Morgunblaðið - 19.06.2005, Síða 40

Morgunblaðið - 19.06.2005, Síða 40
40 SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI MIKIÐ var um dýrðir við 17. júní-hátíða-höldin í Reykjavík á föstu-daginn. Að venju hóf- ust hátíða-höldin með sam- hljómi kirkju-klukkna í Reykja- vík en að því loknu lagði Stefán Jón Hafstein, forseti borgar-stjórnar, blóm-sveig á leiði Jóns Sigurðssonar. Hátíðar-dagskrá var síðan sett á Austur-velli að við- stöddum Forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, Hall- dór Ásgrímsson flutti ávarp og Karlakór Reykjavíkur söng. Eftir skrúð-göngu í takt við lúðra-sveitar-þyt hófst gleði- stund barnanna með skemmtileg-heitum og tón- leikum víða um mið-borgina. Um kvöldið var harm- onikku-ball í Ráð-húsinu og tón-leikar fyrir yngri kyn- slóðina á Arnar-hóli. Allir fengu því eitt-hvað fyrir sig á þessum góða degi. Góður þjóð-hátíðar-dagur Morgunblaðið/Þorkell FLORENCE Aubenas, fransk- ur blaða-maður, kom heim til sín sl. sunnu-dag, eftir að hafa verið í haldi mann- ræningja í Írak í 5 mánuði. Fjöl-skylda hennar og for-seti Frakk-lands, Jacques Chirac, tóku á móti henni. Hún segist ekki vita af hverju henni var sleppt, en ræningjarnir báðu aldrei um peninga. Aubenas var rænt af 4 mönnum í janúar ásamt íröskum túlki sínum í Bagdad, höfuð-borg Írak. Þau voru geymd bundin í kjallara og líka var bundið fyrir augun á þeim. Tíminn var mjög lengi að líða, þau máttu hvorki tala né hreyfa sig. Aubenas var einu sinni yfir- heyrð um stjórn-mál og beðin um að ljúga að mynda-tökuvél að hún yrði tekin af lífi eftir 3 daga, en hún neitaði. Hún fékk síðan ilm-vatn og 2 hringi í kveðju-gjöf frá mann-ræningjunum. Reuters Florence Aubenas og Jacq- ues Chirac for-seti Frakk- lands við heim-komu hennar. Gíslum sleppt í Írak RÍKIS-ENDUR-SKOÐUN sendi frá sér minnis-blað á mánu- daginn og segist ekki telja Halldór Ásgrímsson for- sætis-ráð-herra hafa verið van-hæfan til að fjalla um sölu á hlut ríkisins í Bún- aðar-bankanum til S-hópsins árið 2002. Hlutur Halldórs og fjöl- skyldu hans í Skinney- Þinganesi hf. hafi verið svo lítill, að hann hafi átt mjög lítilla hags-muna að gæta í þessari stóru sölu. Auk þess var Halldór í veikinda- leyfi á þeim tíma sem mikil- vægasti hluti sölunnar fór fram. Halldór segist alltaf hafa verið viss um hæfi sitt í mál- inu, en honum hafi sárnað um-fjöllun um málið. Ekki eru allir sam-mála þessu, og mörgum þykir af- greiðsla málsins furðu-leg. Morgunblaðið/ÞÖK Halldór Ásgrímsson. Halldór ekki van-hæfur FIMM mót-mæl-endur réðust inn í ráð-stefnu-sal á Nordica- hotel á þriðju-daginn og slettu grænum vökva yfir gesti á al-þjóð-legri ráð-stefnu um ál. Vökvinn var lík-lega lit- uð súr-mjólk þynnt með vatni. Lög-reglan kom og hand- tók tvo karl-menn og eina konu, en mót-mælendurnir voru 5. Talið er að þau hafi viljað mót-mæla fram- kvæmdum Lands-virkjunar, Bechtel og Alcoa. Náttúru-verndar-samtökin Náttúru-vaktin segjast ekki hafa staðið fyrir þessum mót- mælum, þau mót-mæli alltaf frið-samlega. Talið er að at-vikið geti haft slæm áhrif á íslenskt ráð- stefnu-hald. Mót-mælendur sletta vökva MICHAEL Jackson var á mánu-daginn dæmdur sak- laus í einu um-talaðasta dóms-máli Banda-ríkjanna á seinustu