Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ 21. júní 1995: „Breytingum á greiðslum til þingmanna er yfirleitt tekið með tortryggni og stundum hefur verið ástæða til. Þær breytingar, sem gerðar voru skömmu fyrir frestun þinghalds í síð- ustu viku á kjörum einstakra embættismanna þingsins og kostnaðargreiðslum eru hins vegar eðlilegar og tímabær- ar. Þannig er það mikilvæg viðurkenning á stöðu Alþing- is, að forseti þingsins á nú að njóta sömu starfskjara og ráðherrar ríkisstjórnarinnar. Lagaákvæðin þar um hljóta að verða túlkuð svo að þing- forseti, sem æðsti maður og fulltrúi löggjafarsamkund- unnar og einn af handhöfum forsetavalds í fjarveru for- seta lýðveldisins, njóti sömu kjara og virðingartákna og forsætisráðherra, sem er æðsti maður framkvæmda- valdsins. Þá er eðlilegt, að varafor- setar Alþingis og formenn þingnefnda og þingflokka njóti launauppbótar. Slíkt tíðkast víða í nágrannalönd- um okkar og er ekki nema eðlilegt, miðað við þá ábyrgð, sem þessir þingmenn takast á hendur.“ 23. júní 1985: „Störf Al- þingis einkenndust af því nú eins og svo oft áður, að unnið var í skorpum og þá fyrst verulega tekið á, þegar ákveðið hefur verið hvenær þingi skuli slitið. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þing, vék að þessu í ræðu sinni við þingslit, þeg- ar hann sagði: „Það getur ekki gengið að þingið sé verk- efnalítið lengi fram eftir þingtímanum, en stjórn- arfrumvörp hlaðist upp í lok þingsins. Á þessu þingi, sem nú er að ljúka hefur meg- invandinn verið fólginn í því að af 107 stjórnarfrum- vörpum er 31 lagt fram eftir 10. apríl. En því nefni ég 10. apríl að eftir þann tíma hefði ekki verið heimilt samkvæmt hinum nýju þingsköpum, sem Alþingi hefur nú sett sér, að taka til meðferðar ný þing- mál nema með afbrigðum. Á þessu verður að verða breyt- ing.“ 29. júní 1975: „Á síðasta ári hafa skipzt á skin og skúrir í heimsmálum og í ýmsum ríkjum hafa orðið verulegar breytingar á stjórnarháttum. Í því sambandi má minna á, að herforingjastjórnum var steypt af stóli í Grikklandi og Portúgal. Í Grikklandi unnu lýðræðisöflin mikinn sigur í frjálsum kosningum og þau hafa fest í sessi frjálsa stjórn- arhætti. Portúgalir búa hins vegar enn við mikla óvissu, en þar hafa kommúnistar með stuðningi nýs herfor- ingjavalds brotið á bak aftur frjálsa skoðanamyndun. Síðustu daga hafa uggvæn- legir atburðir verið að gerast á Indlandi. Margt bendir til þess, að lýðræðislegum stjórnháttum sé þar veruleg hætta búin.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S agt er, að einstaklingar, sem hafa alizt upp í mikilli fátækt en komizt í álnir losni aldrei við það öryggisleysi, sem fylgdi fá- tæktinni og í þeim efnum skipti engu hvað þeir eignist mikla peninga. Þeir losni aldrei við þá tilfinningu, að þeir eigi eftir að verða fátækir aftur. Kannski á það sama við um þjóð eins og okkur Íslendinga. Við vorum fátæk þjóð fram eftir 20. öldinni. Komumst í álnir í stríðinu en fundum aft- ur fyrir því að búa við lítil efni á sjötta áratugn- um. Nú erum við allt í einu orðin ein af ríkustu þjóðum heims. En þrátt fyrir það og þrátt fyrir það, að allt leiki í lyndi, læðist sú óþægilega til- finning að ótrúlega mörgum að ekki sé allt sem sýnist og að sú mikla velmegun, sem við búum við