Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 41
FRÉTTIR
Maður er nefndurSakaría. Hann varprestur í Jerúsal-em, af sveit Abía,einnar af 24 sem
þjónuðu við musterið. Kona hans
var Elísabet. Hún var „óbyrja, og
bæði voru þau hnigin að aldri“ eins
og segir í 1. kafla Lúkasarguð-
spjalls. Dag einn, þegar Sakaría er
að færa reykelsisfórn birtist hon-
um Gabríel erkiengill með þau tíð-
indi, að Guð hafi bænheyrt þau
hjónin, Elísabet muni verða þung-
uð og fæða son og eigi hann að fá
nafnið Jóhannes.
Þetta gekk eftir, og hefð sem
rekja má a.m.k. til ársins 530 e.Kr.
getur meira að segja þorpsins, Ein
Karem í Júdeu.
Og „sveinninn óx og varð þrótt-
mikill í anda“.
Ekkert spyrst til hans í ritheim-
ildum (sem eru guðspjöllin fjögur,
Postulasagan og verk sagnfræð-
ingsins Jósefusar, Saga Gyðinga-
þjóðarinnar) fyrr en 27/28 eða 28/
29 e.Kr., þegar hann fær spámann-
lega köllun og er þá búinn að vera
eitthvað í óbyggðum Júdeu, bíð-
andi eftir merki frá Guði. Hann
gekk um í klæðum úr úlfaldahári,
gyrtur leðurbelti, nærðist á engi-
sprettum og villihunangi, og „fór
um alla Jórdanbyggð og prédikaði
iðrunarskírn til fyrirgefningar
synda“. Hann eignaðist fljótt
marga lærisveina, og þar voru á
meðal einstaklingar, sem áttu eftir
að verða í postulahópi Jesú, s.s.
Andrés og Pétur.
Í Markúsarguðspjalli segir að
Jóhannes hafi prédikað svo:
Sá kemur eftir mig, sem mér er máttugri, og
er ég ekki verður þess að krjúpa niður og
leysa skóþveng hans. Ég hef skírt yður með
vatni, en hann mun skíra yður með heilögum
eldi.
Frægð Jóhannesar berst meist-
aranum til eyrna í Nasaret og kem-
ur hann til að hitta þennan frænda
sinn, og er talið að fundi þeirra hafi
borið saman við ána Jórdan, nærri
þeim stað er heitir Deir Mar-
Yuhanna (Qasr el-Yehud). Þeir
ræðast við og Jesús tekur loks
skírn af honum, og fer síðar um
hann miklum viðurkenningar-
orðum. Með þessum atburði urðu
tímamót, algjör þáttaskil; Jóhann-
es hafði áttað sig á því, að hér var
Messías kominn, og sjálfur yrði
hann því að „minnka“, víkja fyrir
hinum boðaða konungi, sem mætt-
ur var þar til ríkis síns.
Gagnrýni Jóhannesar á Heród-
es, fjórðungsstjóra í Galíleu, varð
til þess að hann var settur í fangelsi
í Makaerusvirkinu í Pereu, og háls-
höggvinn nokkrum mánuðum síð-
ar, að undirlagi Heródíasar, konu
Filippusar, bróður hins. Yngri
heimildir tengja Salóme, 14 ára
dóttur þeirra, við málið. Þetta
gerðist skömmu fyrir páska. Er
talið að spámannlegur tími Jóhann-
esar í óbyggðunum hafi einungis
verið um hálft ár.
Ýmsir hafa viljað tengja hann við
essena, stranga gyðinglega trúar-
reglu sem til varð á 2. öld f.Kr. en
hvarf af sjónarsviðinu undir lok 1.
aldar e.Kr, og aðra af svipuðum
toga, og margt í orðfærinu líkist
vissulega því, sem fannst í ritum í
Kúmran við Dauðahafið árið 1947.
