Morgunblaðið - 19.06.2005, Side 20
20 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
segir hann. „Ætli maður fari ekki í köfunar-
námskeið og svona. Og svo ætlum við að taka
tónlistarhátíðirnar sumarið 2006.“
Ferðalagið leggst mjög vel í strákana en
Jónsi segir að þeir hafi ekki haldið eigin tón-
leika mjög lengi.
„Þetta verður rosa gaman og ég hlakka til
að komast aftur í gír. Svona löng hlé á milli
ferðalaga halda manni ferskum. Það er
hressandi að finna að maður hlakkar veru-
lega til að fara að spila.“
Það er því greinilega mikill hugur í Sigur
Rós um þessar mundir en nánar má lesa um
dagsetningar væntanlegs ferðalags á
www.sigur-ros.co.uk, sem er opinber frétta-
síða sveitarinnar en hún inniheldur einnig
ýmsar aðrar upplýsingar af margvíslegu tagi.
Síðunni var hleypt af stokkunum árið 2000
og henni stýra Björn Erlingur Flóki Björns-
son, Paul Mcallister og Chris Wray. Síðan
var upphaflega eins og hver önnur aðdáen-
dasíða en svo vel var að verki staðið að Sigur
Rós ákváðu að ganga í samstarf við hana.
„Þeir eru með þetta allt á hreinu,“ segir
Jónsi. „Meira en við!,“ en þess má geta að
múm eru í svipuðum málum. Portúgali að
nafni José Luís Neves rekur vefsíðuna mum-
web.net en þar má nálgast ítarlegar upplýs-
ingar um sveitina og allar helstu fréttir.
Neves þessi er fyrst og fremst aðdáandi en
er í dag í góðu samstarfi við múm.
Orri segir að þeir haldi góðu sambandi við
vefstjóra Sigur Rósar síðunnar, bjóði þeim út
á tónleika og hitti þá reglulega.
„Við ætlum þó að setja upp síðu sjálfir áð-
ur en platan kemur út,“ heldur Jónsi áfram.
„En þetta er auðvitað magnað með þessa
fréttasíðu, þarna eru upplýsingar og slíkt
sem við vitum ekki sjálfir um. Þetta er fínt
fyrir okkur þar sem við erum ekki miklir
netgæjar.“
Kjartan spaugar: „Við erum ekki af þess-
ari kynslóð (allir hlæja). Maður kann þó að
senda tölvupóst. Maður veit hins vegar ekk-
ert hvað maður á að skoða þegar maður fer
inn á þetta internet (hlær).“
„Ég hef ekkert“
Yfirbyggingin um Sigur Rós í dag er þó-
nokkur. Umboðsmaður, lögfræðingar og
slatti af alls kyns starfsfólki.
„Þetta er auðvitað „huge“ band,“ segir
Kjartan. „Við ætlum að verða jafnstórir og
U2!“
Að gríni slepptu segja þeir að batteríið í
kringum þetta sé orðið nokkuð að vöxtum.
„Þess vegna er mjög gott að búa hér á Ís-
landi,“ segir Jónsi. „Allur bransinn í kringum
þetta er úti og það hefur reynst mjög vel.
Við náum að vera í eigin heimi hér og þetta
heldur okkur niðri á jörðinni.“
Samningar Sigur Rósar við plötufyrirtæki
sín eru hagstæðir að því leytinu til að þeir
geta gert það sem þeim sýnist.
„Þannig að við fáum ekki skipanir um að
fara í myndatöku, mæta í viðtöl eða neitt
svoleiðis,“ segir Jónsi. „Samt er stundum
gaman að fara í viðtal, tala við eitthvað lið og
láta krukka í sér. Við fórum t.d. í tveggja
vikna viðtalatúr vegna ( ). Ferðuðumst um
Evrópu og gerðum tólf viðtöl á dag eða þar
um bil. Algjört maraþon. Þá lentum við á
mjög mismunandi blaðamönnum. Sumir al-
gjörir hálfvitar og sumir mjög klárir. Og það
var rosalega gott að tala við þannig blaða-
menn. Maður kom mjög einbeittur út úr
þessu, var búinn að hugsa og tala nánast
stanslaust í tvær vikur.“
Kjartan og Orri lentu í mjög slæmum
blaðamanni frá Sviss í téðum viðtalatúr.
