Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 43
MINNINGAR
✝ Jóhann Kr. Eyj-ólfsson fæddist
12. otkóber 1914.
Hann lést á Hlévangi
í Keflavík hinn 18.
júní síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Eyjólfur Jóhannsson
skipstjóri, f. 12.2.
1881 í Melshúsum á
Seltjarnarnesi, d.
5.1. 1933 í Sand-
gerði, og Gíslína
Gísladóttir hús-
freyja, f. 19.7. 1891 í
Dalbæ í Gaulverja-
bæjarhreppi í Árnes-
sýslu, d. 3.9. 1959 í Sandgerði.
Systkini Jóhanns eru Ingibjörg
Steinunn, f. 23.9. 1916, d. 18.12.
2000, Ása, f. 13.4. 1918, Gísli, f.
12.2. 1920, Ingjaldur Geir, f. 29.5.
1921, lést á unga aldri, Gyða Eyj-
ólfsdóttir, f. 17.6. 1923, Skúli, f.
14.8. 1924, d. 5.12. 2000, og Garð-
ar, f. 29.9. 1930, d. 6.3. 1994.
Hinn 11.2. 1961 kvæntist Jó-
hann Jóhönnu Kr. Einarsdóttur,
f. 13.8. 1917, d. 20.1. 1997. For-
eldrar hennar voru Anna Soffía
Jóhannsdóttir, f. 24.9. 1870, d.
22.10. 1956 á Litlu Ásgeirsá í
Víðidal í V-Húnavatnssýslu, og
Einar Jónsson, f. 11.9. 1862, d.
18.1. 1931, frá Ysta-
Skála undir Eyja-
fjöllum. Börn Jó-
hanns og Jóhönnu
eru: 1) Hörður, raf-
virkjameistari, f.
8.5. 1936, maki
Ragnheiður Ragn-
arsdóttir. Hörður á
fjögur börn. 2) Erla,
húsmóðir, f. 3.3.
1940, maki Maríus
Gunnarsson og eiga
þau fimm börn.
Einnig gekk Jóhann
Önnu Soffíu, f.
20.11. 1952, d. þann
17.1 2003, í föðurstað og ól hana
upp, maki hennar er Konráð Sig-
urjónsson og eiga þau þrjú börn,
og einnig ólst upp hjá þeim hjón-
um elsta barnabarnið þeirra, Jó-
hann Kr. Harðarson, maki hans
er Sólrún Símonardóttir. Jóhann
á þrjú börn.
Jóhann ólst upp í foreldrahús-
um og vann við vélgæslu sem
hann hafði réttindi til. Árið 2001
fluttist Jóhann að Hlévangi í
Keflavík, þar sem hann dvaldist
þar til að hann lést.
Útförin var gerð frá Hvalsnes-
kirkju föstudaginn 24. júní og fór
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Liðinn farsæll lífsins dagur,
leiðir skilja, afi kær.
Allar þínar góðu gjafir,
geymi ég og blessa þær.
Allt frá fyrstu æskudögum,
átti ég með þér samleið hér.
Kynntist ungur kærleik þínum,
kynnin urðu dýrmæt mér.
Þér ég þakka, elsku afi,
allar ljúfar stundir hér.
Leiðsögn þín á lífsins vori,
lifir traust í hjarta mér.
(Ingibjörg Sig.)
Þráinn Maríusson
og fjölskylda.
JÓHANN KR.
EYJÓLFSSON
Það var eitt sinn
þegar ég var í sveit-
inni hjá ömmu og afa
í Skálholti að ég kom
grátandi inn til Stínu
frænku um miðja nótt. Ég var með
textabrotið ,,eitt sinn verða allir
menn að deyja“ úr laginu Sökn-
uður eftir Vilhjálm Vilhjálmsson
og Jóhann Helgason, fast í huga
mér og var það að brjótast um í
mér. Ég var þá um tíu ára gamall
og spurði Stínu hvort það væri
virkilegt að afi þyrfti líka að deyja.
