Morgunblaðið - 12.06.2005, Side 22

Morgunblaðið - 12.06.2005, Side 22
22 SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ E kki er víst að Garðbæingar geri sér allir ljóst að til er í bænum Hönn- unarsafn Íslands, eða vísir að slíku safni, og þá er enn ólíklegra að safnið sé vel kunnugt utan bæjarins. Hér bíður ekki aðeins Garðbæinga, heldur og allra lands- manna, mikið og merkilegt tækifæri til þess að styðja við bakið á menn- ingarstofnun, sem á að geta vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Hönnun skiptir sífellt meira máli og Listaháskóli Íslands útskrifar hóp hönnuða á hverju ári. Merkileg hönnun fyrri áratuga gleymist brátt ef ekki er unnið markvisst að söfnun og skráningu hluta sem ekki eru lengur í notkun. Framtíðarskipan safnsins er að mestu afrakstur hugmyndavinnu stjórnarnefndar frá í febrúar 2003, en samningur hafði verið settur á blað 1998–1999 um uppbyggingu hönnunarsafns og stóðu að því menntamálaráðuneytið, Þjóðminja- safnið og Garðabær. En hversvegna Garðabær? Líklega vegna þess eins að þáver- andi bæjarstjóri í Garðabæ, Ingi- mundur Sigurpálsson, varð á undan öðrum til að eygja möguleikana sem í slíku safni geta falizt. Menn veltu fyrir sér nokkrum kostum. Einn var sjálfstætt safn, rekið af mennta- málaráðuneyti og Garðabæ, annar var sjálfseignarstofnun rekin af Garðabæ. Jafnframt var frá upphafi ljóst að hér yrði ekki um neitt „lo- cal“ eða staðbundið Garðabæjarsafn að ræða, heldur Hönnunarsafn Ís- lands og það ætti að spanna alla síð- ustu öld, frá aldamótum 1900 til samtímans. Eldri munir verða að sjálfsögðu varðveittir á Þjóðminja- safninu; margir þeirra frábærlega hannaðir. En markmiðið er skýrt: Þegar ráðizt verður í að byggja yfir Hönnunarsafn Íslands í Garða- bæ er ljóst að safnið verður ein af helztu menningarstofnunum á höf- uðborgarsvæðinu og þar að auki tákn um menningarlega reisn og metnað bæjarfélagsins. Hvar á safnið að vera? Sjálft húsið ætti helzt að vera einskonar „flaggskip“ íslenzkrar hönnunar og þess vegna er gott staðarval grundvallaratriði. Miðað við erlend söfn af þessu tagi má ætla að safnið verði þriggja hæða hús og brýnt er að það verði vel sýnilegt og að ekki verði byggð önn- ur jafnhá hús uppað því eða í allra næsta nágrenni. Í þessu sambandi lízt mér bezt á tvo staði. Annars vegar óbyggt svæði upp af Arnarnesvogi, sem vel sést yfir þegar Hafnarfjarðarvegur- inn er ekinn og frá þeirri fjölförnu leið ætti húsið að geta notið sín vel. Hættan er á hinn bóginn sú að ein- hverskonar byggð rísi þarna á tún- unum og gæti Hönnunarsafnið þá orðið aðþrengt með tímanum. Ég sé fyrir mér annan stað sem að vísu er ögn fjær frá alfaraleiðinni en Hönnunarsafnið gæti notið sín vel þar. Þá á ég við rima á strönd- inni austast í Gálgahrauni, sem að vísu er verndað eins og er, en einnig kæmi til greina að byggja húsið út í fjöruna fram af hraunbrúninni. Þá er aðeins spurning um stuttan vegar spotta út eftir ströndinni í framhaldi af hinu nýja Sjálandshverfi. Ég sé fyrir mér glæsilegt safnhús sem speglast í voginum á kyrrum kvöldum og yrði táknmynd Garða- bæjar á sama hátt og hafmeyjan fyrir Kaupmannahöfn, Eiffelturninn fyrir París og Big Ben fyrir London. Einar Sveinbjörnsson veðurfræð- ingur, einn áhugamanna um Hönn- unarsafn Íslands í Garðabæ, benti mér á hraunbrúnina við Hraun- holtslækinn, skammt sunnan við íþróttasvæðið, sem er fallegur stað- ur. Safnið þyrfti ekki að snerta sjálfa hraunbrúnina, sem er friðuð og við húsið mætti búa til fallega tjörn sem Vífilsstaðalækurinn félli í gegnum. Sá hængur er helztur á þessum stað að hann sést illa frá helztu alfaraleiðum. Það gæti sýnst liggja beint við að ætla Hönnunarsafni Íslands stað í nýjum miðbæ Garðabæjar, sem á að ná frá Garðatorgi niður eftir hall- anum að Hafnarfjarðarvegi. Þar verða væntanlega allhá hús og þétt og ég vara eindregið við því að koma Hönnunarsafni Íslands þar fyrir. Sjálfgefið yrði að minna gæti borið á húsinu þar. Aðrar menning- arstofnanir geta vel átt þar heima; bókasafnið