Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 35
UMRÆÐAN
Opið mán.-fim. frá kl. 9–18 og fös. frá kl. 9–17
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali
Mjög fallegt og vel staðsett einbýlishús á
tveimur hæðum með stórum innbyggð-
um bílskúr. Húsið er um 264 fm og í því
eru m.a. fjögur stór svefnherbergi, tvö
góð baðherbergi og 40 fm hobbyher-
bergi, arinn í stofu o.fl. Mjög fallegar
innréttingar. Húsið stendur innst í lítilli
botnlangagötu og þaðan er mikið útsýni.
V. 51,5 m. 6889
FJALLALIND - KÓPAVOGI
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
Fimm herbergja falleg efri hæð sem er
121,7 fm á góðum stað við Rauðalæk.
Íbúðin er í góðu ásigkomulagi og öll
mjög björt og rúmgóð. Stórar svalir. Bíl-
skúrsréttur og góð bílastæði á lóðinni.
V. 26,8 m. 6841
RAUÐALÆKUR - EFRI HÆÐ
Mjög falleg tveggja herbergja íbúð á 3ju
hæð (efstu) í fjölbýlishúsi eldri borgara.
Íbúðin er ný máluð og hefur góðar svalir
og mikið útsýni. Í húsinu er mikil þjón-
ustustarfsemi. V. 19,5 m. 6873
HJALLABRAUT - ELDRI BORGARAR
Vel staðsettur 40 fm bústaður með stórri
verönd á eins hektara eignarlandi í
Lækjahvammslandi rétt við Laugarvatn.
Bústaðurinn er vel byggður og hefur
fengið gott viðhald. Lóð er með fallegum
gróðri. V. 9,5 m. 6887
SUMARBÚSTAÐUR VIÐ LAUGARVATN
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Tígulsteinn - Mos. Vel staðsett
131 fm einbýlishús á einni hæð auk 50
fm bílskúrs. Húsið stendur í útjaðri
byggðar í Mosfellsbæ og er í dag nánast
tilbúið undir innréttingar. Forstofa, hol,
stórt rými þar sem gert er ráð fyrir eld-
húsi og borðstofu, þvottaherb., þrjú her-
bergi, samliggjandi stofur og baðher-
bergi. Búið er að endurnýja þak, gler og
glugga og allar útihurðir. Einnig hefur
húsið verið einangrað upp á nýtt. Selst í
núverandi ástandi. Verð 28,0 millj.
Nónhæð - Gbæ. 4ra herb.
útsýnisíbúð. Mjög vönduð og falleg
102 fm 4ra herb. endaíbúð með frábæru
útsýni og rúmgóðum suðursvölum. Sam-
liggjandi bjartar stofur, sjónvarpshol, tvö
herb., flísalagt baðherb. með góðum inn-
réttingum og eldhús með góðri innrétt-
ingu, hvítri og kirsuberjaviðar. Parket á
gólfum. Sameign nýlega endurnýjuð og
hús nýlega málað að utan. Sér-geymsla í
kjallara. Verð 25,8 millj.
Reynimelur - 3ja-4ra herb.
Mjög falleg 87 fm 3ja-4ra herb. íbúð í
fallegu skeljasandshúsi. Íbúðin er mikið
endurnýjuð á vandaðan og smekklegan
hátt af arkitekt og skiptist í hol, stofu
með suðurgluggum, borðstofu/eldhús
með vönduðum innréttingum og tækjum,
tvö herbergi og flísalagt baðherbergi.
Gegnheilt eikarparket á gólfum. Vestur-
svalir. Sérgeymsla í kjallara. Gróinn
garður. Verð 22,9 millj.
Laugateigur - 3ja herb. Björt
og þó nokkuð endurnýjuð 78 fm íbúð
auk sérgeymslu í kjallara. Íbúðin skiptist
m.a. í parketlagt hol, rúmgóða stofu, eld-
hús með hvítum sprautulökkuðum inn-
réttingum og góðri borðaðstöðu, tvö
herbergi. og flísalagt baðherbergi. Gróin
lóð. Verð 16,7 millj.
Lækjasmári - Kóp. 3ja herb.
endaíbúð. Falleg og vel skipulögð
82 fm endaíbúð með sérinngangi og
gluggum í þrjár áttir á 3. hæð í litlu ál-
kæddu fjölbýli. Íbúðin skiptist í forstofu,
2 herb., þvottaherb., rúmgott eldhús,
stofu m. svölum til suðurs og baðherb.
Sérstæði í bílageymslu og sérgeymsla í
kjallara. Laus fljótl. Verð 19,9 millj.
