Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ÚTVARP/SJÓNVARP
FM 95,7 LINDIN FM 102,9 RADÍÓ REYKJAVÍK 104,5 ÚTVARP SAGA FM 99,4 LÉTT FM 96,7 ÚTVARP BOÐUN FM 105,5 KISS FM 89,5 ÚTVARP LATIBÆR FM 102,2 XFM 91,9 TALSTÖÐIN 90.9
Rás 1 15.00 Í þáttaröðinni
Söngvar borgarstrætanna fjallar Una
Margrét Jónsdóttir um sönglög sem
tengjast ákveðnum borgum. Í fyrsta
þættinum er athyglinni beint að
Lundúnum, en margir söngvar hafa
verið samdir um borgina og má til
dæmis nefna A foggy day in London
town eftir Gershwin og Streets of
London eftir McTell.
Söngvar
Lundúnaborgar
07.00-09.00 Reykjavík síðdegis. Það besta úr
vikunni
09.00-12.00 Valdís Gunnarsdóttir
12.00-12.20 Hádegisfréttir
12.20-16.00 Rúnar Róbertsson
16.00-18.30 N á tali hjá Hemma Gunn
18.30-19.00 Kvöldfréttir
19.00-01.00 Bragi Guðmundsson - Með
ástarkveðju
Fréttir: 10-15-17, íþróttafréttir kl. 13
BYLGJAN FM 98,9RÍKISÚTVARPIÐ RÁS 1 FM 92,4/93,5
08.00 Fréttir.
08.05 Morgunandakt. Guðni Þór Ólafsson,
Melstað, Húnavatnsprófastsdæmi flytur.
08.15 Tónlist á sunnudagsmorgni. Dixit Dom-
inus eftir Antonio Vivaldi. Margaret Marshall,
Felicity Lott, Sally Burgess, Ann Murray, Sus-
an Daniel, Anthony Rolfe Johnson og Robert
Holl syngja ásamt John Alldis kórnum með
Ensku kammersveitinni; Vittorio Negri stjórn-
ar.
09.00 Fréttir.
09.03 Á sumargöngu.
10.00 Fréttir.
10.05 Veðurfregnir.
10.15 Myndin af manninum. (4:5).
11.00 Guðsþjónusta í Hallgrímskirkju. Séra
Elínborg Sturludóttir prédikar, séra Jón
Dalbú Hróbjartsson og séra Óskar Óskarsson
þjóna fyrir altari.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir.
13.00 Sakamálaleikrit Útvarpsleikhússins,
Lesið í snjóinn eftir Peter Höeg. Þýðing: Eygló
Guðmundsdóttir. Útvarpsgerð: Aðalsteinn Ey-
þórsson. Leikendur: Guðrún S. Gísladóttir,
Kristbjörg Kjeld, Steinunn Ólafsdóttir, Bald-
vin Halldórsson, Björn Ingi Hilmarsson, Er-
lingur Gíslason, Eyjólfur Kári Friðþjófsson,
Guðmundur Ólafsson, Hjálmar Hjálmarsson,
Jakob Þór Einarsson, Jóhann Sigurðarson,
Magnús Ragnarsson, Pálmi Gestsson, Pétur
Einarsson, Sigurður Karlsson, Sigurður Sig-
urjónsson og Sigurður Skúlason. Leikstjóri:
Hallmar Sigurðsson. Hljóðvinnsla: Grétar
Ævarsson. (Framhaldsleikrit liðinnar viku
endurflutt) (3:3).
14.10 Ég er ekki skúrkur. Þrjátíu ár frá Water-
gate-málinu. Fyrsti þáttur: Klúðrið. Umsjón:
Karl Th. Birgisson. (Áður flutt 2004).
15.00 Söngvar borgarstrætanna. Þáttaröð
um sönglög sem tengjast borgum. Fyrsti
þáttur: London. Umsjón: Una Margrét Jóns-
dóttir. (Aftur á miðvikudag). (1:7)
16.00 Fréttir.
16.08 Veðurfregnir.
16.10 Sumartónleikar evrópskra útvarps-
stöðva. Hljóðritun frá tónleikum Frönsku
þjóðarhljómsveitarinnar í París 6. apríl sl. Á
efnisskrá: Síðdegi skógarpúkans eftir
Claude Debussy. Fantasía fyrir píanó og
hljómsveit eftir Claude Debussy. Píanó-
konsert í G-dúr eftir Maurice Ravel. Sinfónía
í d-moll eftir César Franck. Einleikari: Jean-
Yves Thibaudet. Stjórnandi: Kurt Masur. Um-
sjón: Ása Briem.