Hún sagði að það liði undir lok hjá
okkur öllum. Þetta var ein af þeim
stundum sem ég fattaði alvöru lífs-
ins, afi, mitt uppáhald, átti eftir að
deyja. Ég svaf ekkert meira þá
nóttina af ótta við þann dag er afi
yrði allur.
Það var svo á fjarlægum slóðum
sem ég fékk þær fréttir að það
væri orðið að veruleika sem ég ótt-
aðist í æsku minni, afi minn dó.
Tilfinningar mínar voru blendnar,
BJÖRN
ERLENDSSON
✝ Björn Guðmund-ur Erlendsson
fæddist á Brekku í
Biskupstungum 20.
apríl 1924. Hann lést
á Heilbrigðisstofnun
Suðurlands 18. júní
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Skálholtskirkju 24.
júní.
ég var feginn að hann
fór með reisn fyrst
svona þurfti að fara,
en söknuðurinn er
mikill.
Afi var og verður
mín helsta fyrirmynd,
fyrirmynd sem ég
gæti ekki verið
heppnari með. Ég
held að afi hafi verið
óumdeilt góðmenni,
hjartahlýr maður sem
vildi öllum vel, talaði
vel um alla og gerði
aldrei vandræði úr
neinu. Afi var ótrú-
lega klár, framúrskarandi náms-
maður og vel að sér. Eitt sinn
heyrði ég það frá manni sem til afa
þekkti að hann hefði aldrei hitt
mann sem var jafn vel að sér um
svo ótrúlega marga hluti eins og
afi. Þannig var afi, maður kom
aldrei að tómum kofunum hjá hon-
um. Hann vissi upp á hár hvað
maður var að gera og það var
hægt að tala við hann um það á
vitrænum nótum hvort sem það
var nám, starf eða áhugamál. Afi
var hamingjusamasti maður sem
ég hef kynnst, það er líklega hún
amma sem átti stærsta þáttinn í
því. En hann var vel giftur, mann-
eskju sem geislar af fegurð að ut-
an sem innan, kraftmikil og fynd-
in. Afi var ótrúlega skotinn í henni
ömmu, hamingjan og ástin skein
úr augum hans þegar hann horfði
til hennar. Afi og amma áttu óend-
anlega marga vini, það var alltaf
fullt hús af gestum hjá þeim bæði í
Skálholti og á Selfossi. Þeim leið
best innan um margt fólk, það var
höfðinglegt að sækja þau heim.
Afi kunni ekki að segja nei,
hann hugsaði alltaf fyrst um aðra
og svo síðast um sjálfan sig, eitt-
hvað sem fleiri mættu taka sér til
fyrirmyndar. Hann var auðmjúkur
og hógvær, hann sóttist ekki eftir
vegtyllum þótt honum hafi hlotn-
ast þær. Hann var áhugamaður
um að bæta það samfélag sem
hann var hluti af og tók því að sér
ýmis trúnaðarstörf.
Afi var mikill fjölskyldumaður,
honum leið aldrei betur en með
okkur sem flest í kringum sig.
Undir það síðasta kom ég nokkr-
um sinnum með Maríönnu Mist
dóttur mína á Selfoss. Það var
ómetanlegt að sjá hvernig hann
hresstist við og geislaði við að sjá
okkur, en Maríanna var mjög
hænd að honum, rétt eins og ég,
þrátt fyrir ungan aldur. Í framtíð-
inni þá mun ég segja Maríönnu
sögur af langafa sínum. Frá fyr-
irmynd minni sem ég er svo stolt-
ur af og þakklátur fyrir að hafa
fengið að kynnast.
Afi hélt andlegum styrk sínum
til dauðadags og geislaði af ham-
ingju. Ég held að það sé ekki hægt
að kveðja þennan heim á betri og
fallegri hátt en hann gerði. Hald-
andi í höndina hennar ömmu, bú-
inn að kveðja alla, búinn að skipu-
leggja jarðarförina, sáttur og
hamingjusamur.
Ingi Björn Sigurðsson.
Inn í eilífðina ertu farinn,
elsku vinur minn.
Man er þú þig seinast
kvaddir
í mínum huga óma gleðiraddir.
Brosið sem ætíð var á vörum þínum
man ég í huga mínum.
