Morgunblaðið - 23.08.2005, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Enn virðist nokkuðlangt í land aðstúlkur í þróunar-
ríkjunum hafi jöfn tæki-
færi á við stráka til að
sækja sér menntun. Sam-
kvæmt nýrri skýrslu
UNESCO hafa aðeins 52
af þeim 128 löndum sem
skýrslan náði til náð jafn-
vægi hvað kynjahlutfallið
varðar í skólum landanna.
Þetta kemur fram á
fréttavef BBC. Í fréttinni
er haft eftir Koichiro Mat-
suura, framkvæmdastjóra
UNESCO, að þó þessar nýjustu
niðurstöður eigi ekki beinlínis að
koma neinum á óvart þá séu þær
vissulega mikið áhyggjuefni.
Ekki eru nema fimm ár síðan
164 þjóðir heims samþykktu að
vinna markvisst að útrýmingu á
kynjamun í grunn- og framhalds-
skólum og var stefnt að því að
markmiðið skyldi nást á árinu
2005. Samkvæmt skýrslu
UNESCO er hins vegar ljóst að í
tugum ríkja heims er þetta mark-
mið einungis fjarlægur draumur.
Á sama tíma var einnig samþykkt
að útrýma kynjamun á öllum
skólastigum ekki seinna en árið
2015.
Samkvæmt skýrslunni fjölgaði
stúlkum í grunnskólum mun hrað-
ar en strákum á tíunda áratug síð-
ustu aldar og má samkvæmt frétt
BBC reikna með að í dag séu
stúlkur samtals 57% allra grunn-
skólanema í heiminum. Þetta
skýrist væntanlega af því að víða í
iðnríkjum heims hefur þróunin
verið sú að stúlkum á öllum skóla-
stigum hefur fjölgað. Þannig má
sem dæmi nefna að Ísland er í
hópi þeirra landa þar sem stelpur
eru í meirihluta í framhaldsskól-
um landsins, en við lendum þar í
hóp með löndum á borð við Sví-
þjóð, Bretland, Malasíu, Filipps-
eyjar, Kólumbíu og Nýja-Sjáland.
Menntun stúlkna lykilatriði
Ýmsar ástæður eru þess
valdandi að stúlkur í þróunarríkj-
unum eiga síður möguleika á að
sækja skóla. Þannig eru þær t.d. í
miklu ríkara mæli bundnar heim-
ilisstörfum, auk þess sem þær
ganga oft ungar í hjónaband, en
sem dæmi má nefna að 40% fimm-
tán ára stúlkna í Nepal eru giftar.
Í mörgum þeirra landa þar sem
snemmbúnar giftingar og barn-
eignir eru algengar er ófrískum
stúlkum jafnan meinað að ganga í
skóla eða setjast aftur á skóla-
bekk eftir fæðingu barns síns.
Víða setur kostnaður vegna
skólagöngunnar einnig strik í
reikninginn, s.s. skólagjöld eða
skólabúningar sem fátækar fjöl-
skyldur eiga erfitt með að fjár-
magna. Ef valið stendur milli þess
að senda annaðhvort stúlku eða
dreng í skóla velja flestar fjöl-
skyldur að mennta drenginn þar
sem þau telja það betri fjárfest-
ingu til lengri tíma.
Að sögn Hólmfríðar Önnu Bald-
ursdóttur, skrifstofustjóra Mið-
stöðvar Sameinuðu þjóðanna og
upplýsingafulltrúa UNICEF á Ís-
landi, er menntun stúlkna hins
vegar lykilatriði í því að tryggja
megi öllum íbúum viðkomandi
lands aukin lífsgæði. „Því ef þú
menntar stúlkur, þá menntar þú
heilt samfélag,“ segir Hólmfríður
Anna og vísar með orðum sínum
til reynslunnar sem sýnt hafi að
samfélagið allt nýtur góðs af
menntun stúlkna. Bendir hún á að
ekki aðeins getur menntun hjálp-
að konum til að ná félagslegum og
efnahagslegum réttindum, heldur
sýni tölur að menntaðar konur
gifta sig seinna á lífsleiðinni, eiga
færri börn og eru líklegri til að
skilja hvað þær þurfa að gera til
að verja sig og fjölskyldu sína
gegn margvíslegum vandamálum.
