Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hann er ekki fyrir sviðsljósið enleggur sig fram um að þjóna við-skiptavinum af vandvirkni ogprúðmennsku. Það hefur veriðleiðarljós hans í 35 ára sögu fyr- irtækisins og nú eru yfir 30 þúsund Toyota-bílar á ferð í landinu. Maðurinn er Páll Samúelsson, aðaleigandi Toyota-umboðsins, P. Samúelsson- ar, sem stofnað var 17. júní 1970. Sjálfur varð hann 75 ára á liðnu hausti og á dögunum sæmdi forseti Íslands hann riddara- krossi fálkaorðunnar fyrir framlag hans til við- skiptalífs og menningar. Með þessa áfanga að baki féllst hann á að segja frá ævisögubrotum, uppvexti og starfsferli og annarri iðju sem hann hefur komið nærri. Páll er fæddur í september 1929 og alinn upp í Siglufirði, næstyngstur í hópi fimm systkina, en eitt hafði látist nokkurra mánaða. „Faðir minn féll frá langt um aldur fram og móðir mín veikt- ist af lömunarveiki og dó nokkrum árum síðar. Þá tók móðuramma mín við heimilinu. Þetta var á kreppuárunum. Rík samhjálp hjá Siglfirðingum Eins og á mörgum heimilum á Siglufirði var skepnuhald hjá okkur, tvær kýr og ellefu kindur svo það var aldrei skortur á mjólk eða kjöti. Formleg félagsleg aðstoð var ekki fyrir hendi á þessum árum en samhjálpin var engu að síður fyrir hendi sem mér hefur ávallt fundist sterk meðal Siglfirðinga. Það var æði oft á þessum ár- um að mjólkurskortur varð á vetrum og kom það illa við fólk með ungbörn. Amma mín stóð þá oft fram á kvöld við að deila út mjólk til fólks með ungbörn. Um átta ára aldur var ég fyrst sendur í sveit til lengri og skemmri dvalar.“ – Höfðu erfiðleikar í æsku mótandi áhrif? „Dvöl fjarri ættingjum var oft einmanaleg og ég ólst upp við það að eiga sjaldnast leikfélaga. Ég var sjálfum mér nógur. Það voru ekki mikil afskipti af manni utan þess sem vinnu snertir og hefur þetta eflaust haft mótandi áhrif. Eins og áður sagði ólst ég upp með ömmu minni frá því ég man eftir mér og eitt af því sem ég minnist frá æskuárunum á Siglufirði var að fara til messu flesta sunnudaga. Boðskapur kirkjunnar hefur síast inn og ég hef reynt að fara eftir því sem stendur í hinni góðu bók að allt það sem þú vilt að aðrir geri þér skalt þú þeim gera. Ég geri ráð fyrir að þetta hafi mótað mig þá strax og ég ákvað á þessum árum að ef ég ætti eftir að rétta úr kútnum þá myndi ég reyna að verða öðrum að liði og láta gott af mér leiða.“ Lífið á þessum árum snerist allt um síldina á Siglufirði og faðir Páls, sem var húsasmíða- meistari, byggði síldarplan og fór út í síldar- verkun. „En því man ég nær ekkert eftir, enda var ég ekki nema 6 ára gamall þegar hann lést. Á síldarárunum var mikið um að vera í bæn- um, bíósýningar öll kvöld sem okkur krökkun- um þótti spennandi að komast á. Ég vann mér stundum inn 25 aura til að komast í bíó með því að dreifa auglýsingum um sýningarnar í húsin og stundum sótti ég fé upp í Hvanneyrarskál og fékk líka 25 og stundum 50 aura fyrir. Líf mitt fram til 15 ára aldurs einkenndist af því að ég hafði misst báða foreldra mína og átti í þeim skilningi ekki fast heimili. En það var svo um 15 ára aldur að ég kom aftur til Siglufjarðar og fór að vinna, fyrst í síldinni.