Morgunblaðið - 23.08.2005, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100
(svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16).
Ver› á mann í tvíb‡li á Jurys Inn Glasgow
16.-18. des., 13.-15. jan., 27.-29. jan. og 10.-12. mars.
Innifali›: Flug, gisting, morgunver›ur, flugvallarskattar og fljónustugjöld.
www.icelandair.is/glasgow
Glasgow
Flug og gisting í tvær nætur
Verð frá 29.900 kr.
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
IC
E
29
01
3
0
8/
20
05
VR orlofsávísun
Munið ferða-
ávísunina
Nú geta handhafar Vildarkorts Visa og
Icelandair notað 10.000 Vildarpunkta
sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið.
NÝR grunnskóli í Norðlingaholti
var formlega settur í gær en athygli
vekur að skólinn er enn sem komið
er án nafns og sömuleiðis án hús-
næðis. Að auki tekur skólinn til
starfa nánast áður en að fyrstu íbú-
arnir eru fluttir í hverfið.
Í skólanum eru 20 nemendur í
1.–6. bekk. Þeim mun hinsvegar
fjölga jafnt og þétt og mun skólinn
með tímanum verða heildstæður
grunnskóli 1.–10. bekkjar með á
bilinu 300–400 nemendur að sögn
Sifjar Vígþórsdóttur skólastjóra.
Ekki er byrjað að hanna skólann en
myndaður verður hópur með fulltrú-
um starfsmanna, foreldra, nemenda
og skólayfirvalda í tengslum við það
að sögn Sifjar.
Til að byrja með fer kennslan
fram í færanlegum skólastofum,
skálum, sem reistir verða í útjaðri
væntanlegrar skólalóðar en skólinn
mun rísa á holti við Árvað þar sem
nú standa hesthús. Áhersla er lögð
m.a. á einstaklingsmiðað skólastarf
og einnig verður samkennsla ár-
ganga svo fátt eitt sé nefnt.
Innleiðir sveitasið
„Ég ákvað að innleiða þann sveita-
lega sið í borginni að fara í svokall-
aðar skólaboðunarheimsóknir, sem
ég hef haft fyrir austan þar sem ég
var skólastjóri áður,“ segir Sif en
hún var áður skólastjóri á Hallorms-
stað. Tilgangurinn með þessum
heimsóknum er að samstarfið milli
skólans og heimila virki í báðar áttir.
„Foreldrarnir eiga ekki alltaf að
koma til okkar því við eigum líka að
vera færanleg,“ segir Sif og bendir á
að sl. laugardagur hafi í raun verið
fyrsti skóladagurinn í Norð-
lingaholti en hann fór fram heima
við eldhúsborð inni á heimilunum.
„Það fóru tveir og tveir kennarar inn
á hvert heimili og boðuðu börnin
persónulega til skóla. Það var ofsa-
lega gaman og svolítið öðruvísi en
menn eru vanir,“ segir Sif og bætir
því við að skólaárið leggist af-
skaplega vel í hana og í raun alla.
Nýjasti grunnskóli Reykjavíkur tók formlega til starfa í Norðlingaholti í gær
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Er enn
án nafns
og fram-
tíðarhús-
næðis
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
MEÐ haustinu fyllast skólabygg-
ingar lífi á ný þegar frísklegir nem-
endur mæta aftur til skyldustarfa
eftir ærsl og fjör sumarsins. Í gær
voru margir skólar settir og víða
hefst kennsla samkvæmt stunda-
skrá í dag. Í skólanum verja börn og
ungmenni mestum tíma sínum og
þar fást þau við verkefni hversdags-
ins. Í skólanum er oftast skemmti-
legt að vera, en það er ekki alltaf
bara leikur að læra. Nám er vinna,
sem er gaman að sinna.
Á hverju ári sest stór hópur barna
á skólabekk í fyrsta skipti og mörg
börn mættu ásamt foreldrum eða
forráðamönnum í viðtöl með kenn-
urum sínum í gær. Eftirvænting og
forvitni skein úr andlitum yngstu
nemendanna enda er það stórt skref
að hætta í leikskóla og byrja í skóla.
Flestir muna eflaust fyrsta skóla-
daginn og í skólanum leynast oft ný-
ir vinir og áhugaverð viðfangsefni.
Það er um að gera fyrir alla að njóta
verunnar í skólanum og fyrr en varir
verður aftur komið vor.