18.00 Kvöldfréttir.
18.25 Auglýsingar.
18.28 Illgresi og ilmandi gróður. (6:8).
18.52 Dánarfregnir og auglýsingar.
19.00 Íslensk tónskáld: Tryggvi M. Baldvins-
son. Monologues-Dialogues fyrir bassa-
klarínettu og kammersveit. Rúnar Óskarsson
leikur með Kammersveit Reykjavíkur; Bern-
harður Wilkinson stjórnar. Þrjár íslenskar
myndir fyrir blásarakvintett. Blásarakvintett
Reykjavíkur leikur.
19.50 Óskastundin.
20.35 Frakkneskir fiskimenn á Íslandi. Um
veiðar Frakka á Íslandsmiðum í 300 ár og
samskipti þeirra við landsmenn. Umsjón: Al-
bert Eiríksson. (Frá því á föstudag) (1:7).
21.15 Laufskálinn. Umsjón: Edda Jónsdóttir.
(Frá því á fimmtudag).
21.55 Orð kvöldsins. Edda Möller flytur.
22.00 Fréttir.
22.10 Veðurfregnir.
22.15 Úr kvæðum fyrri alda. Umsjón: Gunnar
Stefánsson. (Frá því á miðvikudag).
22.30 Teygjan. Heimstónlistarþáttur Sigtryggs
Baldurssonar. (Frá því í gær).
23.00 Í leit að glataðri vitund. (3:5)
24.00 Fréttir.
00.10 Útvarpað á samtengdum rásum
RÁS2 FM 90,1/99,9
00.10 Næturgalinn með Margréti Valdimars-
dóttur. 01.00 Fréttir. 01.03 Veðurfregnir
01.10Næturgalinn heldur áfram. 02.00 Fréttir.
02.03 Næturtónar. 04.30 Veðurfregnir. 04.40
Næturtónar. 05.00 Fréttir. 05.05 Næturtónar.
06.00 Fréttir. 06.05 Morguntónar. 06.45 Veð-
urfregnir. 07.00 Fréttir. 07.05 Morguntónar.
08.00 Fréttir. 08.05 Morguntónar. 09.00 Frétt-
ir. 09.03 Helgarútgáfan. Lifandi útvarp á líðandi
stundu með Margréti Blöndal. 10.00 Fréttir.
10.05 Helgarútgáfan. Lifandi útvarp á líðandi
stundu með Margréti Blöndal. 12.20 Hádeg-
isfréttir. 12.45 Helgarútgáfan. Lifandi útvarp á
líðandi stundu. 16.00 Fréttir. 16.08 Rokkland.
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson. (Aftur á þriðju-
dagskvöld). 18.00 Kvöldfréttir. 18.25 Auglýs-
ingar. 18.28 Tónlist að hætti hússins. 19.00
Sjónvarpsfréttir. 19.30 Fótboltarásin ásamt
Ragnari Páli Ólafssyni. Bein útsending frá leikjum
kvöldsins. 22.00 Fréttir. 22.10 Popp og ról.
Tónlist að hætti hússins. 24.00 Fréttir.
08.00 Morgunstundin
08.02 Sammi brunavörður
08.11 Fallega húsið mitt
08.20 Ketill
08.33 Magga og furðudýrið
ógurlega
09.00 Disneystundin
09.01 Stjáni
09.25 Sígildar teiknimynd-
ir
09.32 Sögur úr Andabæ
09.55 Hænsnakofinn
10.03 Matta fóstra og
ímynduðu vinirnir
10.25 Hlé
16.55 Í einum grænum e.
(8:8)
17.25 Út og suður e. (8:12)
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 Stundin okkar e.
