Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Að kvöldi næstkomandi fimmtudags, 30.júní, verður farin ganga um Þingvelli.Gangan ber heitið Heiður kvenna á þjóð-veldisöld og mun Sólborg Una Pálsdóttir
sagn- og fornleifafræðingur leiða gönguna með
ýmsum fróðleik.
„Við munum ganga um Þingvelli og ég ætla að
fjalla um stöðu og hlutverk kvenna á þjóðveldistím-
anum út frá hugmyndum um fæðarsamfélagið.
Í fæðarsamfélagi eru heiður og hefnd drifkraft-
urinn, karlmannleg gildi eru áberandi og mat sam-
félagsins á einstaklingum byggist á hæfileikunum
til að verja sjálfan sig. Hvað einstaklingurinn er
góður að grípa til vopna og vernda sig og sína og
hvernig hann gat áunnið sér heiður í samkeppni við
aðra. Og þá er spurningin hvernig konur falla inn í
þessa mynd. Þær voru útilokaðar frá hinu opinbera
lífi og þar með þátttöku á alþingi á Þingvöllum. Því
veltum við því fyrir okkur hvort þær gátu átt ein-
hvern heiður og þar með haft einhver völd. Konur
höfðu vissulega sínar leiðir til að hafa áhrif á gang
mála og ég ætla að fara út í það, í göngunni, hvernig
þær gerðu það.“
Samkvæmt Sólborgu hafa fræðimenn verið að
vinna að rannsókn um þetta í tölverðan tíma.
Hefur hún unnið í þessu ásamt mörgum öðrum.
„Við rannsökum þetta út frá sögum og lögum. Að-
algrundvöllurinn eru Íslendingasögurnar, við reyn-
um að lesa einhverja samfélagslega mynd út frá
þeim.“
Lokaritgerð Sólborgar í sagnfræði fjallaði um
heiður kvenna á þjóðveldisöld og hefur hún einnig
haldið nokkra fyrirlestra um þetta mál. „Ég hef
mikinn áhuga á stöðu kvenna á þessum tíma.“
Sólborgu til aðstoðar í göngunni verður Ingi-
björg Jónsdóttir íslenskufræðingur en hún hefur
verið að rannaka miðaldasamfélög og miðaldabók-
menntir.
„Við ætlum að hafa gönguna skemmtilega og
jafnvel vera með lifandi dæmi um hvernig konur
höfðu áhrif á þjóðveldistímanum. Annars er best að
ég segi sem minnst svo þetta verði spennandi og
óvænt ganga“
Á hverju fimmtudagskvöldi í júní og júlí hefur
þjóðgarðurinn á Þingvöllum staðið fyrir göngu um
staðinn. Þessar göngur hafa verið farnar reglulega
undanfarin fimm ár og hafa fræðimenn og áhuga-
menn fjallað um hugðarefni sín tengd Þingvöllum í
þeim.
Gangan næstkomandi fimmtudag hefst klukkan
20 og farið verður af stað við fræðslumiðstöðina við
Hakið. Gangan um þingstaðinn forna tekur um eina
til tvær klukkustundir, allir eru velkomnir og þátt-
taka er ókeypis.
Ganga | Heiður kvenna á þjóðveldisöld
Konur höfðu áhrif á gang mála
Sólborg Una Páls-
dóttir mun leiða göng-
una um heiður kvenna á
þjóðveldisöld um Þing-
velli fimmtudaginn 30.
júní.
Hún er með BA-gráðu
í sagnfræði frá Háskóla
Íslands og MS-gráðu í
fornleifafræði frá Uni-
versity of York í Bret-
landi.
Sólborg hefur unnið seinasta hálfa árið hjá
Fornleifavernd ríkisins og er þar verkefnis-
stjóri skráningarmála.
Hún er fædd 1971 og er í sambúð með Einari
E. Einarssyni.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 afar veikur, 8
sori, 9 fim, 10 dráttardýr,
11 veitir tign, 13 gras-
svarðarlengja, 15 réttu, 18
frek, 21 bein, 22 stíf, 23
endurtekið, 24 skordýrið.
