Morgunblaðið - 23.08.2005, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
DRÁPU TAMDA UNGA
Veiðimenn í N-Múlasýslu drápu
átta heimaalda æðarunga sem heim-
ilisfólkið á Fremri-Nípum í Vopna-
firði hefur alið fyrir æðarvarp. Ung-
arnir voru einstaklega gæfir og voru
nýbyrjaðir í aðlögun undir beru lofti.
Krefjast starfsloksamnings
Gæslukonur sem sagt hefur verið
upp störfum vegna lokunar gæslu-
valla í Reykjavík fara fram á starfs-
lokasamninga. Formaður Félags
gæslukvenna segir að Reykjavík-
urborg hafi talað um starfsloka-
samning en það eina sem þeim sé
boðið séu réttindi sem þær eigi inni
skv. kjarasamningum.
Samið án súnníta
Sjítar og Kúrdar í Írak hafa náð
samkomulagi um drög að nýrri
stjórnarskrá gegn mótmælum
súnníta. Ætla þeir að leggja þau fyr-
ir þingið þar sem þeir hafa mikinn
meirihluta en vonast til, að þeir geti
talið súnnítum hughvarf á næstu
þremur dögum. Súnnítar mótmæla
einkum fyrirætlunum um að gera
Írak að sambandsríki og óttast, að
þá verði þeir af olíutekjunum en ol-
íuna er einkum að finna á svæðum
Kúrda og sjíta í norðri og suðri.
Engar birgðir af kjöti
Í fyrsta skipti í langan tíma eru
engar birgðir að ráði af lambakjöti í
landinu og það er að myndast jafn-
vægi milli framboðs og eftirspurnar.
Þetta segir Ólafur R. Dýrmundsson,
ráðunautur hjá Búnaðarsamband-
inu, en fyrstu fjárréttir haustsins
verða um næstu helgi.
Gefur dóttur sinni nýra
Þorvaldur Örlygsson fótboltamað-
ur gefur í dag þriggja ára gamalli
dóttur sinni annað nýrað úr sér.
Dóttir hans fæddist með nýrna-
sjúkdóm og þarf nýtt nýra.
Y f i r l i t
Í dag
Fréttaskýring 8 Forystugrein 22
Úr verinu 12 Viðhorf 24
Viðskipti 13 Bréf 21
Erlent 14/15 Minningar 24/29
Akureyri 18 Dagbók 32
Höfuðborgin 17 Víkverji 32
Austurland 18 Velvakandi 33
Suðurnes 20 Staður og stund 33
Landið 17 Menning 35/37
Daglegt líf 19 Ljósvakamiðlar 42
Menning 20 Veður 43
Umræðan 21 Staksteinar 43
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
!
"
#
$
%
&
'() *
+,,,
HÁTÍÐARKVÖLDVERÐUR var
haldinn á Bessastöðum í gærkvöld
til heiðurs Václav Klaus, forseta
Tékklands og Liviu Klausová, eig-
inkonu hans.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, rifjaði m.a. upp í ræðu sinni
við það tækifæri, þegar hann og
Klaus hittust í fyrsta sinn, hér á
landi fyrir fimmtán árum. Þá voru
þeir báðir fjármálaráðherrar. Ólafur
sagði að Klaus hefði þá, á fundi með
nokkrum hagfræðingum, haldið því
fram að Sovétríkin myndu hrynja
innan fárra ára. Ólafur sagði að eng-
inn hagfræðinganna hefði heyrt
slíka spádóma enda hefðu Vest-
urlöndin enn litið á Sovétríkin sem
stórveldi. Ekki svo löngu síðar hefði
hins vegar komið í ljós að Klaus
hefði haft á réttu að standa.
Ólafur Ragnar fór í ræðu sinni
einnig yfir samskipti landanna og
framtíð Evrópu og sagði m.a. að
margir Íslendingar hefðu tekið
varnaðarorðum Klaus um þróun
Evrópu fagnandi. | 23
Ljósmynd/Gunnar G.Vigfússon
Dorrit Mousaieff forsetafrú, Livia Klausová, forsetafrú Tékklands, Václav Klaus, forseti Tékklands, og Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands, voru prúðbúin á hátíðarkvöldverði á Bessastöðum í gærkvöldi.
Tignir gestir í hátíðarkvöldverði
Á FUNDI samstarfsráðherra Norðurlanda á
Grænlandi um helgina var m.a. ákveðið að leggja
niður norrænt ráðherraráð og embættismanna-
nefnd á sviði neytendamála frá næstu áramótum.
Neytendasamtökin á Norðurlöndum hafa verið af-
ar ósátt við þessi áform og komið mótmælum á
framfæri við viðkomandi stjórnvöld, m.a. samtök-
in hér á landi.
