Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÝR FORSETI Í ÍRAN Mahmoud Ahmadinejad er nýr forseti Írans, hann bar sigur úr být- um í forsetakosningum sem haldnar voru á föstudag. Ahmadinejad hlaut 62% atkvæða en keppinautur hans, Akbar Hashemi Rafsanjani, aðeins 36%. Ahmadinejad tekur við af um- bótasinnanum Mohamed Khatami sem verið hefur forseti frá árinu 1997. Ahmadinejad er sjálfur harð- línumaður, íhaldssamur mjög og hefur heitið því að hefja gildi ísl- ömsku byltingarinnar í Íran árið 1979 aftur til vegs og virðingar í landinu. Óttast er að kjör hans hafi í för með sér versnandi samskipti milli Írans og Vesturlanda. Færri inngrip í fæðingar Mun minna var um inngrip í fæð- ingar hjá konum í Norður-Ameríku, sem skipulögðu heimafæðingu með löggiltri ljósmóður árið 2000 en hjá sambærilegum hópi kvenna sem átti á sjúkrahúsi. Tíðni burðarmáls- og nýburadauða var svipuð hjá hóp- unum tveimur. Þetta eru niður- stöður viðamikillar rannsóknar sem birtist í British Medical Journal. Sigurður Guðmundsson landlæknir segir að heimafæðingar hafi verið innan við eitt prósent allra fæðinga á Íslandi undanfarin ár. „Í sjálfu sér ætlum við ekki að mæla með heima- fæðingum umfram fæðingar á stofn- unum en við munum heldur ekki leggjast gegn þeim því það á að vera val foreldranna hvar barnið fæðist.“ Börnin verði sjálfstæð Íslendingar leggja mesta áherslu í uppeldi á heimilum að kenna börn- um að vera sjálfstæð. 85% töldu það mjög mikilvægt samkvæmt nýrri Eurobarometer-viðhorfskönnun sem gerð var í 32 Evrópulöndum. Engin önnur Evrópuþjóð lagði jafn ríka áherslu á þetta skv. könnuninni. 83% svarenda á Íslandi sögðu einnig mjög mikilvægt að kenna börnum umburðarlyndi og að bera virðingu fyrir öðrum. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 42/45 Veiðiþáttur 27 Dagbók 48/51 Sjónspegill 28 Myndasögur 48 Forystugrein 30 Víkverji 48 Reykjavíkurbréf 30 Velvakandi 49 Hugsað upphátt 32 Staður og stund 50 Ummælin 33 Menning 52/57 Umræðan 34/38 Bíó 54/57 Bréf 38 Sjónvarp 58 Auðlesið efni 39 Staksteinar 59 Hugvekja 41 Veður 59 * * * Kynningar – Morgunblaðinu fylgir auglýsingablaðið Kanarí frá Heimsferðum. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is NÚ er miðað við að nýtt kvikmynda- hús Sam-bíóanna í Grafarvogi verði opnað 2. mars á næsta ári, sama mánaðardag og Bíóhöllin við Álfa- bakka var opnuð árið 1982. Björn Árnason framkvæmdastjóri segir að í bíóinu verði sætin breiðari, hallinn á salnum meiri og lengra á milli bekkja en áður hefur þekkst. „Það verður hægt að hafa heilt körfu- boltalið fyrir framan sig án þess að það skipti nokkru máli,“ sagði hann. Húsið verður reist af Nýsi sem er eigandi Egilshallar og voru samn- ingar um byggingu og leigu undir- ritaðir á föstudag. Upphaflega stóð til að bíóið yrði opnað um áramótin en það frestaðist þar sem borgaryf- irvöld ákváðu að setja húsið í grenndarkynningu, að sögn Björns. Hann segir að búnaður í húsinu verði allur sá fullkomnasti sem völ sé á í heiminum í dag og að mikið verði lagt upp úr þægindum fyrir bíógesti. Þá sé Egilshöll að verða allsherjar afþreyingarmiðstöð, auk kvikmyndahússins sem þar mun rísa verði í sumar eða haust opnaður þar keilusalur, þar sé skautasvell, fjölnota íþróttasalur og stefnt sé að því að opna aðstöðu fyrir innanhúss- golf. Svona mun hið nýja kvikmyndahús að öllum líkindum líta út. Björn Árnason framkvæmdastjóri og Árni Samúelsson, forstjóri Sam- bíóanna, og Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis, og Helgi S. Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Nýsis, undirrita samning um nýja bíóið. „Hægt að hafa heilt körfuboltalið fyrir framan sig“ Breiðari sæti og lengra á milli bekkja í nýju kvikmyndahúsi Sam-bíóanna „MESTU vonbrigði mín í rektors- starfi eru þau að ekki skuli hafa tekist að fá stjórnvöld til að leggja Háskólanum það lið sem hann nú þarf til að axla fyllilega ábyrgðina sem honum er falin lögum sam- kvæmt í íslensku þjóðfélagi,“ sagði Páll Skúlason, fráfarandi rektor Háskóla Íslands (HÍ), við braut- skráningu skólans í Egilshöll í gær. Páll var að slíta skólanum í 24. en jafnframt síðasta sinn, en hann benti m.a. á að í hans tíð hafi níu þúsund kandídatar braut- skráðst frá Háskólanum og náms- leiðum fjölgað úr 109 í 234. Til samanburðar má geta þess að frá stofnun Háskólans árið 1911 og fram til 1997 þegar Páll tók við stöðu rektors brautskráðust sex- tán þúsund kandídatar. Skilningsskortur embættis- manna fjármálaráðuneytisins Páll sagðist í gegnum tíðina hafa átt góð samskipti við ráðherra og ráðamenn ríkisins og kvaðst sann- færður um að þeir vilji Háskóla Ís- lands aðeins vel og viðurkenni þýð- ingu hans fyrir íslenskt þjóðfélag. „En ég hefði kosið, nú þegar ég læt af starfi rektors, að þeir hefðu lagt sig enn meira fram um að skilja og efla þá mikilvægu starf- semi sem Háskólinn stendur fyrir í þágu okkar allra.