Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 52
52 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Sumarkvöld við orgelið í Hallgrímskirkju 26. júní kl. 20.00: Hörður Áskelsson leikur m.a. verk eftir Fresco- baldi, Bach, Franck og Jón Nordal. Þriðjudagstónleikar Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugarnestanga 70, 105 Rvík. www.lso.is - lso@lso.is 28. júní kl. 20:30 Helga Þórarinsdóttir víóla og Kristinn H. Árnason gítar Samhljómur víólu og gítars. Verk eftir Marcello, Vivaldi, Carulli, De Falla og Árna Thorsteinsson. Á Skriðuklaustri er Gunn-arsstofnun sem Skúli BjörnGunnarsson stjórnar en þar er minning Gunnars Gunn- arssonar og fjölskyldu hans í heiðri höfð. Gunnar var stórhuga þegar hann settist að á Skriðuklaustri eftir langa búsetu erlendis en ým- issa hluta vegna fluttist hann til Reykjavíkur og með því var draumurinn að mestu búinn um heimsfrægt skáld á bernskuslóðum í afskekktri sveit. Ljóst er að Gunnar setti markið hátt, líklega of hátt í fyrstu. Hann sá ekki fyrir breytingar í þjóð- félaginu á tímum óvæntra um- skipta í heiminum. Það var ekki pláss fyrir stór- bónda og höfuðskáld á borð við Gunnar.    Gaman er að koma að Skriðu-klaustri, m.a. til að kynnast umhverfi skáldsins og skoða sýn- ingar um hann sem eru for- vitnilegar. Einnig má þar njóta veitinga og var staðurinn fjölsótt- ur þegar ég kom þangað nýlega. En aðsókn er ekki alltaf mikil eins og Skúli Björn staðfesti. Maður hefur það á tilfinning- unni að bækur Gunnars Gunn- arssonar séu ekki mikið lesnar nú en þó er af nógu að taka. Sunar þeirra bíða lesenda. Ýmislegt persónulegt um Gunn- ar er að finna á Skriðuklaustri og skýrir það myndina af honum. Ekki síst vekja athygli ýmsar ljósmyndir, málverk og hlutir. Drjúgt er safn snjallra mynd- skreytinga Gunnars Gunnarssonar yngra við Fjallkirkjuna. Sýningar eru ágætlega úr garði gerðar. Gunnar hætti ekki við að skrifa þegar hann fluttist til Reykjavíkur en mikill tími fór í þýðingar eigin verka úr dönsku. Hann gerði þær kröfur að verk sín væru til í eigin gerð á íslensku og vildi ekki ein- göngu styðjast við þýðingar ann- arra. Á þýðingum hans var stundum stórgerðara mál en tíðkaðist og sumir töluðu um stirðleika. En þetta var orðum aukið. Stíll Gunn- ars venst og er oft tilkomumikill. Maðurinn Gunnar var fremur hljóðlátur, jafnvel hlédrægur. Það var helst í blaðagreinum sem bar á ákveðnum skoðunum og nokk- urri hörku í framsetningu. Vera má að greinar hans hafi stundum hrakið lesendur frá. Bestu bækur Gunnars eru lif- andi skáldskapur. Af mörgum má nefna Fjallkirkjuna, Sælir eru ein- faldir, Svartfugl og Vikivaka (skrýtin saga, að nokkru súrreal- ísk). Gunnari hefði verið óhætt að láta meira eftir sér í stíl og fram- setningu en breytingum bregður fyrir, einkum í verkum sem hann skrifaði undir lokin á íslensku.    Breiður stíll einkenndi Gunnarog er hann að því leyti ólíkur Halldóri Laxness sem var maður frjálsræðisins og gat alltaf komið á óvart. Íhaldssemi Gunnars var honum þó ekki til trafala. Engu að síður náði hann fyrir bragðið ekki til jafn margra les- enda og Halldór Laxness. Halldór endurnýjaði sig sífellt, ekki síst í skáldsögum eins og Kristnihaldi undir Jökli og Guðsgjafaþulu. Einnig má nefna Innansveitar- kroniku. Ég spái því að hlutur Gunnars muni vaxa eignist hann fleiri les- endur. Það er verðugt verkefni að koma honum til yngri lesenda. Starfið á Skriðuklaustri getur átt þátt í að fá menn til að koma auga á þennan mikla rithöfund í fremur fábrotnu bókmenntalandslagi sam- tíðar hans. Hjá Gunnari á Skriðuklaustri ’Breiður stíll einkenndiGunnar og er hann að því leyti ólíkur Halldóri Laxness sem var maður frjálsræðisins og gat alltaf komið á óvart.