Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ H eldur þú með Wham eða Dur- an Duran?“ Það sem skil- greindi íslensk ungmenni um miðjan níunda áratuginn var með hvoru bandinu þau héldu. Síðara bandið fékk tölu- vert meiri athygli. Haldnar voru sérstakar skemmtanir þar sem boðið var upp á Duran Duran-hár- sýningar, Duran Duran-drykk og jafnvel Duran Duran-dansa við lög eins og „Wild Boys“. Kjartan Guðbergsson plötusnúð- ur man vel eftir æðinu, þó að hann hafi ekki sjálfur verið forfallinn Duran Duran-aðdáandi. „Hægt er að ímynda sér að Dur- an Duran-æðinu hafi svipað til Bítlaæðisins og ólíklegt að það verði nokkurn tímann hægt að upp- lifa annað æði á þessu stigi,“ segir hann. Duran Duran-aðdáendurnir sem blaðamaður talaði við eru sam- mála um að tíðarandinn hafi verið einstakur og vegna breyttra að- stæðna yrði erfitt að ná sömu stemmningunni í dag. Engir gsm- símar voru til og lítið var af tækj- um á heimilunum. Þetta var fyrir tíma tölva og sjónvarpa inni í hverju herbergi. Tónlistin var á plötum og hún var spiluð inni í stofu á plötuspilara heimilisins, með eða án fjölskyldunnar. Vasa- diskóin voru rétt að byrja að öðlast vinsældir og þegar tónleikar með Duran Duran voru sýndir í sjón- varpinu var litla kassettutækið sett alveg upp við skjáinn og tónleik- arnir teknir upp á meðan áhorf- endur inni í stofu áttu að gjöra svo vel að sitja stilltir og prúðir. Á þessar upptökur var síðan hlustað í marga mánuði. Aðeins var um tvær útvarpsstöðvar að velja og eina sjónvarpsstöð og ef lag var spilað einu sinni á vinsældalista hlustenda á Rás tvö var búist við því að allir á ákveðnum aldri hefðu heyrt lagið. Blár augnskuggi niður á kinnar Á þessum tíma var það helst skemmtistaðurinn sem mótaði tíð- arandann, að mati Kjartans. Þang- að kom fólk til þess að ræða mál- efni líðandi stundar, tískuna og hlusta á tónlistina. Hann man vel eftir því þegar stelpurnar á Duran Duran-hátíðunum báðu um óska- lögin sín með tárin í augunum. „Þá hafði ekki verið til siðs að gráta og falla í yfirlið síðan á sjö- unda áratugnum. Það var ákveðin geðshræring sem greip áhangend- ur sveitarinnar og oftar en ekki rann blái augnskugginn niður kinn- arnar og var kominn langleiðina niður á háls á stelpunum. Í lok kvöldsins var hárið, sem búið var að eyða hátt í tveimur tímum í að Duran Duran-æðið Blásið hár og herðapúðar eru ekki jafn vinsæl fyrirbæri nú og fyrir tutt- ugu árum. Holdgervingur þessa tíma er þó enn við lýði og á dygga aðdáendur hér á landi. Sara M. Kolka hlýddi á bjartar minningar frá tímum vasadiskóa og Bravo-blaða. Simon Le Bon í broddi fylkingar. Tuttugu ára bið er lokið og loksins geta ís- lenskir Duran Duran-aðdáendur séð sveitina á sviði næsta fimmtudag. Duran Duran á hátindi vinsældanna um 1985. Þeir höfðu sannarlega efni á því að fagna og hefur tónlist þeirra haft áhrif á hljómsveitir til vorra daga. Þeirra á meðal eru The Killers, Marilyn Manson og Kylie Minogue. Morgunblaðið/Jim Smart Aðdáendurnir Gunni „Thaylor“, Ester og Magnús Geir setja upp Duran Duran-svipinn. Ester er í Duran-bol sem hún fékk frá London þegar hún var 12 ára, árið 1985. túpera, farið að síga vel niður. Það átti við jafnt um stráka sem stelp- ur.“ Þýskunámskeið til að geta lesið um goðin Bravo-blöðin voru vægast sagt vinsæl og runnu út eins og heitar lummur (og kostuðu 41 krónu). Eins og Ester Andrésdóttir, flug- freyja hjá Icelandair, rifjar upp þá voru það ekki bara Bravo-blöðin sem hún „varð“ að eignast: „Blöðin Bravo, Popcorn og Pop Rocky komu út einu sinni í viku og ég man eftir því að hafa hringt vikulega í bókabúðina og svo drifið mig af stað um leið og þau voru komin í búðina til að tryggja mér eintak.