Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Anna Sigríður Valdemars-dóttir lætur senn af starfiframkvæmdastjóraKlúbbsins Geysis, sem hún átti frumkvæði að því að stofna fyrir átta árum. Hún kveðst hafa séð mörg kraftaverk gerast á þessum tíma. „Tildrögin að stofnun Klúbbsins Geysis voru þau að árið 1997 fórum við Anna Guðrún Arnardóttir að velta því fyrir okkur hvernig byggja mætti brú fyrir sjúklinga á geðdeildum út í samfélagið á ný,“ segir Anna. „Við höfðum unnið lengi sem iðjuþjálfar á geðdeild Landspítalans og höfðum rekið okkur á að margir af skjólstæð- ingum okkar í endurhæfingu voru að leggjast inn aftur og aftur, því þeirra beið enginn stuðningur eftir útskrift. Við fórum í námsferð til Svíþjóðar og Danmerkur og kynnt- um okkur mismunandi meðferðar- úrræði fyrir fólk eftir sjúkra- húsdvöl. Meðal annars kynntumst við hugmyndafræði samtakanna Fountain House, sem byggist á markvissri uppbyggingu á getu og hæfileikum einstaklingsins. Við héldum opinn fund í Geðhjálp með sjúklingum, fagfólki og aðstand- endum, þar sem ákveðið var að stofna klúbb að fyrirmynd Foun- tain House hér á landi.“ 55.000 félagar í 30 löndum Undirbúningurinn að stofnun Klúbbsins Geysis tók síðan tvö ár. „Hann fólst meðal annars í því að þýða viðmiðunarreglur sem öll klúbbhús Fountain House í heim- inum vinna eftir,“ segir Anna og útskýrir að saga hreyfingarinnar hafi hafist í New York árið 1944, þegar hópur fólks sem útskrifað var af geðdeild tók sig saman um að hjálpa hvert öðru við að rjúfa einangrun sína, finna vinnu og hús- næði. „Starfið byggðist á þeirri for- sendu að geðsjúkir gætu þrátt fyrir sjúkdóminn tekið þátt í atvinnulíf- inu og átt góð félagsleg samskipti. Fyrst um sinn hittist hópurinn á kaffihúsum eða almenningsbóka- söfnum, en árið 1948 voru fest kaup á húsnæði undir starfsemina. Hreyfingin dregur nafn sitt af því að í garði hússins var gosbrunnur, eða „fountain“ á ensku. Árið 1994 var stofnuð alþjóðleg miðstöð klúbbhúsa, International Center for Clubhouse Development. Í dag eru yfir 400 klúbbar starfandi í 30 löndum, með um 55 þúsund fé- lagsmenn. Nú erum við að bíða eft- ir vottun sem fullgildur ICCD- klúbbur og væntum þess að hljóta hana innan skamms. Við byrjuðum sem grasrótarsam- tök hér heima og höfðum ekkert fjármagn né húsnæði til að byrja með. En við unnum dyggilega sam- an, sjúklingar, fagfólk, aðstandend- ur og stjórnarmenn, við að koma klúbbnum á laggirnar. Við kom- umst á fjárlög árið 1999 og gátum þá hafið starfsemi í tveimur litlum herbergjum í Hátúni 10, en ári síð- ar fengum við húsnæði á Ægisgötu. Kiwanis-hreyfingin stóð fyrir landssöfnun í þágu geðsjúkra árið 2001 og við fengum tíu milljónir í okkar hlut. Það gerði okkur kleift að festa kaup á húsnæðinu í Skip- holti 29, með hússjóði Öryrkja- bandalagsins, og hér höfum við fest rætur.“ Velja sér verkefni við hæfi Anna segir að starfsemin í klúbbnum sé vinnumiðuð. „Fólkið sem kemur hingað fær hlutverk, er ekki sjúklingar heldur félagar,“ segir Anna. „Sumir koma og fá sér kaffibolla, setjast niður og njóta stuðnings frá öðrum félögum. Aðrir sinna sjálfboðastörfum í einhverri af þremur deildum klúbbsins: skrifstofudeild, eldhúsdeild eða við- haldsdeild. Félagar velja sér verk- efni við hæfi og vinna í þeim deild- um sem þeir kjósa. Eldhúsdeildin sér um matreiðslu og allt sem henni tengist, en við bjóðum á hverjum degi upp á frían morgunverð og hádegisverð á góðu verði, auk þess sem við rekum kaffibar. Í viðhalds- og rekstrar- deildinni fer fram viðhald á fast- eignum og húsbúnaði, þrif og frá- gangur, og einnig má leita til hennar ef félaga vantar aðstoð heima fyrir. Skrifstofudeildin sinn- ir meðal annars atvinnumálum, símsvörun, blaðaútgáfu, kynningar- málum og alþjóðlegu samstarfi, auk þess sem við hringjum í félaga sem það vilja eða við höfum ekki séð lengi. Vinnudagurinn er fastmótaður og starfið er skipulagt á daglegum fundum þar sem allar ákvarðanir eru teknar í sameiningu, jafnt af félögum og starfsmönnum. Við stöndum einnig fyrir líflegu fé- lagslífi, erum með opið hús tvö kvöld í mánuði og bjóðum upp á námskeið og fyrirlestra. Við förum í ferðir á sumrin, höldum þorrablót og jólaveislur, og þá koma aðstand- endur oft með. Það er frábært hvað þeir hafa verið virkir í starf- inu.