Morgunblaðið - 12.06.2005, Page 39

Morgunblaðið - 12.06.2005, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. JÚNÍ 2005 39 FRÉTTIR BLIKÁS 5 - OPIÐ HÚS Í DAG Opið hús í dag frá 14:00 til 16.00 Nýkomin í einkasölu sérlega falleg nýleg ca 112 fm. íbúð á annarri hæð í litlu vönduðu fjölbýli. Sérinngangur, forstofa, 3 svefnherbergi, stofa, rúmgott eldhús ofl. Frábær staðsetning og útsýni. Verð 24,9 millj. 107337 Mattías býður ykkur velkomin. SPÓAÁS - HF. - EINBÝLI Nýkomið í einkasölu óvenju vandað og glæsilegt einlyft ein- býli með innbyggðum tvöföld- um bílskúr, samtals 210 fm. Húsið skiptist m.a. þannig: For- stofa, sjónvarpsskáli, 3 svefn- herbergi, eldhús, stofa, baðherbergi o.fl. Hiti í gólfum. Fullbúin eign í sér- flokki. Frábær staðsetning og útsýni m.a. yfir Ástjörn o.fl. 104544 GAUKSÁS - HF. Nýkomið í einkasölu glæsilegt tvílyft einbýli með innbyggðum bílskúr, samtals 310 fm. Húsið afhendist í núverandi ástandi fokhelt að utan og innan, búið að einangra úthring og ganga frá lögnum. Einnig er hægt að fá húsið lengra komið. Teikningar á skrifstofu. Verð 41,0 millj. 108931 ÞRASTARÁS - HF. - EINBÝLI Nýkomið glæsilegt tvílyft ein- býli með tvöföldum innbyggð- um bílskúr, samtals ca 300 fm. 5 rúmgóð svefnherbergi, borð- stofa, stofa, eldhús, tvö bað- herbergi o.fl. Útsýni. Húsið af- hendist fullbúið nema garður. Góð staðsetning. Verð 49,5 millj. 4259 SMYRLAHRAUN - HF. - EINBÝLI Nýkomið í einkasölu þetta glæsilega einbýli á þessum frá- bæra stað. Eignin er 360 fm með innbyggðum tvöföldum bíl- skúr og 135 fm séríbúð á jarð- hæð. Eign í mjög góðu standi. Vandaðar innréttingar og gólf- efni. Hús í góðu viðhaldi. Verð 54,0 millj. 91935 HÁIHVAMMUR - HF. - EINBÝLI Nýkomin í einkasölu þessi glæsilega húseign. Eignin er 342 fm að stærð, annars vegar 240 fm efri hæð og hluti af neðri, bílskúr 27 fm, og hins- vegar sér samþykkt 70 fm 2ja herb. íbúð á neðri hæð með sérinngangi. Sérlega vönduð eign í alla staði. Frábær staðsetning og útsýni. Verð 55,0 millj. 97392 BLIKAÁS - HF. - RAÐHÚS Nýkomið í einkasölu sérlega fallegt fullbúið raðhús með inn- byggðum bílskúr, samtals 185 fm. Vandaðar innréttingar. Gott skipulag. Fjögur stór svefnherbergi. Hús að utan full- búið með hellulögðu bílastæði og timburverönd. Mjög góð staðsetn. í lokaðri botnlanga- götu. Verð 35,9 millj. 83611 KLETTABERG - HF. PARH. Hraunhamar fasteignasala hef- ur tekið í einkasölu sölu á þess- um frábæra útsýnisstað glæsi- legt arkitektahannað parhús með innbyggðum 60 fm bíl- skúr, samtals ca 220 fm. Eignin er smekklega innréttuð m. vönduðum innréttingum og gólfefnum. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu, borðstofu, eldús, gestasnyrtingu, þvottahús og herbergi. Á efri hæð eru tvö herbergi, alrými sem auðvelt er að útbúa herbergi, baðherbergi. Fallegur sólpallur og bílastæði hellulögð með lýsingu. Góðar 20 fermetra svalir. Glæsilegt útsýni.Glæsileg eign. Myndir af eigninni á mbl.is og heimasíðu hraunhamars. Verð. 41.millj. Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali OPIÐ HÚS - Efstasund 6 - einbýli Vorum að fá í sölu mjög fallegt 218 fm einbýlis- hús á tveimur hæðum. Þar af er 45 fm nýlegur bílskúr. Húsið, sem var byggt árið 1945, var endurhannað og endurbyggt að mestu leyti fyr- ir um sjö árum síðan. Á efri hæð hússins eru m.a. tvær stofur, eldhús og baðherbergi. Mikil lofthæð er á efri hæð hússins. Á neðri hæð eru m.a. fjögur herbergi og baðherbergi. Á miðstigapalli er sólskáli en þaðan er gengið út á verönd og út í garð. Eftir á fullklára húsið, m.a. eru gólfefni að mestu leyti til bráðabirgða. Garðurinn er í órækt. HÚSIÐ VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 14.00-15.00. OPIÐ HÚS - Holtsgata 20, 3. hæð Falleg og björt 81 fm 4ra herb. íbúð á 3. hæð í fjórbýlishúsi við Holtsgötu. Ein íbúð er á hverri hæð. Íbúðin skiptist m.a. í tvær rúmgóðar samliggj- andi stofur og tvö herbergi. Íbúðin er vel skipulögð. Mikil lofthæð er í íbúðinni. Fulningahurðir. Listar