Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Að kvöldi næstkomandi fimmtudags, 30.júní, verður farin ganga um Þingvelli.Gangan ber heitið Heiður kvenna á þjóð-veldisöld og mun Sólborg Una Pálsdóttir sagn- og fornleifafræðingur leiða gönguna með ýmsum fróðleik. „Við munum ganga um Þingvelli og ég ætla að fjalla um stöðu og hlutverk kvenna á þjóðveldistím- anum út frá hugmyndum um fæðarsamfélagið. Í fæðarsamfélagi eru heiður og hefnd drifkraft- urinn, karlmannleg gildi eru áberandi og mat sam- félagsins á einstaklingum byggist á hæfileikunum til að verja sjálfan sig. Hvað einstaklingurinn er góður að grípa til vopna og vernda sig og sína og hvernig hann gat áunnið sér heiður í samkeppni við aðra. Og þá er spurningin hvernig konur falla inn í þessa mynd. Þær voru útilokaðar frá hinu opinbera lífi og þar með þátttöku á alþingi á Þingvöllum. Því veltum við því fyrir okkur hvort þær gátu átt ein- hvern heiður og þar með haft einhver völd. Konur höfðu vissulega sínar leiðir til að hafa áhrif á gang mála og ég ætla að fara út í það, í göngunni, hvernig þær gerðu það.“ Samkvæmt Sólborgu hafa fræðimenn verið að vinna að rannsókn um þetta í tölverðan tíma. Hefur hún unnið í þessu ásamt mörgum öðrum. „Við rannsökum þetta út frá sögum og lögum. Að- algrundvöllurinn eru Íslendingasögurnar, við reyn- um að lesa einhverja samfélagslega mynd út frá þeim.“ Lokaritgerð Sólborgar í sagnfræði fjallaði um heiður kvenna á þjóðveldisöld og hefur hún einnig haldið nokkra fyrirlestra um þetta mál. „Ég hef mikinn áhuga á stöðu kvenna á þessum tíma.“ Sólborgu til aðstoðar í göngunni verður Ingi- björg Jónsdóttir íslenskufræðingur en hún hefur verið að rannaka miðaldasamfélög og miðaldabók- menntir. „Við ætlum að hafa gönguna skemmtilega og jafnvel vera með lifandi dæmi um hvernig konur höfðu áhrif á þjóðveldistímanum. Annars er best að ég segi sem minnst svo þetta verði spennandi og óvænt ganga“ Á hverju fimmtudagskvöldi í júní og júlí hefur þjóðgarðurinn á Þingvöllum staðið fyrir göngu um staðinn. Þessar göngur hafa verið farnar reglulega undanfarin fimm ár og hafa fræðimenn og áhuga- menn fjallað um hugðarefni sín tengd Þingvöllum í þeim. Gangan næstkomandi fimmtudag hefst klukkan 20 og farið verður af stað við fræðslumiðstöðina við Hakið. Gangan um þingstaðinn forna tekur um eina til tvær klukkustundir, allir eru velkomnir og þátt- taka er ókeypis. Ganga | Heiður kvenna á þjóðveldisöld Konur höfðu áhrif á gang mála  Sólborg Una Páls- dóttir mun leiða göng- una um heiður kvenna á þjóðveldisöld um Þing- velli fimmtudaginn 30. júní. Hún er með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og MS-gráðu í fornleifafræði frá Uni- versity of York í Bret- landi. Sólborg hefur unnið seinasta hálfa árið hjá Fornleifavernd ríkisins og er þar verkefnis- stjóri skráningarmála. Hún er fædd 1971 og er í sambúð með Einari E. Einarssyni. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 afar veikur, 8 sori, 9 fim, 10 dráttardýr, 11 veitir tign, 13 gras- svarðarlengja, 15 réttu, 18 frek, 21 bein, 22 stíf, 23 endurtekið, 24 skordýrið. Lóðrétt | 2 hnekkir, 3 læt- ur af hendi, 4 ásýnd, 5 dysjar, 6 snagi, 7 æsa, 12 elska, 14 öskur, 15 sæti, 16 hafni, 17 örlagagyðja, 18 dögg, 19 kirtli, 20 þarmur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 tengi, 4 sýtir, 7 pilta, 8 lýsir, 9 nem, 11 iðin, 13 eira, 14 útlim, 15 hola, 17 mörk, 20 óra, 22 fæðum, 23 sæl- an, 24 asnar, 25 aftra. Lóðrétt | 1 teppi, 2 núlli, 3 iðan, 4 sálm, 5 tossi, 6 rýrna, 10 eflir, 12 núa, 13 emm, 15 hefja, 16 loðin, 18 örlát, 19 kenna, 20 ómur, 21 assa.  Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Myndlist Austurvöllur | Ragnar Axelsson. Ljós- myndasýningin „Andlit norðursins“ til 1. sept. Árbæjarsafn | Gunnar Bjarnason sýnir í Listmunahorninu forn vinnubrögð í tré og járn. Café Karólína | Vilhelm Anton Jónsson (Villi naglbítur) sýnir til 22. júlí. Eden, Hveragerði | Ólöf Pétursdóttir til 26. júní. Energia | Sigurður Pétur Högnason. Feng Shui-húsið | Diddi Allah sýnir olíu- og akrýlverk. Gallerí BOX | Sigga Björg Sigurðardóttir til 9. júlí. Gallerí Gyllinhæð | Berglind Jóna Hlyns- dóttir með sýninguna „Virkni Meðvirkni Einlægni“. Gallerí I8 | Lawrence Weiner til 6. júlí. Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn- ara II er opin virka daga frá kl. 11–17. Lokað um helgar í sumar. Kaffikönnur, bangsar, gosdrykkjamiðar, dúkkulísur, munkar, lista- verk úr brotajárni og herðatrjám og margt fleira skrýtið og skemmtilegt! Grafíksafn Íslands | Arnór G. Bieltveldt – sýning á málverkum og teikningum til 10. júlí. Opið frá fimmtudegi til sunnudags frá kl. 14–18. Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til 1. ágúst. Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Benediktsson „Fiskisagan flýgur“, ljós- myndasýning til 31. ágúst. Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce- vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21. ágúst. Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina- félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind Jóns- dóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór Hallgrímskirkju. Til 14. ágúst. Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall- Pétursson sjá nánar www.or.is. Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Ný og eldri verk. Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga- sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja- safnsins frá 16., 17. og 18. öld. Sýningin er liður í Listahátíð í Reykjavík 2005. Þjóðminjasafn Íslands | „Skuggaföll.“ Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar. Margir þekkja stakar ljósmyndir Kristins en með því að safna úrvali af þeim saman birt- ist ný og óvænt mynd. Þjóðminjasafn Íslands | „Story of your life“ – ljósmyndir Haraldar Jónssonar. Leiklist Skemmtihúsið | Ferðir Guðríðar, leikrit, í Skemmtihúsinu á Laufásvegi 22 á fimmtu- dagskvöldum kl. 20 og sunnudaga kl. 18 til enda ágúst. Leikkona Caroline Dalton. Leik- stjóri og höfundur Brynja Benediktsdóttir. Flutt á ensku. Listasýning Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi, Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sum- ar frá kl. 10–17. Vinnustofa Katrínar og Stefáns | Katrín og Stefán verða með sýningu á batikverk- um í vinnustofu sinni í Hlaðbæ 9, 110 Reykjavík. Opin daglega til og með 3. júlí frá kl. 14–20. Söfn Árbæjarsafn | Útiminjasafn með fjöl- breyttum sýningum, leiðsögumönnum í búningum og dýrum í haga. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Á Borg- arskjalasafni Reykjavíkur stendur yfir sýn- ingin Through the Visitor’s Eyes, þar sem fjallað er um þróun ferðaþjónustu í Reykja- vík og hvernig ferðamenn upplifðu borgina. Textar á íslensku og ensku. Sýningin er á 1. hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15, og er op- in alla daga. Aðgangur er ókeypis. Bókasafn Kópavogs | Sýning á ljós- myndum úr fórum Kópavogsbúa af börnum í bænum í tilefni af 50 ára afmæli Kópa- vogsbæjar. Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð- leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu. Jagúarinn í hlaðinu. Opið frá kl. 9–17. Lindasafn | Lindasafn er opið alla daga í sumar. Mikið úrval af ferðahandbókum og garðyrkjubókum. Safnið er opið mánudaga frá kl. 11–19, þriðjudaga til fimmtudaga frá kl. 13–19, föstudaga 13–17. Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð- húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg- undir og furðufiska. Smámunasafnið í Sólgarði | Eyjafjarð- arsveit. Opið alla daga í sumar fram til 15. september frá kl. 13–18. Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð- menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru; Handritin, Fyrirheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona var það. Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband 2005. Á sýningunni eru áttatíu og eitt verk eftir jafnmarga bókbindara frá Norðurlönd- unum. Sýningin fer um öll Norðurlöndin og verður í Þjóðmenningarhúsinu til 22. ágúst. Opið frá kl. 11–17. Mannfagnaður Skógræktarfélag Íslands | Skógrækt- arfélag Rangæinga verður með skógardag kl. 14–16 í Aldamótaskóginum á Gadd- stöðum í tilefni 75 ára afmælis Skógrækt- arfélags Íslands (innkeyrsla gegnt afleggj- NUIT d’été er yfirskrift sumartónleika sem fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld kl. 20. Fram koma Heiða Árnadóttir, sópran, Noa Frenkel, Contralto og Krista Vincent leikur á píanó. Þær flytja tónlist eftir Monteverdi, Handel, Berlioz, Britten og Offenbach. Sumartónleikar í Fríkirkjunni Tónleikarnir byrja klukkan 20 annað kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík, Frí- kirkjuvegi 5. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sestu niður með fjölskyldumeðlimum í dag til að ræða mikilvæg málefni og gera langtímaáætlanir. Viðgerðir reynast traustar og varanlegar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið er ekki haldið neinni léttúð í dag. Það vill ræða mikilvægar hugmyndir og gera áætlanir langt fram í tímann. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn fer varlega í peningamálum núna en ætti jafnvel að nota daginn til þess að gera langtímafjárfestingar. Hann sýnir enga fljótfærni núna. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gagnrýni þín er skörp í dag og þú sérð um leið veikleikana í röksemdafærslu annarra. Þessa dagana áttu mjög gott með að einbeita þér að smáatriðum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er upptekið af einhverju sem ekki mun takast, í stað þess að beina sjónum sínum að því sem hægt er að gera. Ekki láta neikvæðnina ná tangarhaldi á þér. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Meyjan er alvörugefin í dag. Hún vill að aðrir séu ábyggilegir og traustsins verð- ir. Hún er líka til í að hlusta á ráðlegg- ingar þeirra sem eldri og reyndari eru. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Nú er ekki rétti tíminn til þess að láta móðan mása við yfirmanninn. Haltu þig við það sem er fyrirliggjandi. Einbeittu þér að vanabundnum verkefnum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sporðdrekinn á auðvelt með að einbeita sér að verkefnum sem krefjast mikillar einbeitingar í dag. Samskipti hans við aðra einkennast af raunsæi og skynsemi. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Bogmaðurinn fær tækifæri til þess að hnýta lausa enda varðandi erfðamál og sameiginlegar eignir í dag. Honum finnst ekkert leiðinlegt að sinna smáa letrinu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin óttast að koma upp um sig í samræðum við aðra í dag. Kannski á hún bara að leggja spilin á borðið. Gakktu úr skugga um að sannleikurinn komi í ljós. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Besta leiðin til þess að nýta daginn er að snúa sér að verkefnum sem krefjast ein- beitingar. Vatnsberinn hefur ekkert á móti því núna. Allt sem þarfnast ná- kvæmni í hugsun gengur að óskum. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þolinmæði þín við að ná tiltekinni færni skilar þér árangri að lokum. Gakktu fram með góðu fordæmi. Sýndu ungu fólki hvað þolgæði og virðing fyrir skyld- um kemur miklu til leiðar. Stjörnuspá Frances Drake Krabbi Afmælisbarn dagsins: Hugrekki þitt gerir þér kleift að nálgast verkefni þín af alefli. Þú ert oft eins og klettur í hafinu fyrir aðra. Þú hefur gott peningavit og ert full af krafti. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Listahátíð á Laugarvatni 17. júní – 3. júlí Sunnudagur 26. júní: Kl. 16 Hljómsveitin Litla Hraun! sem er smærri útgáfa hljómsveitarinnar Hrauns! Leikin verður frumsamin tón- list og tökulög úr ýmsum átt- um. Í þessari smækkuðu út- gáfu sveitarinnar eru Svavar Kristinsson og Loftur S. Lofts- son, auk gestaleikara. Ef veður leyfir mun Litla-Hraun! leika á pallinum fyrir utan Gufubaðið, annars inni í fimleikahúsinu. Gullkistan grímskirkjuturni. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð- ur Vésteinsdóttir. Hrafnista Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð- jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Hönnunarsafn Íslands | Circus Design í Bergen. Til 4. sept. Kaffi Sel | „Ástin og lífið“. Gréta Gísladóttir sýnir á Kaffi Seli við golfvöllinn á Flúðum. Sýningin stendur frá 12. júní til 3. júlí. Kling og Bang gallerí | John Bock til 26. júní. Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Sjá nánar á www.maeja.is. Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro til 3. júlí. Listasafn Einars Jónssonar | Opið er alla daga nema mánudaga frá kl. 14–17. Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney, Gabríela Friðriksdóttir til 26. júní. Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza- dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir, John Latham, Kristján Guðmundsson til 21. ágúst. Listasafn Reykjanesbæjar | Sænskt list- gler á sumarsýningunni. Rúmlega 60 verk eftir 50 helstu glerlistamenn Svía. Sýningin kemur frá Hönnunarsafni Íslands. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur Jónsson, Urs Fischer til 21. ágúst. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Sumarsýning Listasafns Íslands. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum- arsýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir Sigurjón Ólafsson. Opið milli 14 og 17. Norræna húsið | Andy Horner til 28. ágúst. Norska húsið í Stykkishólmi | Ástþór Jó- hannsson. Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn til 24. júlí. Ráðhús Reykjavíkur | Anna Leós sýnir til 10. júlí. Safn | Carsten Höller til 10. júlí. Skaftfell | Anna Líndal til 26. júní. Slunkaríki | Elín Hansdóttir, Hreinn Frið- finnsson til 26. júní. Suðsuðvestur | Sólveig Aðalsteinsdóttir sýnir þrettán ljósmyndir og tvo skúlptúra. Opið fimmtud. og föstud. frá 16–18 og um helgar frá 14–17. Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.