Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Stórglæsileg 97,2 fm íbúð á 6. hæð í 101 Skuggahverfi. Íbúðin er sérlega björt með meiri lofthæð en almennt gerist. Góð hljóð- einangrun er á milli íbúða, enda hefur verið leitast við að skapa íbúðir með kostum sérbýlis. Íbúðin er innréttuð með eikarinn- réttingum frá Borgum. Íbúðin skiptist í rúmgóða stofu, tvö herbergi, eldhús, þvottahús og baðherbergi. Fallegt útsýni er úr íbúðinni. Staðsetning 101 Skugga- hverfis er frábær með fallegri tengingu við sjávarsíðuna annars vegar og miðbæ Reykjavíkur hins vegar. Verð 32,9 milljónir. Nánari upplýsingar gefur Brynjar Harðarson, sími 840 4040. LINDARGATA 33 101 SKUGGAHVERFI LÆKJASMÁRI - KÓP. LAUS Höfum fengið í einkasölu mjög fallega 87,5 fermetra endaíbúð á annarri hæð, ásamt stæði í bílageymslu, vel staðsetta í Smárahverfi í Kópavogi. Eignin er með sérinngang. Fallegar innréttingar og gólfefni eru parket og dúkur. Góðar suður- svalir. Stutt í alla þjónustu. Verð 20,3 millj. HJALLABREKKA - KÓP. NEÐRI HÆÐ Hraunhamar hefur fengið í einkasölu mjög fallega 80,3 fermetra neðri hæð í tvíbýli með sérinngangi vel staðsett við Hjallabrekku í Kópavogi. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, baðherbergi, gott herbergi, stofu, vinnukrók, geymslu og þvottahús. Íbúðin er í mjög góðu ástandi. Fallegur garður með skjólgóðum palli og sér upphituðu bílaplani. Falleg eign sem vert er að skoða. Verð 16,5 millj. Neshagi 13 - 3ja herbergja OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 15.00-17.00 Ólafur B. Finnbogason, sölumaðu Vorum að fá í sölu fallega og mikið endurnýjaða 3ja herbergja 80 fm íbúð á jarðhæð/kjallara í nálægð við Háskólann. Eignin skiptist í hol, sem leiðir þig í allar vistverur íbúðarinnar. Baðherberbergi með baðkari. Barnaherbergi með skáp. Stofan er rúmgóð með gluggum á tvo vegu. Hjónaherbergi er einnig rúmgott. Eldhús með uppgerðri eldri innréttingu. Parket og flísar á gólfum. Góð eign á góðum stað. Inngangur er á vesturhlið húsins. Ólafur Finnbogason, sölumaður DP FASTEIGNA, s. 822 2307, tekur á móti gestum ásamt Pétri eiganda á milli kl. 15.00-17.00 í dag, sunnudag. SÍMI 5 900 800 Ólafur B. Blöndal löggiltur fasteignasali Opið hús í dag frá kl. 14-16 STRANDASEL 4 - 2. HÆÐ Sýnum í dag þessa fallegu 82,7 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í þriggja hæða fjölbýli í Seljahverfinu. Íbúðin skiptist í anddyri, eldhús með hvítri innréttingu, tvö herbergi með skápum, baðherbergi með innréttingu og rúmgóða stofu með útg. á suðursvalir. Stutt í skóla og aðra þjónustu. V. 16,6 m. Arnar og Tanja taka á móti þér og þínum í dag frá kl. 14-16. Fáðu úrslitin send í símann þinn SEX mánuðir eru liðnir síðan flóðbylgjan mikla flæddi yfir heim- ili, þorp og bæi við Indlandshaf og eirði hvorki mæðrum, feðrum né börnum, gerði að engu vonir og væntingar og lagði heilu samfélögin í eyði. Meiri samhjálp og örlæti en nokkurn tím- ann hefur áður þekkst, tryggði öllum sem af komust bráðabirgða- skjól og forðaði þeim frá hungurdauða og plágum. Von okkar er að við fáum að sjá slíka alheimssamstöðu í meira mæli til handa öllum sem þjást víðs- vegar um heiminn af völdum síður þekktra hörmunga. Nú þegar björgunarstörf og end- uruppbygging eru vel á veg komin eftir flóðbylgjuna viljum við fylgjast með fólkinu flytja inn í nýju heim- ilin sín, samfélög endurheimta af- komu sína og börn ganga í end- urbyggðu skólana sína. Við vitum að fjölmargir heilbrigðisstarfsmenn, kennarar og opinberir embættis- menn eru látnir, sérstaklega í Aceh- héraði, en með þeim sjóðum sem hafa safnast og hefur verið lofað ættu samfélög á flóðasvæðum að rísa smám saman úr rústunum. Við verðum þó að varast að láta óþreyju okkar eftir því að sjá söfn- unarfénu varið hafa slæm áhrif á hjálparstarfið. Á sama hátt og stjórnvöld, styrkveitendur og hjálp- arstofnanir hafa enga afsökun fyrir að draga lappirnar, er heldur engin afsökun fyrir því að sættast á ófull- nægjandi málamiðlanir til að hespa starfinu af á sem stystum tíma. Samtök sem keppast við að eyða fé úr hjálparsjóðum sínum sem fyrst, án nauðsynlegrar skipulagningar og án þess að hafa gott samstarf við staðarmenn, auka hættuna á ótíma- bærri, ónógri hjálp, til dæmis á því að byggð séu hús sem enginn kærir sig um að búa í. Hvaða sjónarmið á þá að hafa að leið- arljósi? Í fyrsta lagi höfum við lofað að „endurbyggja betur“. Borgir í Aceh voru byggðar þannig að þegar fólk reyndi að flýja undan flóðbylgj- unni var það stundum króað af í húsasundum. Nátt- úrulegum fenjaviðarskógum sem veittu vernd gegn veðrum og sjó- gangi hafði verið rutt af strand- lengjunum. Hús hrundu ofan á íbúa sína þegar jarðskjálftar