til dæmis, svo og fjölnota sýningarhús fyrir myndlist og fleira. Hvernig er safnið núna? Aðalsteinn Ingólfsson listfræðing- ur hefur verið forstöðumaður Hönn- unarsafnsins síðan 1999. Hann er allur af vilja gerður að vinna að framgangi safnsins og afla því verð- ugra verka. En honum hefur ekki fundizt hann fá þann stuðning frá bæjarfélaginu sem hann vænti, en ekki er ástæða til þess að fara nánar út í það hér. Vel er þó skiljanlegt að forstöðumanninum þyki ekki mikið til aðstöðunnar koma eins og hún er nú. Við Lyngás 7–9 í Garðabæ fékk Hönnunarsafnið inni til bráðabirgða í húsi gamla Fjölbrautaskólans, sem þar var og Þjóðminjasafnið hefur notað. Þar hefur Aðalsteinn tölvu og skrifborð í skrifstofu, sem verður að nýta sem geymslu að verulegu leyti. Auk hennar er aðalgeymslan í sama Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ býr við mikil þrengsli og í geymslu safnsins er hver fermetri nýttur. Lljósmynd/Gísli Sigurðsson Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur hefur verið forstöðumaður Hönnunarsafnsins í Garðabæ síðan 1999. Á skrifstofu hans við Lyngás í Garðabæ eru þrengsli eins og annars staðar í safninu. Fyrir miðju á myndinni er leirvasi eftir Ragnar Kjartansson frá tímabilinu þegar hann starfrækti Glit. Hönnunarsafn Íslands er í bráðabirgðahúsnæði í Garða- bæ. Nú þarf að byggja yfir safnið og velja því áberandi stað. Gísli Sigurðsson telur að ef gengið verði til verksins af nægum metnaði geti safn- ið orðið á alþjóðlegan mæli- kvarða og byggingin muni setja svip á Garðabæ. Jafn- framt verði það Hönn- unarsafn landsins alls. Hönnunarsafn Íslands gengu gjarnan milli bæja á Suðurlandi um miðja síðustu öld. Mikill fengur væri að einni slíkri, svo og ýmsum tilraunum til að hanna og smíða vélknúin farartæki. Bíllinn Bomobil er til og nú þegar í eigu Hönnunarsafnsins; hinsvegar vantar í safnið eintak af Rafsa, bíl Steins Sigurðssonar. Uppá síðkastið hafa ís- lenzkir bílasmiðir fært sig uppá skaftið með glæsileg tilþrif á breyttum jeppum og má segja að þar sé tilkomin sjálfstæð, íslenzk hönnun. Á tæknisviðinu er af mörgu að taka. Svo eitthvað sé nefnt má benda á færavindu El- liða Nordal Guðjónssonar, vigtar- og færi- bandakerfi frá Marel, álpönnur frá Alpan, stoðtæki frá Össuri, tjöld frá Seglagerðinni Ægi, eldavélar frá Rafha, vindrafstöðvar Nils Gíslasonar á Akureyri, Sleppibúnað Sig- munds og kúluhús Einars Þorsteins Ás- geirssonar. Hér er af nógu að taka. Í grafískri hönnun, auglýsingum hvers- konar, og bóka- og blaðahönnun hafa mark- verð afrek verið unnin á mjög breiðu sviði sem spannar peningaseðla, verðbréf, ein- kennismerki (lógó), hljómplötuhulstur. Þarna er svo umfangsmikil sérgrein að hún út- heimtir sérstaka deild á safninu og er mikið starf óunnið við að rannsaka þennan þátt og safna saman sýningareintökum. Íslenzkur fataiðnaður er kapítuli út af fyrir sig, allt frá grænu VÍR-úlpunum, sem urðu einskonar þjóðbúningur Íslendinga um miðja síðustu öld, og þá var ljóst að þjóðin hafði í fyrsta sinn fengið þá utanyfirflík sem hefði getað bjargað mörgum mannslífum fyrr á öldum. Mokka-fatnaðurinn náði líka vinsæld- um, svo og margskonar hlífðarfatnaður, til að mynda frá Max hf., Gráfeldi hf., Belgja- gerðinni hf., Vinnufatagerð Íslands og verk- smiðjum iðnaðardeildar SÍS á Akureyri, svo nokkrir framleiðendur séu nefndir. Vandinn í sambandi við safngripi frá þessum tíma er ekki sízt fólginn í að komast yfir ónotuð eintök. Íslenzka lopapeysan á skilið heiðurs- sæti sem klassísk flík. En hvað um nútíð- ina? Óhætt er að tala um nýbylgju í ís- lenzkri nútíma fatahönnun og sem dæmi um þá grósku má geta þess að nú á þessu vori útskrifuðust 11 fata- hönnuðir frá Listaháskóla Íslands. Óvíst er hvort til séu lengur spunavélar, sem framleiddar voru fyrir miðja öldina í Forsæti í Flóa og Morgunblaðið/Golli Grænu úlpurnar og stoðtæki frá Össuri Frá tískusýningu í Listasafni Reykjavíkur, þar sem íslenskir fatahönnuðir sýndu verk sín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.