Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 27 Stangveiðimenn Frá 1. júlí og um óákveðinn tíma verður ekki leyfð veiði í Bugðu, Hólmsá og Suðurá vegna átaks í fiskræktarmálum í ánum. Veiðifélag Elliðavatns. Uppi á vegg í hlýlegu veiði-húsinu við Minnivallalæk íLandsveit er innrömmuðtímaritsgrein eftir bresk- an blaðamann sem spyr hvort Minnivallalækur sé best geymda urriðaleyndarmál í heimi. Inni í stofunni situr maðurinn sem sagt er að hafi uppgötvað þenna yfirlæt- islausa en leyndardómsfulla læk og komið honum á kort veiðimanna, innlendra sem erlendra. Út um gluggann sér yfir Húsabreiðuna, efsta veiðistað árinnar, en þar hafa ófá ævintýri gerst við þurr- fluguveiðar. „Það er lúxus að geta veitt sér að vera hérna – útivistin er svo skemmtileg. Ég hef verið að koma hingað í 23 ár,“ segir Jóhannes Sig- marsson og brosir við blaðamanni. Jóhannes bast Minnivallalæk sterk- um böndum strax þegar hann hóf veiðar í honum og nú er hann í nokkra daga í Landsveitinni með fríðum flokki vina og skyldmenna, þar á meðal einu af átta langafa- börnum. Fyrir tveimur mánuðum datt Jóhannes svo illa að hann er enn nánast ófær til gangs og getur lítið staðið við veiðarnar að þessu sinni. Þótt hann beri sig vel þykist ég vita að hann vildi geta rölt um bakkana með veiðifélögunum og kastað fyrir stórvaxna urriða. Bara smá bröndur „Þegar ég kom fyrst til Ásgeirs Auðunssonar á Minnivöllum og spurði hvort ég mætti veiða í lækn- um, þá sagði hann: Það er enginn fiskur í læknum, bara smá bröndur! Ég spurði hvort ég mætti samt ekki prófa – það þróaðist uppí þetta. Stærsti fiskur sem ég hef fengið hér var rúm 17 pund. Feikna bolti! Og ég hef fengið þó nokkuð af 12, 13 punda urriðum. Það er ótrúlegt hvað hægt er að fá stóra fiska hérna. Ég hef komið hingað á hverju sumri í 23 ár – og stundum þrisvar á sumri. Við höfum líka kynnst in- dælis fólki á bæjunum hér. Fyrsta skiptið sem ég kom þá var ég alveg eins og glópur. Þá fékk ég einn, ég held hann hafi ver- ið þrjú pund. Svo labbaði ég einu sinni frá ósnum og hingað, kíkti á alla staði sem mér datt í hug að at- huga – og sá bara fisk á hverjum einasta stað. Maður sat eiginlega einn að hit- unni fyrstu árin.“ Margt hefur breyst síðan Jó- hannes byrjaði að renna í lækinn. „Það trúði því enginn að það væri einhver fiskur í þessu! Guðni hreppstjóri á Skarði kom einu sinni til mín, þegar ég var að veiða hérna. „Hvernig gengur þér?“ sagði hann „Mér? Mér gengur alveg skín- andi vel,“ sagði ég. „Hefurðu fengið eitthvað?“ „Ég skal lofa þér að sjá í skott- ið.“ Þá var ég með sex eða sjö bolta- fiska. „Er þá einhver fiskur í þessu!“ sagði hann undrandi. Nei, þetta var ekkert reynt.“ Yfir 17 pund Jóhannes segir eina ástæðuna fyrir þessum vænleika urriðans í læknum án efa vera gott æti. „En Þjórsárurriðinn sem gengur upp, og er ljósari en staðbundni fisk- urinn, kemur alveg sílspikaður úr Þjórsánni. Sjáðu muninn á þeim,“ segir Jóhannes og bendir uppá veggi stofunnar. Þar hanga tveir uppstoppaðir urriðar, í 17–18 punda flokknum. Annar miklu mun dekkri. „Þröstur Elliðason, sem hefur nú leigt lækinn um árabil, var að spyrja mig hvað sá stóri sem ég fékk hafi verið langur. Ég sagði honum það. „Þá hefur hann verið meira en 17 pund,“ sagði hann. Það eru ein tólf ár síðan ég fékk þann fisk.“ – Var ekki erfitt að togast á við hann? „Ég var orðinn þreyttur. Þetta er eins og að setja í stórlax, nema urr- iðinn gefst fyrr upp. Sigurður Waage tengdasonur minn fékk einn hér fyrir tveimur árum sem miðað við lengd hefur verið 18 til 19 pund. Honum var sleppt aftur en viðureignin var tek- in upp á myndband. Maður lifir fyrir þetta núna, kominn á gamals aldur,“ segir Jó- hannes og ljómar upp. „Fyrst þegar ég kom var ekki nafn á einum einasta hyl. Ég var að nefna þetta eftir því sem mér fannst, nefndi til dæmis einn hyl hér niðurfrá Hrosshyl en því var breytt í Hesthyl. En nú er veitt hér og sleppt. Ég hef bara hirt fisk í soðið.