Njálsgata - 3ja herb. Mjög falleg
og mikið endurnýjuð 83 fm íbúð í mið-
bænum. Íbúðin skiptist í gang, eldhús
með HTH innréttingu og góðri borðað-
stöðu, rúmgóða stofu með rósettum í
loftum, borðstofu, eitt herb. og baðherb.
sem er allt endurnýjað. Eikarparket og
flísar á gólfum. Hvítlakkaðar upprunaleg-
ar hurðar. Verð 19,5 millj.
Granaskjól.
196 fm einbýlishús sem er kjallari,
hæð og ris auk 40 fm bílskúrs. Á
hæðinni eru forstofa, eldhús með búri
innaf, hol, samliggjandi stofur, 1
herb. og baðherbergi. Í risi eru 3
herb. og baðherb. og í kjallara er sér
2ja herb. íbúð auk þvottaherb. og
geymslna. Suðursvalir út af einu
herb. í risi. Gróðurhús á lóð. Gryfja í
bílskúr. Nánari uppl. á skrifstofu.
Suðurgata.
Glæsileg 109 fm íbúð á jarðhæð með
sérinngangi í virðulegu uppgerðu
steinhúsi í miðborginni. Eignin er
nánast öll endurbætt hið innra sem
ytra. Íbúðin skiptist í forstofu, hol,
þrjár parketlagðar stofur, eldhús með
nýlegri innréttingu, 1 herbergi auk
fataherbergis með góðum skápum,
geymslu og baðherbergi sem er flísa-
lagt í hólf og gólf. Verð 27,0 millj.
Heiðvangur - Hafnarfirði.
Glæsilegt og afar vel staðsett u.þ.b.
407 fm einbýlishús á tveimur hæðum
með tveimur aukaíbúðum í kj. og
tvöf. bílskúr. Eignin skipist m.a. í stór-
ar saml. stofur með útgangi á verönd
til suðurs með góðu útsýni, rúmgott
eldhús með furuinnréttingum og
góðri borðaðstöðu, 4-5 herbergi auk
fataherbergis og tvö endurnýjuð flísa-
lögð baðherbergi. Auk þess tvær sér-
íbúðir 2ja og 3ja herb. í kjallara.
Falleg ræktuð lóð með miklum veröndum og heitum potti. Húsið stendur á
fallegum stað við opið svæði í lokuðum botnlanga. Verð 65,0 millj.
FYRIR sextíu árum sóttu leið-
togar alls staðar að úr heiminum
ráðstefnu í San Francisco í skugga
hræðilegrar styrjaldar. Þar und-
irrituðu þeir skjal sem þeir von-
uðust til að myndi
gera síðari hluta
tuttugustu aldar gjör-
ólíkan þeim fyrri.
Þetta skjal var
stofnsáttmáli Samein-
uðu þjóðanna. Samein-
uðu þjóðirnar urðu til í
San Francisco 1945
vegna þess að þessir
forsjálu leiðtogar
skildu að við svo búið
mátti ekki standa. Á
fyrri hluta aldarinnar
brutust út tvær heims-
styrjaldir, fjöldi borg-
arastríða, þjóðarmorð voru framin,
heilu þjóðirnar reknar á brott að
ógleymdum hryllingi helfararinnar
og Hiroshima. Samdar voru reglur
til að stýra alþjóðlegum sam-
skiptum og lagður grunnur að al-
þjóðlegum stofnunum til að vera
vettvangur samstarfs ríkja með
allra hag að leiðarljósi. Hæst bar
stofnun Sameinuðu þjóðanna.
Í dag, sextíu árum síðar, vegnar
okkur öllum miklu betur en 1945 en
gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar er
útbreidd. Klofningurinn í örygg-
isráðinu um Írak árið 2003 markaði
þáttaskil hvað varðar álit fólks á
Sameinuðu þjóðunum. Skoð-
anakönnun Pew í 20 löndum um
mitt það ár, sýndi að Sameinuðu
þjóðirnar höfðu beðið mikinn
hnekki hjá báðum fylkingum í því
máli. Orðstír Sameinuðu þjóðanna
hafði skaðast í Bandaríkjunum
vegna þess að þær studdu ekki
stríðið og að sama skapi jukust
óvinsældirnar í 19 öðrum ríkjum
vegna þess að þær gátu ekki hindr-
að stríðið. Og frá þessum tíma hafa
Sameinuðu þjóðirnar legið undir
ámæli fyrir stjórn sína á olíu-fyrir-
mat verkefninu; friðargæsluliðar
hafa verið sakaðir um kynferðislegt
ofbeldi; þær hafa sætt gagnrýni
Bandaríkjaþings sem hótar að
draga úr framlögum.