“ Mikilvægt að finna fyrir stuðningi og öryggi Frá því klúbburinn hóf starfsemi hefur félögum boðist aðstoð í at- vinnumálum. „Fólk sem hefur glímt við geðsjúkdóma er gjarnan búið að einangra sig í langan tíma, hefur ekki sinnt vinnu og er í litlum samskiptum við aðra. Því reynist oft mjög erfitt að hefja virka þátttöku í samfélaginu á nýj- an leik og þess vegna er mjög mik- ilvægt að finna fyrir stuðningi og öryggi í byrjun. Úrræðin sem við bjóðum upp á eru þríþætt: atvinna með stuðningi, sjálfstæð ráðning og ráðning til reynslu. Atvinna með stuðningi felur í sér að klúbburinn hjálpar félögum að leita eftir starfi og veitir meðmæli. Starfsmaður fer með viðkomandi í atvinnuviðtal og veitir annan stuðning. Við sjálf- stæða ráðningu styðjum við félaga vegna starfs sem hann leitar eftir á eigin vegum, til dæmis með því að veita meðmæli og aðstoða við gerð starfsferilsskrár og atvinnuum- sóknar. En okkar sérstaða felst í verk- efninu Ráðningu til reynslu (RTR). Það er hugsað til að hjálpa félögum að komast aftur út á vinnumark- aðinn án þess að þurfa að fara í gegnum ráðningarferli. Við náum þá samningum við atvinnurekendur um tímabundin hlutastörf, að jafn- aði 15–20 tíma á viku í 6–9 mánuði, sem við ráðum yfir og berum ábyrgð á. Við veljum félaga í störf- in og starfsmaður klúbbsins þjálfar viðkomandi, vinnuveitandanum að kostnaðarlausu. Að þjálfun lokinni hefur félaginn störf og fer á launa- skrá. Ef hann veikist eða getur ekki sinnt starfinu af öðrum sökum sér klúbburinn til þess að annar gegni því á meðan. Við höfum fimm slík störf til ráðstöfunar, eitt hjá félagsmálaráðuneytinu, Íslands- banka og Hagkaupum, og tvö hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík. Starfsmaður klúbbsins veitir bæði félaganum og vinnuveitandanum stuðning og ráðgjöf meðan á ráðn- ingu stendur og félaginn sækir jafnframt klúbbinn utan vinnutíma. Verkefnið hefur borið mjög góð- an árangur. Stundum spyr fólk hvaða gagn sex eða níu mánaða starf geti gert, en raunin er sú að það gerir kraftaverk. Fólk kemst aftur út í samfélagið, eignast vinnufélaga og tekst á við áskor- anir, fær aftur trú á sjálft sig og blómstrar. Í dag hafa átta félagar farið í gegnum RTR. Þeir hafa staðið sig frábærlega vel og fengið fasta vinnu í framhaldinu. Þörfin er mikil og við vonumst til að geta fjölgað störfum á næstu árum.“ Fordómar minnkað mikið Félagar í Klúbbnum Geysi eru 211 og fastir starfsmenn eru fjórir. Anna segir að meðalaldur félaga sé að lækka og að þeir yngri kjósi fremur að fá stuðning við að stunda nám en að fara strax út á vinnumarkaðinn. „Okkar næsta verkefni er að útbúa námsaðstöðu hérna á þriðju hæðinni og við höf- um fengið til þess styrki, meðal annars frá Pokasjóði verslunarinn- ar. Með námsaðstoðinni fá félagar líka tækifæri til að miðla af þekk- ingu sinni og reynslu, því innan klúbbsins er fólk með margvísleg- an bakgrunn, allt frá lögfræðingum til iðnaðarmanna. Það felst mikill bati í því að aðstoða aðra.“ Að sögn Önnu hefur klúbburinn mætt mikilli velvild. „Atvinnurek- endur hafa verið mjög jákvæðir í okkar garð og tekið vel í að taka þátt í RTR-verkefninu. Við finnum fyrir því að fordómar gagnvart geðsjúkdómum hafa minnkað mikið í samfélaginu, sérstaklega meðal yngra fólks. Flestir þekkja geð- sjúkdóma úr eigin fjölskyldu eða kunningjahópi og fólk er meðvitað um að þeir geta lagst á alla. Um- ræðan er orðin miklu opnari en áð- ur og skilningur meiri.