Morgunblaðið - 19.06.2005, Page 36

Morgunblaðið - 19.06.2005, Page 36
36 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAG, 19. júní, eru 90 ár liðin frá því að Danakonungur undirrit- aði lögin sem veittu íslenskum kon- um sem orðnar voru 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til Al- þingis. Þegar fréttin barst til lands- ins greip um sig mikill fögnuður meðal kvenna, gamalt baráttumál var í höfn. „Konur viðurkenndar löglegir borgarar þjóðfélags- ins“, skrifaði Bríet Bjarnhéðinsdóttir í Kvennablaðið. Hún sagði reyndar líka að Íslendingar yrðu að athlægi um allan heim vegna þessa aldurs- ákvæðis en samt var rétturinn fenginn og það var aðalatriðið. Fyrir okkur sem höfum alist upp við kosningarétt og jafn- rétti að lögum (þótt reyndar halli mjög á konur í okkar samfélagi) er erfitt að skilja hvernig það var að mega ekki kjósa, geta ekki gengið í menntaskóla, geta ekki sinnt ákveðnum störfum, hafa ekki yfir- ráðarétt yfir börnunum og vera í raun eign eiginmannsins. Það eru til margar frásagnir kvenna um vonbrigði og sárindi vegna þeirra takmarkana sem þær máttu sæta. Baráttukonurnar, formæður okkar, ruddu hindrunum úr vegi einni af annarri með mikilli baráttu og þrautseigju. Þær áttu alltaf hóp stuðningsmanna í röðum karla, þar á meðal presta og þingmanna sem beittu sér í þágu kvenréttinda. Hugurinn í kvenréttindakonum var svo mikill í kjölfar fréttanna 19. júní 1915 að þær ákváðu annars vegar að efna til hátíðarhalda 7. júlí er þing kom saman, hins vegar að stofna sjóð og hefja söfnun fjár fyrir Land- spítala. Þær vildu reisa kosningarétt- inum minnismerki sem þjónaði allri þjóðinni, einkum þeim sem sjúkir voru. Í lok þessa árs verða liðin 75 ár frá því að Land- spítalinn tók til starfa og mætti svo sannar- lega minnast þess á veglegan hátt hve mikinn hlut konur áttu í stofnun hans. Í tilefni af 90 ára afmælinu efna fjölmörg kvennasamtök til bar- áttuhátíðar á Þingvöllum 19. júní undir yfirskriftinni „Skundum á Þingvöll“. Þar með er vísað til Þingvallafundanna á síðari hluta 19. aldar sem haldnir voru til að skerpa sjálfstæðisbaráttuna og skil- greina kröfur Íslendinga á hendur Dönum. Kvennasamtökin ætla að leggja kröfugerð undir fundinn í anda samþykkta Sameinuðu þjóð- anna þar sem fjallað verður um þau mál sem eru okkur efst í huga. Það á ekki bara að minnast for- mæðranna og baráttu þeirra heldur að nýta þetta tækifæri til að skil- greina hvað brýnast er að gera nú til að jafna stöðu kynjanna, þar með talið að útrýma launamisrétt- inu, kveða kynbundið ofbeldi í kút- inn, auka áhrif og völd kvenna á öllum sviðum þar sem hallar á þær og gera samfélag okkar fjöl- skylduvænna í allra þágu um leið og við horfum út í heim. Allir eru velkomnir á baráttuhá- tíðina sem hefst kl. 13.00 með göngu gegnum Almannagjá við lúðrablástur og söng en síðan verð- ur dagskrá á Efrivöllum. Rútuferð- ir verða úr bænum og eru allir hvattir til að taka sér far með þeim. Á laugardag kl. 11.00 verður minningarstund í Hólavalla- kirkjugarði þar sem blóm verða lögð á leiði gömlu baráttu- kvennanna. Áfram stelpur, skund- um á Þingvöll og treystum vor heit. Kosningaréttur kvenna 90 ára Kristín Ástgeirsdóttir skrifar í tilefni af því að 90 ár eru síðan konur fengu kosningarétt ’Baráttukonurnar, for-mæður okkar, ruddu hindrunum úr vegi einni af annarri með mikilli baráttu og þrautseigju.