Morgunblaðið - 12.06.2005, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 12.06.2005, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í STJÓRNARSÁTTMÁLA ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem mynduð var 1999, sagði að lögð skyldi áhersla á að tryggja sérstaklega kjör aldraðra, fatlaðra og öryrkja, sem lægstar hefðu tekjur. Þetta ákvæði var svikið. Svipað ákvæði varðandi kjör aldraðra er einnig í stjórnarsátt- mála núverandi ríkisstjórnar. Það hefur verið svikið. Frá árinu 1990 hefur kaupmáttur lífeyris aldraðra aðeins aukist um helming þess, sem kaupmáttur lágmarkslauna á almennum vinnumarkaði hefur hækkað um. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í ríkisstjórn síðan árið 1991 og núverandi stjórnarflokkar hafa verið í ríkisstjórn síðan 1995. Framangreindar staðreyndir segja allt sem segja þarf um efndir stjórnarflokkanna á fyrrnefndu ákvæði um kjör aldraðra. Skorið á tengsl milli lífeyris og lágmarkslauna Árið 1995 var skorið á tengsl milli ellilífeyris og lágmarkslauna á almennum vinnumarkaði. Fram að þeim tíma hafði ellilífeyrir hækkað sjálfvirkt um leið og lægstu laun á almennum vinnu- markaði hækkuðu. Það var lög- bundið. Frá því að þessi breyting var gerð hefur ellilífeyrir hækkað mikið minna en lágmarkslaun. Ellilífeyrir hefur dregist aftur úr í launaþróuninni. Ellilífeyrisþegar hafa því ekki fengið sömu hlut- deild í góðærinu hér undanfarin ár eins og starfandi launþegar. Árið 1990 námu ellilífeyrir og tekju- trygging 83,4% af lágmarks- launum verkafólks. Árið 2004 var þetta hlutfall komið niður í 66,5% þrátt fyrir þær lagfæringar, sem gerðar voru á lífeyri aldraðra 1. janúar 2003 og 1. janúar 2004. Þetta virkar eins og kjaraskerðing hjá öldruðum í samanburði við kjarabætur hinna lægst launuðu á almennum vinnumarkaði. Hvers eiga aldraðir að gjalda? Af hverju fá þeir ekki sömu leiðréttingar á sínum kjörum og hinir lægst laun- uðu á almennum vinnumarkaði? Ég tel, að aldraðir eigi þessa leið- réttingu inni hjá ríkinu. Ríkinu ber siðferðisleg skylda til þess að leiðrétta kjör aldraðra nú þegar um það sem vantar upp á að þeir hafi fengið sömu leiðréttingar á sínum kjörum og láglaunafólk hef- ur fengið frá 1990. En það er að vísu ekki nóg. Einnig þarf að hækka lífeyri aldraðra þannig að hann dugi til lágmarksframfærslu. Miðað við síðustu rannsókn Hag- stofu Íslands á neysluútgjöldum Íslendinga tel ég, að hækka þurfi lífeyri aldraðra einstaklinga frá al- mannatryggingum um 40–60 þús. kr. á mánuði (þ.e. þeirra, sem ekki fá lífeyri úr lífeyrissjóði). Aðrir eiga að hækka sambærilega. Sama gildir um kjör öryrkja Það sem hér hefur verið sagt um kjör aldraðra og lífeyris- greiðslur til þeirra frá almanna- tryggingum á að mestu leyti einn- ig við um kjör öryrkja og greiðslur til þeirra. En auk þess bætist það við, að ríkisstjórnin sveik samkomulag, sem heil- brigðisráðherra gerði við Ör- yrkjabandalag Íslands fyrir kosn- ingarnar 2003. Samkvæmt því samkomulagi átti að bæta kjör þeirra, er höfðu orðið ungir ör- yrkjar, um 1,5 milljarða kr. En ríkisstjórnin skar þá upphæð nið- ur um 500 milljónir kr. Hún stóð því ekki við samkomulagið við ör- yrkja. Hún sveik það. Ríkis- stjórnin hefur því bæði svikið aldraða og öryrkja. Ríkisstjórnin hefur svik- ið aldraða og öryrkja Björgvin Guðmundsson fjallar um kjör öryrkja og eldri borgara ’Ég tel, að aldraðireigi þessa leiðréttingu inni hjá ríkinu.‘ Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. RAÐHÚS Á EINNI HÆÐ Í ÞORLÁKSHÖFN 30.MÍN FRÁ REYKJAVÍK AÐEINS ÞRJÚ HÚS EFTIR!!!! Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali, sími 821- 4400 Endahúsið er 106 fm, ásamt 25,6 fm bílskúr, verð kr. 22,3 m. Miðhúsin eru 103,6 fm, ásamt 26,9 fm bílskúr, verð kr. 20,9 m. