Morgunblaðið - 19.06.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 19.06.2005, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Fyrir nákvæmlega níutíu árum fögn-uðu íslenskar konur því að helstabaráttumál þeirra, kosningarétt-urinn, var í höfn. Samkvæmt skiln-ingi þess tíma töldu margir að jafnrétti kynjanna væri þá fulltryggt og að konur mættu vel við una og þakka fyrir. En upplifa íslenskar konur sig í jafnri stöðu á við karla í dag? Sjálfsagt myndu af- ar fáar konur, ef nokkrar, svara þeirri spurningu játandi. Alls staðar blasir kynja- misréttið við. Þó konur séu orðnar fleiri en karlar í hópi háskólanema hallar ennþá töluvert á þær í stjórnmálum og atvinnulífi, bæði hvað varðar völd, áhrif og laun. Og enginn vafi leikur á því að almennt bera konur ennþá meginábyrgð á barnauppeldi og heimilishaldi, þrátt fyrir að vinna fullan vinnudag utan heimilis. Þetta tvöfalda vinnuálag kvenna er við- fangsefni bókarinnar Móðir í hjáverkum eft- ir Allison Pearson, sem kemur út á íslensku í vikunni. Á frummálinu nefnist hún I Don’t Know How She Does It og vakti mikla at- hygli þegar hún var gefin út í Bretlandi fyr- ir þremur árum. Oddný Sturludóttir þýddi bókina og kveðst hlæjandi hafa verið sann- kölluð móðir í hjáverkum á meðan. „Þó höfundurinn máli grátbroslegt hlut- skipti útivinnandi mæðra dálítið dökkum lit- um er húmorinn aldrei langt undan. Ég held að þessi bók hafi vakið svona mikla at- hygli vegna þess að hún kom boðskapnum á framfæri á lúmskan og fyndinn hátt,“ segir Oddný. „Allison Pearson er þekktur og virt- ur blaðamaður í Bretlandi og söguhetjan, Kate Reddy, varð fyrst til í gamansömum pistlum sem hún skrifaði í The Daily Tele- graph um raunir hinnar útivinnandi móður. Kate er í rauninni málpípa höfundarins, tveggja barna móðir eins og hún og farsæl í starfi. Hún vinnur sem verðbréfamiðlari hjá rótgrónu fyrirtæki í fjármálahverfinu í London, sem er mikið karlaveldi. Vinnutím- inn er langur og starfið krefst mikilla ferða- laga. Hún er í stanslausu kapphlaupi við klukkuna og hefur engan tíma fyrir sjálfa sig. Bókin segir frá um það bil einu ári í lífi Kate Reddy og við fáum að fylgjast með því hvernig hún reynir að samræma vinnuna og fjölskyldulífið. Það gengur vægast sagt öm- urlega!“ Samviskubitið rauði þráðurinn Oddný segir að samviskubitið sem gjarn- an plagar útivinnandi mæður daginn út og daginn inn sé rauði þráðurinn í bókinni. „Söguhetjan segir á einum stað að þegar hún sé ekki í vinnunni skuldi hún börnunum sínum að vera með þeim, og þegar hún sé ekki með börnunum sínum skuldi hún starf- inu sínu að sinna því. Og höfundurinn kem- ur inn á þann mun sem virðist vera á kynj- unum hvað þetta varðar, körlum gengur einhvernveginn betur að skilja börnin eftir heima þegar þeir fara í vinnuna. Ennþá er auðvitað miklu minni þrýstingur á feður en mæður að taka ábyrgð á velferð barna sinna. Það er löng hefð fyrir því og í raun- inni skýlaus krafa samfélagsins að mæð- urnar gegni aðalhlutverki í uppeldinu. Kon- ur eru beinlínis álitnar kaldlyndar ef þær geta algjörlega kúplað sig út frá börnunum og helgað sig vinnunni og framanum hundr- að prósent, en slíkir karlar eru aftur á móti bara sagðir duglegir og taldir gegna sínu hlutverki. Þetta eilífa samviskubit er þannig innrætt konum af samfélaginu og menning- unni og Kate er mjög ósátt við það. Söguhetjunni verður tíðrætt um „mafíu“ hinna heimavinnandi mæðra og finnst hún vera undir pressu um að standast sam- keppni við þær á sviðum sem lengi voru tal- in skilgreina kvenlega dyggð. Þegar Kate spyr sjálfa sig hvort hún gæti verið heima- vinnandi er svarið skýrt nei. Hún myndi hreinlega sálast úr leiðindum. En hún er samt ósamkvæm sjálfri sér, á bágt með að sleppa takinu. Hún getur ekki hætt að hafa endalausar áhyggjur af börnunum og harma vangetu sína sem húsmóðir,“ segir Oddný. „Það kannast sennilega ýmsar konur við.