Lóðrétt | 2 hnekkir, 3 læt-
ur af hendi, 4 ásýnd, 5
dysjar, 6 snagi, 7 æsa, 12
elska, 14 öskur, 15 sæti, 16
hafni, 17 örlagagyðja, 18
dögg, 19 kirtli, 20 þarmur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 tengi, 4 sýtir, 7 pilta, 8 lýsir, 9 nem, 11 iðin, 13
eira, 14 útlim, 15 hola, 17 mörk, 20 óra, 22 fæðum, 23 sæl-
an, 24 asnar, 25 aftra.
Lóðrétt | 1 teppi, 2 núlli, 3 iðan, 4 sálm, 5 tossi, 6 rýrna, 10
eflir, 12 núa, 13 emm, 15 hefja, 16 loðin, 18 örlát, 19 kenna,
20 ómur, 21 assa.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Myndlist
Austurvöllur | Ragnar Axelsson. Ljós-
myndasýningin „Andlit norðursins“ til 1.
sept.
Árbæjarsafn | Gunnar Bjarnason sýnir í
Listmunahorninu forn vinnubrögð í tré og
járn.
Café Karólína | Vilhelm Anton Jónsson
(Villi naglbítur) sýnir til 22. júlí.
Eden, Hveragerði | Ólöf Pétursdóttir til 26.
júní.
Energia | Sigurður Pétur Högnason.
Feng Shui-húsið | Diddi Allah sýnir olíu- og
akrýlverk.
Gallerí BOX | Sigga Björg Sigurðardóttir til
9. júlí.
Gallerí Gyllinhæð | Berglind Jóna Hlyns-
dóttir með sýninguna „Virkni Meðvirkni
Einlægni“.
Gallerí I8 | Lawrence Weiner til 6. júlí.
Gerðuberg | Sýningin Stefnumót við safn-
ara II er opin virka daga frá kl. 11–17. Lokað
um helgar í sumar. Kaffikönnur, bangsar,
gosdrykkjamiðar, dúkkulísur, munkar, lista-
verk úr brotajárni og herðatrjám og margt
fleira skrýtið og skemmtilegt!
Grafíksafn Íslands | Arnór G. Bieltveldt –
sýning á málverkum og teikningum til 10.
júlí. Opið frá fimmtudegi til sunnudags frá
kl. 14–18.
Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til
1. ágúst.
Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn
Benediktsson „Fiskisagan flýgur“, ljós-
myndasýning til 31. ágúst.
Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce-
vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21. ágúst.
Hallgrímskirkja | Sumarsýning Listvina-
félags Hallgrímskirkju. Guðbjörg Lind Jóns-
dóttir sýnir myndverk í forkirkju og kór
Hallgrímskirkju. Til 14. ágúst.
Hallgrímskirkja | Þórólfur Antonsson og
Hrönn Vilhelmsóttir sýna ljósmyndir í Hall-
Pétursson sjá nánar www.or.is.
Við Fjöruborðið | Inga Hlöðvers. Ný og
eldri verk.
Þjóðminjasafn Íslands | Mynd á þili í Boga-
sal. Sýningin er afrakstur rannsókna Þóru
Kristjánsdóttur á listgripum Þjóðminja-
safnsins frá 16., 17. og 18. öld. Sýningin er
liður í Listahátíð í Reykjavík 2005.
Þjóðminjasafn Íslands | „Skuggaföll.“
Portrettmyndir Kristins Ingvarssonar.
Margir þekkja stakar ljósmyndir Kristins en
með því að safna úrvali af þeim saman birt-
ist ný og óvænt mynd.
Þjóðminjasafn Íslands | „Story of your
life“ – ljósmyndir Haraldar Jónssonar.
Leiklist
Skemmtihúsið | Ferðir Guðríðar, leikrit, í
Skemmtihúsinu á Laufásvegi 22 á fimmtu-
dagskvöldum kl. 20 og sunnudaga kl. 18 til
enda ágúst. Leikkona Caroline Dalton. Leik-
stjóri og höfundur Brynja Benediktsdóttir.
Flutt á ensku.
Listasýning
Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi,
Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sum-
ar frá kl. 10–17.
Vinnustofa Katrínar og Stefáns | Katrín
og Stefán verða með sýningu á batikverk-
um í vinnustofu sinni í Hlaðbæ 9, 110
Reykjavík. Opin daglega til og með 3. júlí
frá kl. 14–20.