árum. Jackson var sakaður um að hafa beitt krabba-meins-sjúkan dreng kyn-ferðis-legu ofbeldi. Kvið-dóm-endum fannst saga drengsins og fjöl-skyldu hans ekki trú-leg. Flestum þeirra var illa við móður drengsins, og trúðu því að hún væri að reyna að græða á því að lög-sækja popp- stjörnuna. Einnig að hún hefði þjálfað börn sín í að ljúga. Hún hefur oft áður náð peningum út úr frægu fólki. Þótt Jackson sé saklaus af þessum ákærum, eru ekki allir vissir um að hann hafi aldrei mis-notað börn. Michael Jackson er 46 ára og á 3 börn. Hann hefur verið ein stærsta popp-stjarna í heimi frá því að hann var barn. En seinustu ár hefur ferill hans verið heldur á nið- ur-leið og hegðun hans þótt æ undar-legri. Jackson sak-laus Reuters Michael Jackson veifar til stuðn-ings-manna sinna fyrir utan dóms-húsið. JÓN Oddur Halldórsson og Baldur Baldursson unnu til verð-launa á opna breska frjáls-íþrótta-mótinu fyrir fatl- aða um seinustu helgi. Jón Oddur sigraði í 100 og 200 metra hlaupi. Hann hljóp 100 metrana á 13,58 sek og 200 metrana á 28,03 sek. Baldur lenti í 2. sæti í kúlu-varpi Hann varp- aði kúlunni 10,10 metra og hafnaði í 4. sæti í 100 metra hlaupi á 14,09 sekúndum. Þátt-takan í mótinu er hluti af undir-búningnum fyrir Evr- ópu-meistara-mót fatlaðra í frjálsum íþróttum sem haldið verður í Finn-landi í ágúst. Þar mun Jón Oddur verja titla, því hann sigraði bæði í 100 og 200 metra hlaupi á Evrópu-meistara-mótinu árið 2003. Unnu til verð-launa ASAFA Powell frá Jamaíku setti í gær nýtt heims-met í 100 metra hlaupi karla. Powell, sem er 22 ára gam- all, hljóp vega-lengdina á 9,77 sekúndum á Grand-Prix móti á Ólympíu-leik-vang- inum í Aþenu. Powell bætti heims-metið um 1 hundraðasta úr sek- úndu, en Tim Mont-gomery frá Banda-ríkjunum hljóp 100 metrana á 9,78 sek- úndum í París fyrir 3 árum. „Ég vissi að ég gæti sleg- ið heims-metið og er yfir mig ánægður með að hafa tekist það,“ sagði Powell sem ætl- ar að gera enn betur á árinu. Powell er aðeins 4. hlaup- arinn utan Banda-ríkjanna frá árinu 1912 sem nær þessu eftir-sótta heims-- meti. Powell setur heims-met Destiny’s Child hættir Stelpurnar í Destiny’s Child segjast ætla að hætta í haust, og verða seinustu tón- leikar tríó-sins í Kanada í september. Stelpurnar ætla að ein-beita sér að sóló-verk- efnum. Destiny’s Child hefur selt yfir 50 millj-ónir geisla- diska frá árinu1998, og unn- ið mörg verð-laun, m.a tvenn Grammy-verð-laun. Iceland Airwaves í október Tón-listar-hátíðin Ice-land Air-waves verður haldin í 7. sinn helgina 19.-23. október. Um 3500-4000 miðar verða í boði á tón-leika sem haldnir verða á 6 tón-leika-stöðum. Margar áhuga-verðar er- lendar hljóm-sveitir hafa stað-fest komu sína, rúm- lega 20 íslenskar hljóm- sveitir einnig og enn á eftir að bætast í hópinn. Miða-sala hefst í haust. Guðbjörg til Hauka Lands-liðs-konan Guðbjörg Guðmannsdóttir hefur skrif- að undir eins árs samning við Íslands-meistara Hauka í hand-knatt-leik kvenna. Guðbjörg hefur seinustu 2 ár leikið með ÍBV og varð Ís- lands-, bikar-, og deildar- meistari með liðinu í fyrra. Guðbjörg, sem leikur í vinstra horninu, er einn besti al-hliða leik-maður deildar-innar. Stutt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.