Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Srebrenica | Þeir fengu það sem þeir báðu um. Þeir áttu það skilið.“ Þessi orð mælir Radivoje Bibic, áætlunarbílstjóri, þar sem hann stendur í þorpinu Bibici og horfir niður dalinn til Srebrenica um múslímska meðbræður sína, sem létust í fjöldamorðinu 1995. Tíu árum eftir að versti stríðsglæpur í Evrópu síðan 1945 var framinn logar hatrið enn í fögrum hæðum og dölum Austur-Bosníu. 11. júlí munu frammámenn alls staðar að úr heiminum safnast hér saman til að minnast þess að tíu ár verða liðin frá fjöldamorðinu þar sem allt að átta þúsund karlar og drengir úr röðum Bosníu-múslíma voru myrtir. Þeir munu krefjast þess að slíkt gerist aldrei aftur og hvetja til sátta. Nokkrum klukkustundum síðar verða þeir svo horfnir á braut og eymdin og hatrið taka við á ný í Srebrenica. Kaffihúsin eru full í Sarajevo og Banja Luka, höfuðborg serbíska hluta Bosníu, og göturnar iða af lífi. Tíu árum eftir lok stríðsins gengur lífið sinn vanagang á ný. Boris Kel- ecevic, yfirmaður Rauða krossins í Banja Luka, varar hins vegar við því að yfirborðið geti blekkt. Ef djúpt er grafið, segir hann, finnst fyrir „mikil beiskja“. Hafi hann á réttu að standa um ástandið í borgum Bosníu er það þúsund sinnum verra í bænum Srebrenica og serbneskum og múslímskum grannþorpum hans. Griðasvæðið fellur 37.500 manns bjuggu í Srebrenica þegar herir Bosníu-Serba hófu umsátrið um bæinn, sem stóð frá 1992–95. Þriðjungur íbúanna var Bosníu-Serbar og tveir þriðju múslímar. Serb- arnir flúðu á brott úr bænum og nærliggjandi þorpum, en múslímarnir söfnuðust saman á svæði þar sem setið var um þá og sulturinn svarf að. Árið 1993 lýstu Sameinuðu þjóðirnar yfir því að Srebrenica væri griðasvæði undir þeirra vernd. Í júlí árið 1995 féll Srebrenica í hendur sveita Bosníu-Serba undir stjórn Ratkos Mlad- ic. Í skelfingu söfnuðust mörg þúsund manns fyrir utan búðir hollensku friðargæsluliðanna í Potocari, rétt utan bæjarins. Liðsmenn Mladic skildu karla og drengi frá og sendu til aftöku, en þeir íbúar, sem eftir voru, voru fluttir í rút- um á landsvæði í höndum Bosníu-múslíma. Um leið og þessu fór fram reyndu um 15.000 manns að komast undan með því að flýja yfir landsvæði í höndum Serba. Mörg þúsund þeirra náðust eða gáfust upp og voru teknir af lífi. Aðrir létu lífið þegar setið var fyrir þeim og voru langflestir óvopnaðir. Srebrenica var mannauður bær. Í nokkra daga var ekki hræðu að finna í þessum iðnaðar- og námabæ, sem áð- ur iðaði af lífi. „Nú er Srebrenica dauður bær,“ segir Ahmed Begovic, sem fyrir stríðið hafði umsjón með flutningum í einni af verksmiðjum Srebrenica og býr nú í gamla sumarbústaðn- um sínum í Potocari. Begovic lifði af og sneri aftur. Þegar griðasvæðið féll ákváðu hann og vinir hans að taka þátt í flóttanum, sem nú kallast „fjöldaganga hinna dauðu“, yfir land- svæðið í höndum Bosníu-Serba. Móðir Begovic lést í stórskotahríð 1993 og faðir hans í Potocari 1995. Hann sneri heim 2003. Hann sá að Serbinn í næsta húsi hafði stolið hurðunum og gluggunum úr húsinu sínu. „Ég myndi aldrei biðja hann um að skila þeim,“ segir hann. „Og ég myndi aldrei tala við hann og hann talar aldrei við mig.“ Síðan bætir hann við biturri röddu: „Allir góðu Serbarnir eru látnir. Þeir hafa hvorki hjarta né sál. Þeir myndu gera þetta allt saman aftur.“ Skammt frá heimili Bebovic er minnisvarð- inn, sem hefur verið reistur í minningu þeirra, sem létu lífið í Potocari. Hér mun minning- arathöfnin fara fram 11. júlí. Andspænis hon- um stendur gamla, tóma verksmiðjan, sem áð- ur var bækistöð hollensku friðargæsluliðanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Meðfram veginum standa með einni, lítilli undantekningu fleiri gamlar og ónotaðar verksmiðjur, sem eru meira eða minna að hruni komnar. Það er erfitt að ímynda sér aumlegri stað en Srebrenica. Það eru fáir á ferli og margar byggingar eru enn brunarústir eða með neglt fyrir glugga. Reyndar er verið að gera mörg hús upp