En erfitt er samt að fullyrða nokk-
uð um þá hluti, af eða á.
Legstaður Jóhannesar hefur allt
frá árinu 360 verið talinn í Sebaste.
Jóhannes skírari og María guðs-
móðir eru einu kaþólsku dýrling-
arnir sem eiga fæðingardaga sína
að messudögum; dánardagur, upp-
tökudagur beina eða skrínlagning
hefur ráðið vali í dæmum annarra.
Jóhannes varð einnig fyrsti alþjóð-
legi dýrlingur kirkjunnar í austri
og vestri, þegar á 4. öld. Hann er
verndardýrlingur frönskumælandi
hluta Kanada, og þar heita tvær
borgir eftir honum, Saint John í
New Brunswick og St. John’s á
Nýfundnalandi, auk þess sem 24.
júní er afmælisdagur Quebecfylkis.
Einkennistákn hans eru m.a.
lamb, kross, býkaka, kornax og
skinnserkur. Eitthvað af því sést á
myndinni sem hér fylgir og er frá
því um 1600, eftir Domenikos
Theotocopoulos, öðru nafni El
Greco (1541-1614).
Í Íslam, sem og í Mandaeanisma
(trúarbrögð um 15.000 einstak-
linga í Írak og suðvesturhluta Ír-
ans; urðu líklega til á fyrstu öldum
kristninnar), er Jóhannes einnig
talinn spámaður.
Margar kirkjur á Íslandi voru
fyrrum helgaðar Jóhannesi skír-
ara, ýmist einum eða með öðrum;
hann var m.ö.o. nafndýrlingur
sautján guðshúsa og verndar-
dýrlingur tíu. Mætti sem dæmi
nefna hér Stað í Grunnavík,
Bægisá í Hörgárdal, Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd og Viðey. Einn-
ig voru myndir af honum í um tutt-
ugu kirkjum hér á landi.
Áður fyrr nefndist hann í ís-
lenskum heimildum Jóan baptisti
eða skírari, og einnig Jón, með
sömu viðurnefnum.
Í bókinni Nöfn Íslendinga, eftir
Guðrúnu Kvaran og Sigurð Jóns-
son frá Arnarvatni, segir um Jó-
hannes:
Nafnið er sótt til Biblíunnar og er hebreskt
að uppruna [...] og merkir eiginlega „guð hef-
ur sýnt miskunn“ [...] Af þessu nafni eru leidd
nöfnin Jón, Jóhann, Jens, Hannes, Hans.
Og um nafnið Jón segir þar:
Það er stytting af Jóhannes eða Jóhann. Það
má hugsa sér þróunina þannig: Jóhann-
es>Jóhann>Jóan>Jón.
Að lokum er þess að geta, að Jó-
hannes á sér aðra messu, nánar til-
tekið á dánardegi sínum, höfuð-
degi, 29. ágúst. Og í rétttrúnaðar-
kirkjunni er hans að auki minnst
23. september, 7. janúar, 24. febr-
úar og 25. maí.
Jóhannes
skírari
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
Jónsmessa var 24. júní,
og eins og kom fram í
síðasta pistli dregur hún
nafn af Jóhannesi skírara;
þetta var og er talið
fæðingardagur hans.
Sigurður Ægisson er hér
með nánari fróðleik um
þennan brautryðjanda
meistarans frá Nasaret.
