Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 26.06.2005, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 26. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ H eldur þú með Wham eða Dur- an Duran?“ Það sem skil- greindi íslensk ungmenni um miðjan níunda áratuginn var með hvoru bandinu þau héldu. Síðara bandið fékk tölu- vert meiri athygli. Haldnar voru sérstakar skemmtanir þar sem boðið var upp á Duran Duran-hár- sýningar, Duran Duran-drykk og jafnvel Duran Duran-dansa við lög eins og „Wild Boys“. Kjartan Guðbergsson plötusnúð- ur man vel eftir æðinu, þó að hann hafi ekki sjálfur verið forfallinn Duran Duran-aðdáandi. „Hægt er að ímynda sér að Dur- an Duran-æðinu hafi svipað til Bítlaæðisins og ólíklegt að það verði nokkurn tímann hægt að upp- lifa annað æði á þessu stigi,“ segir hann. Duran Duran-aðdáendurnir sem blaðamaður talaði við eru sam- mála um að tíðarandinn hafi verið einstakur og vegna breyttra að- stæðna yrði erfitt að ná sömu stemmningunni í dag. Engir gsm- símar voru til og lítið var af tækj- um á heimilunum. Þetta var fyrir tíma tölva og sjónvarpa inni í hverju herbergi. Tónlistin var á plötum og hún var spiluð inni í stofu á plötuspilara heimilisins, með eða án fjölskyldunnar. Vasa- diskóin voru rétt að byrja að öðlast vinsældir og þegar tónleikar með Duran Duran voru sýndir í sjón- varpinu var litla kassettutækið sett alveg upp við skjáinn og tónleik- arnir teknir upp á meðan áhorf- endur inni í stofu áttu að gjöra svo vel að sitja stilltir og prúðir. Á þessar upptökur var síðan hlustað í marga mánuði. Aðeins var um tvær útvarpsstöðvar að velja og eina sjónvarpsstöð og ef lag var spilað einu sinni á vinsældalista hlustenda á Rás tvö var búist við því að allir á ákveðnum aldri hefðu heyrt lagið. Blár augnskuggi niður á kinnar Á þessum tíma var það helst skemmtistaðurinn sem mótaði tíð- arandann, að mati Kjartans. Þang- að kom fólk til þess að ræða mál- efni líðandi stundar, tískuna og hlusta á tónlistina. Hann man vel eftir því þegar stelpurnar á Duran Duran-hátíðunum báðu um óska- lögin sín með tárin í augunum. „Þá hafði ekki verið til siðs að gráta og falla í yfirlið síðan á sjö- unda áratugnum. Það var ákveðin geðshræring sem greip áhangend- ur sveitarinnar og oftar en ekki rann blái augnskugginn niður kinn- arnar og var kominn langleiðina niður á háls á stelpunum. Í lok kvöldsins var hárið, sem búið var að eyða hátt í tveimur tímum í að Duran Duran-æðið Blásið hár og herðapúðar eru ekki jafn vinsæl fyrirbæri nú og fyrir tutt- ugu árum. Holdgervingur þessa tíma er þó enn við lýði og á dygga aðdáendur hér á landi. Sara M. Kolka hlýddi á bjartar minningar frá tímum vasadiskóa og Bravo-blaða. Simon Le Bon í broddi fylkingar. Tuttugu ára bið er lokið og loksins geta ís- lenskir Duran Duran-aðdáendur séð sveitina á sviði næsta fimmtudag. Duran Duran á hátindi vinsældanna um 1985. Þeir höfðu sannarlega efni á því að fagna og hefur tónlist þeirra haft áhrif á hljómsveitir til vorra daga. Þeirra á meðal eru The Killers, Marilyn Manson og Kylie Minogue. Morgunblaðið/Jim Smart Aðdáendurnir Gunni „Thaylor“, Ester og Magnús Geir setja upp Duran Duran-svipinn. Ester er í Duran-bol sem hún fékk frá London þegar hún var 12 ára, árið 1985. túpera, farið að síga vel niður. Það átti við jafnt um stráka sem stelp- ur.“ Þýskunámskeið til að geta lesið um goðin Bravo-blöðin voru vægast sagt vinsæl og runnu út eins og heitar lummur (og kostuðu 41 krónu). Eins og Ester Andrésdóttir, flug- freyja hjá Icelandair, rifjar upp þá voru það ekki bara Bravo-blöðin sem hún „varð“ að eignast: „Blöðin Bravo, Popcorn og Pop Rocky komu út einu sinni í viku og ég man eftir því að hafa hringt vikulega í bókabúðina og svo drifið mig af stað um leið og þau voru komin í búðina til að tryggja mér eintak.“ Það kom ekki að sök að blöðin voru á þýsku og þá var bara orða- bókin tekin fram og hafist handa við að þýða orð fyrir orð grein- arnar sem snertu Duran Duran og Wham. Ester lét það þó ekki nægja. „Ég fór 12 ára á þýskunámskeið, gagngert til þess að geta lesið Bravo-blöðin, það var alveg öm- urlegt að geta ekki lesið hvað þeir voru að segja“ segir hún brosandi. Ester og systir hennar Ásta voru miklir aðdáendur en ólíkt því sem er í dag tóku foreldrarnir þátt í þessu áhugamáli og hvöttu dætur sínar áfram. „Þeim fannst þetta gott og heil- brigt áhugamál enda voru textarnir jákvæðir og lögin björt. Við spil- uðum plöturnar inni í stofu og eig- um bara góðar minningar frá þessu tímabili,“ segir Ester og hugsar dreymin til baka. Hún sýnir Duran Duran-nótnabók sem hefur einnig að geyma texta við lög þeirra og minnist þess þegar hún æfði sig á píanó með vasadiskóið í eyrunum. Var hún þá að spila Duran Duran lög? „Nei nei, ég spilaði kannski eitt- hvað eftir Mozart á píanóið á með- an ég var með „The Reflex“ í eyr- unum.“ Það kom ekki í veg fyrir að Est- er kláraði fimmta stig á píanóið og því verður þetta að kallast ansi sér- stakur hæfileiki. Ekkert H í Taylor Margir tóku sér gælunöfn og bættu við nafn sitt eftirnafninu Taylor eða Le Bon. Meðal þeirra sem gengu gegnum „nafnabreyt- ingu“ var Gunnar Hansson leikari, sem skrifaði sig sem Gunna „Thayl- or“ í fyrstu bekkjum grunnskólans. DURAN Duran var stofnuð 1978 af Nick Rhodes hljómborðsleik- ara og John Taylor bassaleikara. Þeir fengu fljótlega í lið með sér Andy Taylor á gítar, Roger Taylor á trommur og Simon Le Bon sem söngvara sveitarinnar. Það er vert að taka það fram að Tayl- or-meðlimirnir eru ekki tengdir blóðböndum. Breytingar hafa orðið á samsetningu bandsins í 27 ára sögu þess en segja má að þó bandið hafi aldrei hætt sem slíkt þá séu það fimmmenn- ingarnir sem Duran Duran er al- mennt kennd við. Hljómsveitin náði vinsældum í byrjun níunda áratugarins og skrifaði undir sinn fyrsta samn- ing árið 1980 við EMI útgáfuna. Lög eins og „Planet Earth“ og „Girls on Films“ var að finna á fyrstu plötu hljómsveitarinnar sem einfaldlega var nefnd „Dur- an Duran“ og kom út 1981. Í kjöl- farið komu plöturnar „Rio“, með lögum eins og „Hungry like the Wolf“ og „Save a Prayer“, og platan „Seven and the Ragged Tiger“ sem innihélt „The Reflex“ og „Union of the Snake“. „The Fabulous Five“ Þá fyrst fóru hjólin að snúast. Duran Duran-æðið skall á, breska pressan kallaði meðlimi hljómsveitarinnar „The Fabulous Five“ og myndbönd þeirra voru með þeim fyrstu sem voru sýnd á tónlistarsjónvarpsstöðinni MTV. Vinsældirnar náðu til tán- inga beggja megin Atlanshafs- ins, alla leið til Ástralíu og fóru Íslendingar ekki varhluta af þessu nýja poppæði. Duran Dur- an þótti nýstárleg sveit, átti margar smáskífur á vinsældalist- um, gerði mögnuð myndbönd (þar á meðal „Girls on film“ sem þótti of djarft og var bannað á MTV í upprunalegri mynd) og leiddu meðlimir hljómsveit- arinnar tískustrauma níunda áratugarins (þó að þeir vilji síður vera kenndir við þá bylgju nú í dag). Tónlist sveitarinnar er kennd við nýrómantík og hafði mikil áhrif á bönd sem á eftir komu. Hljómsveitir eins og Aha, The Killers og Deftones hafa sagt að Duran Duran hafi verið áhrifavaldur á tónlist þeirra en einnig hafa tónlistarmenn allt frá Kylie Minogue til rapparans Notorious, í gegnum Marylin Manson, sagst vera undir áhrif- um hljómsveitarinnar. Wham vs Duran Duran Vinsældir Duran Duran og „rígur“ milli áhangenda þeirra og aðdáenda Wham, með George Michael og Andrew Ridgeley í fararbroddi, stóð sem hæst á ár- unum 1983 til 1985. Eftir þann tíma fóru vinsældir hljómsveit- arinnar að dala og margfrægt er orðið er sveitin tók lag á Live Aid-tónleikunum 1985. Duran Duran hafði þá átt lagið “A view to a Kill“ úr samnefndri kvik- mynd í fyrsta sæti vinsældalista í nokkurn tíma en Simon söng falskt í viðlaginu og hefur sjálfur minnst þessa sem mestu nið- urlægingu ferils síns. Þessir tón- leikar voru þeir síðustu sem Dur- an Duran spilaði á í upprunalegri mynd, eða allt þar til þeir komu saman aftur í júlí 2003. Mikil eft- irvænting ríkti eftir endurkomu hljómsveitarinnar meðal aðdá- enda en einnig meðal tónlist- arpressunar og ný plata Duran Duran, „Astronaut“, kom út í október á síðasta ári. Hljóm- sveitin hefur fylgt nýju plötunni eftir með miklum tónleikatúr og ekki er langt þar til Íslendingar geta barið sveitina augum en Duran Duran mun spila í Egils- höll 30. júní. Duran Duran í 27 ár

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.