Morgunblaðið - 26.06.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 170. TBL. 93. ÁRG. SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Fleiri ferðalög
félaganna
KK og Maggi Eiríks leggja í ’ann
á ný | Menning
Tímaritið og Atvinna í dag
Tímaritið | Að vera flottur og góður í senn Ofurhetjur og kaffihús
Aldrei segja aldrei aftur Fimmfætta músin Atvinna | Líklegt að dragi
úr atvinnuleysi Öðruvísi starfsviðtöl Kaupmáttur launa jókst í maí
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
SUNNUDAGUR VERÐ KR. 350
HÆTTA er talin á því að sigur harð-
línumannsins Mahmouds Ahmadin-
ejads í forsetakosningunum í Íran
hafi neikvæð áhrif á samskipti Írans
og Vesturlanda, samskipti sem þó
má segja að séu nú þegar við frost-
mark, m.a. vegna umdeildrar kjarn-
orkuáætlunar stjórnvalda í Teheran.
Ahmadinejad er einnig sagður lík-
legur til að afturkalla ýmis félagsleg
réttindi sem barátta umbótasinna í
þessu íhaldssama landi hefur skilað
þeim á undanförnum árum.
Sigur Ahmadinejads í kosningun-
um sl. föstudag kemur verulega á
óvart en ekki hafði einu sinni verið
gert ráð fyrir því að hann kæmist
áfram úr fyrstu umferð forsetakosn-
inganna, sem haldnar voru fyrir
viku. Sigurinn var afgerandi, Ahm-
adinejad fékk 61,6% atkvæða en
keppinautur hans, Akbar Hashemi
Rafsanjani, aðeins 35,9%. Kjörsókn
var tæplega 60%.
Úrslitin í írönsku forsetakosning-
unum þýða að harðlínumenn ráða nú
öllum helstu valdastofnunum lands-
ins, bæði þingi og forsetaembættinu.
Þar við bætist að Ali Khameini erki-
klerkur ræður í raun mestu um
stjórn landsins, þrátt fyrir að hafa
ekki verið kjörinn til neinna emb-
ætta af íbúum landsins.
„Úr takti“ við strauma frelsis
Ahmadinejad þakkaði stuðninginn
í ávarpi sem flutt var í íranska rík-
isútvarpinu í gær. Sagðist hann vilja
skapa nútímalegt, þróað og öflugt
íslamskt samfélag sem heimurinn
gæti tekið sér til fyrirmyndar.
„Breytum samkeppni í vináttu. Við
erum öll hluti af sömu þjóð, sömu
fjölskyldunni,“ sagði hann og virtist
vera að biðla til íhaldsmanna og um-
bótasinna að slíðra sverðin en mikil
spenna milli þessara afla þótti ein-
kenna kosningabaráttuna.
Ahmadinejad er sjálfur afar
íhaldssamur og hefur m.a. sagt að
frelsi í Íran sé nú of mikið. Hefur
hann heitið því að hefja gildi ísl-
ömsku byltingarinnar árið 1979 aft-
ur til vegs og virðingar.
En Ahmadinejad lofaði líka að
nýta olíuauðinn í þágu hinna fátæku í
Íran og náði sá málflutningur hans
greinilega til kjósenda, þeir eru
sagðir hafa viljað hafna hinni póli-
tísku yfirstétt í Íran – sem Rafsanj-
ani var talinn tilheyra en hann hefur
áður verið forseti Írans og er auk-
inheldur efnaður mjög.
Talsmaður Bandaríkjastjórnar,
Joanne Moore, sagði að úrslit for-
setakosninganna í Íran staðfestu að
Íran væri „úr takti“ við strauma í
heimshlutanum nú þegar þar blésu
vindar frelsis og frjálsræðis.
Óvæntur stórsigur harðlínumannsins
Mahmoud Ahmadinejad kjörinn forseti Írans með 62% atkvæða
Reuters
Mahmoud Ahmadinejad
Eftir Davíð Loga Sigurðsson
david@mbl.is
MUN minna var um inngrip í fæð-
ingar hjá konum í Norður-Ameríku,
sem skipulögðu heimafæðingu með
löggiltri ljósmóður árið 2000 en hjá
sambærilegum hópi kvenna sem átti
á sjúkrahúsi. Tíðni burðarmáls- og
nýburadauða var svipuð hjá hóp-
unum. Þetta eru niðurstöður viða-
mikillar rannsóknar sem birtist í
British Medical Journal.
Þátttakendur í rannsókninni voru
5418 konur í Bandaríkjunum og
Kanada sem áttu börn sín heima á
árinu 2000. Allar áttu þær eðlilega
meðgöngu að baki þannig að búist
var við áhættulausri fæðingu. Nið-
urstöðurnar sýndu að 12,1%
kvennanna þurfti á flutningi á
sjúkrahús að halda, 4,7% kvennanna
fengu mænurótardeyfingu, spang-
arskurður var framkvæmdur í 2,1%
tilvika, tangir voru notaðar í 1% til-
vika, sogklukka var notuð í 0,6% til-
vika og 3,7% fæðinganna enduðu
með keisaraskurði.
Þetta er mun lægra hlutfall inn-
gripa en í sambærilegum fæðingum
á sjúkrahúsi sama ár. Hlutfall
spangarskurða var 33% á sjúkra-
húsum í áhættulitlum fæðingum,
tangir voru notaðar í 2,2% tilfella,
sogklukka í 5,2% tilvika og 19%
áhættulítilla sjúkrahúsfæðinga end-
uðu með keisaraskurði.
