Morgunblaðið - 19.06.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 19.06.2005, Síða 18
18 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ E ftir að ég hafði malað kaffi- baunir í einar fimm mínútur í eldhúsi Sundlaugarinnar spyr Jónsi snöggt: „Viltu ekki heyra lög af plötunni?“ Því er að sjálfsögðu jánkað og Orri Páll trymbill leiðir mig inn í stjórnherbergi hljóðversins þar sem er að finna þægilegan sófa og stóla. Hann býður mér sæti, setur á lag og tjáir mér að þetta verði líklega fyrsta lagið sem muni koma út, að öllum líkindum einungis í gegnum niðurhal. Svo er ég skilinn eftir. Þó að lögin sem ég fékk að heyra falli kannski ekki alveg í þetta stutta rokk/popp form sem hefur verið hvíslað um að sé stefna nýju plötunnar eru þau vissulega stefnu- breyting frá því sem var. Lögin einhvern veginn knappari, meira svona „rokk og ról“. Kjartan, hljómborðsleikari, segir síðar í viðtalinu að það sé nú það sem Sigur Rós sé fyrst og síðast: Rokk og ról. Hugmyndin um að meðlimir Sigur Rósar séu tedrekkandi ný- aldarhippar sem semji lög um álfa og hraun er engu að síður lífseig. Þessi mýta er rædd og Jónsi segir hátt og hvellt. „Nei, það er bara „hardcore“ kaffi hérna!“. En bætir svo við glottandi. „En að vísu með sojamjólk út í…“ Papa Roach? Síðan um haust 1999, stuttu eftir að Ágæt- is byrjun kom út, hefur Sigur Rós saman- staðið af þeim Jóni Þóri Birgissyni (gítar og söngur), Georg Holm (bassi), Kjartani Sveinssyni (hljómborð) og Orra Páli Dýra- syni (trommur). Orri leysti þar með Ágúst Ævar Gunnarsson af sem hvarf til listnáms. Ágætis byrjun er platan sem kom Sigur Rós á hið alþjóðlega popp/rokkkort og hefur í dag selst í ríflega hálfri milljón eintaka um heim allan. Á sínum tíma vonaðist Ásmundur Jón- son, framkvæmdastjóri Smekkleysu og útgef- andi plötunnar að selja hana í 1500 til 2000 eintökum. Eftir því sem á hefur liðið ferils hafa með- limir tekið í hin ýmsu hljóðfæri og léku þeir t.a.m. allir á steinhörpu Páls á Húsafelli þeg- ar Hrafnagaldur Óðins var frumfluttur í London í apríl 2002, eitt af mörgum „hliðar- verkefnum“ sveitarinnar ef svo mætti kalla. Einkanlega er það þó Kjartan sem er þúsundþjalasmiðurinn virðist geta leikið á hvaða það hljóðfæri sem hendi er næst. Jónsi, Kjartan og Orri koma nú inn í stjórnherbergið með kaffibollana sína, reiðu- búnir í spjall. Georg er ekki mættur þegar sest er niður og létt hjal er því viðhaft í fyrstu. Blaðamaður og liðsmenn eru enda nett ryðgaðir í blábyrjun en viðtalið er hið fyrsta sem sveitin gefur vegna nýju plötunnar sem er ónefnd eins og sakir standa. Talið berst í upphafi að heimsókn túvönsku hljómsveit- arinnar Huun Huur Tu í Sundlaugina. Sveitin sú var stödd á Íslandi á dögunum vegna Listahátíðar og dvöldu liðsmenn hérlendis í rúmar tvær vikur. „Það voru bara ég og Jónsi sem vorum hérna þá,“ segir Kjartan. „Við vorum báðir þreyttir og utan við okkur og kannski ekki bestu gestgjafar í heimi einmitt þá. En þeir voru eldhressir, tóku í hljóðfæri og spiluðu og sungu.“ Bandaríska söngkonan Nina Nastasia var og á landinu um svipað leyti og kíkti líka í heimsókn ásamt unnusta sínum og samstarfs- manni Kennan Gudjonsson sem er hálf- íslenskur. Indælis fólk þar á ferð að sögn strákanna. Þegar viðtalið fór fram var enn á huldu hvort farið yrði út á mánudegi eða sunnudegi til hljómjöfnunar (viðtalið var tekið fimmtu- daginn 9. júní). Kjartani tekst þó að lokum að sannfæra Jónsa um að sé á mánudaginn. „Sterling Sound er það,“ segir Kjartan snjallt og grínar. „Við verðum að þétta „sándið“ svolítið, við stefnum nefnilega á að hafa þetta í anda Korn og Papa Roach.“ Umsvifalaust fer af stað heljarmikil um- ræða um síðustu plötu Papa Roach, Getting Away With Murder, og hinn svakalega þétta og kristaltæra hljóm sem á henni er, svo tær að hann stingur í eyru þegar hlustað er. Hljómjöfnun eða „mastering“ er síðasta stigið á vinnsluferli hljómplötu. Hér á Íslandi sér maður t.d. iðulega nafn Bjarna Braga í þessu tilliti og erlendis eru viss nöfn sem maður sér aftur og aftur á plötum vinsælla listamanna, nöfn manna eins og Bob Ludwig og Howie Weinberg. Í ljós kemur að Sigur Rós prufaði að láta Bob Ludwig hljómjafna en voru ekki hrifnir af því sem þeir heyrðu. „Þetta var alls ekki lélegt,“ segir Jónsi um þá tilraun. „En útkoman var bara skrýtin. A.m.k. ekki það sem við vorum að leita að.“ Tuttugu mánuðir Upptökur á plötunni tóku um eitt og hálft ár. „Var það ekki meira?