Söfn
Árbæjarsafn | Útiminjasafn með fjöl-
breyttum sýningum, leiðsögumönnum í
búningum og dýrum í haga.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Á Borg-
arskjalasafni Reykjavíkur stendur yfir sýn-
ingin Through the Visitor’s Eyes, þar sem
fjallað er um þróun ferðaþjónustu í Reykja-
vík og hvernig ferðamenn upplifðu borgina.
Textar á íslensku og ensku. Sýningin er á 1.
hæð Grófarhúss, Tryggvagötu 15, og er op-
in alla daga. Aðgangur er ókeypis.
Bókasafn Kópavogs | Sýning á ljós-
myndum úr fórum Kópavogsbúa af börnum
í bænum í tilefni af 50 ára afmæli Kópa-
vogsbæjar.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Hljóð-
leiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning og
skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu.
Jagúarinn í hlaðinu. Opið frá kl. 9–17.
Lindasafn | Lindasafn er opið alla daga í
sumar. Mikið úrval af ferðahandbókum og
garðyrkjubókum. Safnið er opið mánudaga
frá kl. 11–19, þriðjudaga til fimmtudaga frá
kl. 13–19, föstudaga 13–17.
Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð-
húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir
uppstoppaðra fiska, bæði vel þekktar teg-
undir og furðufiska.
Smámunasafnið í Sólgarði | Eyjafjarð-
arsveit. Opið alla daga í sumar fram til 15.
september frá kl. 13–18.
Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð-
menningarhúsinu eru opnar alla daga frá
kl. 11 til 17. Helstu sýningar eru; Handritin,
Fyrirheitna landið og Þjóðminjasafnið –
svona var það.
Þjóðmenningarhúsið | Norrænt bókband
2005. Á sýningunni eru áttatíu og eitt verk
eftir jafnmarga bókbindara frá Norðurlönd-
unum. Sýningin fer um öll Norðurlöndin og
verður í Þjóðmenningarhúsinu til 22. ágúst.
Opið frá kl. 11–17.
Mannfagnaður
Skógræktarfélag Íslands | Skógrækt-
arfélag Rangæinga verður með skógardag
kl. 14–16 í Aldamótaskóginum á Gadd-
stöðum í tilefni 75 ára afmælis Skógrækt-
arfélags Íslands (innkeyrsla gegnt afleggj-
NUIT d’été er yfirskrift sumartónleika sem
fara fram í Fríkirkjunni í Reykjavík annað kvöld
kl. 20. Fram koma Heiða Árnadóttir, sópran,
Noa Frenkel, Contralto og Krista Vincent leikur
á píanó. Þær flytja tónlist eftir Monteverdi,
Handel, Berlioz, Britten og Offenbach.
Sumartónleikar í Fríkirkjunni
Tónleikarnir byrja klukkan 20 annað
kvöld í Fríkirkjunni í Reykjavík, Frí-
kirkjuvegi 5.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Sestu niður með fjölskyldumeðlimum í
dag til að ræða mikilvæg málefni og gera
langtímaáætlanir. Viðgerðir reynast
traustar og varanlegar.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið er ekki haldið neinni léttúð í dag.
Það vill ræða mikilvægar hugmyndir og
gera áætlanir langt fram í tímann.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Tvíburinn fer varlega í peningamálum
núna en ætti jafnvel að nota daginn til
þess að gera langtímafjárfestingar.
