Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 48
Grandi | Sigurður Harðarson, tónlistarmaður, hjúkrunarfræðingur og hug-
sjónamaður, efnir til tónleika í Hellinum, TÞM, í dag kl. 18–22 í tilefni af út-
komu bókarinnar „Um anarkisma“, sem Sigurður hefur þýtt. Í bókinni er
reynt að útskýra hugsjónir stjórnleysingja, tilvist þeirra og drauma. Mark-
miðið með sjálfri útgáfunni segir Sigurður að reyna að víkka aðeins pólitísk-
an sjóndeildarhring Íslendinga. „Það verður engin bylting upp úr henni enda
er raunveruleg bylting ekki tímabundið átak heldur það þegar fólk breytir
hegðunarmynstri sínu vegna þess að það er að læra nýjar leiðir til að um-
gangast hvað annað,“ segir Sigurður.
500 kr. kostar inn á tónleikana, en þar koma fram sveitirnar Innvortis,
Fighting shit, Myra, Mammút, Svavar Knútur, Gavin Portland, Viðurstyggð
og Transsexual daycare og samfagna Sigurði vegna útkomunnar.
Morgunblaðið/Arnaldur
Útgáfufögnuður í Hellinum
Mímí og Máni
Kalvin & Hobbes
KALVIN! HVAÐ ERTU AÐ
GERA VIÐ GARÐINN
OKKAR?
GERA HRAÐA-
HINDRANIR
Svínið mitt
TVISVAR SINNUM
ÞRÍR ERU?
© DARGAUD
GROIN GROIN GROIN
GROIN GROIN GROIN
ADDA, ÞÚ ÁTT
AÐ VERA AÐ
LÆRA EN EKKI
LEIKA ÞÉR VIÐ
RÚNAR
RÚNAR ER AÐ
HJÁLPA MÉR
MEÐ MARG-
FÖLDUNAR-
TÖFLUNA
EF ÞÚ KANNT EKKI
MARGFÖLDUNAR-
TÖFLUNA ÞÍNA
VERÐUR KENNARINN
REIÐUR!
JÁ, JÁ ...
3X3 ERU ...
GROIN GROIN
GROIN GROIN
GROIN GROIN
GROIN GROIN
GROIN
NÆSTA MORGUN
JÆJA, NÚ SKULUM SJÁ
HVORT ÞIÐ SÉUÐ BÚIN AÐ
LÆRA MARGFÖLDUNAR-
TÖFLUNA
ADDA HVAÐ ER
3X4
GROIN GROIN GROIN
GROIN GROIN GROIN
GROIN ......
ÚPS!
HÚN VARÐ EKKERT SMÁ
REIÐ OG ÉG FÉKK AUKA
HEIMAVERKEFNI
GROIN GROIN
GROIN GROIN GROIN
GROIN GROIN
OOO ...
HÆTTU NÚ
...
Dagbók
Í dag er sunnudagur 26. júní, 177. dagur ársins 2005
Víkverji bókaði ferðmeð Icelandair til
Evrópuborgar á dög-
unum. Ætlunin var að
dveljast á hóteli þar
um tíma og skoða
borgina. Breytingar á
persónulegum högum
Víkverja hafa hins veg-
ar orðið til þess að
hann neyðist til að
hætta við ferðina.
x x x
Víkverji þóttist nokk-uð öruggur með
sig enda keypti hann
forfallatryggingu og
aðstæðurnar þykja honum nógu
slæmar til að hún ætti að virka. En
þarna kom það niður á Víkverja að
hafa ekki lesið skilmálana almenni-
lega. Forfallatryggingin gildir nefni-
lega aðeins ef einhver nákominn Vík-
verja deyr eða þarf að leggjast inn á
sjúkrahús. Ekki er nóg að ferðafélagi
Víkverja veikist nema þá að Víkverji
sé skráður í sambúð eða giftur við-
komandi.
Víkverji hugsaði með sér að þetta
væri allt í lagi. Hann gæti breytt um
áfangastað og heimsótt vinkonu sína í
Berlín eða vini sína í Kaupmanna-
höfn. En breytingar á áfangastað eru
víst ekki leyfðar ef um netfargjald er
að ræða. Víkverja datt
þá það snjallræði í hug
að láta einhvern nákom-
inn sér sem hefði gott af
smá fríi fá miðann. En
nei og aftur nei. Nafna-
breytingar eru heldur
ekki leyfilegar.
x x x
Víkverji á bágt með aðskilja þessar
ströngu reglur enda
getur hann ekki séð að
það muni nokkru fyrir
Icelandair hver flýgur á
flugmiðanum auk þess
sem flugfélagið getur
rukkað viðskiptavini sína fyrir hvers
kyns breytingar.
Víkverji situr því uppi með miða til
borgar í Evrópu þar sem hann þekkir
engan og nennir varla að hanga einn.
Eina ráðið er að fresta fluginu þar til
síðar en það þarf þá að vera innan árs
og Víkverji á ægilega erfitt með að
taka slíkar ákvarðanir. Víkverji vonar
að Icelandair bæti þjónustu sína og
þá sérstaklega í þeim tilfellum þar
sem það breytir litlu öðru fyrir fyr-
irtækið en að einhver starfsmaður
þurfi að breyta upplýsingum inni í
tölvu. Fyrirtækið getur eftir sem áð-
ur rukkað fimm þúsund krónur fyrir
herlegheitin.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Því að ef það, sem að engu verður, kom fram með dýrð, þá hlýtur miklu
fremur hið varanlega að koma fram í dýrð. (II.Kor. 3, 11.)