Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 21
beint í æð þá finnst manni þetta stórkostlegt. Það er aldeilis búið að kynna okkur vel. Þetta snýst ekki bara um sölu á einhverjum tonnum af kjöti, heldur stórkostlega land- kynningu.“ Starfsfólk með á nótunum Þeir félagar voru að sjálfsögðu ólaunaðir meðan á þessari starfs- kynningu stóð, en fengu engu að síður innsýn í starfsemina eins og þeir væru starfsmenn. Ólafur kveðst hafa tekið eftir því hvað var létt yfir öllum. „Við fórum í þrjú fylki og þetta virtist vera eins í öll- um búðunum sem við heimsóttum. Það kepptust allir við að gera sitt besta. Sölutölur lágu fyrir eins og opin bók svo starfsfólkið vissi hvernig það stóð sig.“ Óli Þór segir að sér hafi komið á óvart að sjá upplýsingar um inn- kaupsverð, hvað seldist mikið og hvað kom inn. Launamál starfs- manna voru einnig opinber. Salan í þeirri verslun sem þeir kynntust best var eins og gerist best í ís- lensku kjötborði. Þeir félagar mættu ásamt öðrum starfsmönnum klukkan fimm á morgnana. Það tók þrjá klukku- tíma að undirbúa kjötborðið. Hver bakki var yfirfarinn, skipt um blöð milli stykkja og allt haft hreint og snyrtilegt. Þegar verslunin var opnuð kl. 8 biðu viðskiptavinir fyrir utan og gengu beint að kjötborðinu. Óli Þór segir að starfsfólkið í kjötborðum Whole Foods Market fái tveggja ára starfsþjálfun á veg- um fyrirtækisins sem lýkur með prófi. Prófið er skilyrði þess að verða yfirmaður í kjötborðinu. „Eftir tvö ár eiga þau að vita allt um innihald kjötborðsins, eldun, næringarinnihald vörunnar, hent- ugt meðlæti og uppruna kjötsins. Viðskiptavinurinn á að geta fengið allar nauðsynlegar upplýsingar hjá afgreiðslufólkinu.“ Ýmislegt vert til eftirbreytni Óli Þór telur okkur geta lært ým- islegt af Bandaríkjamönnum. „Ég vil leggja áherslu á skammtastærð- irnar, sem þarf að vanda miklu meira en við höfum gert. Ég er mjög hrifinn af þessu lokaða kjöt- borði og eins að skilja á milli kjöt- sneiða þannig að þær snertist ekki. Við þurfum einnig að leggja áherslu á að upplýsingar um vör- una séu aðgengilegar fyrir starfs- fólk í kjötborðum. Nú er ekki hægt að ganga að því vísu að sá sem af- greiðir viti meira um kjötið en þú sjálfur, þótt víða sé þetta í mjög góðu lagi.“ Ólafur segir að í Bandaríkjunum ríki aðrar neysluvenjur en hér og ekki sé ætlunin að innleiða þær. Engu að síður þurfi að hugleiða hvernig megi aðlaga bandarísku aðferðirnar íslenskum kjötborðum til að mæta enn betur kröfum ís- lenskra viðskiptavina. Morgunblaðið/Guðni Kjötiðnaðarmeistararnir Óli Þór Hilmarsson og Ólafur Júlíusson við krásum hlaðið kjötborðið í einni af verslunum Whole Foods Market. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 21 Verkefni sem flytjast á þjónustumiðstöðvar eru m.a. fjárhagsaðstoð, húsaleigubætur, félagsleg ráðgjöf, heimaþjónusta, félagsstarf og stuðningsþjónusta. Þjónustumiðstöðvar eru eftirtaldar: Velferðarsvið Reykjavíkurborgar tekur til starfa Þann 1. júní tók Velferðarsvið Reykjavíkurborgar til starfa. Velferðarsvið tekur við af Félagsþjónustunni í Reykjavík en nýjar þjónustumiðstöðvar í hverfum borgarinnar veita alla þjónustu sem veitt var á hverfaskrifstofum og í félags-og þjónustumiðstöðvum Félagsþjónustunnar. Viðfangsefni Velferðarsviðs eru: Stefnumótun í velferðarmálum Áætlanagerð Samhæfing og samþætting verkefna á sviði velferðarþjónustu Eftirlit og mat á árangri Þróun nýrra úrræða í velferðarþjónustu Vinnsla barnaverndarmála Rekstur hjúkrunarheimila og heimila fyrir börn og fullorðna Skrifstofa Velferðarsviðs er í Tryggvagötu 17, Hafnarhúsi, s. 411 9000, www. velferdarsvid.is Vesturbær: Hjarðarhagi 45-47 Miðbær/Hlíðar: Skúlagata 21 Laugardalur/Háaleiti: Síðumúli 39 Árbær/Grafarholt: Bæjarháls 1 Breiðholt: Álfabakki 12 Grafarvogur/Kjalarnes: Langarimi 21 si gr un ei na @ in te rn et .is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.