Morgunblaðið - 23.08.2005, Qupperneq 11
BÁLFÖRUM hefur farið mjög
fjölgandi á Norðurlöndunum
undanfarin ár og í Danmörku og
Svíþjóð eru nú yfir 70% af öllum
útförum bálfarir, að sögn Þór-
steins Ragnarssonar.
Hér á landi er hlutfallið 17% en
ívið hærra á höfuðborgarsvæð-
inu.
Hlutfall bálfara hefur einnig
verið að aukast talsvert í Finn-
landi og Noregi.
Þórsteinn segir þennan mikla
mun stafa af því að Svíþjóð og
Danmörk hafi gert þetta útfar-
arform ódýrara en hefðbundna
jarðarför og í kjölfarið hafi hlut-
fall bálfara aukist. Þetta sé
vegna þess að þær séu hagkvæm-
ari til lengri tíma litið enda taki
Yfir 70% brennd í Danmörku og Svíþjóð
duftgarðar sex sinnum minna
pláss en hefðbundnir kirkjugarð-
ar.
Þórsteinn segir að eins og stað-
an sé í dag sé nægilegt pláss fyr-
ir líkkistur í kirkjugörðum á höf-
uðborgarsvæðinu. Hér hefur ekki
verið farin sú leið að niðurgreiða
bálfarir, sem eru jafndýrar og
hefðbundnar jarðarfarir.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 11
FRÉTTIR
EVRÓPUNEFNDIN, sem skipuð
er fulltrúum allra stjórnmálaflokka
m.a. til að fjalla um kosti og galla að-
ildar Íslands að
Evrópusamband-
inu, mun að öllum
líkindum skila af
sér skýrslu um
áramótin 2006/
2007. Þetta kom
fram í ræðu for-
manns nefndar-
innar, Björns
Bjarnasonar
dómsmálaráð-
herra, í ræðu sem hann flutti á fundi
með sendiherrum íslensku utanrík-
isþjónustunnar.
Í ræðunni fjallaði Björn nokkuð ít-
arlega um Evrópumálin. Hann sagði
það hafa verið hárrétta og farsæla
ákvörðun ríkisstjórnar Íslands á sín-
um tíma að halda sig við Evrópska
efnahagssvæðið og reyna ekki við
aðild að ESB við hrun Sovétríkj-
anna, líkt og hlutlausu ríkin innan
EFTA hefðu gert. Tilraun til aðildar
í upphafi síðasta áratugar hefði mis-
heppnast og Ísland setið eftir í sömu
sporum og Sviss, þ.e. í EFTA en án
samninga við Evrópusambandið.
Björn sagði Evrópunefndina hafa
hist reglulega síðasta vetur og í sum-
ar farið í gagnlega ferð til Brussel til
viðræðna og öflunar upplýsinga.
„Til að gera langa sögu stutta og
án þess að ég segi nokkuð um það,
hver verður niðurstaða af störfum
nefndarinnar, liggur það jafnskýrt
fyrir núna og fyrir áratug að Íslend-
ingar geta orðið aðilar að Evrópu-
sambandinu, þegar þeir sjálfir kjósa.
Ef ósk kæmi héðan um aðild myndu
tímasetningar ráðast af önnum emb-
ættismanna innan sambandsins en
við hefur bæst síðan fyrir rúmum 10
árum, að Frakkar hafa ákveðið að
þar í landi skuli fara fram þjóðarat-
kvæðagreiðsla um nýja aðila. Hvort
sú regla myndi gilda jafnt um Ís-
lendinga og Tyrki veit ég ekki,“
sagði Björn.
Stöndum betur að vígi en ESB
Hann sagði að ef Ísland óskaði eft-
ir aðild yrði ferillinn einfaldur og
ekki langur. Evrópusambandið
myndi leggja fyrir okkur nokkurs
konar krossapróf til að kanna hvort
við stæðumst allar kröfur þess.
Samningaviðræður snerust einfald-
lega um fresti til að fullnægja kröf-
um ESB.
