Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Inn í garðinn berast ham-arshögg úr ýmsum áttum.Alls staðar er verið aðsmíða palla. Þrastaparið ístóra grenitrénu mínu er
farið að venjast hávaðanum og
þarf heldur ekki að hafa áhyggj-
ur af köttum því að ég keypti
kattafælu í byggingavöruverslun
þar sem menn voru í óðaönn að
mæla út réttar
stærðir í palla.
Svo frétti ég af
fólki sem hafði
beðið lengi eftir
smiði en þá var
allt timbrið búið
og óvíst hvort pallurinn kemst í
gagnið fyrir væntanlega grill-
veislu. Sumarið er í algleymingi
og nú liggur fyrir úrskurður
hagfræðinga um að við Íslend-
ingar séum hópsálir.
Þessi úrskurður kom satt að
segja svolítið illa við mig. Ég er
alin upp við þá kenningu að við
séum einstaklingshyggjumenn,
reyndar svo miklir að okkur sé
ógerlegt að taka tillit til hags-
muna heildarinnar. Minni kyn-
slóð var innrætt að forfeður okk-
ar, landnemarnir frá Noregi,
hefðu verið svo sjálfstæðir að
þeir hafi engan veginn getað
sætt sig við yfirgang Haralds
hárfagra og þess vegna hreppt
Kaldbak en látið akra, eins og
segir í vísu Önundar tréfótar í
Grettis sögu. Og þótt maður hafi
orðið svolítið hneykslaður á
Bjarti í Sumarhúsum fór ekki
hjá því að hinn íslenski einyrki
allra tíma ætti talsvert upp á
pallborðið inni í þjóðarsálinni.
Það fylgdi ekki úrskurði hag-
fræðinganna hvenær þjóðarsálin
okkar ummyndaðist í hópsál. Það
hefur þá orðið eftir að sósíalism-
inn barst hingað því að vinstri
flokkarnir áttu í öndverðu erfitt
uppdráttar hérlendis. Afi minn,
sem fór halloka í heimskrepp-
unni, hafði mestu skömm á öllum
félagsbúskap og sætti sig við að
tolla réttum megin við núllið í
litlu búðinni sinni á meðan hann
gat staðið uppréttur. Hann dytt-
aði að garðinum sínum og rækt-
aði matjurtir til að vera sjálfum
sér nógur en þótt hann væri vel
lagtækur efast ég um að hann
hefði smíðað sér pall þótt hann
hefði heyrt hamarshögg úr öðr-
um görðum. Honum hefði ekki
líkað hugtakið hópsál.
Kannski má rekja sálnaflakkið
til þess er við fórum unnvörpum
að hreiðra um okkur á mölinni
án þess að hafa hugmynd um
hvernig fólk hegðar sér í þétt-
býli. Lengi vel var talið ógern-
ingur fyrir afkomendur Bjarts
gamla að búa í fjölbýli og harð-
vítugar deilur spruttu út af sam-
eiginlegum húsakosti og aðstöðu.
Þess vegna varð það draumsýn
allra að eignast eigið hús, verða
eigin herra og síst minni maður
en fúll á móti. Og þannig dönsum
við í takt og sveiflum með okkur
íslenska hagkerfinu sem tekur
dýfur eftir því hvernig við end-
urnýjum húsakost og bílaflota,
reisum sumarhallir eða byggjum
palla úr innfluttum kjörviði.
Þetta greinarkorn er orðið að
eins konar palladómum og ætli
ástæðan sé ekki einfaldlega sú
að sjálfa vantar mig spýtur í dá-
lítinn pall sem vinur minn ætlaði
að koma saman. Ég get sem sé
ekki svarið af mér skyldleika við
íslensku hópsálina. En af því að
hér var minnst á fornmenn og
horfnar dyggðir er ekki úr vegi
að víkja að þeirri staðreynd að
fátt er þjóðlegra en viðarskortur.
Ýmsa örlagaríkustu atburði Ís-
lendingasagna má rekja til þess
að hér uxu ekki nytjaskógar,
menn þurftu að hafa allar klær
úti til að afla sér viðar og bárust
á banaspjót út af nokkrum reka-
drumbum. Við skulum vona að
spýturnar mínar komist til skila
og grillveisla granna minna fari
fram áfallalaust þótt ekki takist
að ljúka við pallinn.