Akranes Ófeigur Gestsson 431 4383 892 4383
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 897 4236
Bíldudalur Gísli Snær Smárason 456 2207 456 2158
Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019 864 4820
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík Marenia Kristín Hrafnkelsd. 475 6662 8606849
Búðardalur Aron Snær Melsteð 434 1449
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Helgi Týr Tumason 478 8161 864 9207
Egilsstaðir Þurý Bára Birgisdóttir 471 2128 8620543
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna S. Eiríksdóttir 475 1260 475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Erla Ösp Ísaksdóttir 848 5361
Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 848 3397
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 4386858/8549758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522
Hellissandur/Rif Aron Jóhannes Leví Kristjánss. 4366925
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Elísabet Sigurðardóttir 894 0387 464 1987
Hvammstangi Harpa Vilbertsdóttir 451 2455 892 0644
Hveragerði Úlfar Andrésson 483 4694 893 4694
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 4878172/8931711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Hjörtur Freyr Snæland 486 8874
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 477 1124
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2650 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 899 6904
Patreksfjörður Sigríður Valdís Karlsdóttir 456 1119 456 1349
Raufarhöfn Örvar Sigþórsson 456 1287
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488 892 0488
Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Þórunn Snæbjörnsdóttir 464 4464
Sandgerði Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir 423 7330 821 7330
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 854 7488
Selfoss Sigdór Vilhjálmsson 846 4338
Seyðisfjörður GB Bjartsýn ehf, Birna 472 1700 897 0909
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Kristín Björk Leifsdóttir 452 2703 849 5620
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 430 1414
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Anna Elísa Karsldóttir 456 4945
Tálknafjörður María Berg Hannesdóttir 456 2655
Vestmannaeyjar Guðrún Kristín Sigurgeirsd. 481 3293 699 3293
Vík í Mýrdal Æsa Gísladóttir 867 2389
Vogar Una Jóna Óafsdóttir 421 6910 663 0167
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135
Ytri-Njarðvík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463
Þingeyri Hildur Sólmundsdóttir 456 8439 867 9438
Þorlákshöfn Íris Valgeirsdóttir 483 3214 8486214
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 468 1515
DREIFING MORGUNBLAÐSINS
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Staður Nafn Símanúmer Staður Nafn Símanúmer
NÝVERIÐ bauð Kiwanishreyfingin heimilisfólki á
Hrafnistu í fertugustu sumarferðina, en fyrsta ferð-
in var farin árið 1965. Í ár tóku 160 manns þátt í
ferð um Vesturland.
Í Kiwanisferðinni var komið við í Saurbæjar-
kirkju á Hvalfjarðarströnd þar sem séra Kristinn
Jens Sigurþórsson sóknarprestur tók á móti hópn-
um.
Þaðan var haldið á Akranes, en þar tók Kiwanis-
klúbburinn Þyrill á móti gestunum og bauð m.a. í
skoðunarferð um markverðustu staði bæjarins.
Kiwanis bauð
í sumarferð
BRAUTSKRÁNING frá Tækniháskóla Íslands fór fram
laugardaginn 11. júní sl. í Grafarvogskirkju. Að þessu
sinni útskrifuðust 59 nemendur frá öllum deildum skól-
ans. Þar af útskrifuðust 25 nemendur frá frumgreina-
deild, 20 frá heilbrigðisdeild, 2 frá rekstrardeild og 12
frá tæknideild.
Brautskráning frá Tækniháskólanum
GRAFARVOGSKIRKJA vill árétta eftirfarandi
vegna umfjöllunar um steindan glugga í kirkjunni
í Morgunbaðinu í gær: „Í umfjöllun í Morgun-
blaðinu, laugardaginn 25. júní, um Kirkjuþing
unga fólksins, bendir Friðþjófur Þorsteinsson,
starfsmaður þingsins, á að ríkið hafi gefið sextíu
milljóna króna steindan glugga í Grafarvogs-
kirkju, sem gjöf til unga fólksins, á Kristnihátíð-
arári. Hið rétta er að glugginn kostaði milli sextán
og sautján milljónir. Listaverkið, eftir Leif Breið-
fjörð, hefur af mörgum verið nefnt sem eitt af
þjóðargersemunum. Þess má geta að mjög fjöl-
breytt æskulýðsstarf fer fram í Grafarvogskirkju
og fimm skólum sóknarinnar.“
16 milljónir en ekki 60
HUGVEKJA