Morgunblaðið - 23.08.2005, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 9
FRÉTTIR
Þriðjudagur 23.8. Aloo-saag, spínat-
pottréttur með tveimur salötum og
hýðishrísgrjónum
Miðvikudagur 24.8. Ratatulle og
pastasalat með tveimur salötum
og hýðishrísgrjónum
Fimmtudagur 25.8. Sumarbakstur
með valhnetudressingu með tveimur
salötum og hýðishrísgrjónum
Föstudagur 26.8.
Próteinbollur með caschewhnetu-
sósu með tveimur salötum og
hýðishrísgrjónum
Helgin 27.-28.8. Kræsingar frá Íran
með tveimur salötum og
hýðishrísgrjónum
Bæjarlind 6,
sími 554 7030
Opið mán.-fös. frá kl. 10-18
lau. kl. 10-15
Silkitré og silkiblóm
sími 551 2040.
Laugavegi 63 (Vitastígsmegin)
FALLEG SILKITRÉ
GLÆSILEG GJAFAVARA
I I
I
Laugavegi 4, sími 551 4473
• www.lifstykkjabudin.is
Þú minnkar um 1 númer
Litir: Svart - hvítt - húðlitað
Póstsendum
Saumlaust
aðhald
ÚTSALA
25-75%
afsláttur
töskur í miklu úrvali-
NÝ SENDING
MJÓDDINNI S: 557 1291
Fallegu dönsku
haustkápurnar
komnar
Í FRÉTT Morgunblaðsins á laug-
ardaginn var sagt frá því að afi Al-
berts, núverandi fursta af Mónakó,
hefði gifst Þuríði Þorbjarnardóttur
á Bakkastíg. Þetta reyndist ekki
alveg nákvæmt og barst blaðinu
skeyti þar sem bent var á að það
hefði verið afabróðir Alberts, en
ekki afi hans, sem giftist Þuríði.
Afabróðir furstans hét fullu nafni
Henri Marquis de Grimaldi d’Anti-
bes et de Cagnes.
Örn Erlendsson, fram-
kvæmdastjóri útflutningsfyrirtæk-
isins Trítons ehf., benti Morg-
unblaðinu á þetta. Þuríður var
hálfsystir ömmu Arnar, Bjargar
Björnsdóttur, sem gift var Finn-
boga Lárussyni, útgerðamanni,
kaupmanni og bónda á Búðum á
Snæfellsnesi og því þekkir Örn til
sögu hjónabands þeirra Þuríðar og
Henris. Hann var að sögn Arnar
málvísindamaður, sem lagði m.a.
stund á norræn mál og talaði og
skrifaði íslensku.
„Í Sorbonne-háskóla kynntist
Henri fræðimanninum Guðmundi
Finnbogasyni landsbókaverði. Það
var m.a. fyrir hvatningu hans að
Henri kom til Íslands árið 1921,
þar sem hann kynntist seinni konu
sinni, Þuríði Þorbjarnardóttur.
Hún starfaði á hóteli því sem hann
gisti á og hreifst hann af glæsileik
hennar, menntun og háttvísi,“ seg-
ir Örn.
Þuríður lést fyrir aldur fram
vegna veikinda og varð henni og
Henri ekki barna auðið.
Bjuggu í höll í Lissabon
Örn segir að þann tíma, sem
hjónin hafi átt saman, hafi þau búið
í höll Grimaldi-ættarinnar í Lissa-
bon. „Á þessum árum voru berklar
landlægir á Íslandi. Móðir mín,
Auður Finnbogadóttir frá Búðum,
var ung stúlka þegar hún fékk
snert af berklum. Var hún send til
móðursystur sinnar Þuríðar til
heilsubótar og dvaldi hún hjá
Grimaldi-hjónunum í eitt ár.“
Að sögn Arnar hermir sagan að
sem eldri bróðirinn hafi Henri de
Grimaldi átt erfðarétt til fursta-
dæmisins í Mónakó en hafi afsalað
sér þeim rétti vegna reksturs
spilavítisins þar og heldur viljað
helga sig fræðistörfum.