“ Skólagangan var nokkuð hefðbundin en Páll fékk að vera í bóklegu námi í iðnskólanum þótt hann væri ekki í iðnnámi. Fór hann síðan að Reykholtsskóla í Borgafirði, eins og margir strákar frá Siglufirði. „Það var spennandi þar og þetta var líka íþróttaskóli,“ segir Páll. Tengdist fljótlega bílum Fyrstu störf Páls eftir að hann kom til Reykjavíkur tengdust bílum. „Fyrsta vinnan var hjá Gunnari Ásgeirssyni sem flutti inn Volvo-bíla. Ég var ráðinn úr hópi 100 umsækj- enda til að vinna á skrifstofunni og tók svo að mér að þvo og standsetja bíla í aukavinnu. Fljót- lega fór ég síðan að sýna bílana og selja.“ – Hafðirðu hug á meira námi? „Já, ég vildi fara út í fiskiðnaðarnám og sótti um skóla í Noregi. Það gekk hins vegar ekki og þá hélt ég til Danmerkur þar sem einn bróðir minn bjó og þar lærði ég um markaðsfræði og vöruþróun. Ég hafði löngun til að koma af stað framleiðslu á tilbúnum fiskréttum hér heima en á þessum árum voru Danir að setja milljónir króna í markaðssetningu á þessari vöru fyrir England. Var ég aðeins 40 árum of snemma á ferðinni en Danir eru miklir markaðs- og sölu- menn. Í Danmörku kynntist ég nýjung sem var plastið og var þá að ryðja sér til rúms. Plastið var m.a. notað í fiskikör og það varð úr að ég var beðinn að huga að sölu á þessari nýjung á Ís- landi. Ég gerðist umboðsmaður fyrir Danina á Íslandi og stofnaði fyrirtækið B. Sigurðsson í fé- lagi við tengdaföður minn. Var þetta aðalstarf mitt næstu árin.“ Fráleitt að setja fisk í plastkör – Hvernig var þessari nýjung tekið? „Mönnum fannst þetta alveg fráleitt, að fara að setja fisk í plastkör. Þó voru verkstjórar hjá nokkrum frystihúsum sem tóku þessu jákvætt og þegar þeir sáu kostina fylgdu smátt og smátt fleiri á eftir. Ég hafði á þessum tíma einnig starfað hjá siglfirskum útgerðarmanni og síldarsaltanda, Vigfúsi Friðjónssyni, og tel mig alltaf hafa lært meira af honum um rekstur og allt því tilheyr- andi en nokkrum öðrum á lífsleiðinni. Það störf- uðu einnig hjá honum tveir skipstjórar, miklir úrvalsmenn, þeir Guðmundur Ibsen úr Reykja- vík og Kristinn Pálsson frá Vestmannaeyjum sem reyndust mér frábærlega vel.“ Páll segir að þegar fiskikörin voru komin á blað hér hafi hann líka boðið plastfötur, t.d. und- ir málningu. Heimsótti hann alla málningar- framleiðendur og bauð þennan kost en það fannst mönnum ekki fýsilegt. „Kolbeinn Pétursson, forstjóri Málningar hf., sá þó kostina við plastið og fljótlega sá fólk einn- ig að hægt var að nota föturnar til að salta í kjöt eða geyma kartöflur og hvaðeina, þannig að þetta breiddist nokkuð fljótt út.“ Kona Páls er Elín Sigrún Jóhannesdóttir og segir hann þau hafa alla tíð unnið mikið saman. Hófst það ekki síst fyrir alvöru þegar kom að bílainnflutningnum. Rekur Páll í fyrstunni að- draganda aðkomu sinnar að Toyota. Enginn glæsibragur í fyrstu „Það var á árinu 1969 sem við hjónin tókum við Toyota og byrjaði það ekki með neinum glæsibrag enda hafði gengið á þessum árum, 1968 og 1969, verið fellt kringum 100% svo það var ekki mikil bílasala á þessum tíma. Enda af- greiddum við fyrstu bílana ekki fyrr en í apríl 1970. Þeir voru þá fluttir inn gegnum Danmörku og var sá háttur hafður á til ársins 1980. Í byrjun vorum það bara við hjónin sem störf- uðum við fyrirtækið, sem var til húsa við Höfða- tún í Reykjavík, en síðan bættust við tveir starfsmenn.