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Hrafnhildi Bridde í síma 821- 4400 eða 534 4400 Kringlan 7 • 103 Reykjavík • Hús Verslunarinnar • Sími 534 4400 HB FASTEIGNIR SELVOGSBRAUT 3, 3A OG 3B AFHENDING FLJÓTLEGA * Húsin afhendast fullbúin * Tvö rúmgóð svefnherbergi * Sjónvarpshol * Rúmgott baðherbergi * Eldhúsið er stúkað af stofunni * Rúmgóð stofa * Þvottahús * Forstofa með aðgengi í bílskúrinn * Bílskúrinn er með millilofti * Geymsla * Vandaðar innréttingar úr eik * Eikarparket og flísar á gólfum * Hiti er í gólfum að hluta. * Halogen-lýsing í loftum * Vönduð tæki * Lóðin er tyrfð SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali GULLSMÁRI 1 4ra herb. íbúð á 2. hæð Falleg 4ra herb. 95 fm íbúð á 2. hæð í fallegu fjölbýli á þessum eftir- sótta stað í Smáranum í Kópavogi. Þrjú rúmgóð herbergi. Stór og björt stofa með útg. á suðaustursvalir. Góðar innréttingar. Eignin hefur fengið gott viðhald m.a. er sameign nýl. tekin í gegn að utan sumarið 2004 og að innan 2003. Íbúðin get- ur losnað fljótt. Sölumenn fasteign.is taka á móti gestum frá kl. 15:00-17:00 í dag, sunnudag FELLAHVARF 1 - VATNSENDA 4ra herb. íbúð á jarðhæð Vorum að fá í einkasölu 120 fm glæsilega 4ra herbergja íbúð á 1. hæð (beint inn) í þessu 5 íbúða húsi sem er staðsett innst í botnlanga á einstaklega friðsælum stað í neðstu íbúðagötunni við Elliðavatn. Sérinn- gangur er í íbúðina og fylgir sér- garður með hellulögn að hluta. For- stofa, stofa, sjónvarpsstofa, eldhús, sérþvottahús innan íbúðar, baðherbergi með sturtu (Vola tæki) og þrjú góð svefnherbergi. Ljósar eikarinnréttingar, ljóst eikarparket á gólfum. Hurð úr stofunni út í garðinn. Sérgeymsla í sameign. Hiti í stéttum. Við- haldslétt hús, steinað að utan. Verð 28,5 millj. Eik og Kristján taka á móti þér og þínum í dag, sunnudag, milli kl. 15 og 17. OPIN HÚS Í EFTIRTÖLDUM EIGNUM: Júlíus og Berlind taka á móti gestum í frá kl 15-17 Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Góð og mikið endurbætt 3ja herbergja 71 fm íbúð í kjallara í mið- bænum. Sérinngangur á norðurhlið, bakatil, stór sameiginlegur garður. Nýlegir gluggar og gler ásamt raflögnum. Íbúðin er laus fljótlega. Verð 13,5 m. LEIFSGATA 25 OPIÐ HÚS - SUNNUDAG KRINGLAN - EINBÝLI - REYKJAVÍK Hraunhamar kynnir: Sérlega glæsilegt endaraðhús á þessum vinsæla stað. Húsið er 290,2 fm alls, þar af er bílskúrinn 26,3 fm. Skipting eignarinnar: Húsið skiptist í 3 hæðir. Mið- hæðin skiptist þannig: For- stofa, hol, stofa, borðstofa og eldhús. Efri hæðin skiptist í tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Á jarðhæðinni er geymsla, þvottahús og gestasalerni auk þess innréttuð aukaíbúð með sérinngangi og hún skiptist þannig: Hol, stofa, svefnherbergi og baðherbergi. Þetta er glæsileg eign sem vert er að skoða. Nánari uppl. veita sölumenn Hraunhamars. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali Smáragata - Glæsilegt funkishús Virðulegt, vandað og mikið endurnýjað 279,4 fm einbýlishús ásamt sér- stæðum 33,3 fm bílskúr á eftirsóttum stað. Húsið er teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni í funkisstíl og er án efa eitt af hans bestu verkum. Húsið stendur á stórri lóð og hefur góða tengingu við garðinn. Húsið hefur verið mikið endurnýjað á síðustu árum, m.a. hefur verið skipt um vatns-, ofna- og raflagnir, drenlagnir og gler. Húsið var tekið í gegn að utan og settur á það granít- og kvartssalli og þá var þakkantur endurbyggður, klæddur ryð- fríu stáli og sett koparniðurföll. Endurbæturnar fengu sérstaka viðurkenn- ingu borgarstjórans í Reykjavík 1998. Heimild er til stækkunar hússins skv. nýju deiliskipulagi. Upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson fasteignasali.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.