Hópsálir sveifla hagkerfinu
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Guðrúnu
Egilson
Sumarhús Tjarnholtsmýri 15
Um er að ræða glæsilegt sumarhús nýtt
í landi Bjarnastaða í Grímsnesi á 10
hektara eignarlandi. Sumarhúsið er ca
90 fm auk 20 fm gestahúss. Húsið verð-
ur á steyptri plötu, byggt úr timbri, þak
verður með bárujárni eða torfi. Húsið
afhendist fullbúið að utan en fokhelt að
innan. Verð 17 millj.
Sumarhús Háuhlíð 10
Um er að ræða 57,4 fm sumarhús í
landi Vatnsholts við Apavatn. Lýsing
eignarinnar: þrjú svefnherbergi, stofa
og eldhús í einu rými. Falleg eldhúsinn-
rétting og góður borðkrókur, nýleg
heimilstæki, þ.e. ísskápur, eldvél og
ýmis áhöld. Innaf forstofu er geymsla.
Gott baðherbergi, 27 fm svefnloft, 70
fm pallur. Húsið stendur á 5100 fm
eignarlóð. Það vantar gólfefni og hurð-
ir. Annars er bústaðurinn vel hirtur og
gott leiksvæði er fyrir börnin. Allt innbú fylgir. Verð 9,1 millj.
Glæsileg 114 fm íbúð á 10. hæð, íb. 1002,
ásamt sérgeymslu og sérstæðis í bíla-
geymslu. Íbúðin skiptist í gang/hol með
skápum, 2 rúmgóð herb., flísalagt baðher-
bergi með þvottaaðstöðu, stórar og bjartar
stofur og eldhús með góðum innréttingum.
Parket á gólfum. Tvennar svalir, mikið út-
sýni til norðurs, austurs og suðurs. Aðeins
tvær íbúðir á hæðinni og sérþvottaherb.
Sameign til fyrirmyndar. Verð 36,9 millj.
Íbúðin verður til sýnis í dag,
sunnudag, frá kl. 14.00-16.00.
Verið velkomin.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Klapparstígur 1 - 4ra herb. útsýnisíbúð
Opið hús frá kl. 14-16
Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali
Vorum að fá í sölu mjög fallegt og vel skipulagt 168 fm einbýlishús með
bílskúr á einni hæð við Lindarflöt í Garðabæ. Húsið er teiknað af Gunnari
Hanssyni. Húsið skiptist m.a. í stofu, borðstofu og þrjú herbergi (fjögur skv.
teikningu). Úr stofu er gengið út í garð. Þar er nýleg timburverönd með
heitum potti. Sérstaklega fallegur garður. Nánari upplýsingar veitir Magnea
fasteignasali í síma 861 8511.
Verð 37 millj.
Lindarflöt - Garðabæ
Skipholti 29a,
105 Reykjavík
fax 530 6505
heimili@heimili. is
Einar Guðmundsson, lögg. fast.
Finnbogi Hilmarsson, lögg. fast.
Bogi Pétursson, lögg. fast.
sími 530 6500
HÁSKÓLI Íslands og Trygginga-
stofnun ríkisins hafa gert með sér
samning sem hefur það markmið að
efla kennslu og rannsóknir í al-
mannatryggingarétti með sérstakri
áherslu á lífeyristryggingar.
Samningurinn byggir á ákvæði í
samstarfssamkomulagi sem í gildi
hefur verið milli Háskóla Íslands og
Tryggingastofnunar frá árinu 2002.
Ellefu vikna kennsla í almanna-
tryggingarétti verður samkvæmt
samningnum kjörgrein í framhalds-
námi við lagadeild Háskóla Íslands.
Námskeiðið í almannatryggingarétti
er tvískipt, fyrri hlutinn byggir á
meginreglum, heimildum og túlkun-
um félagsmálaréttar, en síðari hlut-
inn fjallar um almannatryggingarétt
með áherslu á íslenska lífeyriskerfið
og réttinn til elli- og örorkulífeyris.
Tryggingastofnun veitir sam-
kvæmt samningnum nemendum í al-
mannatryggingarétti aðgang að
upplýsingum og gögnum stofnunar-
innar og leggur þeim til vinnuað-
stöðu og leiðsögn við gerð verkefna.
Fyrsta námskeiðið í almanna-
tryggingarétti hófst um síðustu ára-
mót í umsjón Brynhildar Flóvenz,
lektors við HÍ. Fimm sérfræðingar
Tryggingastofnunar fluttu erindi á
námskeiðinu og luku fjórtán nem-
endur náminu í vor.
Samið um
kennslu og
rannsóknir
í almanna-
tryggingarétti