“ Skógrækt hefur lengi skipað stóran sess í huga Páls og Elínar og hafa þau undanfarin 17 ár gróðursett plöntur í land sitt Móaflöt í Reyk- holtshverfinu í Biskupstungum. Þau festu kaup á skika þar, trjálausum móa og einbeittu sér strax frá upphafi að gróðursetningu. „Við vorum í hjólhýsi hér fyrstu fimm árin og byrjuðum á að planta hér einu furutré sem reyndar drapst eftir fyrsta árið. Síðan plöntuðum við trjám hringinn í kring- um landið sem er 1,5 hektarar og svo hefur smám saman bæst við.“ Og er áfram verið að planta er spurt því þegar Páll er heimsóttur á Móaflötina var þar staddur garðyrkjumaður sem hefur verið þeim innan handar með viðvik og ráðgjöf. „Nei, nú er kannski aðallega verið að grisja. Ég held að við séum búin að setja niður þau tré sem landið okkar ber, við erum með ösp, birki og nokkuð af víði og lerki. Seinni árin höfum við þreifað okkur áfram með einstakar aðrar teg- undir, svona meira til skrauts, tegundir sem þrífast helst í góðu skjóli eins og hér er orðið núna. Það hefur verið okkur báðum mikið ánægjuefni að geta komist hingað í ró og friði. Þessar stundir hafa hins vegar alls ekki verið nógu margar,“ segir Páll og nefndi hann sem dæmi að í fyrrasumar hefði hann ekki komist austur nema dag og dag. Nokkur ár eru síðan þau reistu myndarlegt íbúðarhús á landinu en Páll býst þó við að verða áfram með húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Deilur um yfirráð Ekki verður hjá því komist að minnast á erf- iðleika sem upp komu í fyrirtækinu fyrir fáum árum. Var þar deilt um yfirráð félagsins og verð- mætar eignir. Páll vill fara varlega í umræðu um þessi mál og helst ekki ræða þau nánar. Án þess að fara nánar út í þá sálma lauk þessum kafla með því að nokkrir starfsmenn fyrirtækisins sögðu upp störfum sínum og hættu með stuttum fyrirvara í febrúar síðastliðnum. Ljóst er að þetta hefur tekið á en var samt óhjákvæmilegt miðað við allar aðstæður og í raun léttir fyrir alla aðila að mati Páls. En Páll er ekki fyrir það að horfa til baka, en vill fremur einblína á þann mikla styrk sem er að finna í mörgum góðum starfsmönnum og vörunni. Hann vill fremur horfa fram á veginn og gleyma því sem að baki er í þessum efnum. Reyndir starfsmenn innan fyrirtækisins voru fengnir til að axla nýja ábyrgð og tveir nýir stjórnendur ráðnir í lykilstöður. „Það má segja að þessar breytingar, eins og í raun allar breytingar, feli í sér tækifæri. Það varð ákveðin endurnýjun í hugsun og verkum með nýjum stjórnendum, en þeir gátu nú með aðstoð yfir 140 manna reynds starfsliðs velt fyr- ir sér hvernig við næðum bestum árangri án þess að vera föst í viðjum vanans. Sýnir það styrkleika fyrirtækisins og þá menningu og ferla sem ríkja í fyrirtækinu að aldrei í sögu þess hefur gengið betur en síðustu mánuði,“ segir Páll og heldur áfram: „Ég tel að viðskiptavinir fyrirtækisins hafi ekki liðið fyrir þennan óróa út á við enda fann ég á þessum tíma mikinn stuðning frá mörgum sem