Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 51
aranum að Gunnarsholti). Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og kaffiveitingar. Fréttir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Skrif- stofan er opin: Mánudaga 10–13, þriðjudaga 13–16 og fimmtudaga frá 10–13. http:// www.al-anon.is. Fundir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Nýliða- fundir í Reykjavík. Mánudagur, Kirkja Óháða safn. kl. 20. Þriðjudagur, karlafundur Seljavegi 2 kl. 18.30. Árbæjarkirkja kl. 20. Miðvikudagur, Seljavegur 2 kl. 20. Tjarn- argötu 20 kl. 20. Neskirkja kl. 20. Fimmtu- dagur, Áskirkja kl. 20. (Mælt er með ca 6 fundum í röð.) Kynning Al-Anon | Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon er félagsskapur fólks sem hefur orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. Al- Anon hefur aðeins einn tilgang: Að hjálpa fjölskyldum og vinum alkóhólista. Nánar á: www.al-anon.is. Málþing Hóladómkirkja | Kaþólskur dagur á Hólum í dag. Málþing um Guðmund góða Arason, Hólabiskup 1203–1237, hefst kl. 14. Dr. Stef- án Karlsson, fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, flytur erindi. Haukur Guð- laugsson leikur orgelverk. Námskeið Árbæjarsafn | Örnámskeið í flugdrekagerð, tálgun, þæfingu, glímu og kveðskap. Nám- skeiðin eru ætluð börnum í fylgd með full- orðnum og eru kl. 13–16. Flugdrekagerð: 1.7. Tálgun: 29.6, 5.7, 13.7. Glíma: 30.6., 9.7., 14.7. Þæfing: 28.6., 6.7. Kveðskapur: 23.7. Verð 1.000–2.500 á mann. Upplýsingar og skráning í síma 411 6320. Íþróttir ICC | Þriðja mótið af tíu í nýrri Bikarsyrpu Eddu útgáfu og Taflfélagsins Hellis verður í dag kl. 20. Verðlaun eru í boði Eddu útgáfu. Nánari upplýsingar á Hellir.com. Útivist Garðyrkjufélag Íslands | Garðyrkjufélag Ís- lands býður upp á garðagöngur í sumar. Fyrstu göngurnar eru 29. júní kl. 20. Á Ak- ureyri er mæting við Minjasafnsgarðinn. Leiðsögn: Helgi Þórsson og Björgvin Stein- dórsson. Í Kópavogi er mæting við Kópa- vogskirkju. Leiðsögn: Ingibjörg Steingríms- dóttir. Á Ísafirði er mæting við bílastæðið við sjúkrahúsið. Leiðsögn: Samson Bjarni Harðarson. Markaður Lónkot | Markaður verður í Lónkoti í Skagafirði í dag kl. 13–17. Sölufólk getur pantað borð hjá Ferðaþjónustunni Lónkoti. Sími 453 7432. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 51 MENNING Kletthálsi 13 // s. 5876644 // www.gisli.is Sterku norsku Steady bátarnir sameina kosti hefðbundinna slöngubáta og plastbáta.Verð frá 99.000kr. Styrkurinn ogaflið Þekktustu utanborðsmótorar heims á verði á við það sem ódýrast þekkist. Traust viðgerðar- og varahlutaþjónusta.Verð frá 79.000kr. Johnson-Evinrude Steady Í GARÐABÆ er lítill bárujárns- klæddur burstabær, Krókur á Garðaholti, sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Í Króki eru varðveitt gömul húsgögn og munir sem voru í eigu hjónanna Þor- bjargar Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar. „Þorbjörg flutti í Krók vorið 1934 og bjó í Króki til ársins 1985. Afkomendur Þor- bjargar og Vilmundar í Króki gáfu Garðabæ bæjarhúsin í Króki ásamt útihúsum og innbúi árið 1998. Und- anfarin sumur hefur Krókur verið opinn almenningi til sýnis og á vet- urna hafa listamenn fengið þar vinnuaðstöðu. Ungir sem aldnir hafa heimsótt Krók og bærinn er gott dæmi um húsakost og lifn- aðarhætti alþýðufólks á þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar,“ segir í fréttatilkynningu. Krókur á Garðaholti Krókur er opinn á hverjum sunnu- degi í sumar frá kl. 13-17 og að- gangur er ókeypis. Krókur er stað- settur á Garðaholti í Garðabæ, á ská gegnt samkomuhúsinu í ná- grenni Garðakirkju. MYNDLISTARSÝNING Önnu Leós í Ráðhúsi Reykjavíkur stendur nú yfir. Þessi sjötta sýning Önnu er tileinkuð verndun íslenskrar nátt- úru. Sýningin stendur til 10. júlí. Opið er í Ráðhúsinu alla virka daga klukkan 8–19 og um helgar kl. 12–18. Anna Leós sýnir í Ráðhúsinu Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is SPÆNSKI tenór- söngvarinn Placido Domingo kom fram á