að nýju. En þegar kvölda tekur má finna fyrir hryllingnum, sem hér átti sér stað. Þótt margar múslímafjölskyldur hafi fengið hús sín aftur í krafti laganna og endurreist þau, eru þau nánast öll tóm. Um leið og stríðinu lauk sneru Serbar frá þessu svæði aftur. Því næst reyndi Radovan Karadic, leiðtogi Bosníu-Serba, að „Serba- væða“ bæinn, sem er á þýðingarmiklum stað, með því að flytja þangað Serba frá svæðum, sem samkvæmt Dayton-samkomulaginu, sem batt enda á stríðið í Bosníu, féllu Bosníu- múslímum í hlut. Þegar komið var fram á árið 1997 bjuggu sennilega um 15.000 manns í Srebrenica. Nú eru þessir Serbar nánast allir farnir. Á nánast auðu markaðstorginu í miðbænum er serbnesk kona, sem var flutt þangað eftir stríðið. Hún vill ekki gefa upp nafn sitt, en seg- ir viðskiptin lítil. Af hverju? „Vegna þess,“ seg- ir hún eins og hún sé að tala við bjána, „að það er enginn hér“. „Hér er ekkert efnahagslíf og ekkert fólk“ Abdullah Purkovic rekur eina gistihúsið í bænum. Hann sneri aftur árið 2001 vegna þess að lífið var of erfitt fyrir hann og fjölskyldu hans í Tuzla, sem er í um tveggja klukku- stunda fjarlægð. Hann kveðst vera með gesti frá júní og fram í ágúst, en frá ágúst og fram í miðjan maí komi enginn. „Hér er ekkert efna- hagslíf og ekkert fólk,“ segir hann. Tveir Serb- ar, sem misstu heimili sín, vinna í eldhúsinu hjá honum og sjá má að þeim og fjölskyldu hans kemur vel saman. Purkovic þraukaði allt stríðið í Srebrenica og slapp að lokum lífs vegna þess að góðgerð- arsamtökin Læknar án landamæra, sem hann vann fyrir, komu honum burt. Að sögn Purkovic var fjölskylda hans að mestu andvíg því að hann sneri aftur, en að lokum spyr hann eins og til útskýringar: „Ef einhver myrðir barnið mitt, á ég þá að gefa honum húsið mitt?“ Skammt frá stendur ráðhús bæjarins, sem hefur verið endurreist af alúð í stíl þess tíma, sem þetta svæði heyrði undir veldi Austur- ríkis-Ungverjalands. Bæjarstjórinn og hans næstráðandi eru múslímar vegna þess að lögin kveða á um að allir Bosníumenn megi kjósa annaðhvort á staðnum, sem þeir lifa nú á eða þar sem þeir bjuggu áður en stríðið hófst. Fyr- ir vikið kjósa margir múslímar, sem hröktust frá Srebrenica, þar þótt þeir búi þar ekki leng- ur. Að sögn Ramo Dautbasic varabæjarstjóra, sem einnig lifði af og sneri aftur, búa nú 10.000 manns hér, 6.000 Serbar, þar á meðal 2.500 frá öðrum hlutum Bosníu, og 4.000 múslímar, sem hafa snúið aftur. Hann segir að nú geti aðeins Serbar fengið vinnu í ríkisreknu fyrirtækj- unum á staðnum og stjórnvöld í serbneska hluta Bosníu neiti að veita Srebrenica efna- hagslega sérstöðu, sem gæti orðið til þess að lokka viðskipti til staðarins, skapa störf og fá fólk til að snúa aftur. Alþjóðlegur embættismaður, sem vildi ekki láta nafns getið, gerir lítið úr tölum Dautbasic. Hann segir að þeir einu, sem nú búi í Srebren- ica, séu „þeir sem bíði eftir að deyja“. Bæði sé vart starf að finna og fjöldi múslímskra heimila hafi misst karlana og því telji hann að í mesta lagi búi 7.500 manns í Srebrenica og þar af séu aðeins 2.500 múslímar, sem hafi snúið aftur. Það er hins vegar erfitt að meta tölurnar vegna þess að margir múslímar eru með fæt- urna á tveimur stöðum. Þeir búa kannski í Sarajevo eða Tuzla, en koma um helgar og í fríum til að yrkja landið. Þeir hafa fundið störf annars staðar og -–einkum börnin – vilja ekki snúa aftur til þorpanna í kringum Srebrenica eða þessa litla bæjar eftir að hafa vanist borg- arlífinu. Stríð eftir öðrum leiðum Þegar Dautbasic er spurður hvers vegna hann hafi snúið aftur svarar hann að í stríðinu hafi hann misst tvo bræður sína og föður. „Ég vil sýna að ég geti búið hér,“ segir hann ein- faldlega. Og það er nákvæmlega þess vegna sem hvarflar ekki að yfirvöldum í Repúblika Srpska, serbneska hluta Bosníu, að veita Srebrenica minnstu sérstöðu í efnahagsmálum og ýta undir það að fyrri íbúar snúi aftur. „Í okkar huga snýst þetta um strategíu,“ segir múslímskur embættismaður á staðnum, sem