Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ B aldvin Jónsson var frum- kvöðull í skemmtanalíf- inu, flutti inn heims- fræga tónlistarmenn og stóð fyrir margs konar skemmtanahaldi löngu áður en hann varð tvítugur. Hann var um árabil auglýsingastjóri Morgunblaðsins og fékkst síðan við rekstur ljósvaka- miðla. Í nokkur ár stóð Baldvin fyrir fegurðarsamkeppnum. Á þeim árum urðu tvær íslenskar stúlkur alheims- fegurðardrottningar með tilheyrandi kynningu á Íslandi um allan heim, svo eitthvað sé nefnt. Margir ráku upp stór augu þegar Baldvin skipti enn um starfsvettvang og gerðist verkefnisstjóri Áforms. Þar fór hann að vinna lambakjöti og öðrum afurðum bænda nýja markaði erlendis. Baldvin er ekki einungis að kynna lambakjöt, skyr, smjör og osta. Hann er að vekja athygli á Sjálfbæru Ís- landi – ímynd hins ómengaða lands í ysta norðri þar sem ferskir vindar blása og féð gengur villt frá vori til hausts. Þar sem sjómaðurinn og bóndinn sækja fisk í sjó og fé af fjalli eins og gengnar kynslóðir frá því land byggðist. Hið Sjálfbæra Ísland er fyrirtæki, hlutafélag þegnanna. Til að því vegni vel verða allir hluthaf- arnir að leggja sig fram og vinna saman. Hlutafélagið á að skila góðum arði og þegnarnir eiga allir að njóta hans. Það á ekki síst við um frum- framleiðendur matvælanna, sjómenn og bændur. Þeir eiga að bera meira úr býtum en þeir gera nú. Ef þeir fá ekki sanngjarna umbun fyrir vörur sínar leggjast þessar atvinnugreinar af, og þar með heilu landsvæðin. Þá vofir yfir sú hætta að við glötum upp- runa okkar. Hið sjálfbæra Ísland Lykillinn að markaðssetningu ís- lenskra landbúnaðarvara og jafnvel sjávarfangs í náinni framtíð, að mati Baldvins, er hugtakið „Sjálfbært Ís- land“ eða „Sustainable Iceland“ eins og það verður kynnt í Bandaríkj- unum á komandi hausti. Það er einn- ig yfirskrift stefnumótunar sem Baldvin telur að eigi að vera aðal „Ís- lands hf.“ á alþjóðamarkaði. „Ísland er fínt fyrirtæki. Heiti þess er gott, bæði fyrir ferðaþjónustu og matvælaframleiðslu. Kalt og ferskt,“ segir Baldvin. „Ísland er sjálfbært land sem framleiðir matvæli, sjáv- arfang og landbúnaðarafurðir, á sjálfbæran hátt. Ferðaþjónusta er veitt í sátt við umhverfið, náttúruna og dýrin. Við eigum að setja markið hátt og verða fyrsta sjálfbæra land veraldar. Áform vakti athygli íbúa í Hrísey og Snæfellsbæ á mikilvægi sjálfbærrar nýtingar á sínum tíma. Fólkið á þessum stöðum hefur sann- að hvað hægt er að gera ef vilji er fyrir hendi og samstaða næst.“ Baldvin bendir á ýmsa innviði ís- lensks þjóðfélags sem styðja sjálf- bærni landsins. „Við höfum fisk- veiðistjórnunarkerfið sem verndar fiskstofnana og miðar að því að koma á jafnvægi í hafinu. Við höfum nýtil- komna gæðastýringu í landbúnaði, sem tekur tillit til sjálfbærni. Orkan sem við notum er að stórum hluta græn. Fámenni og lega landsins fjarri þéttbýlum löndum tryggir því hreinleika. Íslendingar eru almennt vel menntaðir, hafa áhuga á og þykir vænt um umhverfi sitt: Búfjárstofnar okkar hafa varðveist hreinræktaðir í meira en þúsund ár og eru einstakir í heiminum. Kindurnar, kýrnar og hestarnir eru sérstaða Íslands. Fólk fær úrvalsvöru í öllum greinum ís- lensks landbúnaðar úr dýrastofnum sem hvergi annars staðar eru til.