„Að mínu mati er ekki nauðsyn-
legt fyrir Íslendinga eða stjórnvöld
að þreyta þetta próf til að sanna sig
heima fyrir eða í samfélagi þjóð-
anna. Ég sé einfaldlega ekkert sem
knýr á um að við göngumst undir
þetta próf og tökum síðan á okkur
þær skyldur sem því fylgja að hafa
staðist það, þær munu einfaldlega
draga úr því svigrúmi á alþjóðavett-
vangi sem nýst hefur þjóðinni til
mikillar hagsældar undanfarin ár.
Mér sýnist að það sé sama hvaða
kvarði sé notaður, alls staðar stönd-
um við betur að vígi en meðaltal-
stölur Evrópusambandsins sýna og
raunar betur en flestar aðildarþjóð-
irnar,“ sagði Björn.
Hann sagði það einfaldlega rangt
að samningurinn um Evrópska efna-
hagssvæðið hefði veikst. Samningur-
inn stæði fyllilega fyrir sínu og væri
traustur grundvöllur í samskiptum
við Evrópu.
„Mér sýnist einnig að við nýtum
alls ekki nægilega vel þau tækifæri
sem samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið veitir til að hafa
áhrif á löggjöf Evrópusambandsins.
Þá er langur vegur frá því, að allir
innan sambandsins séu sáttir við
lýðræðisleg áhrif sín þar. Neikvæð
afstaða til sáttmálans um nýja
stjórnarskrá Evrópusambandsins
endurspeglar öðrum þræði ótta al-
mennings við þróunina til miðstýr-
ingar og ákvarðana án skýrs lög-
mæts umboðs,“ sagði Björn, en
ræðan er birt í heild sinni á vefsíðu
hans, www.bjorn.is.
Formaður Evrópunefndar segir nefndina skila af sér um áramótin 2006/2007
Þurfum ekki að gangast
undir krossapróf ESB
Björn Bjarnason
KIRKJUGARÐAR sem verustaður
og útivistarsvæði og fjölmenning-
arlegir kirkjugarðar eru meðal
þeirra viðfangsefna sem fyrirlesarar
á ráðstefnu í Háskólabíói munu fást
við frá næstkomandi fimmtudegi
fram á laugardag.
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma, er meðal skipuleggjanda há-
tíðarinnar og segir hann að þarna
verði fjallað um málefni kirkjugarða
frá ýmsum sjónarhornum, þar á
meðal hvernig auka megi vægi hans
sem samkomustaðar fyrir hina lif-
andi ekki síður en fyrir hina látnu.
„Auðvitað er kirkjugarðurinn
verustaður hinna látnu en hann er
líka verustaður hinna lifandi sem
koma í garðinn til að vitja leiða. Svo
er hann jafnframt verustaður þeirra
sem koma og ganga sér þar til heilsu-
bótar vegna þess að þar er skýlt og
fallegt umhverfi. Þannig er hann
verustaður í margvíslegum skiln-
ingi,“ segir Þórsteinn.
Þróun undanfarin ár
Ákveðin þróun í þessa átt hefur átt
sér stað víða á Norðurlöndunum
undanfarin ár.
Þórsteinn segir að kirkjugarða-
yfirvöld í samvinnu við sveitarfélög á
Norðurlöndum hafi unnið að því að
opna kirkjugarðana til þess að mæta
aukinni þörf á grænum svæðum. Þar
af leiðandi hafi garðar orðið opnari
og betur lýstir, en þeir eru þó alltaf
með þeirri yfirskrift að þeir séu
helgir reitir.
„Það nýjasta hjá okkur hér í
Reykjavík er hönnunin á þessum
nýja duftgarði sem verður á Sóllandi
við Öskjuhlíðina,“ segir Þórsteinn en
samkeppni um svæðið var haldin í
fyrra. „Þarna er verið að tvinna sam-
an útivistarsvæði í Öskjuhlíðinni og
duftgarð.“
Aðspurður hve langt verði gengið í
þessari viðleitni – hvort t.d. standi til
að opna kaffi- eða veitingahús í
kirkjugörðum, segir Þórsteinn að
þær hugmyndir kunni að koma upp.
„Það gætu verið dæmi um það í Evr-
ópu en ég minnist þess ekki að hafa
séð slíka garða hér á Norðurlönd-
unum,“ segir hann en bendir hins
vegar á að í flestum stærri borgum
séu almenningsgarðar, eins og t.d.
Grasagarðurinn í Reykjavík, þar
sem kaffi- og veitingasala sé til stað-
ar.