“ Á milli tveggja elda Kate er ágætlega gift, en það veldur henni líka togstreitu. „Í einum kaflanum hefur maðurinn hennar til dæmis eldað matinn, einu sinni sem oftar. Svo segir hann kæruleysislega á meðan þau eru að borða að hann hafi nú búið til pestó-sósuna sjálf- ur. En í staðinn fyrir að gleðjast yfir því að eiga mann sem er liðtækur í eldhúsinu fýk- ur í hana, því hún hefur sjálf engan tíma til að vera myndarleg húsmóðir og á erfitt með að sætta sig við að maðurinn hennar steli því hlutverki líka! Kate er á milli tveggja elda. Það verður ekki bæði sleppt og haldið og það er alveg að fara með hana.“ Oddný bendir á að það sé grátlegt að bara mæðurnar lendi í þessari kreppu. „Í bókinni nálgast Pearson þetta ástand með svo kolbikasvörtum húmor að maður fær fyrir hjartað á stundum. Hún tæpir líka á einu atriði sem ég hef oft veitt athygli, það hversu mismunandi augum fólk lítur kynin í uppeldishlutverkinu. Á meðan pabbar eru hér um bil aðlaðir fyrir að sinna börnunum sínum vel, taka allir því sem sjálfsögðum hlut þegar konur eiga í hlut. Það er ekkert einsdæmi að heyra vel upplýst fólk varla halda vatni yfir því að sjá föður labba niður Laugaveginn með son sinn á öxlunum og segja eitthvað á þá leið að hann sé aug- ljóslega afbragðsgóður pabbi. En myndi fólk nokkurntímann segja þetta um móður? „Jii, sjáðu hvað hún er góð við barnið sitt, en frábær mamma!“ Hljómar það ekki dá- lítið ankannalega?“ Vantar fjölskyldustefnu Þegar Oddný las bókina í fyrsta sinn var hún nýbúin að eignast sitt fyrsta barn. „Eftir lesturinn hraus mér náttúrulega hug- ur við því sem framundan var,“ segir hún og skellir upp úr. „En bókin hitti mig al- gjörlega í hjartastað fyrir vikið og mér fannst að hún yrði að koma út á íslensku. Ég átti alltaf dálítið erfitt með að tjá mig um femínisma eða hafa mjög sterkar skoð- anir á jafnréttismálum áður en ég eignaðist son minn. Þá varð ég skyndilega mjög með- vituð og það gerðist algjörlega sjálfkrafa. Ég hafði aldrei áður fundið fyrir ójafnrétti á eigin skinni, en þegar maður er orðinn bundinn í báða skó fer maður að rekast á ýmsa veggi.“ Oddný nefnir úrræðaleysi í dagvistunar- málum sem dæmi. „Eftir að níu mánaða fæðingarorlofinu sleppir tekur við algjör óvissa þangað til börnin komast loks inn á leikskóla, oft um tveggja ára aldur. Það er að skapast algjört ófremdarástand, því dag- mæður eru ein af annarri að hætta störfum og það er gríðarlegur skortur á plássum. Foreldrar neyðast til að taka fyrsta úrræði sem býðst og hafa ekkert val. Eins er vinnutíminn á Íslandi almennt mjög langur. Auðvitað kemur það niður á fjölskyldunni og eitthvað verður undan að láta. Því miður bitnar það ennþá mest á mæðrunum, sem neyðast oft til að minnka við sig vinnu, því það er ríkari hefð fyrir því að þær fórni sér og viss samfélagsleg pressa, auk þess sem kynbundinn launamunur spilar inn í. Ég stóð alltaf í þeirri trú að Ísland væri mjög barnvænt samfélag, en ég hef eiginlega skipt um skoðun, því miður. Mér finnst sár- lega vanta skýra fjölskyldustefnu af hálfu yfirvalda.