hafa átt við mig og okkur margvísleg samskipti og viðskipti gegnum árin. Það var ómetanlegt og ég horfi bjartsýnn áfram með það að leiðarljósi nú sem áður að vernda hagsmuni viðskiptavina okkar þannig að þeir geti haldið áfram að treysta okk- ur fyrir tryggum viðskiptum sínum. Ég er afar þakklátur fyrir að nýliðinn maí- mánuður er söluhæsti mánuður í sögu fyrirtæk- isins, hvort sem litið er til sölu nýrra Toyota- bíla, nýrra Lexus-bíla eða til sölu notaðra bíla. Júnímánuður er þó um það bil að slá út þetta unga sölumet,“ segir Páll. – Hvaða skýring er á góðu gengi og góðri markaðshlutdeild Toyota-bíla hérlendis? „Ég hygg að það sé bæði góð vara og alúð okkar til að veita góða þjónustu.“ Viðskiptavinir í fyrsta sæti Ákveðið var að leggja ákveðna hugmynda- fræði til grundvallar hjá P. Samúelssyni. Snýst hún í stórum dráttum um það að viðskiptavin- urinn er í fyrsta sæti. Ekki einungis í orði heldur og í verki. Að öðrum ólöstuðum segir Páll það mikið til Boga syni sínum að þakka hvernig fyr- irtækið tók strax frá upphafi þeirrar miklu stækkunar sem varð við beinan innflutning frá Japan þá stefnu að horfa til langtíma árangurs. Sem dæmi um þessa hugsun má nefna að þeg- ar fyrstu Carina-bílarnir komu sem voru fram- leiddir í Bretlandi höfðu kaupendur af því nokkrar áhyggjur að bílarnir væru kannski ekki af sömu gæðum og bílar sem Toyota framleiddi í Japan. Í ljós kom að á fyrstu bílunum var lakkið heldur viðkvæmara en búast mátti við og því þurfti að heilsprauta nokkra bíla og segir Páll það vissulega hafa kostað sitt. Það hefði hins vegar kostað meira að láta óánægða viðskipta- vini bera það út að lakkið væri lélegt og að um- boðið vildi ekkert bæta mönnum slíkt, því í sam- anburði við aðra bíla á markaðnum hér á landi taldist þetta ekki til galla. „Við viljum að við- skiptavininum líði vel og að gæðin sitji í fyr- irrúmi, bæði hjá Toyota og okkur og þess vegna kom til slagorðið – Toyota tákn um gæði.“ Annað markmið P. Samúelssonar var að fyr- irtækið skyldi verða leiðandi í bílasölu. „Við sett- um okkur það markmið þegar við hófum beinan innflutning frá Japan árið 1980 að eiga flesta bíla í umferð, því allir geta orðið stærstir í sölu um tíma. Við náðum markmiði okkar árið 1988 þegar flestir bílar á Íslandi voru orðnir Toyota, þó við næðum því ekki fyrr en 1990 að verða í fyrsta sæti yfir selda bíla. Þessi hægi en öruggi vöxtur á níunda áratugnum er lýsandi fyrir þá hugmyndafræði sem við höfum ávallt byggt á. Þó við höfum jafnan boðið fram breiða vöru- línu höfum við þó ekki tekið hingað nærri allt sem Toyota framleiðir. Þannig veljum við það Styrkurinn bæði í starfsmönnum og vörunni Aðalsmerkið hefur verið að þjóna viðskiptavininum þannig að hann sé jafnan í fyrsta sæti. Þetta segir Páll Samúelsson að sé helsta skýr- ingin á velgengni Toyota á Íslandi. Hann rekur söguna í samtali við Jóhannes Tómasson og segist ung- ur hafa ákveðið að reyna að verða öðrum að liði ef tækifæri byðist. Morgunblaðið/Jim Smart Páll Samúelsson er hér við Toyota Crown, árgerð 1966, úr fyrstu sendingunni, og síðan splunkunýjan Toyota Prius.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.