Þannig hefur m.a. verið sýnt fram
á að menntun stúlkna sé besta
vopnið í baráttunni gegn alnæmi.
Skólasókn jókst úr 82% í 86%
Eins og vikið var að hér að ofan
hafa ríki heims sett sér það mark-
mið að útrýma kynjamun á öllum
skólastigum ekki seinna á árið
2015. Aðspurð hvort það sé í
reynd raunhæft markmið svarar
Hólmfríður Anna því játandi. „Nú
þegar hefur þó nokkur árangur
náðst í að fá fleiri stúlkur í
skólana, en á mörgum svæðum
gengur þróunin hins vegar ekki
nógu hratt fyrir sig,“ segir Hólm-
fríður Anna og bendir á að kynja-
mismunur í skólasókn sé hvað
mestur í Mið-Austurlöndum, N-,
V- og Mið-Afríku ásamt S-Asíu.
Benda má á að sameiginlegar
rannsóknir UNESCO og UNI-
CEF sýna fram á að árið 2001 var
skólasókn barna á heimsvísu 82%,
sem þýðir að 115 milljón börn á
skólaaldri sóttu ekki grunnnám.
Að sögn Hólmfríðar Önnu má
áætla að þetta hlutfall hafi hækk-
að upp í 86% í ár. „Ef þetta reynist
rétt er óhætt að segja að undir 100
milljón börn sæki ekki skóla, sem
er það lægsta síðan byrjað var að
safna upplýsingum um skólasókn
barna. Þessi árangur er þó ekki
nægur til að tryggja öllum börn-
um grunnmenntun fyrir árið 2015.
Það er því ljóst að við verðum að
spýta í lófana og hraða framför-
um, veita meiri athygli og fé í
þennan málaflokk,“ segir Hólm-
fríður Anna og bendir á að sér í
lagi þurfi að huga að málum í Afr-
íku og S-Asíu þar sem skólasókn
barna sé hvað lægst í heiminum.
Fréttaskýring | Hægt gengur að útrýma
kynjamismun í skólum þróunarríkja
Hraða þarf
framförum
Gera má ráð fyrir að um 100 milljón
börn í heiminum í dag sæki ekki skóla
Ísland er meðal þeirra landa þar sem stúlkur
eru í meirihluta framhaldsskólanema.
Samfélagið allt nýtur góðs
af menntun stúlkna
Börnum sem ekki sækja skóla
fækkaði úr 115 milljón í 100
milljónir á árunum 2001–2005.
Er árangurinn að miklu leyti
rakinn til vitundarvakningar al-
þjóðasamfélagsins um gildi
menntunar til handa báðum
kynjum. Enn virðist þó langt í
land í mörgum þróunarríkjum.
Áætla má að 83% af öllum stúlk-
um í heiminum, sem ekki ganga í
skóla, búi sunnan Sahara, í S- og
A-Asíu og við Kyrrahafið.
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Mývatnssveit | Bæjamerkingar í sveitum eru víðast hvar í
nokkuð góðu standi og eru stöðluð skilti með heitum
bæja algengust.
Þetta hefur verulegt gildi fyrir þá sem um veginn fara
og þekkja misvel til staðhátta.
Við vegamót nærri Þorvaldsstöðum í Skriðdal hefur
skemmtileg hugmynd fengið að blómstra. Gamla hesta-
sláttuvélin hefur þar verið tekin í gegn, skröpuð og mál-
uð og skilti með bæjarnafninu síðan komið haganlega
fyrir á greiðunni.
Ungir ferðalangar á ferð um Skriðdalinn gátu ekki
stillt sig um að prófa þennan laglega grip úr fortíðinni.
Morgunblaðið/BFH
Nýstárleg bæjarmerking