega ekki gert allt í einu og það
var byrjað annars staðar, þar sem
umferð var meiri. Þó má ekki
gleyma því að töluvert hefur þeg-
ar áunnist á þessu tiltekna svæði.“
Einar segir að smám saman sé
verið að reyna að útrýma ein-
breiðum brúm. „Það er markvisst
unnið að þessu, en með takmörk-
uðu fjármagni, sem fjárveitingar-
valdið úthlutar okkur. Við getum
síðan haft persónulega skoðun á
því hvar má gera betur hverju
sinni.“
Rætt hefur verið um að byggja
mikinn fjölda jarðganga til að
tengja saman byggðir landsins, en
því fylgir augljóslega mikill kostn-
aður. „Þetta er allt spurning um
forgangsröðun, en þetta eru þeir
fjármunir sem við höfum, óháð
stórverkefnum,“ segir Einar.
Morgunblaðið/RAX
Brúin yfir Hornafjarðarfljót er ein margra einbreiðra brúa á Suðurlandi.
Margar einbreiðar brýr á Suðurlandi
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
UNNIÐ er að því að safna fjár-
magni til leigu og/eða kaupa á öfl-
ugum gegnumlýsingarbúnaði sem
tollgæsla og lögregla hérlendis
gætu nýtt til þess að gegnumlýsa
gáma og farartæki til leitar m.a. á
fíkniefnum. Svavar Sigurðsson, bar-
áttumaður gegn fíkniefnum, vinnur
nú að fjármögnuninni en hann hefur
kynnt búnaðinn, í samstarfi við há-
tæknifyrirtækið Icetronica, fyrir
þingmönnum, lögreglumönnum og
yfirmönnum Tollgæslunnar í
Reykjavík sem hafa sýnt tækninni
áhuga.
Um er að ræða bandarískan bún-
að, sem kallast Vehicle and Cargo
Inspection (VACIS) sem er sér-
hæfður trukkur til þess að gegnum-
lýsa farartæki og gáma með
gammageislatækni. Svavar segir
búnaðinn vera afar afkastamikinn
og auðvelda tollgæslu að finna m.a.
fíkniefni. Hann segist hafa verið að
skoða slíkan búnað í fyrra sem var
framleiddur í Kína eins og Morgun-
blaðið greindi frá á síðasta ári.
Hann segir nánari eftirgrennslan
hafa leitt það í ljós að bandaríski
búnaðurinn væri mun öflugri. „Ég
vil meiri árangur í baráttunni gegn
fíkniefnum,“ segir Svavar.
Kostar um 60 milljónir
Guðjón Hjörleifsson alþingismað-
ur, sem Svavar hefur rætt við, segir
ljóst að um gífurlega öflugt tæki sé
að ræða sem kæmi sér vel í barátt-
unni gegn fíkniefnainnflutningi.
Hinsvegar sé einnig ljóst að tækið
kosti talsverða fjármuni eða um 60
milljónir kr. Hugmyndir eru þó uppi
um að leigja búnaðinn og hefur Guð-
jón beðið um að láta athuga leigu-
kostnað. Hann segir að ef búnaður-
inn gefist vel þá vilji hann láta
athuga hvort hægt sé að kaupa
hann. „Málið er komið í ákveðinn
feril og við verðum að halda áfram
með það. En þetta snýst alltaf um
peninga og menn fara ekki hraðar
en fjárveitingavaldið gerir,“ segir
Guðjón en bætir því við að ljóst sé
að fíkniefnaleit innanlands sé dýr og
telur hann að búnaðurinn gæti áork-
að miklu í þeirri baráttu.
Sigurður Skúli Bergsson, sviðs-
stjóri tollgæslusviðs hjá Tollstjór-
anum í Reykjavík, tekur í sama
streng og Guðjón varðandi kostn-
aðinn en bendir jafnframt á að um
öflugan búnað sé að ræða. Telur
hann að það þurfi að þjálfa a.m.k.
fimm menn til þess að sjá um eitt
tæki. Hann segir að óformlegar við-
ræður hafi átt sér stað við fjármála-
ráðuneytið vegna kaupa á búnaðin-
um.
Sigurður segir Norðurlöndin hafa
fjárfest í slíkum búnaði á undan-
förnum árum og hérlendis fylgist
menn grannt með framvindu mála
þar. Hann segir auk þess að nýlega
hafi verið rætt um notkun búnaðar-
ins á fundi yfirmanna tollgæslunnar
á Norðurlöndum. Norðmenn hafi
t.d. lýst yfir ánægju sinni með af-
köst búnaðarins sem getur gegnum-
lýst um 20 gáma á klukkutíma. „Við
gætum sjálfsagt notað þetta, það er
engin spurning,“ segir Sigurður.
Svavar hefur í samstarfi við ís-
lenska hátæknifyrirtækið Icetron-
ica unnið að því að fá búnaðinn til
landsins. Hann segist hafa fengið af-
ar góðar undirtektir frá öllum sem
hann hafi rætt við þ. á m. sænska
sendiráðinu hérlendis, en ætlunin er
að flytja inn búnaðinn þaðan.
„Öflugt tæki í baráttu
gegn fíkniefnum“
VACIS-búnaðurinn er sagður mjög öflugur og getur gegnumlýst fjölda
gáma eða bifreiða á skömmum tíma. Þá er hann meðfærilegur við þröngar
aðstæður, að sögn Svavars.
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is