“ Draumur Baldvins er að Ísland verði þekkt um allan heim sem upp- spretta heilnæmrar gæðafæðu. Landið er lítið og getur aldrei brauð- fætt allan heiminn, en við getum framleitt „lítið fyrir mikið“. Baldvin segist keppa að því að íslenska lamb- ið verði svo eftirsótt erlendis „að fólk standi með tárin í augunum og spyrji hvenær lambið komi“. Sama gildir um íslenska fiskinn, smjörið, skyrið og ostana. Baldvin segir að erlendur verk- smiðjubúskapur hafi víða næstum gengið af hefðbundnum landbúnaði dauðum. Í kjölfarið hafi fylgt margs- konar erfiðleikar, sjúkdómar og minnkuð tiltrú á hollustu landbún- aðarvöru. Með verksmiðjubúskap sé traðkað bæði á velferð dýranna og umhverfinu. Baldvin segir að í Bandaríkjunum beinist nú sjónir æ fleiri til „gamaldags“ landbúnaðar sem stundaður sé á bændabýlum, líkt og hér á landi, blönduðum fjöl- skyldubúskap, því í slíkum landbún- aði sé fæðuöryggið mest. Baldvin hefur aðallega beint mark- aðsstarfi sínu að Bandaríkjunum. Hann segir að mun meira svigrúm sé til að flytja búvörur þangað en til Evrópusambandsins. Í Bandaríkj- unum þurfi að uppfylla almenn skil- yrði en þar séu ekki sams konar inn- flutningskvótar og tollamúrar og í ESB. Þar vestra hefur aðallega verið herjað á kröfuharðan markað á aust- urströndinni, allt frá Boston og suður til Miami. „Ef við náum fótfestu þar, er lík- legt að við náum fótfestu annars staðar í Bandaríkjunum og í Evrópu. Hvar sem við komum með vörur okk- ar á forsendum sjálfbærni, hreinleika og gæða, er þeim tekið mjög vel.“ Vaxandi útflutningur Baldvin var ráðinn verkefnisstjóri átaksverkefnisins Áforms 1996. Til var ágæt þekking á að flytja út fryst kjöt allan ársins hring á almennu heimsmarkaðsverði. Það er svo lágt að það dugar ekki bóndanum. Þá var farið að leita markaða sem væru reiðubúnir að greiða hærra verð fyrir lúxusafurðir. Þetta var fyrst unnið í samstarfi við Goða en síðan varð Norðlenska samstarfsaðili og lamba- kjötið til útflutnings hefur verið unn- ið í sláturhúsi Norðlenska á Húsavík. „Þeir hafa lagt sig verulega fram við að ná stöðugleika og miklum gæð- um í framleiðslunni,“ segir Baldvin. „Á síðasta ári komu ekki upp nein vandamál í framleiðslu, pökkun og frágangi afurðanna. Það hefur tekist að lengja geymsluþol fersks kjöts í pakkningum í allt að 90 daga frá pökkunardegi. Við getum ábyrgst það í 60 daga.“ Magn útflutts lambakjöts á Bandaríkjamarkað hefur aukist ár frá ári. Verslunum sem selja kjötið hefur fjölgað og æ fleiri neytendur komast að því að af þessu kjöti sé öðruvísi bragð og það sé ekki eins feitt og bandarískt lambakjöt. „Ég hef ekki sagt að íslenskt lamb sé besta lambakjöt í heimi, því smekkur er afstæður, en þeir verða æ fleiri sem finnst það íslenska betra en ann- að lambakjöt,“segir Baldvin. „Með því að selja lambið sem ferskvöru á haustin, fram að jólum, skapast ákveðin sérstaða. Samtímis erum við að leita leiða til að selja frystar afurð- ir árið um kring. Þar horfum við einkum á veitingahúsamarkaðinn þar sem eru fagmenn sem kunna að þíða kjöt og verka það. Einnig er mögu- legt að framleiða tilbúna rétti sem hafa má til sölu árið um kring. Í fyrra var selt kjöt til Bandaríkj- anna sem jafngilti 210 tonnum í heil- um skrokkum. Það er auðvitað lítið magn, en hefur verið að aukast stöð- ugt ár frá ári og ég tel mig fullvissan um að svo verði áfram.