“ segir Jónsi með furðusvip. „Jú, þetta voru tuttugu mánuðir,“ svarar Orri þá að bragði sem virðist fljótt á litið talnagleggsti meðlimur sveitarinnar. Á þessu tímabili hefur hljómsveitin og ein- stakir meðlimir skotist í margvísleg verkefni. Í raun hafa þeir verið upp fyrir haus í vinnu frá því að síðasta breiðskífa, ( ), kom út haustið 2002. Auk þess að túra fyrri hluta ársins 2003 kom tónlist Sigur Rósar við heimildarmyndina Hlemmur út á plötu og sama ár vann sveitin tónlist við dansverk Merce Cunningham, Split Sides, ásamt bresku sveitinni Radiohead. Tónlist Sigur Rósar við verkið kom svo út í fyrra sem EP platan ba ba ti ki di do. Árið 2003 hjálpuðu meðlimir einnig vini sínum í Album Leaf, Jimmy LaValle, að vinna plötu í Sundlaug- inni. Sama ár fékk sveitin svo Evrópsku MTV verðlaunin fyrir myndbandið við fyrsta lagið á ( ), sem gefið var út á smáskífu. Öll lögin átta á ( ) voru án titils en báru þó óeig- inlega titla og var nafn þessa lags „Vaka“ sem er nafnið á dóttur Orra. Það var Floria Sigismondi sem gerði myndbandið. Þetta ár hljóðritaði sveitin einnig tónlist fyrir stutt- myndina The Loch Ness Kelpie. Þá hefur Jónsi komið fram einn sem Frakkur, en það gerði hann í Klink og Bank í fyrravor. Stuttu áður skellti Kjartan sér til Ísafjarðar og lék á Aldrei fór ég suður hátíð- inni á Ísafirði sem Lonesome Traveller. Lék hann nokkur Sigur Rósar lög í afslöppuðum, kántrílegum búningi. Kjartan samdi einnig tónlist við stuttmyndina Síðasti bærinn eftir Rúnar Rúnarsson. Helstu samstarfsaðilar Sigur Rósar undanfarin ár, strengjasveitin Amina, gaf þá út stuttskífu seint á síðasta ári. Auk alls þessa hefur Sigur Rós verið til- nefnd til ýmissa verðlauna – m.a. Grammy- verðlauna – lög eru farin að rata inn í Holly- woodmyndir, hinn virti strengjakvartett Kronos hefur útsett lög sveitarinnar og áfram má telja. Vegferðin þennan tíma hefur verið farsæl og áhugi fyrir sveitinni hér heima og að heiman er stöðugur og mikill. Nýjasta útspil sveitarinnar í hliðarverk- efnavinnu var lag sem samið var fyrir 200 ára afmælisfagnað til heiðurs H.C. Andersen sem fram fór í Kaupmannahöfn í apríl. Lagið var flutt undir túlkun Konunglega danska dansflokksins á sögunni um Litlu stúlkunni með eldspýturnar. „Það er gaman að sinna svona verkefnum en hversu miklu við getum sinnt fer eftir því hvað við höfum mikinn tíma,“ segir Jónsi. Tilboð um alls kyns samvinnuverkefni og sér- stök verkefni eins og þessi berast reglulega til sveitarinnar. Og í það miklu magni að um- boðsmaðurinn fer að mestu yfir þessi tilboð. „Mér fannst þessi afmælishátíð sem slík þó algerlega skelfileg,“ bætir Jónsi við. „Ein- hver svona Las Vegas stemning með Tinu Turner og Oliviu Newton-John í góðum fíl- ing.“ Hawaii heillar Engir verulegir erfiðleikar mættu liðs- mönnum við vinnslu nýju plötunnar. „Neeei,“ segir Kjartan hugsi. „En síðasta plata var erfið. Þessi var það alls ekki … a.m.k ekki miðað við þá síðustu.“ Jónsi segir að þá hafi þeir verið búnir að spila lögin svo lengi á tónleikum. „Þessi plata gekk einhvern veginn hraðar og betur.“ Nýja platan verður að öllum líkindum tíu laga og aðeins tvö lög hafa verið leikin á tón- leikum hingað til. Framundan er svo um- fangsmikið tónleikaferðalag, það stærsta sem sveitin hefur farið í til þessa. Fyrstu tónleik- arnir verða í Glasgow 8. júlí og verður sveitin meira og minna á ferðinni allt fram í október. Farið verður um Evrópu, Japan, Ástralíu og Ameríku – og meira að segja til Hawaii. „Pride of the Pacific heitir staðurinn víst,“ segir Orri og kímir og þeir reyndar allir. „Mjög flott hús, gamalt leikhús sem var byggt 1920.“ Kjartan segir að þar ætli þeir að nota tækifærið og fara í smáfrí. Ástralíutúrinn endar 5. ágúst og tónleikarnir í Hawaii eru 9. sama mánaðar. Og svo verða ekki tónleikar fyrr en í september. „Það var auðvitað frábært að landa þessu,“ Allir sem einn Hljómsveitin Sigur Rós flaug í byrjun þessarar viku til New York til að hljómjafna nýjustu breiðskífu sína sem út kemur 12. september næstkomandi. Arnar Eggert Thoroddsen hitti liðsmenn að máli í Sundlauginni, hljóðveri Sigur Rósar, og ræddi við þá um tilurð plötunnar og margt margt fleira. Morgunblaðið/Arnar Eggert Thoroddsen. Knattfimi er iðkuð þegar stund gefst á milli stríða. ’Allur bransinn í kringum þetta er úti og það hef-ur reynst mjög vel. Við náum að vera í eigin heimi hér og þetta heldur okkur niðri á jörðinni.‘

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.