ekki vill láta nafns getið. Með öðrum orðum er um að ræða stríð eftir öðrum leiðum. Múslímar vita að fjöldi múslíma myndi snúa aftur ef vinnu væri að hafa. Án vinnu geta þeir það ekki. En yfirvöld Bosníu- Serba vilja ekki að þeir snúi aftur vegna þess að verði Bosníu-múslímar í meirihluta á þessu svæði að nýju mun það þegar fram í sækir grafa undan öryggi serbneska hlutans. Og þess vegna vilja yfirvöld múslímska hlutans vitaskuld að múslímarnir snúi aftur. Það virðist því vera að yfirvöld Bosníu- Serba hafi einfaldlega ákveðið að láta þennan bæ deyja. Í undanförnum árum hafa Serbarnir á staðnum horfið brott, ýmist til auðugri slóða í serbneska hluta Bosníu eða til Serbíu sjálfrar. Nú er staðan sú að í miðbæ Srebrenica búa að mestu Serbar, en múslímar hafa snúið aftur til margra nærliggjandi þorpa vegna þess að jafnvel þótt ekki sé vinnu að hafa er auðveld- ara að bæta sér upp léleg eftirlaun og pen- ingasendingar frá fjölskyldunni með því að rækta sér til matar. Ljóst er að í bæjarkjarnanum er að finna velvild. Finna má dæmi þess að Serbar og múslímar vinni, borði og drekki saman, en skelfilegt er að finna hversu djúpt hatrið ristir um leið og komið er út fyrir kjarnann. Nú þegar heimurinn er í þann mund að minnast múslímanna, sem voru myrtir í Potoc- ari, eru Serbarnir bitrir. Þeir segja að þeir, sem féllu úr þeirra röðum, séu gleymdir. „Þeir drápu marga Serba,“ segir Milos Milovanovic, yfirmaður samtaka hermanna úr röðum Bosn- íu-Serba á staðnum. Hann kvartar undan því að útlendingarnir „tali bara um múslímsku fórnarlömbin“. 12. júlí ætla Serbarnir á staðn- um að halda sína eigin minningarathöfn í minningu hinna látnu, einkum hermanna sinna, sem fórnuðu lífinu til að „frelsa“ Srebrenica. Frelsunin hefur þó ekki verið dans á rósum fyrir Milovanovic. Hann var nýlega rekinn úr starfi sínu í varnarmálaráðuneytinu og finni hann ekki brátt nýtt starf mun hann þurfa að halda brott í atvinnuleit til að halda uppi konu sinni og tveimur börnum. „Á hverjum degi fer fólk burt,“ segir hann. „Hér er engin framtíð. Það sér allt eðlilegt fólk.“ Í Srebrenica ríkir kreppa og fátækt. Bærinn er fangi fortíðar sinnar og því heldur hatrið áfram að krauma. Í þorpinu Bibici býr Vukosava Bibic, öldruð frænka vagnstjórans Radivoje Bibic, sem missti son sinn á vígvellinum í stríðinu. Um ná- granna sína, sem hún niðrandi röddu kallar „Tyrkina“, segir hún: „Það hefði verið betra ef þeir hefðu drepið okkur öll eða við hefðum drepið þá alla vegna þess að nú – eftir stríðið – getum við ekki lifað saman.“ Hennar tilfinningar eru endurgoldnar. Í Tuzla búa margir múslímar frá Srebrenica. Hajra Catic er forseti Samtaka kvenna frá Srebrenica, sem hjálpa fjölskyldum hinna látnu og þeirra, sem saknað er. Hún bendir á að margir serbneskir flóttamenn, sem hafi dvalist í Srebrenica, hafi nú farið til Serbíu og bætir við: „Ég vildi að Serbía myndi brenna.“ Radivoje Bibic stendur í þorpinu Bibice og segir að vera alþjóðlegra friðargæsluliða dugi til að halda í horfinu: „Án þeirra þyrfti ekki nema einn neista til að við byrjuðum aftur frá byrjun.“ Í prísund fortíðarinnar Fjöldamorðin í Srebrenica eru mesti stríðsglæpur, sem framinn hefur verið í Evrópu frá lokum heimsstyrjaldarinnar síðari. Ódæðisverkið var framið fyr- ir áratug, en hatrið kraumar enn. Tim Judah fór til Srebrenica, bæjar í prísund eigin fortíðar þar sem eymdin ríkir og hatrið kraumar undir niðri. Ljósmynd/Tim Judah Mannauðar götur í miðbæ Srebrenica. Áður iðaði bærinn af lífi, en nú er hann sagður deyjandi. Í þorpinu Kravica, skammt frá Srebrenica, hefur verið reistur sjö metra hár kross til að minnast 3.500 Serba, sem létu lífið á þessum slóðum í Bosníustríðinu. Tíu ár eru liðin frá lokum þess, en hatrið kraumar enn undir niðri. Höfundur er blaðamaður og höfundur bókarinnar The Serbs: History, Myth and the Destruction of Yugoslavia, sem Yale University Press gefur út. Fyrsta grein af þremur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.