“ Innviðir styrktir í innflutningi Náðst hafa samningar við Whole Foods Market (WFM) verslanakeðj- una um sölu á lambakjötinu. Þessi verslanakeðja er í fremstu röð versl- ana sem selja lífrænar afurðir og þær sem framleiddar eru með sjálf- bærum hætti. Í fyrra seldu 110 WFM-verslanir lambakjöt og þær verða enn fleiri í haust. Árið 2010 verða verslanirnar orðnar 300 tals- ins. „Í haust verða 32 WFM- verslanir einungis með íslenskt lambakjöt á boðstólum frá ágúst fram að síðasta fimmtudegi nóv- ember, á þakkargjörðardag. Þær hafa tilkynnt öðrum framleiðendum lambakjöts um þessa ákvörðun. Með þessu ætla þeir að styrkja ímynd ís- lenska lambakjötsins enn frekar. Það má reikna með að verslunum sem gera þetta fjölgi á komandi árum,“ sagði Baldvin. Verið er að koma saman teymi til að koma fleiri framleiðsluvörum, sem uppfylla skilyrði um sjálfbæra fram- leiðsluhætti, á markað. „Í þessu teymi höfum við bandaríska aðila sem eru tilbúnir til að annast allt inn- flutningsferlið. Innflutningsreglur til Bandaríkjanna eru mjög flóknar. Annað teymi sér um að sækja vör- urnar í innflutningshöfn, geyma þær og annast dreifinguna. Það fyrirtæki er með frysti-, kæli- og þurr- geymslur. Helstu viðskiptavinir þess eru góð veitingahús og vandaðar verslanir. Þá erum við í samvinnu við markaðsfyrirtæki sem þjónar ýms- um íslenskum fyrirtækjum. Starfs- menn þess eru farnir að fá innsýn í ís- lenska menningu og hvernig við gerum hlutina. Mikilvægastar eru svo verslanir WFM. Við tökum mið af því hvað þeir telja þurfa til að upp- fylla skilyrði um sjálfbærar veiðar, landbúnað og vinnslu.“ Baldvin vill að næstu fimm árin verði kannað ítarlega hvaða íslenskar vörutegundir uppfylla sett skilyrði. „Samtímis tel ég mikilvægt að við staðsetjum þetta fyrirtæki „Ísland hf.“ og fyrir hvað það á að standa. Við munum nota vörumerkið Sjálfbært Ísland og setja það á allar vörur sem við dreifum. Við vonumst til að njóta opinbers stuðnings við að leita mark- aða næstu fimm árin. Sjálfbært Ís- land ætti að verða sjálfstætt hluta- félag sem útflytjendur eignast í framtíðinni. Ímyndin verður svo miklu sterkari ef allir starfa saman.“ Aðspurður segist Baldvin ekki geta tilgreint á þessu stigi hve mikill opinber stuðningur þurfi að vera við markaðssóknina. Hann segir að land- búnaðurinn hafi eyrnamerkt 25 millj- ónir á ári næstu fimm árin til útflutn- ings landbúnaðarafurða til Bandaríkjanna og Evrópu. „Það er talið kosta minnst eina milljón doll- ara að koma einni vöru á markað í einni borg í Bandaríkjunum. Við er- um langt undir þeim mörkum. En við njótum þess einnig að Icelandair hef- ur stutt þetta verkefni mjög vel og það hefur verið ánægjulegt að finna stuðning þess. Vatnsfyrirtækið Ice- land Spring hefur einnig unnið vel með okkur. Bæði þessi fyrirtæki vinna á neytendamarkaði og þess vegna eigum við samleið með þeim.“ Baldvin segir að vegna smæðar ís- lensks þjóðfélags verðum við alltaf lítil og fátæk þegar kemur að mark- aðsmálum erlendis. Hluthafarnir í „Íslandi hf.“ þurfi að sýna meiri sam- stöðu og samræma betur markaðs- aðgerðir en gert hefur verið hingað til svo að sem flestir njóti góðs af þeim. „Í dag er þetta sennilega á ein- um tíu stöðum í opinbera kerfinu, þar af eru fimm meginstoðir sem standa að markaðssetningu Íslands erlend- is. Við höfum farið þá leið að reyna að Baldvin Jónsson er markaðsmaður fram í fingurgóma. Hann tekst á við verkefni sín af hugsjónakrafti og má vart á milli sjá hvort verkefnin eru hans eða hann þeirra. Guðni Einarsson ræddi við Baldvin, sem nú stýr- ir átaksverkefninu Áformi og kynnir Bandaríkjamönn- um lambakjöt og aðrar búvörur. Morgunblaðið/Sverrir Sjálfbært og seðjandi ’Ísland er fínt fyrirtæki. Heiti þess ergott, bæði fyrir ferðaþjónustu og mat- vælaframleiðslu. Kalt og ferskt.‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.