blaðamannafundi í Róm á föstudag. Til- efnið var það að hann snýr senn aftur til hins fræga Terme di Cara- calla, sem eru minjar eftir almenningsbaðhús Rómar til forna, í fyrsta sinn í 15 ár, eða síðan hann kom fram sem hluti af Ten- órunum þremur ásamt Jose Carreras og Luciano Pavarotti þeg- ar Heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu fór fram á Ítalíu árið 1990. Domingo mun að þessu sinni leikstýra þar óperunni Aídu eftir Giuseppe Verdi sem frumsýnd verður 23. júlí og sýnd til 4. ágúst. Á blaðamannafund- inum sagði Domingo vel hugsanlegt að Ten- órarnir þrír eigi eftir að syngja saman aftur. „Það er erfitt fyrir okkur að finna tíma til að koma allir saman … En þegar það hefur borið á góma hefur það ætíð verið tengt knatt- spyrnu – 2006 hefur verið nefnt til sög- unnar, þannig að við sjáum til,“ sagði Dom- ingo og vísaði þar til Heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári. Fyrir 15 árum sungu Tenórarnir þrír aríur á borð við „O, Sole Mio“ og „Nessum Dorma“ á tónleikum sem haldnir voru í tengslum við HM á Ítalíu og var sjónvarpað til milljóna manna um heim allan. Útsendingin jók til muna almennan áhuga á óperutónlist og sala á plötum sem höfðu að geyma upptökur á verkum sem þeir fluttu á tónleikunum sló öll fyrri sölumet á klassískri tónlist. Uppfærsla Domingos á Aídu markar enduropnun á Terme di Caracalla fyrir óperuflutning en þessi 7 þúsund manna tónleika- staður hefur verið lokaður í meira en áratug vegna óttans við að stórir tónleikar kynnu að skaða þessar merku fornminjar. Nýverið gaf for- stöðumaður fornminja í Róm grænt ljós á að hægt yrði að setja upp óperusýningar á nýjan leik í Terme di Caracalla. Tónlist | Domingo leikstýrir Aídu í Róm Mögulegt að Tenórarnir þrír syngi á HM 2006 Placido Domingo GRUPPO Atlantico mun halda tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sunnudaginn 26. júní. Gruppo Atlantico var stofnað sumarið 2003 og hefur spilað á hverju sumri síðan. Meðlimir hópsins eru Sig- urlaug Eðvaldsdóttir og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikarar, Guðrún Þórarinsdóttir víólu- leikari og Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari. Á þessum tónleikum fá þau sér til full- tingis þá Sigurgeir Agnarsson selló, Rúnar Óskarsson klarin- ett, Darren Stonham fagott og Emil Friðfinnsson horn. Á efn- isskránni er eitt verk, oktett D 803 fyrir blásara og strengi eft- ir Franz Schubert. Í kynningu segir um verkið: „Þetta vinsæla kammerverk samdi Schubert árið 1824 og er óhætt að segja að þar er kammertónlist eins og hún gerist best enda er okt- ettinn vinsæll á efnisskrá hinna ýmsu kammerhópa. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Gruppo Atlantico EM á Tenerife. Norður ♠8 ♥D8 ♦ÁK754 ♣ÁK1094 Suður ♠63 ♥ÁKG62 ♦10986 ♣G5 Suður spilar sex hjörtu. Austur hefur sagt spaða og vestur tekið undir. Útspilið er spaði upp á ás og austur kemur með tromp til baka. Hver er besta áætlunin? Þessa dagana stendur yfir mikil bridshátíð á Tenerife, sem spiluð er undir formerkjum Evrópu, þótt hátíðin sé reyndar opin öllum þjóðum. Spilið að ofan er frá fyrsta mótinu, parasveitakeppni, sem norsk/ensk sveit vann (Espen Erichsen, Helen Erichsen, Boye Brogeland, Tonje Brogeland, Tor Helness og Gunn Helness). Sex hjörtu var furðu algengur samningur, þrátt fyrir 5-2 sam- legu. Frakkinn Paul Chemla spil- aði beint af augum, tók trompin og svínaði fyrir laufdrottningu. Það reyndist ekki vel: Norður ♠8 ♥D8 ♦ÁK754 ♣ÁK1094 Vestur Austur ♠KG74 ♠ÁD10952 ♥10753 ♥94 ♦G3 ♦D2 ♣632 ♣D87 Suður ♠63 ♥ÁKG62 ♦10986 ♣G5 Ítalinn Guido Ferraro valdi betri leið. Eftir spaða út og hjarta til baka, tók Ferraro á hjarta- drottningu og lagði niður tígulás til að leita eftir stöku mannspili í austur (og lét auðvitað háan tígul heima). Þegar ekkert markvert gerðist í tígli, tók Ferraro ÁK í laufi í þeirri von að fella drottn- ingu aðra. Ekki kom hún, en tígullinn var 2-2 og það dugði til vinnings. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.