Að sögn Sigurðar Guðmunds-
sonar landlæknis hafa heimafæð-
ingar verið innan við eitt prósent
allra fæðinga á Íslandi undanfarin
ár. „Þessi rannsókn staðfestir fyrri
rannsóknir á sama efni en hefur
þann kost að vera miklu stærri en
flestar aðrar slíkar þannig að hún
gefur mikilvægar upplýsingar. Ef
móðirin og barnið eru ekki talin vera
í neinni áhættu varðandi fylgikvilla
fæðinga og þjálfuð ljósmóðir er við-
stödd sýna þær að útkoman er eins
hvort sem mæðurnar fæða heima
eða á sjúkrahúsi. Þetta er þó al-
gjörlega háð því að mæðraeftirlit sé
traust og öflugt og menn geti fyr-
irfram valið þær verðandi mæður
sem eru í lægsta áhættuþætti fæð-
ingar, eins og reyndar flestar mæð-
ur eru.“
Aðstæður eru ólíkar
Hann segir þessa tilteknu rann-
sókn sýna betri útkomu í heimafæð-
ingunum varðandi fæðingarinngrip
en erfitt sé að draga ályktanir af
henni fyrir Ísland þar sem aðstæður
hér og í Bandaríkjunum eru ekki
fyllilega sambærilegar.
„Þessi rannsókn sýnir að sé búið
að fylgjast vel með konunni á með-
göngu mæli lítið á móti því að hún
eigi heima. Það eru alltaf einhverjar
konur sem vilja eiga í heimahúsi og
þær ljósmæður sem hafa boðið upp á
þessa þjónustu hafa gert það af mik-
illi natni. Þær eru velkomnar hingað
inn um leið og eitthvað kemur upp á
þannig að ég hef ekki séð að neinum
sé stefnt í hættu, nema síður sé,“
segir Margrét I. Hallgrímsson,
sviðsstjóri kvennasviðs LHS.
Ný rannsókn British Medical Journal á fæðingum í heimahúsi og á spítala
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
ÞAÐ vantaði ekkert upp á viðbrögð Ásu Sóleyjar Anderson nokkrum mín-
útum eftir að hún kom í heiminn. Aðstæðurnar voru kunnuglegar fyrir
móður hennar, Sonju Richter, því fæðingin fór fram á heimili hennar og
mannsins hennar Clint Anderson en fyrir eiga þau tæplega tveggja ára
dóttur, Kamillu, sem einnig fæddist í heimahúsi. Fylgst er með fæðingu
Ásu Sóleyjar í Tímariti Morgunblaðsins í dag.
Eftir Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur
ben@mbl.is
Fædd í faðmi fjölskyldunnar
Færri inngrip
og burðarmáls-
dauði svipaður
MAHMOUD Ahmadinejad er 49 ára
gamall og hefur verið borgarstjóri í
Teheran frá árinu 2003. Hann er
sonur járnsmiðs og er frá Garmsar,
bæ í grennd við Teheran. Það orð
fer af Ahmadinejad að hann lifi ein-
földu lífi og hann hefur barist hart
gegn spillingu í embættiskerfinu.
Ahmadinejad lauk doktorsprófi í
umferðar- og samgöngufræðum við
háskólann í Teheran. Þegar hann
varð borgarstjóri nam hann úr gildi
ýmsar umbætur sem hófsamir fyr-
irrennarar hans höfðu komið á, lét
loka skyndibitastöðum og skyldaði
karla í þjónustu borgarinnar til að
vera með sítt skegg og skyrtur
þeirra áttu að vera langerma. Og
vestræn áhrif hafa verið honum
þyrnir í augum, hann reif t.a.m.
niður auglýsingu með mynd af fót-
boltakappanum David Beckham.
Íhaldssamur
járnsmiðssonur
WILL Champion trommuleikari
Coldplay ræðir vinsældir sveitar-
innar og baráttumál hennar í viðtali
í Morgunblaðinu í dag. Will ræðir
m.a. tengsl sveit-
arinnar við Ís-
land og segir að
ekkert geti hald-
ið henni frá land-
inu. Coldplay er
ein allra vinsæl-
asta hljómsveit
heims um þessar
mundir og býst
útgáfufyrirtækið
Sena við því að
nýjasta plata
sveitarinnar X&Y verði söluhæsta
erlenda plata ársins hérlendis.
Platan hefur þegar selst í 2.500
eintökum hér. Alls hafa útgefnar
plötur Coldplay selst í um 20.000
eintökum á Íslandi. | 53
Ísland togar
fast í Coldplay
Chris Martin,
söngvari Coldplay.
New York. AFP. | Bandaríski tölvu-
framleiðandinn IBM ætlar að fjölga
starfsmönnum á Indlandi um 14.000
fyrir lok þessa árs. Fréttir af þessu
koma tveimur mánuðum eftir að fyr-
irtækið tilkynnti að 13.000 starfs-
mönnum yrði sagt upp í Evrópu og
Bandaríkjunum.
Talsmaður IBM segir fyrirtækið
vera að auka við starfsemi sína þar
sem viðskiptin vaxi mest til að anna
aukinni eftirspurn. „Árið 2004 jókst
hagnaður hjá IBM á Indlandi um
45%. Við árslok voru rúmlega 23.000
starfsmenn þar, sem gerir IBM á
Indlandi að einu af sex stærstu fyr-
irtækjum heims á sviði upplýs-
ingatækni.“ Ekki eru þó allir sáttir
við þessa skýringu og sumir segja
IBM sýna vægðarleysi gagnvart sér-
þjálfuðum starfsmönnum sínum í
Bandaríkjunum og Evrópu með því
að flytja störf þeirra til Indlands, til
þess eins að draga úr kostnaði.
Reka suma,
ráða aðra