“ Miðar vel í rétta átt Spurð hvað mætti betur fara varðandi málefni geðsjúkra nefnir Anna að heilbrigðis- og félagsmála- kerfin mættu vinna betur saman. „En einna helst finnst mér að um- ræðan mætti vera jákvæðari og uppbyggilegri. Hún hefur verið á talsvert neikvæðum nótum, þrátt fyrir að margt horfi til framfara. Þegar bandarískur úttektaraðili kom til okkar frá ICCD vegna vottunarferlisins var hún gapandi yfir því hvað við höfum mörg úr- ræði fyrir geðsjúka hér í Reykja- vík. Í hennar heimaríki, Ohio, var bara um Fountain House að ræða. Vissulega þurfum við alltaf að stefna að því að gera enn betur, en það er ekki síður mikilvægt að veita því athygli sem vel er gert. Heilsugæslan er komin með geð- teymi, Geðhjálp og Klúbburinn Geysir halda uppi miklu starfi, Hugarafl var nýlega stofnað, sem og klúbburinn Strókur á Selfossi, og Rauði krossinn rekur fjögur at- hvörf fyrir geðfatlaða. Úrræðin eru margvísleg og fólk hefur valmögu- leika. Það hefur orðið mikil upp- bygging á síðustu árum og við- horfin í samfélaginu hafa breyst mikið. Við erum mjög stolt af okk- ar starfi hér í Geysi og ætlum að halda ótrauð áfram. Það er mik- ilvægt að hafa trú á fólki. Við verð- um að vera jákvæð, það er svo mik- ið niðurrif í neikvæðninni,“ segir Anna að síðustu, en hún kveður Geysi um næstu mánaðamót þegar hún flytur búferlum til Danmerkur ásamt dönskum eiginmanni sínum. Mikilvægt að hafa trú á fólki Yfir 200 manns sem glímt hafa við geðsjúkdóma eru félagar í Klúbbnum Geysi, sem veitir þeim stuðning til að taka aftur virkan þátt í samfélaginu. Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir ræddi við framkvæmdastjórann, Önnu Sigríði Valdemars- dóttur, og kynntist upp- byggilegu starfi. Morgunblaðið/Jim Smart Þórunn Helga Garðarsdóttir, einn meðlima Geysis, og framkvæmdastjórinn, Anna Sigríður Valdemarsdóttir. ’Við verðum að verajákvæð, það er svo mikið niðurrif í nei- kvæðninni.‘ ’Fólkið sem kemurhingað fær hlutverk, er ekki sjúklingar heldur félagar.‘ adalheidur@mbl.is ÞÓRUNN Helga Garðarsdóttir er tutt- ugu og átta ára. Hún stríddi við þung- lyndi og kvíða í mörg ár, en hefur not- að lyf við sjúkdómnum síðastliðin sex ár, auk þess sem hún byrjaði að stunda Klúbbinn Geysi í mars á síð- asta ári og starfar þar í eldhúsdeild. Þórunn Helga segir að Geysir hafi haft mikla þýðingu fyrir sig. „Ég þorði að opna mig meira og taka þátt í dag- legu lífi. Ég var búin að loka mig af frá samneyti við annað fólk og var mjög vansæl. Ég heyrði um Geysi í iðjuþjálf- un á geðdeild Landspítalans og ákvað að prófa að fara í kynningu í klúbbnum. Áður en ég fór í kynninguna taldi ég að klúbburinn myndi ekki henta mér, hélt að ég myndi ekki passa inn í hóp- inn vegna þess að mér fannst ég svo ein í heiminum í baráttunni við þung- lyndið. En annað kom þó í ljós þegar ég fór að mæta reglulega. Það sem mig langaði mest var að komast út á vinnumarkaðinn á ný og ég setti mér það sem grundvallar- markmið. Til þess að ná því þurfti ég að reyna að vakna á morgnana og koma mér upp fastri rútínu. Þetta hef- ur tekist á rúmlega ári og nú er ég í vinnu hjá Hagkaupum, samkvæmt samningi sem byggist á ráðningu til reynslu.“ Þórunn Helga segir að það hafi breytt öllu fyrir sig að fá vinnu. „Ég þurfti ekki lengur á svefnlyfjum að halda og komst út á meðal fólks. Ég var líkamlega þreytt eftir daginn í stað þess að vera andlega þreytt og beygð. Og síðast en ekki síst er það mikill sig- ur að sjá markmið sín verða að veru- leika. Geysir hefur gert kraftaverk fyrir mig og ég vona að þessi frásögn mín geti orðið fleirum hvatning til að leita til klúbbsins.“ Hefur gert kraftaverk fyrir mig Þórunn Helga Garðarsdóttir er komin út á vinnumarkaðinn á ný með stuðn- ingi Klúbbsins Geysis, eftir að hafa glímt við þunglyndi og kvíða í mörg ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.