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra fer
með neytendamál í ríkisstjórninni og er jafnframt
samstarfsráðherra Norðurlanda. Hún segir að
með þessari ákvörðun sé ekki verið að leggja niður
norrænt samstarf í neytendamálum, þó að það
verði ekki jafn formfast og áður. Áfram sé gert ráð
fyrir að styrkir verði veittir til sameiginlegra
verkefna er snerta hag neytenda. Tillögurnar séu
þó ekki fullmótaðar og ráðherrar neytendamála á
Norðurlöndum eigi eftir að koma saman til fundar
í næsta mánuði.
Samstarfið verði skilvirkara
Valgerður segir að með því að fækka norrænum
ráðherraráðum sé markmiðið að gera samstarf
Norðurlandanna einfaldara í sniðum og skilvirk-
ara. Átján ráðherraráð hafi verið starfandi, fleiri
en innan ESB og hún m.a. átt sæti í fimm ráðum.
Því hafi verið vel í lagt. „Ég lít alls ekki svo á að
verið sé að slíta norrænu samstarfi í neytenda-
málum. Menn eru fyrst og fremst að sníða sér
stakk eftir vexti,“ segir Valgerður.
Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda-
samtakanna, segist hafa sent Valgerði bréf í júlí sl.
þar sem samtökin hvöttu hana og aðra neytenda-
málaráðherra til að endurskoða áform sín, sem þá
höfðu þegar verið kynnt.
„Afleit ákvörðun“
Jóhannes segir Neytendasamtökin hafa mikið
gagn af norræna samstarfinu, enda málefni og
barátta fyrir hag neytenda lengra á veg komin í
öðrum Norðurlöndum en á Íslandi.
Samstaða sé meðal samtakanna um að ákvörð-
un ráðherranna sé afleit. Samstarfið hafi til þessa
skilað miklu, m.a. varðandi áhrif á löggjöf í neyt-
endamálum innan Evrópusambandsins. Neyt-
endasamtökin hafi til dæmis tekið þátt í fjölmörg-
um verkefnum, sem skilað hafi árangri fyrir
íslenska neytendur.
Norrænt ráðherraráð á sviði neytendamála verður lagt niður
Áfram er reiknað með
styrkjum til verkefna
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
GEITUNGAR hafa verið þó nokkuð mikið á sveimi
undanfarið, a.m.k. ef tekið er mið af þeim fréttum sem
voru á vordögum að þeim hefði fækkað verulega hér á
landi. Þeir hafa það fyrir sið að minna rækilega á sig
með kólnandi veðri á síðsumardögum áður en þeir
hverfa í nokkra mánuði.
Geitungarnir í þessu holugeitungabúi í garði í Hafn-
arfirði hafa greinilega nýtt sér hlýindin þar í bæ til að
koma sér vel fyrir. Á þessum árstíma er vissara að
amast ekki í þessum röndóttu vinum okkar því þeir
geta orðið árásarhneigðir þegar kólnar í veðri og vet-
urinn færist nær.
Geitungar minna
á sig fyrir haustið
Morgunblaðið/ÓSÁ
MAÐURINN sem stunginn var til
bana á Hverfisgötu á laugardags-
morgun, hét Bragi Halldórsson, til
heimilis að Vesturgötu 50a. Hann
var fæddur 7. mars árið 1985. Hann
var ókvæntur og barnlaus. Foreldr-
ar hans eru Birna Björgvinsdóttir og
Halldór Bragason.
Lést í
hnífsárás
SAUTJÁN ára piltur sem sætir
gæsluvarðhaldi vegna hnífsárásar á
18 ára pilt í Tryggvagötu aðfaranótt
sunnudags, hefur samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins játað á sig
verknaðinn.
Sá sem varð fyrir árásinni fékk
tvær hnífstungur í bakið og féll ann-
að lungað í honum saman.
Árásarmaðurinn var handtekinn
fljótlega eftir árásina og var að kröfu
lögreglunnar úrskurðaður í gæslu-
varðhald til 26. ágúst.
Játar á sig
hnífsárás
♦♦♦
♦♦♦
Á FUNDI sóknarnefndar Garða-
sóknar sem var haldinn í gærkvöldi
var einróma samþykkt að boða til
aðalsafnaðarfundar Garðasóknar
þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20 í safn-
aðarheimilinu Kirkjuhvoli.
Í tilkynningu frá sóknarnefndinni
segir að nú sé lokið erfiðu deilumáli
innan sóknarinnar og hafi allir sókn-
arnefndarmenn lýst yfir nauðsyn
þess að menn tækju höndum saman
um að byggja upp öflugt safnaðar-
starf.
Boðað til
aðalsafnaðar-
fundar