“ – Nú er þetta orðin vinsæl veiðiá og það er líklega þér að kenna að einhverju leyti. Hann hlær. „Sjálfsagt hefur það verið. Það fréttist svo hratt út þeg- ar ég fór að veiða eitthvað hérna. Þegar ég var að koma heim til Keflavíkur þá var strax farið að spyrja hvort ég hafi verið að koma héðan. Ef svo var, var ég spurður hvernig hafi gengið. Ég gat ekki sagt annað en vel, enda var ég kannski með 15, 20 stórurriða. Nú hef ég fyrir reglu að tala við Þröst fyrir áramót og festa mína daga. Við höfum verið með þetta holl um tíunda júní í mörg ár og svo er líka gott að vera hér um miðjan ágúst. Rétt áður en fer að rökkva þá tekur hann vel. Svo get- ur oft verið gott að veiða snemma á morgnana. En hver einasti hylur er fullur af fiski, stundum tekur hann bara illa.“ Ekki burðugur með fluguna Hverjir skyldu vera eftirlætis veiðistaðir Jóhannesar í læknum? „Hólmakvíslarnar eru mitt uppá- hald. Það er djúpt þar, fiskurinn á alveg jafn mikla möguleika á að sleppa og ég að ná honum. Svo er það Guðbrandshylur. Ég er voða- lega hrifinn af honum og fæ eig- inlega alltaf fisk þar. Fyrir neðan brú eru Hesthylurinn, Túnhylur og fleiri skemmtilegir staðir.“ Jóhannes segir að hér áður fyrr hafi verið leyft að veiða þarna á maðk og spún en nú sé það bara fluga. „Ég var ekki burðugur fyrst þegar ég var að reyna fluguna. En svo hefur það gengið ágætlega. Ég lærði mest austur í Laxá í Þing., hjá Jóhannesi Kristjánssyni. Ég var að flækjast um allt í veiði í gamla daga. Ég fór óskaplega mik- ið í veiði.“ – Þú nefndir flugurnar. Hverjar hafa reynst þér best hér? „Ég hnýti allar mínar flugur sjálfur.Og ég nefni þær yfirleitt ekki neitt. En mér hafa reynst vel hér svartar flugur og mjög dökkar. Maður dundar við að hnýta á vet- urna.“ – Fórstu mikið í Laxá? „Það var orðið svo dýrt að fara þangað að ég guggnaði á því. Þá fór ég aðallega hingað. Svo fór ég oft norður í Svínadal í Húnavatnssýslu og veiddi í vatninu. Fékk oft ágæta urriða þar, og líka fallegar bleikjur. Þetta er allt orðið svo breytt. Nú kemst maður hvergi í veiði nema greiða stórfé fyrir. Þetta hefur breyst alveg svakalega. Á smá tíma. En mér hefur alltaf þótt svo gott að vera úti í náttúrunni – svo er hún rík í manni þessi veiðidella! Fyrst þegar ég fór í Laxá á Ás- um, þá kostaði einn dagur þar sjö daga laun verkamanns. En það kostar heldur betur núna. Það geta fáir venjulegir menn stundað þetta. Verðið er svo hátt og svo finnst mér þetta allt orðið full ópersónulegt. Það sem ég sakna hvað mest er að kynnast ekki fólk- inu sem er með veiðiréttinn.“ Morgunblaðið/Einar Falur Benedikt Geir Jóhannesson, barnabarnabarn Jóhannesar, rýnir í flugubox meðan einn veiðifélaginn kastar á Arnarhólsbreiðu. Eftir Einar Fal Ingólfsson veidar@mbl.is Í DAG er rætt við veiðimanninn Jó- hannes Sigmars- son við Minni- vallalæk. Jó- hannes, sem er 75 ára gamall, fæddist í Vest- mannaeyjum, ólst upp á Sval- barðseyri en hef- ur verið búsettur suður með sjó í ára- tugi. „Ég er búinn að vera í veiðiskap síð- an ég var smá polli,“ segir Jóhannes og bætir við að hann hafi verið á sjó árum saman og það sé líka veiðimennska. „Sem polli fór ég á bryggjuna á Sval- barðseyri að veiða vorbleikju sem var að ganga í Eyjafjarðarána. Þar var oft töluvert af fiski – mikið af þriggja, fjög- urra punda bleikju.“ Í vorbleikju á bryggjunni STANGVEIÐI | VEITT MEÐ JÓHANNESI SIGMARSSYNI Í MINNIVALLALÆK Hver einasti hylur fullur af fiski
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.