‘ Kristín Ástgeirsdóttir Höfundur er sagnfræðingur. Á LANDSFUNDI Sjálfstæðis- flokksins fyrir kosn- ingar 1999 boðaði for- maður hans sættir í fiskveiðideilunni. Fór hann fögrum orðum um að ekki mætti gera lítið úr ósætti þjóðarinnar í því örlagamáli, enda hafði margsinnis komið í ljós í skoðanakönn- unum, að nær þrír fjórðu landsmanna lýstu andstöðu sinni við ólögin. Með aðstoð mál- gagns flokksins og fleiri fjölmiðla tókst að sannfæra þorra manna um að bóta og betr- unar væri að vænta. Auðvitað varð niðurstaðan einsog forystumenn Frjálslynda flokksins höfðu spáð: Að kosningum loknum varð ekkert úr efndum, en þræla- lögunum fylgt fram af sömu óbilgirni og áð- ur. Ráðstjórnarmenn komu sér saman um svokallað auðlinda- gjald, en hvísluðu því að lénsherrunum í leiðinni að þeir myndu létta af útveginum álíka miklu í gjöldum og því gjaldi næmi – og meira til, eins og kom á daginn. Og áfram var haldið að afhenda útvöldum eigur almennings að gjöf. Í upphafi undirbúnings einkavæð- ingar bankanna var sú stefna ráð- stjórnar margítrekuð að sala þeirra yrði dreifð; að hámarkseign hvers kaupanda næmi ekki meira en sem svaraði 3–4% hlut. Í því sambandi var höfðað til þjóðarsálarinnar, að hún myndi snúast öndverð við, ef einn eða fáir aðilar ætluðu að „gína“ yfir þessum mikilvægu fyrirtækjum. En skyndilega kom annað hljóð í strokkinn. Ráðstjórnarmenn hófu umræðu um kjölfestufjárfesta – jafnvel erlenda – og fór banka- málaráðherrann þar fremstur í flokki. Niðurstaðan: Gamla helminga- skiptaregla kvótaflokkanna. Vinir stóra flokksins skyldu fá vænni bit- ann – Landsbankann – en Sjálf- tökumenn, skammstafað S-hópur – hinn. Þá þótti núverandi aðalritara og bankamálaráðherranum munurinn of mikill á bönkunum, enda var hann jafnaður með því að Lands- bankinn seldi helmings eigu sína í VÍS S-hópnum með 5 – fimm millj- arða – afslætti. Í lögum um ríkisviðskiptabanka nr. 86/1985 segir í 21. grein að bankaráð taki ákvarðanir um „kaup og sölu hlutabréfa og annarra eign- arhluta í félögum (stofnunum) sem bankinn á aðild að“. Helgi Guð- mundsson var formaður bankaráðs Landsbankans, þegar „sala“ VÍS- bréfanna fór fram, og Kjartan Gunnarsson varaformaður. Það er óhætt að fullyrða að báðir hljóti að verða tukthúslimir vegna þessa máls, þegar þar að kemur – og kannski fleiri. Það blasir við, að ráðstjórnin ís- lenzka hefir fært örfáum útvöldum lungann úr auðæfum þjóðarinnar – sjávarauðlindina – að gjöf, og „gína“ þeir nú yfir afganginum, sem þeir ætla að eignast fjórir eða fimm sam- an. Bankarnir hafa allir verið færðir vildarvinum á silfurfötum. Og nú, þegar Landsbankamenn færa sig upp á skaftið og ásælast Ís- landsbanka, kvakar Lómatjarnar- álftin og segir að það muni ekki þóknast þjóðarsálinni að einn eða örfáir „gíni“ yfir öllu bitastæðu! Að svo er komið málum getur ís- lenzka ráðstjórnin þakkað sér – og sér einni, enda unnið kappsamlega að þeirri þróun að gera örfáa auð- jöfra ríkari og láta allan landslýð annan mæta afgangi. En