En til að starfið gangi nú snurðu-
laust fyrir sig þurfa skólarnir góðan
og velskipaðan hóp starfsmanna.
Víða hefur grunnskólum ekki tekist
að ráða fólk í allar stöður, einkum í
störf skólaliða og stuðningsfulltrúa.
Sem dæmi um stöðuna þá vantar
ÍTR enn tugi starfsmanna á frí-
stundaheimilin í Reykjavík.
Morgunblaðið/Jim Smart
Júlía Rut Kristjánsdóttir var með foreldrum sínum og var búin í viðtali hjá
kennaranum sínum. Hún er að byrja í sex ára bekk í Breiðagerðisskóla. Júlía
segist hafa hlakkað til að byrja í skólanum, enda á hún átta ára systur í sama
skóla og svo er hún búin að kaupa skólatösku, pennaveski og strokleður.
Besta vinkona Júlíu verður með henni í bekk og býst hún við að skiptast á að
leika við hana og aðra vinkonu sína. Hún er líka spennt að kynnast nýjum
vinum en segir að næstum engir krakkar úr leikskólanum séu að fara í sama
skóla og hún. Júlía heldur að allt verði jafnskemmtilegt í skólanum og er svo
heppin að systir hennar er að kenna henni að lesa. Júlía verður ekki bara í
skólanum heldur æfir hún sund og lærir dans í dansskóla Heiðars Ástvalds-
sonar. Hún hefur dansað í nokkur ár, þar sem hún fékk að fylgja systur sinni
til að byrja með og er hún líklega yngsti nemandi skólans frá upphafi. Auk
alls þessa segir Júlía að hana langi til að læra á þverflautu. Hún segist hafa
tíma fyrir þetta allt saman, þar sem æfingar séu ekki á sömu dögunum, en
það verður örugglega nóg að gera hjá henni í vetur.
Morgunblaðið/Jim Smart
Þórdís, Hildur, Aníta, Andrea, Sólrún, Erla og Hulda eru allar að byrja í 9. bekk í Hlíðaskóla. Þær voru mis-
ánægðar með að mæta í skólann eftir skemmtilegt sumarfrí en urðu samt jákvæðari gagnvart vetrinum eftir smá
umhugsun. Þær voru sammála um að stytta þyrfti skóladaginn því þær væru ennþá í grunnskóla en þyrftu samt að
vera í skólanum til kl. fimm suma daga vikunnar. Þær sögðu þátttöku í skólaleikritinu mesta tilhlökkunarefni
vetrarins og ætluðu allar að vera með. Þátttaka í félagslífi er líka hollur og nauðsynlegur hluti þess að vera í skóla.
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
Eftirvænting í upp-
hafi skólaársins
FERÐ nokkurra íslenskra ferða-
manna um Gíbraltar á Spáni tafðist í
gær vegna hótunar um að sprengja
væri í símaklefa á einu torgi bæj-
arins. Lögregla rýmdi torgið og
nærliggjandi götur á meðan dular-
full taska, sem hafði verið skilin eftir
við klefann, var sprengd í loft upp.
Um klukkustund síðar var umferð
hleypt um torgið að nýju, að sögn
eins ferðamanns úr íslenska hópn-
um.
Um 40 manns ákváðu að fara í
dagsferð í gær frá Costa del Sol til
Gíbraltar. Á hádegi kom hópurinn
að torginu, til að setjast niður á veit-
ingastaði og fá sér að borða. Skyndi-
lega komu lögreglumenn og báðu
fólk um að rýma torgið, fyrst hluta
þess en síðan allt nærliggjandi
svæði. Var fólk þá beðið að fara inn á
veitingastaðina eða fá sér göngutúr
á aðrar slóðir. Taskan var sprengd
en í henni leyndist engin sprengja.
Íslendingarnir héldu ró sinni, sem
og flestir aðrir ferðamenn á torginu,
á meðan lögreglumenn athöfnuðu
sig fumlaust.
Íslendingar töfðust
vegna sprengjuhótunar
KONAN, sem slasaðist alvar-
lega í bílslysi á Hallormsstað
fyrir hálfum mánuði, var í gær
útskrifuð af gjörgæsludeild
Landspítalans í Fossvogi. Er
hún á batavegi en var færð á
aðra deild til áframhaldandi að-
hlynningar.
Slysið er enn í rannsókn hjá
lögreglunni á Egilsstöðum.
Bresk hjón, sem voru með kon-
unni í bíl, létust.
Komin af gjörgæsludeild