„Hann var búinn að gera sér mjög svo fyr-
irfram ákveðnar hugmyndir um okkur, plöt-
una og slíkt,“ segir Orri. „Og móðgaðist ef
hann hafði rangt fyrir sér. Hann var að fiska
eftir einhverri svakalega djúpri hugmynd á
bakvið plötuna sem var bara ekki til staðar“
Kjartan tekur sig nú til og leikur blaða-
manninn (skræk rödd): „I got nothing! I got
nothing!“. Kjartan segir hann hafa verið
mjög pirraðan.
„Aumingja karlinn, hann var búinn að
dressa sig upp fyrir þetta og allt.“
Tommy Lee
Kjartan segist vera í góðum gír vegna
væntanlegs hamagangs. „Við höfum allir
þroskast mjög mikið, a.m.k. fyrir mitt leyti.
Þegar við vorum að byrja í öllum þessum
pakka var maður dálítið smeykur við þetta.
Maður var bara einhver strákur úr Reykja-
vík og ég var mjög tortrygginn á þetta. Ég
treysti engum og allir blaðamenn voru bara
… æ, maður var bara hræddur og ég held að
það hafi endurspeglast í þessum fyrstu við-
tölum sem ég fór í. Núna er maður einhvern
veginn öruggari og vanari. Manni líður miklu
betur í þessum aðstæðum. En samt … þetta
er alveg svakaleg grýla einhvern veginn
líka.“
Jónsi segir að þeir séu í raun búnir að
ganga í gegnum ákveðna þjálfun í að tala um
það sem þeir eru að gera.
„Maður gerir það nefnilega aldrei venju-
lega. Við tölum aldrei um það sem við erum
að gera okkar á milli. Við erum ekkert að
kryfja þetta neitt sérstaklega. Þetta er rosa-
lega skrítið því að blaðamenn er sífellt að
reyna að fá einhvern botn í það sem maður
er að gera og vilja fá svör. Og það er erfitt
að gefa einhver ákveðin svör.“
Hann segir bestu viðtölin vera þau sem
umbreytast í nokkurs konar kaffihúsaspjall
og skemmtilegast sé þegar umræðurnar fara
út fyrir sjálfa tónlistina.
„Þetta voru 160 viðtöl samtals í kringum
( ),“ segir Orri. „Ef maður var að ná góðu
sambandi við blaðamennina gaf maður af sér
en ef þetta voru einhverjir leiðindapésar þá
fengu þeir bara vélmennalega romsu.“
Tónlist Sigur Rósar hefur hitt fólk um all-
an heim í hjartastað og bara að lesa dóma
viðskiptavina á Amazon vefbúðunum er stór-
merkilegt. Fólk virðist í hálfgerðu losti og
trúir því varla að það sé hægt að búa til
svona fallega tónlist. Henni er lýst sem guð-
dómlegri og að meðlimir séu í sendiför fyrir
friði.
Strákarnir hlæja við enda ekki annað
hægt. „Jú jú, gulltár sem falla ofan af himn-
um og svona,“ segir Kjartan. „En það er
auðvitað frábært ef fólk kann að meta þetta,
höfum það alveg á hreinu.“
Jónsi talar í þessu samhengi um kafla í
nýrri bók Tommy Lee, trommuleikara Möt-
ley Crüe.
„Þar er kafli um tónlist. Hann lýsir því
hvernig hann lá í fósturstellingu á gólfinu
með tónlistina okkar í botni. Vinkona hans
kom að honum og slökkti á tónlistinni,“
Þessari sögu fylgja mikil hlátrasköll og
auðvitað eru menn ánægðir með að sjálfur
Tommy Lee sé að geta þeirra. „Það er
minnst á okkur, Led Zeppelin og Megadeth,“
segir Kjartan, „Ekki amalegt!“
Orri upplýsir enn fremur að Tommy sé að
sækjast eftir því að taka við þá viðtal er þeir
koma til Bandaríkjanna.