Örn segir Henri hafa framan af
haldið sambandi við móður sína og
hefur hann m.a. undir höndum bréf
sem hann skrifaði á góðri íslensku
hinn 11. júní 1925. Sambandið hafi
þó minnkað þegar fram liðu stund-
ir en Henri Marquis lést árið 1940.
Giftist afabróður
Alberts fursta
Hér má sjá þau Þuríði Þorbjarn-
ardóttur Grimaldi og Henri de
Grimaldi, afabróður Alberts
fursta af Mónakó.
Myndin var tekin árið 1925.
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
SIGRÚN Haraldsdóttir og eig-
inmaður hennar, Jón Gunnar Þor-
kelsson, eru nú að ferðast um Ís-
land á húsbílnum sínum ásamt
fjölda húsbílaeigenda frá Skand-
inavíu, en þau sjá um að skipu-
leggja slíkar ferðir til og frá Ís-
landi. Sigrún segir að það veki
eftirtekt að á gististöðum, tjald-
stæðum og öðrum ferðamanna-
stöðum hérlendis að nánast
hvergi sé að sjá fána Norður-
landanna utan þann danska. Þetta
hafi t.a.m. Svíum og Norðmönnum
sem þau hafi ferðast með þótt
miður. „Þeir eru dálítið sárir yfir
því að sjá bara danska fánann og
spyrja hvort Íslendingum sé svona
illa við Norðmenn og Svía,“ segir
Sigrún og bendir á að hún segir
þeim að hún og eiginmaður henn-
ar hafi sömuleiðis orðið fyrir
miklum vonbrigðum að sjá ekki
íslenska fánann á gististöðum
þegar þau eru á ferðinni á Norð-
urlöndunum, en þau hafa verið
búsett í Danmörku sl. 10 ár.
Henni þykir það vera und-
arlegt, í ljósi þess að í sífellu sé
verið að ræða um samvinnu milli
Norðurlandaþjóðanna, að þjóð-
irnar geti ekki flaggað hver fyrir
annarri. Ekki þýði að setja upp
t.a.m. bara þann danska og ís-
lenska sem virðist vera lenskan
hér á landi. „Það er kominn tími
til að einhver hefji máls á þessu,“
segir Sigrún og hvetur aðila sem
standa að þessu að bregðast við.
Henni finnst það vera miður að
unglingar t.d. í Svíþjóð telji Ís-
land ekki með ef þau eru spurð
um hver Norðurlöndin séu. „Und-
antekningalaust er Ísland ekki
með. Meira að segja þegar við
förum inn á upplýsingaþjónustur
og tjaldstæði og spyrjum: „Hvern-
ig stendur á því að þið hafið bara
fjóra af Norðurlandafánunum?“
þá segja þeir: „Ó! Er Ísland
með?““
Eitthvað verði gert
Sigrún segir pirringinn vegna
þessa hafa verið að ágerast smátt
og smátt undanfarinn áratug. „Nú
vil ég að það sé gert eitthvað í
þessu.“
Sigrún og Jón Gunnar eru í öll-
um húsbílafélögum á Norðurlönd-
unum og fóru í fyrra að skipu-
leggja ánægjunnar vegna
húsbílaferðir frá Norðurlöndunum
til Íslands. Í fyrra hafi þau t.a.m.
skipulagt ferðir fyrir rúmlega 114
bíla. Nú sé uppi á teningnum að
skipuleggja húsbílaferð með Ís-
lendingum til Norðurlandanna.
M.a. til að fara á árleg Norð-
urlandamót húsbílaeigenda, en
mótið verður í Noregi á næsta
ári. Hvað mótið varðar segir Sig-
rún að áhugi sé fyrir því að halda
slíkt mót á Íslandi og er stefnt að
því að halda það árið 2007.
„Ó! Er Ísland með?“
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is ● netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni
Fréttir á SMS
Síðumúla 34 - sími 568 6076
Ýmislegt áhugavert
fyrir safnara