Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 51

Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 51
aranum að Gunnarsholti). Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá og kaffiveitingar. Fréttir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Skrif- stofan er opin: Mánudaga 10–13, þriðjudaga 13–16 og fimmtudaga frá 10–13. http:// www.al-anon.is. Fundir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Nýliða- fundir í Reykjavík. Mánudagur, Kirkja Óháða safn. kl. 20. Þriðjudagur, karlafundur Seljavegi 2 kl. 18.30. Árbæjarkirkja kl. 20. Miðvikudagur, Seljavegur 2 kl. 20. Tjarn- argötu 20 kl. 20. Neskirkja kl. 20. Fimmtu- dagur, Áskirkja kl. 20. (Mælt er með ca 6 fundum í röð.) Kynning Al-Anon | Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon er félagsskapur fólks sem hefur orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vinar. Al- Anon hefur aðeins einn tilgang: Að hjálpa fjölskyldum og vinum alkóhólista. Nánar á: www.al-anon.is. Málþing Hóladómkirkja | Kaþólskur dagur á Hólum í dag. Málþing um Guðmund góða Arason, Hólabiskup 1203–1237, hefst kl. 14. Dr. Stef- án Karlsson, fyrrverandi forstöðumaður Árnastofnunar, flytur erindi. Haukur Guð- laugsson leikur orgelverk. Námskeið Árbæjarsafn | Örnámskeið í flugdrekagerð, tálgun, þæfingu, glímu og kveðskap. Nám- skeiðin eru ætluð börnum í fylgd með full- orðnum og eru kl. 13–16. Flugdrekagerð: 1.7. Tálgun: 29.6, 5.7, 13.7. Glíma: 30.6., 9.7., 14.7. Þæfing: 28.6., 6.7. Kveðskapur: 23.7. Verð 1.000–2.500 á mann. Upplýsingar og skráning í síma 411 6320. Íþróttir ICC | Þriðja mótið af tíu í nýrri Bikarsyrpu Eddu útgáfu og Taflfélagsins Hellis verður í dag kl. 20. Verðlaun eru í boði Eddu útgáfu. Nánari upplýsingar á Hellir.com. Útivist Garðyrkjufélag Íslands | Garðyrkjufélag Ís- lands býður upp á garðagöngur í sumar. Fyrstu göngurnar eru 29. júní kl. 20. Á Ak- ureyri er mæting við Minjasafnsgarðinn. Leiðsögn: Helgi Þórsson og Björgvin Stein- dórsson. Í Kópavogi er mæting við Kópa- vogskirkju. Leiðsögn: Ingibjörg Steingríms- dóttir. Á Ísafirði er mæting við bílastæðið við sjúkrahúsið. Leiðsögn: Samson Bjarni Harðarson. Markaður Lónkot | Markaður verður í Lónkoti í Skagafirði í dag kl. 13–17. Sölufólk getur pantað borð hjá Ferðaþjónustunni Lónkoti. Sími 453 7432. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 51 MENNING Kletthálsi 13 // s. 5876644 // www.gisli.is Sterku norsku Steady bátarnir sameina kosti hefðbundinna slöngubáta og plastbáta.Verð frá 99.000kr. Styrkurinn ogaflið Þekktustu utanborðsmótorar heims á verði á við það sem ódýrast þekkist. Traust viðgerðar- og varahlutaþjónusta.Verð frá 79.000kr. Johnson-Evinrude Steady Í GARÐABÆ er lítill bárujárns- klæddur burstabær, Krókur á Garðaholti, sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Í Króki eru varðveitt gömul húsgögn og munir sem voru í eigu hjónanna Þor- bjargar Stefaníu Guðjónsdóttur og Vilmundar Gíslasonar. „Þorbjörg flutti í Krók vorið 1934 og bjó í Króki til ársins 1985. Afkomendur Þor- bjargar og Vilmundar í Króki gáfu Garðabæ bæjarhúsin í Króki ásamt útihúsum og innbúi árið 1998. Und- anfarin sumur hefur Krókur verið opinn almenningi til sýnis og á vet- urna hafa listamenn fengið þar vinnuaðstöðu. Ungir sem aldnir hafa heimsótt Krók og bærinn er gott dæmi um húsakost og lifn- aðarhætti alþýðufólks á þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar,“ segir í fréttatilkynningu. Krókur á Garðaholti Krókur er opinn á hverjum sunnu- degi í sumar frá kl. 13-17 og að- gangur er ókeypis. Krókur er stað- settur á Garðaholti í Garðabæ, á ská gegnt samkomuhúsinu í ná- grenni Garðakirkju. MYNDLISTARSÝNING Önnu Leós í Ráðhúsi Reykjavíkur stendur nú yfir. Þessi sjötta sýning Önnu er tileinkuð verndun íslenskrar nátt- úru. Sýningin stendur til 10. júlí. Opið er í Ráðhúsinu alla virka daga klukkan 8–19 og um helgar kl. 12–18. Anna Leós sýnir í Ráðhúsinu Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is SPÆNSKI tenór- söngvarinn