18.25 Krakkar á ferð og
flugi Í Flatey er lítil álfa-
stelpa, Elísa Hafdís Haf-
þórsdóttir að nafni. Hún
skottast um eyjuna og lifir
í sínum eigin heimi. Hún
er æðarungamamma og
vinnukona hjá ömmu og
hjálpar henni við að baka
pönnukökur, sækja kart-
öflur út í matjurtagarð o.fl.
e. (6:10)
18.50 Elli eldfluga (4:7)
19.00 Fréttir, íþróttir og
veður
19.35 Kastljósið
20.00 Út og suður (9:12)
20.25 Napóleon (Napo-
léon) . (4:4)
22.00 Helgarsportið
22.15 Fótboltakvöld
22.30 Allir elska Alice
(Alla älskar Alice) Sænsk
verðlaunamynd frá 2002
um tólf ára stúlku og þau
áhrif sem ósætti foreldra
hennar hafa á hana. Leik-
stjóri er Richard Hobert
og meðal leikenda eru
Lena Endre og Mikael
Persbrandt.
00.25 Kastljósið e.
00.45 Útvarpsfréttir í dag-
skrárlok
07.00 Barnatími Stöðvar 2
12.00 Neighbours (Ná-
grannar)
13.50 Idol - Stjörnuleit
(Áheyrnarpróf í Vest-
mannaeyjum) (4:37) (e)
14.45 You Are What You
Eat (Mataræði) (4:8) (e)
15.10 Whoopi (Shout)
(4:22) (e)
15.35 William and Mary
(William and Mary 2) (4:6)
16.20 Apprentice 3, The
(Lærlingur Trumps) (4:18)
17.15 Einu sinni var Um-
sjónarmaður er Eva María
Jónsdóttir.
17.45 Oprah Winfrey (In-
side The Secret Lives Of
Hoarders)
18.30 Fréttir Stöðvar 2
19.15 Home Improvement
(Handlaginn heimilisfaðir
1) (22:22)
19.40 Whose Line Is it
Anyway? (Hver á þessa
línu?)
20.05 Kóngur um stund
Umsjónarmaður er Brynja
Þorgeirsdóttir og hún
fjallar um allar hliðar
hestamennskunnar í þætti
sínum. (6:18)
20.35 Cold Case 2 (Óupp-
lýst mál) Bönnuð börnum.
(21:23)
21.20 Twenty Four 4 (24)
Stranglega bönnuð börn-
um. (23:24)
22.05 Medical Inve-
stigations (Læknagengið)
Aðalhl. Neal McDonough
(Boomtown). (11:20)
22.50 Stardom (Ofboðslega
fræg) Leikstjóri: Denys
Arcand. 2000. Stranglega
bönnuð börnum.
0.30 The Mean Machine
(Krimmabolti) Leikstjóri:
Barry Skolnick. 2001.
Stranglega bönnuð börn-
um.
02.05 Fréttir Stöðvar 2
02.50 Tónlistarmyndbönd
13.05 Hnefaleikar (Arturo
Gatti - Floyd Mayweather)
Útsending frá hnefa-
leikakeppni í Atlantic City
sl. nótt. Á meðal þeirra
sem mætast: Arturo Gatti
og Floyd Mayweather.
14.05 Álfukeppnin (Und-
anúrslit (1A-2B)) Útsend-
ing frá undanúrslita-
leiknum í Nuremberg.
15.45 Álfukeppnin (Und-
anúrslit (1B-2A)) Bein út-
sending frá undanúrslita-
leiknum í Hanover.
17.50 Kraftasport (Sterk-
asti maður Íslands 2005)
Fyrri hluti.
18.20 Hnefaleikar (Arturo
Gatti - Floyd Mayweather)
Útsending frá hnefa-
leikakeppni í Atlantic City
sl. nótt. Á meðal þeirra
sem mætast: Arturo Gatti
og Floyd Mayweather
19.20 US Open 2005
(Bandaríska m.mótið) Frá
síðasta keppnisdegi á
meistaramótinu í golfi.
22.00 Landsbankamörkin
Mörkin og marktækifærin
úr áttundu umferð Lands-
bankadeildarinnar.
22.20 Álfukeppnin (Und-
anúrslit (1B-2A)) Útsend-
ing frá undanúrslita-
leiknum í Hanover.
