Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.06.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 170. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Fleiri ferðalög félaganna KK og Maggi Eiríks leggja í ’ann á ný | Menning Tímaritið og Atvinna í dag Tímaritið | Að vera flottur og góður í senn  Ofurhetjur og kaffihús  Aldrei segja aldrei aftur  Fimmfætta músin Atvinna | Líklegt að dragi úr atvinnuleysi  Öðruvísi starfsviðtöl  Kaupmáttur launa jókst í maí 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350 HÆTTA er talin á því að sigur harð- línumannsins Mahmouds Ahmadin- ejads í forsetakosningunum í Íran hafi neikvæð áhrif á samskipti Írans og Vesturlanda, samskipti sem þó má segja að séu nú þegar við frost- mark, m.a. vegna umdeildrar kjarn- orkuáætlunar stjórnvalda í Teheran. Ahmadinejad er einnig sagður lík- legur til að afturkalla ýmis félagsleg réttindi sem barátta umbótasinna í þessu íhaldssama landi hefur skilað þeim á undanförnum árum. Sigur Ahmadinejads í kosningun- um sl. föstudag kemur verulega á óvart en ekki hafði einu sinni verið gert ráð fyrir því að hann kæmist áfram úr fyrstu umferð forsetakosn- inganna, sem haldnar voru fyrir viku. Sigurinn var afgerandi, Ahm- adinejad fékk 61,6% atkvæða en keppinautur hans, Akbar Hashemi Rafsanjani, aðeins 35,9%. Kjörsókn var tæplega 60%. Úrslitin í írönsku forsetakosning- unum þýða að harðlínumenn ráða nú öllum helstu valdastofnunum lands- ins, bæði þingi og forsetaembættinu. Þar við bætist að Ali Khameini erki- klerkur ræður í raun mestu um stjórn landsins, þrátt fyrir að hafa ekki verið kjörinn til neinna emb- ætta af íbúum landsins. „Úr takti“ við strauma frelsis Ahmadinejad þakkaði stuðninginn í ávarpi sem flutt var í íranska rík- isútvarpinu í gær. Sagðist hann vilja skapa nútímalegt, þróað og öflugt íslamskt samfélag sem heimurinn gæti tekið sér til fyrirmyndar. „Breytum samkeppni í vináttu. Við erum öll hluti af sömu þjóð, sömu fjölskyldunni,“ sagði hann og virtist vera að biðla til íhaldsmanna og um- bótasinna að slíðra sverðin en mikil spenna milli þessara afla þótti ein- kenna kosningabaráttuna. Ahmadinejad er sjálfur afar íhaldssamur og hefur m.a. sagt að frelsi í Íran sé nú of mikið. Hefur hann heitið því að hefja gildi ísl- ömsku byltingarinnar árið 1979 aft- ur til vegs og virðingar. En Ahmadinejad lofaði líka að nýta olíuauðinn í þágu hinna fátæku í Íran og náði sá málflutningur hans greinilega til kjósenda, þeir eru sagðir hafa viljað hafna hinni póli- tísku yfirstétt í Íran – sem Rafsanj- ani var talinn tilheyra en hann hefur áður verið forseti Írans og er auk- inheldur efnaður mjög. Talsmaður Bandaríkjastjórnar, Joanne Moore, sagði að úrslit for- setakosninganna í Íran staðfestu að Íran væri „úr takti“ við strauma í heimshlutanum nú þegar þar blésu vindar frelsis og frjálsræðis. Óvæntur stórsigur harðlínumannsins Mahmoud Ahmadinejad kjörinn forseti Írans með 62% atkvæða Reuters Mahmoud Ahmadinejad Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is MUN minna var um inngrip í fæð- ingar hjá konum í Norður-Ameríku, sem skipulögðu heimafæðingu með löggiltri ljósmóður árið 2000 en hjá sambærilegum hópi kvenna sem átti á sjúkrahúsi. Tíðni burðarmáls- og nýburadauða var svipuð hjá hóp- unum. Þetta eru niðurstöður viða- mikillar rannsóknar sem birtist í British Medical Journal. Þátttakendur í rannsókninni voru 5418 konur í Bandaríkjunum og Kanada sem áttu börn sín heima á árinu 2000. Allar áttu þær eðlilega meðgöngu að baki þannig að búist var við áhættulausri fæðingu. Nið- urstöðurnar sýndu að 12,1% kvennanna þurfti á flutningi á sjúkrahús að halda, 4,7% kvennanna fengu mænurótardeyfingu, spang- arskurður var framkvæmdur í 2,1% tilvika, tangir voru notaðar í 1% til- vika, sogklukka var notuð í 0,6% til- vika og 3,7% fæðinganna enduðu með keisaraskurði. Þetta er mun lægra hlutfall inn- gripa en í sambærilegum fæðingum á sjúkrahúsi sama ár. Hlutfall spangarskurða var 33% á sjúkra- húsum í áhættulitlum fæðingum, tangir voru notaðar í 2,2% tilfella, sogklukka í 5,2% tilvika og 19% áhættulítilla sjúkrahúsfæðinga end- uðu með keisaraskurði. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar landlæknis hafa heimafæð- ingar verið innan við eitt prósent allra fæðinga á Íslandi undanfarin ár. „Þessi rannsókn staðfestir fyrri rannsóknir á sama efni en hefur þann kost að vera miklu stærri en flestar aðrar slíkar þannig að hún gefur mikilvægar upplýsingar. Ef móðirin og barnið eru ekki talin vera í neinni áhættu varðandi fylgikvilla fæðinga og þjálfuð ljósmóðir er við- stödd sýna þær að útkoman er eins hvort sem mæðurnar fæða heima eða á sjúkrahúsi. Þetta er þó al- gjörlega háð því að mæðraeftirlit sé traust og öflugt og menn geti fyr- irfram valið þær verðandi mæður sem eru í lægsta áhættuþætti fæð- ingar, eins og reyndar flestar mæð- ur eru.“ Aðstæður eru ólíkar Hann segir þessa tilteknu rann- sókn sýna betri útkomu í heimafæð- ingunum varðandi fæðingarinngrip en erfitt sé að draga ályktanir af henni fyrir Ísland þar sem aðstæður hér og í Bandaríkjunum eru ekki fyllilega sambærilegar. „Þessi rannsókn sýnir að sé búið að fylgjast vel með konunni á með- göngu mæli lítið á móti því að hún eigi heima. Það eru alltaf einhverjar konur sem vilja eiga í heimahúsi og þær ljósmæður sem hafa boðið upp á þessa þjónustu hafa gert það af mik- illi natni. Þær eru velkomnar hingað inn um leið og eitthvað kemur upp á þannig að ég hef ekki séð að neinum sé stefnt í hættu, nema síður sé,“ segir Margrét I. Hallgrímsson, sviðsstjóri kvennasviðs LHS. Ný rannsókn British Medical Journal á fæðingum í heimahúsi og á spítala Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson ÞAÐ vantaði ekkert upp á viðbrögð Ásu Sóleyjar Anderson nokkrum mín- útum eftir að hún kom í heiminn. Aðstæðurnar voru kunnuglegar fyrir móður hennar, Sonju Richter, því fæðingin fór fram á heimili hennar og mannsins hennar Clint Anderson en fyrir eiga þau tæplega tveggja ára dóttur, Kamillu, sem einnig fæddist í heimahúsi. Fylgst er með fæðingu Ásu Sóleyjar í Tímariti Morgunblaðsins í dag. Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur ben@mbl.is Fædd í faðmi fjölskyldunnar Færri inngrip og burðarmáls- dauði svipaður MAHMOUD Ahmadinejad er 49 ára gamall og hefur verið borgarstjóri í Teheran frá árinu 2003. Hann er sonur járnsmiðs og er frá Garmsar, bæ í grennd við Teheran. Það orð fer af Ahmadinejad að hann lifi ein- földu lífi og hann hefur barist hart gegn spillingu í embættiskerfinu. Ahmadinejad lauk doktorsprófi í umferðar- og samgöngufræðum við háskólann í Teheran. Þegar hann varð borgarstjóri nam hann úr gildi ýmsar umbætur sem hófsamir fyr- irrennarar hans höfðu komið á, lét loka skyndibitastöðum og skyldaði karla í þjónustu borgarinnar til að vera með sítt skegg og skyrtur þeirra áttu að vera langerma. Og vestræn áhrif hafa verið honum þyrnir í augum, hann reif t.a.m. niður auglýsingu með mynd af fót- boltakappanum David Beckham. Íhaldssamur járnsmiðssonur WILL Champion trommuleikari Coldplay ræðir vinsældir sveitar- innar og baráttumál hennar í viðtali í Morgunblaðinu í dag. Will ræðir m.a. tengsl sveit- arinnar við Ís- land og segir að ekkert geti hald- ið henni frá land- inu. Coldplay er ein allra vinsæl- asta hljómsveit heims um þessar mundir og býst útgáfufyrirtækið Sena við því að nýjasta plata sveitarinnar X&Y verði söluhæsta erlenda plata ársins hérlendis. Platan hefur þegar selst í 2.500 eintökum hér. Alls hafa útgefnar plötur Coldplay selst í um 20.000 eintökum á Íslandi. | 53 Ísland togar fast í Coldplay Chris Martin, söngvari Coldplay. New York. AFP. | Bandaríski tölvu- framleiðandinn IBM ætlar að fjölga starfsmönnum á Indlandi um 14.000 fyrir lok þessa árs. Fréttir af þessu koma tveimur mánuðum eftir að fyr- irtækið tilkynnti að 13.000 starfs- mönnum yrði sagt upp í Evrópu og Bandaríkjunum. Talsmaður IBM segir fyrirtækið vera að auka við starfsemi sína þar sem viðskiptin vaxi mest til að anna aukinni eftirspurn. „Árið 2004 jókst hagnaður hjá IBM á Indlandi um 45%. Við árslok voru rúmlega 23.000 starfsmenn þar, sem gerir IBM á Indlandi að einu af sex stærstu fyr- irtækjum heims á sviði upplýs- ingatækni.“ Ekki eru þó allir sáttir við þessa skýringu og sumir segja IBM sýna vægðarleysi gagnvart sér- þjálfuðum starfsmönnum sínum í Bandaríkjunum og Evrópu með því að flytja störf þeirra til Indlands, til þess eins að draga úr kostnaði. Reka suma, ráða aðra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.