“ Barátta upp á líf og dauða „Ég held að það fyrirfinnist varla sú úti- vinnandi móðir sem finnur ekki samhljóm með þessum raunum Kate Reddy, sem lýst er í bókinni,“ segir Oddný. „Og það fyrir- finnst varla sú kona sem getur ekki hlegið að þeim með henni. Ef einhver kona er al- veg ósnortin af þessari bók hlýtur hún að vera fullkomin! Mig myndi langa til að hitta hana í kaffi og fá að spjalla við hana. Þá hlýtur henni að hafa tekist fullkomlega að samræma vinnuna og fjölskyldulífið. Og ég leyfi mér að efast um að það sé hægt.“ Oddný segir að bókin sé í rauninni bar- áttusaga. „Kate er í miðri orrustu frá fyrstu blaðsíðu til þeirrar síðustu, í stríði við heim- inn og sjálfa sig. Endirinn er ansi óvæntur, reitti reyndar margar konur til reiði og varð tilefni blaða- skrifa og deilna í Bretlandi. En eftir nokkra umhugsun komst ég að þeirri niðurstöðu að hann væri mjög sterkur, vegna þess að hann segir allt sem segja þarf um hvað þessi staða getur verið erfið. Þetta er bar- átta upp á líf og dauða,“ segir Oddný að lokum og blaðamaður og viðmælandi gefa hvor annarri glott sem gefur til kynna sam- eiginlegan skilning – á maður að þora að nota hugtakið sem svo mjög hefur verið haft í flimtingum? – á reynsluheimi kvenna … „Jii, sjáðu hvað hún er góð við barnið sitt!“ Oddný Sturludóttir, tveggja barna móðir í hjáverkum, hefur þýtt vin- sæla breska bók með sama titli. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir ræddi við Oddnýju um vandann við að púsla saman starfsframa og fjölskyldulífi og samviskubitið sem þjakar margar konur sem reyna á sama tíma að sinna starfinu og börnunum fullkomlega. Morgunblaðið/Þorkell „Söguhetjan segir á einum stað að þegar hún sé ekki í vinnunni skuldi hún börnunum sínum að vera með þeim, og þegar hún sé ekki með börnunum sínum skuldi hún starfinu sínu að sinna því,“ segir Oddný Sturludóttir um Kate Reddy, hvunndagshetju bókarinnar Móðir í hjáverkum. adalheidur@mbl.is Þegar fundurinn er hálfnaður kveður AndrewMcManus sér hljóðs með drambsömum hósta.Hann er vitgrannur Skoti, rumur með axlir á stærð við Chesterfieldsófa. Hann tilkynnir fundar- mönnum að hann verði að yfirgefa samkunduna því að dóttir hans Catriona sé að fara að keppa í sundi og hann hafi lofað henni að pabbi myndi koma að horfa. Allir láta eins og þetta sé eðlilegasti hlutur í heimi. Ungu, barnlausu strákarnir depla ekki auga. Þeir velta því kannski stundum fyrir sér að eignast börn einn daginn en ekki fyrr en Porsche Boxster verður fram- leiddur með fullkomnu skiptiborði. Fundarmennirnir sem þegar eiga börn baða sig í sameiginlegri og sam- særislegri sjálfumgleði og af vörum Momo, sem veit ekki betur, má lesa: „En sæææætt.“ Celia Harms- worth flettir meira að segja af sér grimma drottn- ingarhamnum og galdrar fram eitthvað sem mætti kalla bros og segir: „En gaman, Andrew! Alltaf jafn pottþéttur,“ eins og hann hafi stýrt Dow-vísitölunni upp um 150 stig, einn síns liðs. Andrew tekur eftir því að ég er sú eina í hópnum sem kvittar ekki á viður- kenningarskjal honum til handa. Hann ypptir öxlum og segir: „Æ, þú veist hvernig þetta er, Kate.“ Hann fer í jakkann sinn og út úr herberginu. Ó, jú, ég veit nákvæmlega hvernig þetta er. Karl- maður tilkynnir að hann þurfi að skreppa frá til að fylgjast með tómstundasprelli barns síns og honum er hampað sem óeigingjarnri og elskulegri fyrirmynd annarra foreldra. Kona tilkynnir að hún þurfi að skreppa frá til að sinna barni sínu á sjúkrabeði og hún er sökuð um að vera óskipulögð, óábyrg og sýna fyrirtækinu ekki nægilega hollustu. Ef faðir slær sig til riddara fyrir að vera faðir lítur fólk á það sem styrkleikamerki. Ef móðir lætur of mikið í það skína að hún sé móðir túlkar fólk það sem óþolandi viðkvæmni. Ég elska jafnrétti kynjanna.“ „Alltaf jafn pottþéttur“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.