06.00 8 Mile
08.00 Changing Lanes
10.00 Orange County
12.00 Dinner With Friends
14.00 Changing Lanes
16.00 Orange County
18.00 Dinner With Friends
20.00 8 Mile
22.00 Weekend, The
24.00 The Vanishing
02.00 Fear
04.00 Weekend, The
SJÓNVARPIÐ STÖÐ 2 SKJÁREINNI SÝN
STÖÐ 2 BÍÓ
13.15 Mad About Alice (e)
13.45 Burn it (e)
14.15 Dateline (e)
15.15 The Biggest Loser
(e)
16.15 Jack & Bobby (e)
17.00 Brúðkaupsþátturinn
Já (e)
18.00 Providence (e)
18.45 Ripley’s Believe it or
not! (e)
19.30 The Awful Truth
Michael Moore er frægur
fyrir flest annað en sitja á
skoðun sinni og það gerir
hann heldur ekki í hinum
frábæru þáttum The Aw-
ful Truth.
20.00 Worst Case Scen-
ario
20.50 Þak yfir höfuðið
21.00 Dateline Í þætti
kvöldsins segir frá lög-
reglustjóra sem var þekkt-
ur fyrir sanngirni en
hörku, sveigjanleika en
samkvæmni. Upp komst
að einhver legði á ráðin
með að drepa hann og var
unglingspiltur gripinn við
undirbúning morðsins. En
var hann hinn seki? Hver
stóð raunverulega að baki
áætluninni og af hverju?
21.50 Da Vinci’s Inquest
22.40 Flowers for Algernon
Dramatísk kvikmynd um
hin andlega fatlaða
Charlie sem er að reyna að
komast af í heiminum.
Hann kynnist konu sem
fer með hann í rannsókn
og samþykkt er að hann
fái að gangast undir að-
gerð sem muni auka
greindarvísitölu hans og
hæfni hans til náms. Með
aðalhlutverka fara
Matthew Modine og Ron
Rifkin.
00.10 Cheers (e)
00.40 Boston Public
01.20 John Doe
02.04 Óstöðvandi tónlist
19.00 David Letterman
20.00 Miami Uncovered
Bönnuð börnum.
21.00 Newlyweds
(Chicken By the Sea) Í
þessum þáttum er fylgst
með poppsöngkonunni
Jessicu Simpson og eig-
inmanni hennar Nick
Lachey. (1:30)
21.30 Newlyweds
(Dancers) Fylgst með
poppsöngkonunni Jessicu
Simpson og eiginmanni
hennar Nick Lachey.
(2:30)
22.00 Road to Stardom
With Missy Elliot (We can
make some Celine Dion
money) American Idol
komið í hip-hop búning-
inn. Raunveruleikaþáttur
með Missy Elliot þar sem
13 ungmenni berjast um
að verða næsta hip-hop/
R&B-stjarna Bandaríkj-
anna. Keppendurnir fara í
10 vikna hljómleikaferð
með Missy og auk þess að
þurfa að keppa hvort við
annað um sigurverðlaun-
in, þurfa þau að búa sam-
an allan tímann. (1:10)
23.00 David Letterman
ÞAÐ er ofboðslega mikið
framboð af erlendum fram-
haldsþáttum í íslensku sjón-
varpi. Það er af sem áður var
að þjóðin horfði öll á sömu
þættina, Derrick á þriðjudög-
um, Dallas á miðvikudögum
og Húsbændur og hjú á
sunnudögum.
Ég hélt alltaf að það væri
undir hælinn lagt á hvaða
þætti ég horfi en við nafla-
skoðun kom ákveðið mynstur
í ljós – ég dregst að töffurum.
Það er ekkert skrýtið. Það
jafnast ekkert á við svala
menn í sjónvarpi.
Af þessum sökum hef ég
ekki ánetjast tveimur umtöl-
uðustu framhaldsþáttum síð-
ustu ára, Sopranos og 24. Að-
alhetjurnar eru einfaldlega
ekki nógu svalar fyrir minn
smekk. Mafíósinn í Sopranos,
sem fjöldi fólks heldur ekki
vatni yfir, er alveg yfir-
gengilega óspennandi kar-
akter. Andhetja. Svo er tal-
andinn alveg óþolandi.