“ Það kom ekki að sök að blöðin voru á þýsku og þá var bara orða- bókin tekin fram og hafist handa við að þýða orð fyrir orð grein- arnar sem snertu Duran Duran og Wham. Ester lét það þó ekki nægja. „Ég fór 12 ára á þýskunámskeið, gagngert til þess að geta lesið Bravo-blöðin, það var alveg öm- urlegt að geta ekki lesið hvað þeir voru að segja“ segir hún brosandi. Ester og systir hennar Ásta voru miklir aðdáendur en ólíkt því sem er í dag tóku foreldrarnir þátt í þessu áhugamáli og hvöttu dætur sínar áfram. „Þeim fannst þetta gott og heil- brigt áhugamál enda voru textarnir jákvæðir og lögin björt. Við spil- uðum plöturnar inni í stofu og eig- um bara góðar minningar frá þessu tímabili,“ segir Ester og hugsar dreymin til baka. Hún sýnir Duran Duran-nótnabók sem hefur einnig að geyma texta við lög þeirra og minnist þess þegar hún æfði sig á píanó með vasadiskóið í eyrunum. Var hún þá að spila Duran Duran lög? „Nei nei, ég spilaði kannski eitt- hvað eftir Mozart á píanóið á með- an ég var með „The Reflex“ í eyr- unum.“ Það kom ekki í veg fyrir að Est- er kláraði fimmta stig á píanóið og því verður þetta að kallast ansi sér- stakur hæfileiki. Ekkert H í Taylor Margir tóku sér gælunöfn og bættu við nafn sitt eftirnafninu Taylor eða Le Bon. Meðal þeirra sem gengu gegnum „nafnabreyt- ingu“ var Gunnar Hansson leikari, sem skrifaði sig sem Gunna „Thayl- or“ í fyrstu bekkjum grunnskólans. DURAN Duran var stofnuð 1978 af Nick Rhodes hljómborðsleik- ara og John Taylor bassaleikara. Þeir fengu fljótlega í lið með sér Andy Taylor á gítar, Roger Taylor á trommur og Simon Le Bon sem söngvara sveitarinnar. Það er vert að taka það fram að Tayl- or-meðlimirnir eru ekki tengdir blóðböndum. Breytingar hafa orðið á samsetningu bandsins í 27 ára sögu þess en segja má að þó bandið hafi aldrei hætt sem slíkt þá séu það fimmmenn- ingarnir sem Duran Duran er al- mennt kennd við. Hljómsveitin náði vinsældum í byrjun níunda áratugarins og skrifaði undir sinn fyrsta samn- ing árið 1980 við EMI útgáfuna. Lög eins og „Planet Earth“ og „Girls on Films“ var að finna á fyrstu plötu hljómsveitarinnar sem einfaldlega var nefnd „Dur- an Duran“ og kom út 1981. Í kjöl- farið komu plöturnar „Rio“, með lögum eins og „Hungry like the Wolf“ og „Save a Prayer“, og platan „Seven and the Ragged Tiger“ sem innihélt „The Reflex“ og „Union of the Snake“. „The Fabulous Five“ Þá fyrst fóru hjólin að snúast. Duran Duran-æðið skall á, breska pressan kallaði meðlimi hljómsveitarinnar „The Fabulous Five“ og myndbönd þeirra voru með þeim fyrstu sem voru sýnd á tónlistarsjónvarpsstöðinni MTV. Vinsældirnar náðu til tán- inga beggja megin Atlanshafs- ins, alla leið til Ástralíu og fóru Íslendingar ekki varhluta af þessu nýja poppæði. Duran Dur- an þótti nýstárleg sveit, átti margar smáskífur á vinsældalist- um, gerði mögnuð myndbönd (þar á meðal „Girls on film“ sem þótti of djarft og var bannað á MTV í upprunalegri mynd) og leiddu meðlimir hljómsveit- arinnar tískustrauma níunda áratugarins (þó að þeir vilji síður vera kenndir við þá bylgju nú í dag). Tónlist sveitarinnar er kennd við nýrómantík og hafði mikil áhrif á bönd sem á eftir komu. Hljómsveitir eins og Aha, The Killers og Deftones hafa sagt að Duran Duran hafi verið áhrifavaldur á tónlist þeirra en einnig hafa tónlistarmenn allt frá Kylie Minogue til rapparans Notorious, í gegnum Marylin Manson, sagst vera undir áhrif- um hljómsveitarinnar. Wham vs Duran Duran Vinsældir Duran Duran og „rígur“ milli áhangenda þeirra og aðdáenda Wham, með George Michael og Andrew Ridgeley í fararbroddi, stóð sem hæst á ár- unum 1983 til 1985. Eftir þann tíma fóru vinsældir hljómsveit- arinnar að dala og margfrægt er orðið er sveitin tók lag á Live Aid-tónleikunum 1985. Duran Duran hafði þá átt lagið “A view to a Kill“ úr samnefndri kvik- mynd í fyrsta sæti vinsældalista í nokkurn tíma en Simon söng falskt í viðlaginu og hefur sjálfur minnst þessa sem mestu nið- urlægingu ferils síns. Þessir tón- leikar voru þeir síðustu sem Dur- an Duran spilaði á í upprunalegri mynd, eða allt þar til þeir komu saman aftur í júlí 2003. Mikil eft- irvænting ríkti eftir endurkomu hljómsveitarinnar meðal aðdá- enda en einnig meðal tónlist- arpressunar og ný plata Duran Duran, „Astronaut“, kom út í október á síðasta ári. Hljóm- sveitin hefur fylgt nýju plötunni eftir með miklum tónleikatúr og ekki er langt þar til Íslendingar geta barið sveitina augum en Duran Duran mun spila í Egils- höll 30. júní. Duran Duran í 27 ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.