Mun ég þín ætíð sakna
og af draumi slæmum ég muni vakna.
Skarpi, elsku vinur minn, mundu
bara að ég elskaði þig rosalega og þú
varst einn fárra sem ég gat alltaf
SKARPHÉÐINN
KRISTINN
SVERRISSON
✝ SkarphéðinnKristinn Sverris-
son fæddist í Reykja-
vík 25. nóvember
1981. Hann lést af
slysförum 27. maí
síðastliðinn og var
jarðsunginn frá
Laugarneskirkju 8.
júní.
talað við og treyst.
Vildi ekki trúa því
þegar þú fórst og vil
enn ekki trúa því. Hver
á núna að vera sá sem
fær mig alltaf til að
brosa og hlæja?
Ég mun hitta þig
seinna, elsku vinur, þar
til þá bið ég fyrir
kveðju.
Þín vinkona,
Sveinbjörg Inga
Leifsdóttir.
Þá er komið að
kveðjustund, kæri vinur. Þú ert horf-
inn á braut og við erum skilin eftir
með sárt hjarta og endalausar
spurningar. Hvernig á maður að
skilja allar þessar tilfinningar? Við
bíðum alltaf eftir því að þú mætir í
vinnuna og við hugsum með okkur að
þetta sé allt vondur draumur eða lé-
legur brandari. Þetta er víst raun-
veruleikinn eins kaldur og óheflaður
og hann getur verið.
Skarpi, eins og hann var alltaf
kallaður af okkur, var mættur á
hverjum morgni með bros á vör og
strax farinn að reyta af sér brand-
arana. Það var alltaf gleði þar sem
þú komst nálægt, og alltaf þetta
stóra og mikla hvolpabros. Það var
alveg sama hvað var, þú varst alltaf
til staðar og tilbúinn til að hjálpa og
hlátur þinn og grettur gátu alltaf
breytt slæmum degi yfir í góðan.
Vinnustaðurinn verður ekki sá sami
án þín. Þó þú sért farinn af þessari
jörð munt þú alltaf lifa í hjörtum
okkar allra. Þín verður sárt saknað.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er verr.
Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um,
gleymt okkur með blómunum.
Er rökkvar ráðið stjörnumál.
Gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niður á strönd.
Fundið stað, sameinað beggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin,
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það en samt ég verð að segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar.
Ég reyndar sé þig alls staðar.
Þá napurt er, það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhj. Vilhj.)
Kæri Sverrir og fjölskylda, við
vottum ykkur okkar dýpstu samúð á
þessum erfiðu tímum. Megi Guð
vera ykkur stoð og styrkur.
Þínir vinir í útkeyrsludeild Ís-
landspósts,
Inga Rúna, Haukur, Einar
Ingi, Guðrún, Anna, Arnrún,
Sveina og Ingunn.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa
og langafa,
JÓNS HALLGRÍMSSONAR,
áður til heimils
að Kleppsvegi 28, Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa hjúkrunar- og
starfsfólki Vífilsstaða og Ólafi Þór Gunnarssyni
lækni.
Sigurgrímur Jónsson, Sigrún Scheving,
Erlen Jónsdóttir, Matthías Gíslason,
Elín Jóna Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Útför elskulegs eiginmanns míns, föður, afa
og bróður,
PÁLS MARELS JÓNSSONAR,
Lækjasmára 4,
sem lést laugardaginn 18. júní sl., fer fram frá
Digraneskirkju þriðjudaginn 28. júní kl. 13.00.
María Ásgeirsdóttir,
Jón Pálsson,
Páll Marel Jónsson
Jakob Einar Jónsson,
og systkini hins látna.
Innlegt þakklæti til allra þeirra, sem sýndu hlý-
hug og stuðning vegna veikinda og andláts
móður minnar og ömmu,
INGIBJARGAR ANDRÉSDÓTTUR
(Diddu í Síðumúla),
Dvergholti 4,
Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild
Landakotsspítala fyrir einstaka umönnun.
Ingibjörg Eggertsdóttir,
Hjalti Stefán Kristjánsson,
Andrea Kristjánsdóttir.