riðu yfir. Uppbyggingin verður að vera á þann veg að fólk sé öruggara en áð- ur. Til að það megi takast þarf mikla og góða skipulagningu og stundum þarf að notast við nýjar og frumlegar aðferðir. Það sem á vel við í Tyrklandi eða Íran gagnast kannski ekki í Indónesíu eða á Sri Lanka – við þurfum að klæðskerasníða lausnir okkar að sérþörfum hvers sam- félags. Ef við trúum því að gróð- ursetning fenjaviðar sé árangursrík á svæðum sem flóðbylgjur geta skollið á verðum við að finna leið til að gera slíkar framkvæmdir efna- hagslega aðlaðandi. Allar slíkar endurreisnarhugmyndir er affara- sælast að þróa þar sem slíkar flóð- bylgjur hafa gengið yfir – á staðn- um – og í nánu samráði við íbúa þar. Í öðru lagi verða sveitarstjórnir og önnur stjórnvöld að bera ábyrgðina. Þau verða að sjá um skráningu á byggingarlóðum og ræktarlandi þar sem skjöl hafa glatast og þar sem eignarréttur var jafnvel ekki alveg ljós fyrir flóð- bylgjuna. Heimilislausar fjölskyldur verða að fá að taka þátt í að hanna og byggja heimili sín þannig að þau fullnægi kröfum fólksins og séu í samræmi við menningu þeirra. Þau ættu að vera aðgengileg fyrir fatl- aða og konur þurfa að taka foryst- una í þessum ákvörðunum. End- urreisn atvinnuvega leiðir ekki endilega til þess að allir muni róa til fiskjar. Sumir munu vilja snúa sér að öðru. Sumir munu vilja flytja burt. Allt þýðir þetta að það þarf að finna leiðir til að skapa aðstæður fyrir geysimikla samvinnu við sam- félög sem hafa orðið fyrir skaða. Fyrir það fólk sem um ræðir er þátttaka í enduruppbyggingunni besta lækningin við hjartasorg og sálrænum kvölum. Í þriðja lagi þarf að endurreisa heilu byggðarlögin. Þetta þýðir stöðugar byggingarframkvæmdir á heimilum, vegum, skólum og heilsu- gæslustöðvum, nægt framboð af vatni og hreinlætisaðstöðu, ásamt annarri nauðsynlegri þjónustu. Þá komum við aftur að því að þetta krefst framsýnnar grunnskipulagn- ingar á staðnum. Af okkar, utan- aðkomandi, hálfu krefst þetta hvatningar, efnislegs og fjárhags- legs stuðnings og ráðgjafar, en einnig tíma og rúms til að leyfa fé- lagslegri þróun að hafa eðlilegan framgang. Að lokum er það gríðarleg áskor- un að breytast úr snauðu samfélagi í samfélag sem skyndilega hefur úr svo miklum sjóðum að spila. Þá kemur einnig í ljós skortur á sér- fræðingum og aðföngum. Viss hætta er á að verðlag rjúki upp úr öllu valdi og að fólk verði háð hjálp- arstarfinu. Hugsanlega verða regn- skógar felldir. Ef við lítum fram hjá þessum áhættuþáttum munum við valda samfélögum sem hafa mátt þola nógar þjáningar, auknum skaða. Um leið og við minnumst allra þeirra sem létust fyrir sex mán- uðum, sýnum við besta samstöðu með öllum þeim sem komust af með því að leyfa þeim að vera við stjórn- völinn í endurreisninni. Starfið á að snúast um þarfir þeirra, ekki okkar. Þeir sem eftir lifa þurfa að taka þátt í uppbyggingunni Johan Schaar skrifar í tilefni þess að hálft ár er liðið frá hamfaraflóðunum í Asíu ’… það gríðarleg áskorun að breytast úr snauðu samfélagi í sam- félag sem skyndilega hefur úr svo miklum sjóðum að spila.‘ Johan Schaar Höfundur er yfirmaður hjálpar- starfs Alþjóða Rauða krossins á flóðasvæðum. Sturla Kristjánsson: Bráðger börn í búrum eða á afgirtu svæði munu naumast sýna getu sína í verki; þeim er það fyrirmunað og þau munu trúlega aldrei ná þeim greindarþroska sem líffræðileg hönnun þeirra gaf fyrirheit um. Kristján Guðmundsson: Því miður eru umræddar reglur nr. 122/2004 sundurtættar af óskýru orðalagi og í sumum tilvikum óskiljanlegar. Sigurjón Bjarnason gerir grein fyrir og metur stöðu og áhrif þeirra opinberu stofnana, sem heyra undir samkeppnislög, hvern vanda þær eiga við að glíma og leitar lausna á honum. Þorsteinn H. Gunnarsson: Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka um- ræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leiðarljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi. Dr. Sigríður Halldórsdóttir: Skerum upp herör gegn heimilis- ofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel. Svava Björnsdóttir: Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings. Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræðis- þróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ Pétur Steinn Guðmundsson: „Þær hömlur sem settar eru á bílaleigur eru ekki í neinu sam- ræmi við áður gefnar yfirlýsingar framkvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bíla- leigurnar.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar ❖ Opið virka daga 10-18 ❖ Laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12 Kópavogi s. 554 4433 Föt fyrir allar konur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.