Hann sýnir enga fljótfærni núna.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Gagnrýni þín er skörp í dag og þú sérð
um leið veikleikana í röksemdafærslu
annarra. Þessa dagana áttu mjög gott
með að einbeita þér að smáatriðum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið er upptekið af einhverju sem ekki
mun takast, í stað þess að beina sjónum
sínum að því sem hægt er að gera. Ekki
láta neikvæðnina ná tangarhaldi á þér.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan er alvörugefin í dag. Hún vill að
aðrir séu ábyggilegir og traustsins verð-
ir. Hún er líka til í að hlusta á ráðlegg-
ingar þeirra sem eldri og reyndari eru.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Nú er ekki rétti tíminn til þess að láta
móðan mása við yfirmanninn. Haltu þig
við það sem er fyrirliggjandi. Einbeittu
þér að vanabundnum verkefnum.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdrekinn á auðvelt með að einbeita
sér að verkefnum sem krefjast mikillar
einbeitingar í dag. Samskipti hans við
aðra einkennast af raunsæi og skynsemi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn fær tækifæri til þess að
hnýta lausa enda varðandi erfðamál og
sameiginlegar eignir í dag. Honum finnst
ekkert leiðinlegt að sinna smáa letrinu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Steingeitin óttast að koma upp um sig í
samræðum við aðra í dag. Kannski á hún
bara að leggja spilin á borðið. Gakktu úr
skugga um að sannleikurinn komi í ljós.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Besta leiðin til þess að nýta daginn er að
snúa sér að verkefnum sem krefjast ein-
beitingar. Vatnsberinn hefur ekkert á
móti því núna. Allt sem þarfnast ná-
kvæmni í hugsun gengur að óskum.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þolinmæði þín við að ná tiltekinni færni
skilar þér árangri að lokum. Gakktu
fram með góðu fordæmi. Sýndu ungu
fólki hvað þolgæði og virðing fyrir skyld-
um kemur miklu til leiðar.
Stjörnuspá
Frances Drake
Krabbi
Afmælisbarn dagsins:
Hugrekki þitt gerir þér kleift að nálgast
verkefni þín af alefli. Þú ert oft eins og
klettur í hafinu fyrir aðra. Þú hefur gott
peningavit og ert full af krafti.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Listahátíð á Laugarvatni
17. júní – 3. júlí
Sunnudagur 26. júní:
Kl. 16 Hljómsveitin Litla
Hraun! sem er smærri útgáfa
hljómsveitarinnar Hrauns!
Leikin verður frumsamin tón-
list og tökulög úr ýmsum átt-
um. Í þessari smækkuðu út-
gáfu sveitarinnar eru Svavar
Kristinsson og Loftur S. Lofts-
son, auk gestaleikara. Ef veður
leyfir mun Litla-Hraun! leika á
pallinum fyrir utan Gufubaðið,
annars inni í fimleikahúsinu.
Gullkistan
grímskirkjuturni.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi | Auð-
ur Vésteinsdóttir.
Hrafnista Hafnarfirði | Rúna (Sigrún Guð-
jónsdóttir) sýnir í Menningarsalnum á
fyrstu hæð.
Hönnunarsafn Íslands | Circus Design í
Bergen. Til 4. sept.
Kaffi Sel | „Ástin og lífið“. Gréta Gísladóttir
sýnir á Kaffi Seli við golfvöllinn á Flúðum.
Sýningin stendur frá 12. júní til 3. júlí.
Kling og Bang gallerí | John Bock til 26.
júní.
Leonard | Mæja sýnir út júnímánuð. Sjá
nánar á www.maeja.is.
Listasafn ASÍ | Ólafur Árni Ólafsson, Libia
Pérez de Siles de Castro til 3. júlí.
Listasafn Einars Jónssonar | Opið er alla
daga nema mánudaga frá kl. 14–17.
Listasafnið á Akureyri | Matthew Barney,
Gabríela Friðriksdóttir til 26. júní.
Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21.
ágúst.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel
Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza-
dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir,
John Latham, Kristján Guðmundsson til 21.
ágúst.
Listasafn Reykjanesbæjar | Sænskt list-
gler á sumarsýningunni. Rúmlega 60 verk
eftir 50 helstu glerlistamenn Svía. Sýningin
kemur frá Hönnunarsafni Íslands.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter
Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur
Jónsson, Urs Fischer til 21. ágúst.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sumarsýning Listasafns Íslands.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum-
arsýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir
Sigurjón Ólafsson. Opið milli 14 og 17.
Norræna húsið | Andy Horner til 28. ágúst.
Norska húsið í Stykkishólmi | Ástþór Jó-
hannsson.
Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn til 24.
júlí.
Ráðhús Reykjavíkur | Anna Leós sýnir til
10. júlí.
Safn | Carsten Höller til 10. júlí.
Skaftfell | Anna Líndal til 26. júní.
Slunkaríki | Elín Hansdóttir, Hreinn Frið-
finnsson til 26. júní.
Suðsuðvestur | Sólveig Aðalsteinsdóttir
sýnir þrettán ljósmyndir og tvo skúlptúra.
Opið fimmtud. og föstud. frá 16–18 og um
helgar frá 14–17.
Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi