Morgunblaðið - 23.08.2005, Page 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
GUÐMUNDUR Runólfsson ehf. í
Grundarfirði hefur fest kaup á tog-
skipi frá Skotlandi. Skipið er smíðað
1999 og er 29 metra langt, en bæði
breytt og djúpt. Skipið mun koma í
stað Hrings SH, sem fyrirtækið hef-
ur gert út í níu ár.
Guðmundur Smári Guðmundsson,
framkvæmdastjóri Guðmundar
Runólfssonar, segir að þetta sé öfl-
ugt togskip, en sé engu að síður hag-
kvæmt í útgerð. Það sé nauðsynlegt
til að geta búið við hið háa olíuverð.
Skipinu verður siglt til Póllands þar
sem það fer í viðgerðir og breytingar
og verður væntanlega komið til
lands eftir um tvo mánuði. Kostnað-
ur við kaupin og breytingarnar er
um tvö hundruð milljónir króna.
Hringur verður síðan seldur í brota-
járn, en hann var smíðaður árið 1977
og hét áður Hrímbakur. Fyrirtækið
gerir einnig út togbátinn Helga og
verður hann í útgerð áfram.
Þrátt fyrir að nýi báturinn sé inn-
an við 29 metrar á lengd má hann
ekki fara upp að þremur mílum eins
og skip af þessi lengd vegna þess hve
kraftmikill hann er.
Grund-
firðingar
kaupa
nýtt skip
GÓÐ veiði hefur verið hjá smá-
bátum, sem gerðir eru út frá
Skagaströnd. Þar er mikið af að-
komubátum um þessar mundir,
meðal annars margir frá Ólafs-
vík.
Bátarnir hafa verið að fá upp í
átta til níu tonn í róðri, mjög
mikið af ýsum. Ólafsvíkingurinn
Magnús Gunnlaugsson rær frá
Skagaströnd á bátnum Guðfinni
KE. Hann er á línu með 15 bala
og er einn á. Hann hefur verið að
fá upp í tvö tonn í róðri. Hér er
hann að landa úr bátum góðum
þorskafla.
Morgunblaðið/Alfons
Góð veiði frá Skagaströnd
Líflegur
fiskmarkaður
í Moskvu
ÚR VERINU
UM 1.500 laxar eru komnir upp úr Ytri-Rangá
og er það svipuð veiði og á sama tíma í fyrra.
40 til 50 laxar hafa verið að veiðast á dag. „Síð-
ustu tvo sólarhringa hafa 100 laxar farið upp
Ægissíðufoss en tæplega 4.000 laxar eru
gengnir á svæðið ofan fossa,“ sagði Guðbrandur
Einarsson leiðsögumaður.
„Grálúsugur lax er aðaltökufiskurinn þessa
dagana, en það er fullt af fiski á svæðinu milli
fossa.“ Rangárflúðir og Ægissíðufoss eru heit-
ustu veiðisvæðin í ánni, pökkuð af laxi að sögn
kunnugra, en eitthvað er að veiðast á öllum
svæðum. Nýtt svæði, Hólmatjörn, sem tilheyrir
svæði tvö í nýrri svæðaskiptingu, hefur reynst
mjög vel og gefur sex til átta laxa á dag.
Enn frábær veiði í Þverá-Kjarrá
Sögur af frábærri veiði halda áfram að ber-
ast frá Þverá-Kjarrá. Veiðimenn, sem deildu
stöng í ánni fyrir helgi, veiddu 22 laxa og fylgdi
sögunni að annar væri nánast óvanur flugu-
veiði. Stangirnar voru að fá frá sex upp í 30
laxa og hollið náði rúmlega 120. Veiðin nálgast
óðum metveiðina sumarið 1979, en þá veiddust
3.558 laxar.
Stjórn SVFR var við veiðar í Norðurá fyrir
helgi og landaði 44 löxum. Mikið vatn var í ánni
og veiddist aðallega á ýmsar túpur. Aflinn var
vel dreifður um alla á. Samkvæmt fréttavef
SVFR fékk seinasta holl í Hítará ellefu laxa og
þar seinasta holl 27 laxa. Túpur eru ráðandi
agn þessa dagana, enda mikið vatn í ánni. 445
laxar hafa veiðst á aðalsvæði árinnar á móti 476
allt sumarið í fyrra en enn er tæpur mánuður
eftir af veiðitímanum. Um 100 laxar eru komnir
á land í Hítará II.
49 úr Hrútafjarðará á tveimur dögum
Hrútafjarðará var seinni í gang en aðrar ár í
Húnavatnssýslum, en mjög góð veiði hefur ver-
ið í henni síðustu daga, eftir að vatnið ókst. Síð-
asta holl veiddi 49 laxa á tveimur dögum. Sögðu
veiðimenn lax um alla á. Nú eru um 300 laxar
komnir á land úr ánni en veitt verður út sept-
ember.
Danskur veiðimaður sem hefur veitt reglu-
lega lax í Noregi, og vill hafa fyrir hlutunum, er
þessa dagana að veiða öll svæði Stóru-Laxár.
Þegar hann hafði veitt svæði I og II í fjórar
vaktir og svæði III í tvær, var hann kominn
með sex laxa og hæstánægður með upplifunina,
þar sem hann prílaði einn í heiminum um tign-
arleg gljúfur árinnar. Fiskarnir voru sólgnastir
í litlar rauðar Frances-keilutúpur.
Fréttir berast ekki oft af ánum í Djúpinu,
Langadalsá og Laugardalsá, en veiði í þeim
hefur verið góð í sumar. Samkvæmt fréttavefn-
um votnogveidi.is var dagana 14. til 17. ágúst
fisknasta hollið í Langadalsá í yfir 20 ár, en
hópurinn veiddi alls 49 laxa. Voru 43 komnir á
land eftir tvo daga en slæmt veður spillti síð-
asta veiðideginum. Um helmingi aflans var
sleppt aftur í ána.
Grálúsugur töku-
fiskur í Ytri-Rangá
Ljósmynd/Sigríður Kristín
Antonis Valavanis bítur veiðiuggann af maríulaxinum, sem
hann veiddi á Flúðum í Fnjóská.
Ljósmynd/Klaus Frimor
Óðinn Helgi Jónsson með 94 cm hæng sem veiddist í Síma-
streng á Nesveiðum í Laxá í Aðaldal, en þar hafa veiðst margir
stórlaxar síðustu vikur. veidar@mbl.is
STANGVEIÐI
Ú́r verinu á morgun