í loftum. Húsið hefur nýlega verið stand- sett. Íbúðin er laus 1. júlí nk. ÍBÚÐIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG SUNNUDAG FRÁ KL. 14.00-16.00. OPIÐ 9-18 OPIÐ HÚS Í DAG KL. 13.00-16.00 ÁSTÚN 2 - KÓPAVOGI Í einkasölu er falleg og töluvert endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð á þessum vinsæla stað. Góð parketlögð stofa með vestursvölum. Rúmgott endurnýjað eldhús. Hjónaher- bergi og barnaherbergi með parketi og skápum. Baðher- bergi allt endurnýjað, flísalagt í hólf og gólf. Á hæðinni er þvottaherbergi fyrir fjórar íb. Góð sameign með leigutekjur. Ákveðin sala. Verð 16,9 millj. VERIÐ VELKOMIN. HÁSKÓLINN í Reykjavík (HR) gekk nýverið frá samstarfssamn- ingi skólans við China Europe Int- ernational Business School (CEIBS) í Shanghai í Kína sem felur í sér nemendaskipti á sviði MBA-náms. Að sögn Þórdísar Sigurð- ardóttur, forstöðumanns MBA- náms HR, er CEIBS talinn einn besti viðskiptaháskólinn í Asíu. Hún bendir á að samkvæmt Financial Times, sem beri árlega saman við- skiptaháskóla um allan heim, sé MBA-nám við skólann talið það besta í Asíu og í 22. sæti þegar skól- inn sé borinn saman við helstu há- skóla heims. Þórdís segir það vera mikla við- urkenningu fyrir HR að CEIBS skuli hafa valið að starfa með skól- anum. „Stjórnendur CEIBS eru mjög vandlátir á samstarfsaðila sína, en þeir eru m.a. í samstarfi við IMD í Sviss, IESE á Spáni og Uni- versity of Michican – allt toppskóla á sviði MBA-náms.“ Nemendaskiptin munu fara fram á haustönn ár hvert og munu þá ís- lenskir MBA-nemar stunda nám við CEIBS og kínverskir nemendur munu koma til Íslands og stunda hluta MBA-námsins við HR. Þórdís segir fyrstu íslensku nemendurna fara út haustið 2006 og standa nem- endaskiptin í þrjá mánuði, þ.e. frá september til desember. Hún segist búast við því að á bilinu tveir til fjórir nemendur muni koma til með að fara utan árlega. Þórdís segir MBA-námið í CEIBS sérstakt að því leyti að þangað sæki fólk með töluvert meiri starfs- reynslu en gengur og gerist í MBA- námi annars staðar í heiminum. Hún segir að um 85% nemenda séu millistjórnendur eða í hærri stöðum og 60% nemenda séu í æðstu stjórn- endastöðum fyrirtækja sinna, þ.e. stjórnarformenn, forstjórar eða framkvæmdastjórar. Þórdís segir það vera mikinn feng fyrir íslensk fyrirtæki að fá aðgang að slíku tengslaneti. CEIBS er einnig með útibú í Peking. HR í samstarf við viðskipta- háskóla í Asíu ÖRYRKJABANDALAG Íslands hefur gengið til samstarfs við dr. Stefán Ólafsson, prófessor við Fé- lagsvísindadeild Háskóla Íslands, um úttekt á högum öryrkja á Íslandi í fjölþjóðlegum samanburði. Úttekt- in mun liggja fyrir í haust. Efnistök verða umfang örorku, einkenni, kjör öryrkja og viðbrögð velferðarkerfis- ins. Meðal þeirra atriða sem verða í út- tektinni eru umfang og einkenni ör- orku á Íslandi og þróun hennar sl. ár í samanburði við aðrar þjóðir og kjör öryrkja, atvinnuþátttaka og snemm- taka lífeyris í sama samanburði. Skoða á þróun lífeyrisgreiðslna og launa á vinnumarkaði frá 1990 til 2004, einkum með tilliti til bils milli bóta og launa. „Hefur „freisting“ til þess að vera á bótum aukist eða minnkað á þessu árabili? Hafa kjör lífeyrisþega (öryrkja) batnað eða versnað miðað við kjör annarra þjóð- félagshópa? Aukið álag á íslenskum vinnu- markaði verður rannsakað, umfjöll- un um vinnumarkaðsaðgerðir og endurhæfingu,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Tilefni þessarar úttektar er sagt vera nýútkomin skýrsla Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, „Fjölgun öryrkja á Íslandi“. Öryrkjabandalag Íslands leggur áherslu á að umræða um fjölgun ör- yrkja verði málefnaleg og sett í sam- hengi við veröldina sem við lifum í. Verður skýrslan kostuð af erfðafé Ólafs Gísla Björnssonar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Öryrkjabandalaginu. ÖBÍ lætur gera úttekt á högum öryrkja ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.