Placido Domingo kom fram á blaðamannafundi í Róm á föstudag. Til- efnið var það að hann snýr senn aftur til hins fræga Terme di Cara- calla, sem eru minjar eftir almenningsbaðhús Rómar til forna, í fyrsta sinn í 15 ár, eða síðan hann kom fram sem hluti af Ten- órunum þremur ásamt Jose Carreras og Luciano Pavarotti þeg- ar Heimsmeist- arakeppnin í knattspyrnu fór fram á Ítalíu árið 1990. Domingo mun að þessu sinni leikstýra þar óperunni Aídu eftir Giuseppe Verdi sem frumsýnd verður 23. júlí og sýnd til 4. ágúst. Á blaðamannafund- inum sagði Domingo vel hugsanlegt að Ten- órarnir þrír eigi eftir að syngja saman aftur. „Það er erfitt fyrir okkur að finna tíma til að koma allir saman … En þegar það hefur borið á góma hefur það ætíð verið tengt knatt- spyrnu – 2006 hefur verið nefnt til sög- unnar, þannig að við sjáum til,“ sagði Dom- ingo og vísaði þar til Heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu sem fer fram í Þýskalandi á næsta ári. Fyrir 15 árum sungu Tenórarnir þrír aríur á borð við „O, Sole Mio“ og „Nessum Dorma“ á tónleikum sem haldnir voru í tengslum við HM á Ítalíu og var sjónvarpað til milljóna manna um heim allan. Útsendingin jók til muna almennan áhuga á óperutónlist og sala á plötum sem höfðu að geyma upptökur á verkum sem þeir fluttu á tónleikunum sló öll fyrri sölumet á klassískri tónlist. Uppfærsla Domingos á Aídu markar enduropnun á Terme di Caracalla fyrir óperuflutning en þessi 7 þúsund manna tónleika- staður hefur verið lokaður í meira en áratug vegna óttans við að stórir tónleikar kynnu að skaða þessar merku fornminjar. Nýverið gaf for- stöðumaður fornminja í Róm grænt ljós á að hægt yrði að setja upp óperusýningar á nýjan leik í Terme di Caracalla. Tónlist | Domingo leikstýrir Aídu í Róm Mögulegt að Tenórarnir þrír syngi á HM 2006 Placido Domingo GRUPPO Atlantico mun halda tónleika í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar sunnudaginn 26. júní. Gruppo Atlantico var stofnað sumarið 2003 og hefur spilað á hverju sumri síðan. Meðlimir hópsins eru Sig- urlaug Eðvaldsdóttir og Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikarar, Guðrún Þórarinsdóttir víólu- leikari og Þórir Jóhannsson kontrabassaleikari. Á þessum tónleikum fá þau sér til full- tingis þá Sigurgeir Agnarsson selló, Rúnar Óskarsson klarin- ett, Darren Stonham fagott og Emil Friðfinnsson horn. Á efn- isskránni er eitt verk, oktett D 803 fyrir blásara og strengi eft- ir Franz Schubert. Í kynningu segir um verkið: „Þetta vinsæla kammerverk samdi Schubert árið 1824 og er óhætt að segja að þar er kammertónlist eins og hún gerist best enda er okt- ettinn vinsæll á efnisskrá hinna ýmsu kammerhópa. Tónleikarnir hefjast kl. 17. Gruppo Atlantico EM á Tenerife. Norður ♠8 ♥D8 ♦ÁK754 ♣ÁK1094 Suður ♠63 ♥ÁKG62 ♦10986 ♣G5 Suður spilar sex hjörtu. Austur hefur sagt spaða og vestur tekið undir. Útspilið er spaði upp á ás og austur kemur með tromp til baka. Hver er besta áætlunin? Þessa dagana stendur yfir mikil bridshátíð á Tenerife, sem spiluð er undir formerkjum Evrópu, þótt hátíðin sé reyndar opin öllum þjóðum. Spilið að ofan er frá fyrsta mótinu, parasveitakeppni, sem norsk/ensk sveit vann (Espen Erichsen, Helen Erichsen, Boye Brogeland, Tonje Brogeland, Tor Helness og Gunn Helness). Sex hjörtu var furðu algengur samningur, þrátt fyrir 5-2 sam- legu. Frakkinn Paul Chemla spil- aði beint af augum, tók trompin og svínaði fyrir laufdrottningu. Það reyndist ekki vel: Norður ♠8 ♥D8 ♦ÁK754 ♣ÁK1094 Vestur Austur ♠KG74 ♠ÁD10952 ♥10753 ♥94 ♦G3 ♦D2 ♣632 ♣D87 Suður ♠63 ♥ÁKG62 ♦10986 ♣G5 Ítalinn Guido Ferraro valdi betri leið. Eftir spaða út og hjarta til baka, tók Ferraro á hjarta- drottningu og lagði niður tígulás til að leita eftir stöku mannspili í austur (og lét auðvitað háan tígul heima). Þegar ekkert markvert gerðist í tígli, tók Ferraro ÁK í laufi í þeirri von að fella drottn- ingu aðra. Ekki kom hún, en tígullinn var 2-2 og það dugði til vinnings. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.