Kofi Annan hefur sagt að nú sé
komið að vegamótum. Tvær leiðir
séu í boði. Annars vegar að láta
sem ekkert sé en slíkt kynni að
vera stórslys fyrir gjörvallt mann-
kyn. Hin leiðin sé sú að endurskoða
í heild alþjóðakerfið sem lagður var
grunnur að 1945 með það fyrir aug-
um að það henti hnattrænni stjórn-
un á tuttugustu og fyrstu öld. Í
deilunni um Írak var tekist á um
grundvallarspurningar sem verið
hafa á dagskrá frá því að kalda
stríðinu lauk: hvernig eigi að hindra
stríð, verjast hryðjuverkum, hindra
útbreiðslu gereyðingarvopna og
grípa inn í þegar ríki beita eigin
þegna ofríki. Ekki síður hvernig
bregðast skuli við hryllingi vanþró-
unar og samanlögðum áhrifum fá-
tæktar, þurrka, hungursneyðar og
HIV/alnæmisfaraldursins sunnan
Sahara sem ógnar miklu fleiri
mannslífum en stríðið í Írak.
Hinn 21. mars í ár, á fyrsta degi
vors, lagði Kofi Annan fram tillögur
um nýskipan Sameinuðu þjóðanna í
því skyni að þær séu í stakk búnar
til að taka á þessum vanda í skýrslu
sem nefnd var „Aukið frelsi“. Til-
lögur framkvæmdastjórans taka til
allra helstu áskorana samtímans.
Þar er viðurkennd þörfin á þróun
og minnkun skulda og hvatt til auk-
ins réttlætis í viðskiptum fyrir fá-
tækustu þjóðir. Skyldur alþjóða-
samfélagsins að vernda þá sem
minnst mega sín þegar ríkisstjórnir
geta eða vilja það ekki, eru stað-
festar; hvatt er til alþjóðlegs sátt-
mála til höfuðs hryðjuverkum og
lagt til að pólitískar deilur um skil-
greiningu hryðjuverka verði lagðar
á hilluna. Loks eru lagðar til um-
talsverðar breytingar á mannrétt-
indastarfi Sameinuðu þjóðanna og
að starf öryggisráðsins og Allsherj-
arþingsins verði breytt til að mæta
þörfum tuttugustu og fyrstu ald-
arinnar.
En framkvæmdastjórinn hefur
einungis vald til að leggja fram til-
lögur. Rétt eins og í San Francisco
fyrir sextíu árum eru
það ríkisstjórnir
heimsins sem verða að
taka ákvarðanir um að
umbreyta samtök-
unum. Harry Truman,
forseti Bandaríkjanna,
sagði í ávarpi þegar
stofnsáttmálinn var
undirritaður 1945: „Þið
hafið skapað stórkost-
legt tæki í þágu friðar
og öryggis og framþró-
unar mannsins … Ef
við færum okkur það
ekki í nyt, svíkjum við
alla þá sem fórnuðu lífi sínu til þess
að við gætum hist hér frjáls og
örugg til að skapa slíkt tæki. Og við
værum líka líka sek um svik ef við
reyndum að nota þetta tæki af eig-
ingirni í þágu einnar þjóða eða lítils
hóps þjóða.“
Og í sextíu ár höfum við öll notið
ávaxta þessa fundar í San Franc-
isco. Tilvera Sameinuðu þjóðanna
hefur skapað skilyrði fyrir framþró-
un frá dögum kalda stríðsins og síð-
ar. Svo dæmi sé tekið hefur friðar-
gæsla Sameinuðu þjóðanna hindrað
staðbundnar skærur í að blossa upp
í meiriháttar stórveldaátök: að
kalda stríðið yrði heitt stríð. Sam-
einuðu þjóðirnar hafa tekið þátt í að
leysa 170 staðbundnar deilur.
Fyrir sextíu árum var Golden
Gate-brúin bara átta ára. Margt
hefur breyst síðan þá. Á heims-
leiðtogafundinum 2005 í New York í
september munu leiðtogarnir taka
tillögur framkvæmdastjórans til af-
greiðslu. Þeim gefst tækifæri til að
skrá nöfn sín á bækur sögunnar.
Við skulum vona að gæfan gefi
þeim kjarkmikla sýn, visku og
áræði til að vera verðugir arftakar
þeirra sem tóku sögulega ákvörðun
í San Francisco fyrir sextíu árum.
Sextugar Sameinaðar þjóðir
– og andi San Francisco
Shashi Tharoor reifar sögu
Sameinuðu þjóðanna ’Og í sextíu ár höfumvið öll notið ávaxta
þessa fundar í San
Francisco. Tilvera
Sameinuðu þjóðanna
hefur skapað skilyrði
fyrir framþróun frá dög-
um kalda stríðsins og
síðar.‘
Shashi Tharoor
Höfundur er aðstoðarframkvæmda-
stjóri Sameinuðu þjóðanna.