“ Páll benti á að mikil bjartsýni hafi verið innan Há- skólans þegar samn- ingar voru gerðir á árunum 1999 og 2000 um kennslu og rann- sóknir. Hins vegar hafi það valdið von- brigðum að ekki var lokið við samning um eflingu rannsókna en í honum var kveðið á um að ríkisvaldið tengdi framlög til skólans við árangur í rannsóknum og rannsóknartengdu framhaldsnámi. „Fjárveitingar- valdið virðist hafa litið svo á að sú uppbygging og efling rannsókna og rannsóknartengds náms sem ætti sér stað í Háskólanum væri of kostnaðarsöm miðað við burði rík- issjóðs,“ sagði Páll og bætti við að viðbrögð embættismanna fjármála- ráðuneytisins við nýútkominni skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi HÍ bendi til skilnings- skorts á því hvernig standa þarf að uppbyggingu öflugs alhliða rann- sóknaháskóla. Vaxinn upp úr fermingarfötunum Að sögn Páls kemur m.a. fram í skýrslunni að Háskólinn hafi náð ótrúlegum árangri í samanburði við erlenda háskóla ef miðað er við aðstæður og fjárhagsleg skilyrði sem honum eru búin. „Aflið sem knýr Háskólann hefur fyrir löngu sprengt ut- an af sér ramma þeirr- ar efnislegu umgjarðar sem honum er sett. Hann er eins og kröft- ugur unglingur sem hefur vaxið upp úr fermingarfötunum.“ Páll minnti á að það teldist lífsnauðsyn hverju þjóðfélagi sem ekki vill daga uppi, staðna og verða gleymskunni að bráð að búa þegnum sínum sem allra best skilyrði til að menntast og þroskast sem andlega sjálfstæðir einstaklingar. „Ég er ekki viss um að við Ís- lendingar höfum enn borið gæfu til þess að smíða það mennta- og há- skólakerfi sem við þörfnumst til þess að verða fullgildir þátttak- endur í þeirri heimsmenningu vís- inda, tækni og siðferðilegrar visku sem veröld nútímans kallar eftir og krefst að verði að veruleika, eigi dagar mannkyns ekki að vera tald- ir fyrr en varir. Að ekki sé minnst á tilvist lítillar þjóðar eins og okk- ar sem þarf á öllum sínum styrk að halda, eigi hún að halda menning- arlegu, stjórnmálalegu og efna- hagslegu sjálfstæði sínu í sam- félagi margfalt öflugri þjóða,“ sagði Páll og ítrekaði að nú væri brýnni nauðsyn en nokkru sinni að hlúa að Háskóla Íslands. Fráfarandi rektor HÍ við sína síðustu brautskráningu Mestu vonbrigðin með þátt stjórnvalda Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is Páll Skúlason BANDALAG háskólamanna má birta verktakastuðul fyrir há- skólamenn á heimasíðu sinni, sam- kvæmt ákvörðun samkeppnisráðs í vikunni. Verktakastuðullinn sýnir reikniaðferð til að finna taxta út- seldrar vinnu miðað við þau mán- aðarlaun sem sérfræðingur teldi eðlilegt, að því er fram kemur í ákvörðuninni. Samkeppnisráð féllst á ósk BHM um að fá að birta stuðulinn á heima- síðu sinni með skilyrðum, m.a. þeim að hann væri vistaður á lokuðu svæði og að félagsmenn þyrftu að- gangsorð til að nálgast hann, hann hefði einungis að geyma kjara- tengda þætti eins og þeir eru skv. lögum um starfskjör launþega og kjara- og stofnanasamningi aðild- arfélaga BHM og að hann innihéldi ekki lágmarkstölur eða lágmarks- tekjuviðmið. BHM má birta verktakastuðul TÆPLEGA tvítugur pitsusendill var rændur síma og peningatösku í austurborg Reykjavíkur í fyrrinótt, milli klukkan 3 og 4. Að sögn lögreglu barst Dominos pöntun um pitsu í ákveðið heim- ilisfang en þegar sendillinn kom þangað með pitsuna vatt ræninginn sér að honum, ógnaði honum með eggvopni og hrifsaði af honum far- síma og peningatösku með um 5.000 krónum. Hann lét sig síðan hverfa með hraði. Að sögn lögreglu var töluverður erill í miðborginni í fyrrinótt, en þó ekki meiri en venja er til aðfara- nætur laugardaga. Sex voru stöðv- aðir fyrir ölvun við akstur í Reykja- vík og þrír í Hafnarfirði. Rændi pitsusendil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.