Radiohead
Tommy Lee er ekki eina ofurstjarnan sem
strákarnir hafa komist í kynni við og
skemmst er að minnast þess að Lars Ulrich
lýsti yfir miklu dálæti á sveitinni. Talið berst
því að Thom Yorke, leiðtoga Radiohead, en
Sigur Rós lék með sveitinni á nokkrum tón-
leikum haustið 2000 og síðar tóku báðar
hljómsveitir þátt í dansverki Merce Cunn-
ingham.
„Við kynntumst Thom eða hinum gaur-
unum aldrei neitt mikið,“ segir Jónsi. „Við
spiluðum einhverja tíu tónleika með þeim og
það var eins og tvær hljómsveitir væru að
spila algerlega í sitt hvoru lagi. Það var lítill
samgangur á milli, við töluðum mest við
bassaleikarann, Colin Greenwood, sem er al-
gjör eðalnáungi.“
Kjartan segir að það hafi verið svakalegt
fyrirtæki í kringum Radiohead, öryggisverðir
með talstöðvar úti um allt og því ekkert
skrýtið að samgangurinn hafi verið svona lít-
ill.
„Á svona túrum umgengst maður fyrst og
fremst liðið sem er að túra með manni. Það
er því ekki sjálfgefið að þegar einhver önnur
sveit kemur inn í túrinn að hóparnir hristist
eitthvað saman.“
Fyrr á árinu 2000 höfðu Sigur Rós svo
spilað með kanadísku síðrokksveitinni God-
speed You Black Emperor!, og segir Jónsi
það hafa verið góða reynslu að túra með svo
ólíkum sveitum.
„Það var lærdómsríkt fyrir okkur að sjá
hvernig þetta gengur fyrir sig,“ segir hann.
„Godspeed gerðu ALLT sjálfir og allt var
svakalega alvarlegt. Svo voru það Radiohead
og það var alveg svakalega fjölmennt starfs-
lið sem fylgdi þeim. Ég var hissa á að sjá
hversu mikið það var.“
Georg er mættur
Í þessum töluðu orðum gengur Georg inn í
herbergið. Því er ákveðið að færa sig inn í
eldhúsið og búa til meira kaffi.
„Við erum mjög þakklátir Radiohead fyrir
að hafa boðið okkur á þennan túr,“ segir
Kjartan. „Þetta kom okkur á framfæri og var
gríðarlegt tækifæri. Við vorum að spila fyrir
12.000 manns á hverju kvöldi liggur við.“
Skyndilega leggur blaðamaður út á svellið
og spyr hreint út: Er einhver sérstök hug-
myndafræði á bakvið væntanlega plötu?
Kjartan verður fyrir svörum.
„Humm … þetta er bara náttúruleg þróun
frá síðustu plötu. Hún var þung og það var
bara mjög eðlilegt fyrir okkur að rokka þetta
aðeins upp. Æ … djö… var þetta asnaleg
setning (hlær).“
Sigur Rós eru nú á mála hjá Geffen í
Bandaríkjunum en E.M.I. í Bretlandi og ann-
ars staðar í heiminum. Upprunalega skrifuðu
þeir undir hjá MCA í Bandaríkjunum en það
er nú runnið saman við Geffen. Lengi vel
voru þeir undir hatti Fat Cat Records í Bret-
landi en samningum var rift, ekki vegna
óánægju með Fat Cat heldur PIAS, dreifing-
arfyrirtækið sem er í samstarfi við Fat Cat.
Fyrstu skýru merki þess að Sigur Rós
væri farin að vekja verulega athygli erlendis
var á tónleikum hennar í Fríkirkjunni sem
fram fóru á Airwaveshátíðinni árið 2000.
Kirkjan var smekkfull af erlendum blaða-
mönnum og útsendurum plötufyrirtækja og í
kjölfarið fór í gang tilboðsstríð á milli stóru
fyrirtækjanna.