skinhelgi og yfirdrepsskapur ráðstjórnarmanna ríður ekki við einteyming. Orð og efndir Sverrir Hermannsson fjallar um auðlindir þjóðarinnar ’Það blasir við, að ráð-stjórnin íslenzka hefir fært örfáum útvöldum lungann úr auðæfum þjóðarinnar …‘ Sverrir Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. Jón bóndi í Ölfusi veit hvað hann syngur þegar kemur að sölu bújarða Ef þú ert að leita að bújörð þá ertu í traustum höndum með Jón þér við hlið Til þjónustu reiðubúinn í síma 896 4761 Jón tekur á móti viðskiptavinum Hóls samkvæmt samkomulagi á Skúlagötu 17. Franz Jezorski, hdl. og lögg. fasteignasali Hóll er landsþekkt fyrir fagleg vinnubrögð og úrvalsþjónustu í á annan áratug. Taktu enga áhættu með þína fasteign. Skiptu við heiðarlega og ábyrga fasteignasölu sem hefur hagsmuni þína að leiðarljósi. Einna fremstir í bújörðum KJÓSARHREPPUR - SUMARHÚS FRÁBÆRT ÚTSÝNI Til sölu sumarhús ásamt bátaskýli í landi Eyja í Kjósarhreppi. Hér er um að ræða myndarlegt 90 fm hús sem auðvelt er að nýta allt árið. Húsið stendur alveg sér og er ekki í þyrpingu. Mjög áhugaverð stað- setning með glæsilegu útsýni. Verðhugmynd 14,5 millj. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM í síma 550 3000. Sjá einnig fm- eignir.is. 13825. Til sýnis í samráði við eigendur um helgina, sími 893 5508. Til sýnis og sölu glæsileg og vel skipulögð neðri sérhæð, 4ra herbergja með sérinngangi, í tvíbýlishúsi í Grafarvogi. Íbúðin er 120,0 fm, en að auki er sérbyggður bílskúr, 26,5 fm. Góðar innréttingar og gólfefni eru í íbúðinni. Innbyggð uppþvottavél og ísskápur fylgja. Gengið úr stofu út á timburverönd sem snýr í suður. Garður í góðri rækt. Hiti er í stéttum við húsið. Bíl- skúrinn er í dag innréttaður sem lítil íbúð með salerni og sturtuklefa. Eign sem vert er að skoða. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-17 FUNAFOLD 6 - GRAFARVOGI Lilja, sími 587 3386, tekur á móti gestum í dag á milli kl. 14 og 17 og á mánudag, milli kl, 18 og 20. FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250 • Borgartúni 31 • www.fjarfest.is Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Benedikt G. Grímsson. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. Í nýju 5 hæða lyftuhúsi sem risið er á horni Ægisgjötu og Tryggvagötu í miðbæ Reykavíkur er nú hafin sala á 2ja herbergja íbúðum í stærðum frá 63 fm upp í 91 fm. Stæði í bílageymslu fylgir flestum íbúðum. Afhending í október til nóvember 2005. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna en þó er búið að flísaleggja baðherbergi. Sameign skilast fullfrágengin. Sérinngangur í íbúðir af svölum. Sérsvalir eru ýmist í norður með útsýni yfir Ægisgarð eða vestur. Inngangssvalir snúa í suður eða austur. Ein íbúð á efstu hæð er með 45 fm svölum meðfram vestur- og suðurhlið íbúðarinnar. Mikið útsýni er úr mörgum íbúðum í húsinu. Verð frá kr. 16,9 milj. fyrir íbúð án bílskýlis á 1. hæð upp í kr. 32,9 fyrir íbúð á efstu hæð með bílskýli. Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 - Ægir Breiðfjörð löggiltur fasteignasali Opið mán.-fim. frá kl. 9–18, fös. frá kl. 9-17 ÆGISGATA - VIÐ HÖFNINA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.