Kirkjugarðarnir
„poppaðir upp“?
Aðspurður hvort verið sé að
„poppa upp“ kirkjugarðana segir
Þórsteinn að hér sé frekar um að
ræða viðleitni manna til að fá fleira
fólk inn í garðana. „Það er gríðarleg
alúð lögð í umhirðu garðanna. Þetta
eru lystigarðar, kostaðir af al-
mannafé og því vilja kirkjugarða- og
bæjaryfirvöld að sem flestir njóti
þeirrar fegurðar og kyrrðar sem
þarna er að finna inni í miðri borg,“
segir hann og bendir á að til þess að
svo geti verið þurfi eitthvað að ger-
ast. Á Menningarnótt hafi t.d. tveir
leiðsögumenn farið með hópa um
Hólavallakirkjugarð við Suðurgötu.
„Við höfum verið að vinna eftir
þeirri stefnu að lýsa þann garð upp
og gera hann aðgengilegri fyrir
ferðamenn og þá sem koma til að
skoða minningamörk þó þeir séu
ekki beinlínis að skoða ákveðið leiði.
Hann er dæmi um garð sem verið er
að „poppa upp“. Við erum að opna
fyrir almenningi meira en verið hef-
ur til þess að menn njóti þess sem
þar er; bæði sögunnar, náttúrufeg-
urðar og fuglalífs.“
Aðspurður hvort allir séu sammála
um að breyta görðunum í þessa veru,
segist Þórsteinn ekki hafa heyrt
gagnrýnisraddir í sambandi við
breytingarnar á Hólavallagarðinum
eða á hugmyndina almennt, þó auð-
vitað megi ekki breyta görðunum í
þá veru að ættingjar hinna látnu
finni fyrir því að garðurinn sé að
breytast í annan vettvang en kirkju-
garð. Þarna á milli sé ákveðið jafn-
vægi sem gæta verði að.
Fjölmenning og kirkjugarðar
Á ráðstefnunni verður einnig
fjallað um fjölmenningarlega kirkju-
garða en í því hugtaki felst að kirkju-
garðar séu opnir fyrir útfarir allra
trúarbragða. Þórsteinn segir að hið
íslenska nafn „kirkjugarðar“ sé að
mörgu leyti villandi, enda sé hugs-
unin alls ekki sú að loka kirkjugörð-
unum fyrir öðrum trúarbrögðum.
Þetta viðfangsefni standi fyrir dyr-
um í nánast öllum vestrænum kirkju-
görðum um þessar mundir, þ.e.
hvernig þeir aðlagi kirkjugarðana að
fjölmenningunni. Aðspurður hvernig
staðan hér á landi sé hvað þetta varð-
ar segir Þórsteinn að reynt sé að
koma til móts við alla. „Í okkar nýj-
asta garði, Gufuneskirkjugarði, er
boðið upp á þessa möguleika. Við er-
um með sérstakar múslimagrafir,
búddatrúarreit, óvígðan reit fyrir þá
sem eru utan trúfélaga og ásatrúar-
reit. Við erum að reyna að mæta ósk-
um sem flestra, því kirkjugarðarnir
eru fyrir alla og ekki bundnir trú-
félögum, eins og margir halda.“
Eins og áður sagði hefst ráð-
stefnan á fimmtudag og stendur
fram á laugardag. Aðgangur er öll-
um opinn en almenningur þarf að
greiða ráðstefnugjald. Finna má
nánari upplýsingar um ráðstefnuna á
heimasíðu hennar.
„Kirkjugarðarnir eru fyrir alla“
Morgunblaðið/Jim Smart
Málefni og framtíðarþróun kirkjugarða eru viðfangsefni tveggja daga ráðstefnu sem hefst í Háskólabíói á fimmtudaginn.
Á fimmtudaginn hefst
alþjóðleg ráðstefna
hér á landi um kirkju-
garða og verður þar
lögð áhersla á kirkju-
garðinn sem verustað.
Árni Helgason ræddi
við Þórstein Ragn-
arsson um kirkju-
garða og hvort þeir
væru að þróast yfir í
að vera almennings-
garðar í bland.
arnihelgason@mbl.is
TENGLAR
..............................................
www.congress.is/nfkk