‘ AF LISTUM Jóhann Hjálmarsson Gunnar Gunnarsson johj@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Gaman er að koma að Skriðuklaustri, m.a. til að kynnast umhverfi skálds- ins og skoða sýningar um hann sem eru forvitnilegar. SPIKE Jonze leikstýrði skemmti- legu tónlistarmyndbandi fyrir Björk við lag hennar „Triumph of a Heart“ af plötunni Medúllu. Þau tóku mynd- bandið upp á barnum Sirkusi við Klapparstíg og notuðu þá raddir þeirra Íslendinga sem tóku þátt í upptökunni. Myndin segir söguna af upptökunum og nokkrum þátttak- endum. Þessi heimildarmynd er það sem á ensku er kallað „mockumentary“, eða grínheimildamynd. En samt bara að vissu leyti. Þessi mynd er bæði sönn og ekki. Hún er margföld í roðinu og það er í raun styrkur hennar og séreinkenni. Myndin er sönn frásögn af upptökum mynd- bandsins. Fólk kemur fram undir eigin nafni og tjáir sig um mynd- bandið, en er að gera létt grín að myndinni og sjálfu sér sem reyk- vískir listamenn sem vilja nálgast Björk, fyrirmynd þeirra allra. Þar gengur lengst Þorlákur Einarsson, sem leikur einhvern annan en sjálf- an sig (vona ég), hinn kunnuglega örvæntingarfulla íslenska listamann, bíðandi eftir frægð og frama á lítilli innistæðu. Haraldur Jónsson leikur einnig mannfræðing sem tjáir sig um þjóðsöguna sem Spike vinnur út frá í myndbandinu, og Markús Þór Andrésson leikur sérvitran tónlist- armann. Einnig má finna sterkt fyr- ir einkahúmor í myndinni, sem er lít- il og greinilega gerð í litlum vinahópi fyrir lítinn pening. Eiginlega er myndin einn stór brandari. Sá brandari er bara ansi fyndinn. Í fyrsta lagi er forvitnilegt að sjá vinnsluaðferðirnar við upptöku tón- listarmyndbandsins. Það er gaman að sjá Spike Jonze og Björk vinna saman. Ekki alvarlegra ferli en skapandi kvöld á barnum. Það er einnig gaman að sjá fólk gera grín að sjálfu sér. Helst hefði mig samt langað að sjá meira af Þorláki sem var mjög fyndin og brjóstumkenn- anleg týpa. Gaman gaman. Satt og logið Heimildamyndir Tjarnarbíó – RS&D Leikstjórn: Ragnheiður Gestsdóttir. Handrit og kvikmyndataka: Ragnheiður Gestsdóttir og Markús Þór Andrésson. 29 mín. Ísland 2004. Sigur hjartans (Triumph of a Heart)  Hildur Loftsdóttir Úr myndbandi Bjarkar sem segir frá óvenjulegu ástarsambandi. UPPRUNALEGA handritið að fyrstu Guðföðurmyndinni er meðal muna úr einkasafni hins liðna kvikmyndaleikara Marlons Brandos sem boðnir verða upp hjá Christie’s í New York 30. júní nk. Handritið notaði Brando þegar hann vann við gerð mynd- arinnar, þar sem hann lék mafíuforingjann Don Vito Corleone og fékk fyrir Óskarsverðlaunin árið 1973. Alls verða boðnir upp 320 munir úr einkasafni leikarans; sviðs-, kvikmynda-, og einkamunir, allt frá ökuskírteini hans til blóðugs gervifingurs. Þar á meðal eru einnig 36 blaðsíður af punktum sem Brando skráði hjá sér meðan á gerð mynd- arinnar Uppreisnin á Bounty stóð, bréf frá Mario Puzo höfundi skáldsögunnar Guðföðursins þar sem hann biðlar til Brando um að taka að sér hlutverk Corleones, gamalt veski Brandos og krítarkort. Ævisagnaritari Brandos, Peter Manso, hefur lýst yfir við Reuters-fréttastofuna, að honum finnist uppboðið lýsa „stór- kostlegu tillitsleysi“. Leikarinn myndi „snúa sér í gröfinni ef hann vissi af því að til stæði að bjóða upp einkamuni hans,“ sagði höfundur bókarinnar Brando: The Biography við Retur- ers. Manso heldur því fram að Brando hafi gefið fyrirmæli um að innsigla ætti svefnherbergi hans með hengilás eftir hans dag og sagt: „Þeir eiga eftir að stela hnöppunum af skyrtum mínum“. Gert er ráð fyrir að heildarverðmæti munanna geti farið upp í eina milljón dala eða rúmar 65 milljónir króna, en talið er að einungis umrætt handrit verði slegið á 600 þúsund til eina millj- ón króna. Guðfaðirinn boðinn upp Reuters Starfsmaður Christie’s heldur hér á hinu dýr- mæta handriti Brandos að Guðföðurnum. Í KVÖLD og annað kvöld leikur Tríóið TYFT, sem skip- að er þeim Hilmari Jenssyni á gítar, Jim Black á tromm- ur og Andrew D’Angelo á saxófón, á Pravda. Í fréttatilkynningu segir að þeir félagar séu að fara að taka upp nýjan disk eftir helgi en árið 2002 kom út fyrsti diskur þeirra hjá kanadísku útgáfunni Songlines. „Sá diskur hefur hlotið frábærar viðtökur hlustenda og gagnrýnenda. Í kjölfarið hefur sveitin leikið á fjölmörg- um tónleikum í Bandaríkjunum og í Evrópu,“ segir í til- kynningunni. Á tónleikunum prufukeyra þeir nýtt efni sem þeir ætla að taka upp. Nýju tónsmíðarnar eru, að þeirra sögn, mjög formfastar, lagrænar og rokkaðar. Tónleikarnir hefjast kl. 22 bæði kvöldin og aðgangs- eyrir er 500 kr. Tríóið Tyft á Pravda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.