Sömu sögu er að segja um
Kiefer Sutherland. Karakter
hans í 24 er alltof slæmur á
taugum til að gaman sé að
fylgjast með honum. Svo
skilst mér að ekki megi missa
úr þátt, þá rofni þráðurinn.
Það er ómögulegt.
En hvaða þáttum fylgist ég
með? Hvar eru töffararnir?
Fyrst ber að nefna Óupp-
lýst mál (Cold Case). Þátt um
Lilly Rush og félaga í lögregl-
unni í Fíladelfíu sem sérhæfa
sig í því að dusta rykið af
gömlum og óupplýstum
morðmálum. Kathryn Morris
leikur Lilly Rush. Hún er
fæddur töffari. Svo svöl að
þegar hún tekur til máls frýs
allt hennar nánasta um-
hverfi. Lilly Rush var afskipt
í æsku. Af því stafar kuldinn.
En réttsýn er hún. Og dreng-
ur góður þegar á reynir.
Mergjaður töffari.
Annar svalur maður að
upplagi er gamla kempan
Mark Harmon í hlutverki
Jethro Gibbs í Glæpadeild
sjóhersins (Navy NCIS).
Þetta er heldur lakari þáttur
en Óupplýst mál en Harmon
er alltaf ómaksins virði. Eðal-
töffari af gamla skólanum.
Taye Diggs, sem leikur
hinn flauelsmjúka Kevin Hill,
er töffari af allt öðrum toga.
Gott dæmi um það að metró-
menn geta líka verið töffarar.
Síðast en ekki síst verður
að nefna svalasta manninn nú
um stundir, David Caruso.
Hann leikur réttarrannsókn-
arlögreglumanninn Horatio
Caine í CSI: Miami. Caine tal-
ar í stuttum, hnitmiðuðum
setningum – hvert orð hefur
tilgang – og leysir gátur af
aðdáunarverðu fumleysi. Það
stendur enginn uppi í hárinu
á honum. Og talandi um hár.
Caruso er óvenjuleg sjón-
varpsstjarna – hann er rauð-
hærður. Sú tegund manna
hefur átt erfitt uppdráttar á
skjánum en nú hlýtur Caruso
að hafa rutt brautina.
Tími til kominn!
LJÓSVAKINN
Lilly Rush: Svalari en haust-
kvöld í Reykjavík.
Svalir menn í sjónvarpi
Orri Páll Ormarsson
LÁTTU það eftir þér að vaka
framyfir miðnætti og stilla á
Skjá einn því þessir dásamlega
fyndnu gamanþættir, með
Norm, Cliff, Sam, Cörlu og co.,
hafa nákvæmlega ekkert elst.
Þeir eru sígildir.
EKKI missa af…
SIRKUS
ÚTVARP Í DAG
… Staupasteini
FJARLÆG pláneta nefnist
tveggja klukkustunda lang-
ur þáttur sem sýndur er í
kvöld á Discovery-sjónvarps-
stöðinni. Í þeim þætti er velt
vöngum yfir mögulegu lífi á
öðrum fjarlægum plánetum
utan sólkerfisins og hvernig
Jörðin og jarðarbúar kunna
að líta út í augum hinna fjar-
lægu lífvera.
Sett er á svið ferðalag til
fjarlægrar ímyndaðrar plán-
etu sem nefnist Darwin 4.
Þegar þangað er komið má
augljóslega greina að kvik-
myndagerðarmenn hafa
fengið að láni íslenskt lands-
lag, í þeim tilgangi að gefa
um það hugmynd hvernig
landslagið kann að vera á
fjarlægum plánetum. Leitað
er svara og álits hjá breiðum
hópi fræðimanna og frægra
áhugamanna um himingeim-
inn og líf á öðrum hnöttum,
m.a. hjá Stephen Hawking,
Michio Kaku, J. Craig Vent-
er og George Lucas höfundi
Stjörnustríðsmyndanna.
Alien Planet á Discovery-stöðinni
Alien Planet er á Discov-
ery-stöðinni á Breiðband-
inu og Digital Ísland kl. 19.
Íslenskt landslag á fjarlægum plánetum?
Hvernig sér þessi framandi
skepna okkur mannfólkið?