muni hverfa snögglega og sé að einhverju leyti byggð á sandi. Það er tiltölulega auðvelt að átta sig á af hverju þessi tilfinning er til staðar. Við höfum lengi lifað á fiski, þótt það sé að breytast smátt og smátt. Það eru engin stórkostleg uppgrip við sjávarsíð- una um þessar mundir. Þorskstofninn stendur höllum fæti. Spurning, hvort við getum gengið jafn nærri loðnunni og við höfum gert. Að vísu eru vísbendingar um, að við eigum eftir að upp- lifa nýtt síldarævintýri á næstu árum en það er ekki orðið að veruleika. Sjávarútvegsfyrirtækin eiga erfitt með að búa við núverandi gengi krón- unnar en gera það samt vegna mikillar hagræð- ingar á undanförnum árum og vegna hækkandi afurðaverðs á erlendum mörkuðum. Hin mikla velgengni okkar um þessar mundir er alla vega ekki sprottin úr sjávarútveginum. Hvert tonn af áli hefur jafn mikla þýðingu fyrir þjóðarbúskapinn og hvert tonn af þorski. Í því samhengi er auðvitað ljóst, að álframleiðsla hefur aukizt verulega á undanförnum árum vegna ál- versins á Grundartanga og aukinnar framleiðslu í Straumsvík og mun aukast enn á næstu árum, m.a. með tilkomu Fjarðaáls. Aukin álframleiðsla á vissulega hlut að máli í vaxandi velmegun ís- lenzku þjóðarinnar. En tæplega í þeim mæli, sem við upplifum nú. Hvar er þá auðsuppsprettan? Í ferðaþjónustu? Þar eru mikil umsvif en þau eru ekki skýringin á því að við höfum skipað okkur í sveit með ríkustu þjóðum heims. Útrásin? Það er ekki hægt að útiloka það. En er hún nú þegar farin að skapa svona mikil verð- mæti? Íslenzku fyrirtækin hafa verið að kaupa fyrirtæki í öðrum löndum á allra síðustu árum og misserum. Yfirleitt er þar um mjög skuldsett kaup að ræða og ekki enn komið í ljós, hvernig gengur að reka þau og skapa þau verðmæti, sem geta orðið til með góðum og árangursríkum rekstri. Auðvitað getur auðsuppsprettan verið summ- an af þessu öllu. Sjávarútvegsfyrirtæki, sem eru miklu betur rekin en áður. Vaxandi áliðnaður. Vaxandi ferðaþjónusta. Útrás á öllum sviðum. Allir þeir kraftar, sem hafa verið leystir úr læð- ingi með því frelsi, sem viðskiptalífinu hefur ver- ið tryggt, að hluta til á nokkrum síðustu áratug- um en þó fyrst og fremst á síðasta einum og hálfum áratug. Þegar efasemdarmenn koma saman og ræða efasemdir sínar beinist athyglin ekki sízt að ís- lenzka hlutabréfamarkaðnum. Hvernig má það vera, að íslenzk fyrirtæki séu verðmetin jafn hátt og raun ber vitni? Af hverju eru fyrirtæki á Ís- landi metin hærra en sambærileg fyrirtæki í öðr- um löndum? Af hverju hefur íslenzki hlutabréfa- markaðurinn hækkað langtum meira en hlutabréfamarkaðir í öðrum löndum? Af hverju eru íslenzkir bankar taldir hlutfallslega verð- mætari en bankar í nálægum löndum? Hvernig stendur á því, að íslenzk fyrirtæki hækka í verð- mæti um milljarða og jafnvel milljarðatugi á nokkrum misserum án þess að hægt sé að finna skýringar í stórbættum rekstri og afkomu? Í sjálfu sér má kannski segja, að þetta séu sömu spurningar og erlendir fjölmiðlar hafa ver- ið að spyrja á undanförnum mánuðum, sérstak- lega þó brezkir fjölmiðlar og norrænir, þegar þeir hafa leitað skýringa á því, hvers vegna Ís- lendingar hafa svo mikla peninga handa á milli til þess að kaupa fyrirtæki í viðkomandi löndum. En það skaðar ekki að við reynum að spyrja