„Það voru fimmtán fyrirtæki sem gerðu
okkur tilboð,“ segir Georg. „Við sendum út
okkar skilmála og þrjú svöruðu jákvætt.“
Rætt var um á þessum tíma að stórfyrir-
tækin hefðu verið á höttunum á eftir Sigur
Rós til að tryggja sér hljómsveit sem nyti
virðingar í hópi tónlistaráhugafólks, frekar
en að menn væru að horfa í einhverjar stór-
kostlegar sölutölur. Þetta gerði Geffen ein-
mitt á sínum tíma, er samningur var gerður
við neðanjarðarrokksveitina Sonic Youth sem
varð til þess að Nirvana ákváðu einnig að
gera samning við Geffen.
„Ég held að þetta hafi verið einhvern veg-
inn svona í okkar tilfelli, óþarfi að vera að
draga eitthvað úr því,“ heldur Georg áfram.
„Eftir að við hættum hjá Fat Cat fór svipað
ferli í gang og við gerðum þennan samning
við E.M.I.“
Kjarri og sloppurinn
Nokkuð er nú liðið á viðtalið og allir löngu
losnaðir við ryðið. Viðtalið leysist því upp í
rólyndis spjall.
Þennan dag voru tveir dagar liðnir frá
Iron Maiden tónleikunum í Egilshöll og þeir
því í fersku minni, bæði hjá blaðamanni og
meðlimum sem allir voru á tónleikunum. Þeir
félagar virðast sæmilega að sér um Maiden
en Georg segist þó aðeins hafa átt eina plötu,
The Number of The Beast. Kjartan er sýnu
mesti aðdáandinn og hann og blaðamaður
rifja upp snilldarlög af síðustu skotheldu
plötu sveitarinnar, Seventh Son Of A Sev-
enth Son (1988) eins og opnunarlagið „Moon
Child“ og „Infinite Dreams“. Allnokkuð teyg-
ist úr Maiden-umræðunni og rifjað er upp að
Kjartan hafi komið hlaupandi upp á svið rétt
áður en Sigur Rós lék á ógleymanlegum tón-
leikum í Hróarskeldu árið 2003, íklæddur
risastórum Iron Maiden bol sem var meira
eins sloppur utan um hann að sögn hinna.
„Það var hrikaleg tímasetning í gangi,“
segir Kjartan og dæsir. „Maður rétt náði að
klára Maiden áður en við áttum að fara upp
á svið.“
Á meðan á viðtalinu stóð var rölt út í reyk-
pásu reglulega. Á bílastæðinu utan við hljóð-
verið reyndu meðlimir sig í því að halda fót-
bolta á milli sín, nokkuð sem þeir sögðu vera
orðið að hefð. Og það verður að segjast að
tilþrifin komu reglulega á óvart, boltinn gekk
stundum á milli fereykisins í drjúgan tíma.
Menn fórnuðu sér í boltann af innblásinni
ástríðu, með tilheyrandi hrópum og köllum
og spyrnt var með hælum og hnjám auk þess
sem bringur og skallar komu við sögu.
Greinilegt að þessari hefð hefur verið haldið
við lengi vel.
Það er freistandi að sjá einhver líkindi
með þessum leik og list Sigur Rósar. Þarna
úti á planinu kristallaðist þessi góði, látlausi
andi sem einkennir þessa hljómsveit, hljóm-
sveit sem hefur náð lengst allra poppara á
alþjóðavísu fyrir utan Björk. Og líkt og hjá
henni hefur það verið tónlistin og heilindi
þau sem viðhöfð eru í vinnslu hennar sem
hafa skilað þeim árangri. Meðlimirnir fjórir
virðast allir sem einn leggjast á það að gera
sitt besta – með ástríðuna að leiðarljósi inn-
an vallar sem utan.
’Við tölum aldrei um það sem við erum að geraokkar á milli. Við erum ekkert að kryfja þetta neitt
sérstaklega. Þetta er rosalega skrítið því að blaða-
menn eru sífellt að reyna að fá einhvern botn í það
sem maður er að gera og vilja fá svör. Og það er
erfitt að gefa einhver ákveðin svör.‘
arnart@mbl.is
Morgunblaðið/Arnar Eggert Thoroddsen.
Pípuklúbburinn Geysir, Sundlauginni, 2005: (f.v.) Orri, Georg, Kjartan og Jónsi.