okkur þessara spurninga sjálf. Bankarnir eru kjarninn Bankarnir eru aug- ljóslega kjarninn í þeirri miklu upp- sveiflu, sem gengið hefur yfir viðskiptalífið undanfarin ár. Tvennt hefur breytt hlutverki og stöðu bankanna í ís- lenzku viðskiptalífi. Í fyrsta lagi fjárfestingar- bankastarfsemin, sem hófst með Kaupþingi og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og hins vegar einkavæðing bankanna, sem augljóslega hefur leyst úr læðingi nýja krafta innan þeirra. Sameining viðskiptabanka og fjárfestingar- banka undir einum hatti eins og gerðist með sam- einingu Íslandsbanka og FBA og sameiningu Búnaðarbanka og Kaupþings hefur svo leitt til þess, að hér hafa orðið til öflugar og sterkar ein- ingar, sem síðan hafa leitað eftir tækifærum til frekari uppbyggingar í öðrum löndum. Að mörgu leyti má segja, að það sé fjárfestingarbankastarf- semin, sem hafi breytt ásýnd viðskiptalífsins. Það eru þeir hlutar bankanna, sem standa að baki miklum uppskiptum í viðskiptalífinu hér. Bankarnir eru tilbúnir til að lána háar fjárhæðir gegn háum þóknunum, sem skýra að miklu leyti hinn gífurlega hagnað, sem bankarnir hafa verið að skila síðustu árin. Fjárfestingarbankastarfsemi hefur oft verið umdeild og er ekki sízt umdeild nú um þessar mundir, alla vega á Vesturlöndum. Eftir krepp- una miklu í Bandaríkjunum um og upp úr 1930 var sett löggjöf, svonefnd Glass Steagall-lög frá árinu 1934, sem gerðu það að verkum, að bankar urðu að velja á milli þess að stunda viðskipta- bankastarfsemi eða fjárfestingarbankastarf- semi. Þessa starfsemi mátti ekki reka undir sama hatti. Þessi lög stóðu í marga áratugi og það eru ekki mörg ár síðan leyft var að viðskiptabankar og fjárfestingabankar mættu starfa starfa saman undir einu og sama nafni á ný í Bandaríkjunum. Um þessar mundir er óvenjumikil gróska í út- gáfu bóka í Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem fjárfestingarbönkum er formælt. Slíka gagnrýni má finna í bók eftir fyrrverandi forstjóra IBM, sem hefur bersýnilega ekki þolað fjárfestingar- banka og starfsmenn þeirra. Harða gagnrýni á fjárfestingarbankana má finna í bók, sem er ný- komin út eftir mann að nafni Philip Augar. Bókin nefnist The Greed Merchants og er sérstök að því leyti, að höfundurinn starfaði sjálfur við fjár- festingarbanka í tvo áratugi og þekkir þess vegna starfsemi þeirra innan frá. Það hefur lítið bryddað á gagnrýni á fjárfest- ingarbankastarfsemina hér. Þó er ljóst, að hún lýtur öllum sömu lögmálum hér eins og annars staðar. Það fer t.d. ekki á milli mála, að bankar hér hafa tekið upp þann sið fjárfestingarbanka í öðrum löndum að taka mjög háar þóknanir fyrir veitta þjónustu. Þær geta numið mörg hundruð Álftaungarnir á Seltjörninni braggast vel. Mam EINSTAKT TÆKIFÆRI Umhverfisnefnd Hafnarfjarðarhefur í áliti lýst yfir því aðhún kysi helst að áform um stækkun álversins í Straumsvík yrðu lögð til hliðar og ekki yrði tekið meira land svo nærri íbúðabyggð undir mengandi stóriðju, en það sem þegar væri búið að ráðstafa undir slíka starfsemi. Þetta gengur þvert á álit bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og skipulagsnefndar. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, bregst við þessu í Morgunblaðinu í gær og segir að til greina komi að Hafnfirðingar kjósi um tillögu um sameiningu Hafn- arfjarðar og Voga í haust. Annars staðar í Morgunblaðinu í gær er fjallað um kosningu, sem fram fór um skipulagsmál á Seltjarnarnesi í gær. Var þar kosið um tvær tillögur um deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar og hefur mikil um- ræða um þessa kosti og framkvæmd atkvæðagreiðslunnar farið fram á síðum Morgunblaðsins. Þótt lýðræðishugtakið sé gamalt er lýðræðið síður en svo fullmótað og sjálfsagt verður aldrei hægt að segja að nú hafi lýðræði náðst í endanlegri mynd. Hvar sem lýðræðisleg stjórn- arskipan er við lýði er hins vegar fylgt þeirri grundvallarhugsun að færa eigi valdið til almennings. Það er síðan gert með ýmsum hætti. Á Ís- landi búum við við svokallað fulltrúa- lýðræði þar sem stjórnmálaflokkar og frambjóðendur leggja fram mark- mið og stefnu og taka síðan ákvarð- anir um helstu mál þegar þeir hafa verið kjörnir. Þær ákvarðanir eru augljóslega teknar í umboði kjósenda og stjórnmálamennirnir milliliðir í framkvæmd lýðræðisins. Hreinasta birtingarmynd lýðræðisins hlýtur hins vegar að vera þegar það er beint og milliliðalaust. Fyrir átta árum birtist í Morgun- blaðinu þýðing á rækilegri umfjöllun vikuritsins The Economist um beint lýðræði, lýðræði 21. aldarinnar. Morgunblaðið hefur æ síðan ítrekað þá afstöðu í ritstjórnargreinum að beint lýðræði verði tekið á dagskrá í þjóðfélagsumræðunni hér á landi. Eins og blaðið í gær ber vitni er það að gerast. Lúðvík Geirsson og Jón- mundur Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, eru ekki einir á báti í þessari þróun. Atkvæðagreiðslan í Reykjavík í borgarstjóratíð Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur um framtíð Reykjavíkurflugvallar er nærtækasta dæmið um beint lýðræði. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, setti beint lýðræði á stefnuskrá flokksins í ræðu á flokksstjórnarþingi í október. Ekki er langt síðan Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tók jákvætt undir hugmyndir um beint lýðræði og sama má segja um Hönnu Birnu Kristjáns- dóttur, einn borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Einnig má benda á það að stöðugt færist í vöxt að haldin séu íbúaþing, sem ætlað er að auðvelda almenningi að hafa áhrif á þróun og skipulag um- hverfis síns. Grundvallaratriði í þess- ari þróun er vitaskuld að hinir kjörnu fulltrúar taki það sem fram kemur á íbúaþingum alvarlega. Það er hins vegar sérstaklega ánægjulegt að þessi þróun skuli eiga sér stað án þess að sett hafi verið um það sérstök lög eða reglugerðir. Kjósendur eru einfaldlega farnir að líta á það sem rétt sinn að hafa áhrif á ákvarðanir, sem varða hag þeirra og umhverfi, og stjórnmálamenn að byrja að gera sér grein fyrir því að þessi viðhorf verður að taka alvar- lega. Telja má víst að við endurskoð- un stjórnarskrárinnar verði víðtæk samstaða um það milli allra stjórn- málaflokka að í henni verði tekið upp ákvæði um að halda beri þjóðarat- kvæðagreiðslu við tilteknar aðstæð- ur. Á Íslandi eru allar forsendur fyrir því að stíga næsta skrefið í þróun lýð- ræðis þar sem almenningur taki bein- ar ákvarðanir í grundvallarmálum. Hér er á ferð einstakt tækifæri, sem kjósendur eru tilbúnir að grípa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.