Morgunblaðið - 23.08.2005, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AUSTURLAND
AKUREYRI
Borgarfjörður | Í Kjarvalsstofu,
safni um ævi og störf Jóhannesar S.
Kjarval listmálara á Borgarfirði
eystra, er sérstök barnastofa til-
einkuð myndsköpun barna. Þar get-
ur ungviði komist í liti og léreft eða
bara málað á veggina.
„Krakkar, bæði íslenskir og út-
lenskir, koma oft hér inn til að leika
sér með dót og mála“ segir Elsa
Katrín Ólafsdóttir, tíu ára snót sem
stendur við málaratrönur og dregur
býsna laglegar útlínur hests á
striga.
Kjarvalsstofa er á efri hæð Fjarð-
arborgar, en móðir Elsu Katrínar
vinnur einmitt í Fjarðarborg, þar
sem seld er gisting og veitingar yfir
sumartímann. Því á Elsa Katrín það
til að bregða sér upp á loft í lit-
astofuna og dunda sér dálítið við
myndlist.
„Krakkarnir sem búa hér máluðu
á veggina og ég málaði ofnana þeg-
ar Kjarvalsstofa var opnuð fyrir
þremur árum“ segir hún stolt og
bendir á litskrúðug myndverkin.
M.a. má sjá Álfaborgina og tjöld við
hana, Dyrfjöllin og hesta. „Svo koma
stundum aðrir krakkar og klína lit í
Álfaborgina og Dyrfjöllin. Ég hef
prófað að mála Dyrfjöllin í skól-
anum og gekk það bara vel. Það er
samt dálítið erfitt að ná þeim. Kjar-
val vissi hvernig átti að mála þau.“
Elsa Katrín er að byrja í fimmta
bekk í vikunni og segist hlakka til.
„Við erum bara tvö tíu ára í skól-
anum og ég held að í honum séu
átján krakkar í allt.“ Hún segist hafa
átt heima á Borgarfirði alla ævi.
„Það er skrítið þegar allt fyllist af
fólki hér á sumrin. Mér finnst stund-
um gaman á sumrin þegar svona
mikið er af ferðafólki, en samt eig-
inlega bara truflandi því þá þarf
mamma alltaf að vinna svo mikið. Þá
er ég bara með Snúði, hundinum
mínum á meðan,“ segir Elsa Katrín
og einbeitir sér svo aftur að hest-
inum, sem er óðum að taka á sig
skýrari mynd.
Kjarval kom til Borgarfjarðar á
fimmta ári og bjó hjá frændfólki
sínu í Geitavík þar til hann fór til
náms til Reykjavíkur 16 ára gamall.
Hann sýndi æskustöðvunum ávallt
mikla tryggð og málaði margar
myndir á Borgarfirði, þar sem hann
gekk undir nafninu Jói í Geitavík.
Erfitt að ná Dyrfjöllunum
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Hestur verður til Elsa Katrín Ólafsdóttir í Kjarvalsstofu á Borgarfirði.
Kárahnjúkar | Í þessari viku verður
hafist handa við að snúa risabornum
TBM 3 í aðgöngum 3 í Glúmsstaða-
dal við, en hann boraði í átt að Háls-
lóni og komst lítt orðið áfram vegna
gríðarlegs vatnsaga og erfiðs bergs.
Var hann þá búinn að heilbora um
fimm þúsund metra. Á hann í fram-
haldinu að bora á móti TBM 2 sem
borar frá Axará og í átt að Hálslóni,
en þar hafa einnig verið vandkvæði
vegna bergs og vatnsflaums og þarf
mikið að þétta og styrkja göngin. Sá
verkþáttur er um ellefu þúsund
metrar og er búið að heilbora um
þrjú þúsund og sexhundruð af þeim.
Í aðgöngum 1 frá Teigsbjargi hefur
gengið vel og TBM 1 náð að bora yfir
meðallagi undanfarnar vikur. Hefur
borinn þar nú heilborað ríflega sex
þúsund metra af yfir þrettán þúsund
áætluðum.
Reiknað er með að það sem upp á
vantar af verkinu frá aðgöngum 3
verði unnið með hefðbundinni
gangnagerð, þ.e. bergið sprengt.
Ljósmynd/Philippe Cazalis
Kárahnjúkastífla Vatnskápa stíflunnar steypt með skriðmótum.
Einum boranna snúið við
Stálvinna hafin | Starfsmenn
Fjarðaálsverkefnisins er byrjaðir
að setja saman byggingarstál fyr-
ir þak kerskála álversins í Reyð-
arfirði. Kerskálarnir verða tveir,
hvor um sig um 1,1 km að lengd.
Um 25 þúsund tonn af burð-
arvirkjastáli mun fara í byggingu
verksmiðjunnar. Í mánaðar-
byrjun komu 10.521 stykki af
byggingarstáli í nýju álvershöfn-
ina. Þessi stykki voru síðan af-
fermd úr MV Aalsmeergraght og
færðir á byggingarstað kerskál-
anna, þar sem er nú verið að setja
þá saman.
Seyðisfjörður | Veðrið hefur leikið
við Seyðfirðinga undanfarið og bæj-
arbúar spókað sig úti við eftir bestu
getu.
M.a. hafa krakkar á Seyðisfirði
tekið dýfu af brúnni, sem liggur yfir
skil Fjarðarárinnar og Lónsins í inn-
bænum, og ekki látið töluverða fall-
hæð á sig fá. Tvær stúlkur á tólfta
ári, þær Halla Björk Ólafsdóttir og
Pálína Haraldsdóttir, svömluðu til
dæmis bísperrtar um í blautbún-
ingum í Lóninu og sögðu að krakkar
væru stundum að stökkva af brúnni í
góðu veðri, en sjórinn væri samt sem
áður talsvert kaldur. Þær segjast
gjarnan stunda sjóskíði og sjóbretti,
en pabbi annarrar þeirrar eigi hrað-
bát og því auðvelt um vik að stunda
vatnaíþróttir.
Hitinn var 11 stig á Seyðisfirði
þennan dag, en fólk sat fáklætt utan
við Hótel Ölduna með kaffið sitt og
ljóst að menn halda fast í sum-
arstemninguna þrátt fyrir að haust
blasi nú við.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Buslað Halla Björk Ólafsdóttir og Pálína Haraldsdóttir sækja í sjóinn.
Seyðfirðingar í sjósporti
FÉLAGAR í Golfklúbbi Akureyrar
fögnuðu 70 ára afmæli klúbbsins sl.
föstudag, ásamt góðum gestum,
m.a. frá Golfsambandi Íslands,
Golfklúbbi Reykjavíkar, Golf-
klúbbnum Oddi, Íþróttabandalagi,
Akureyrar, Íþrótta- og ólympíu-
sambandi Íslands og Akureyrarbæ.
Klúbbnum bárust góðar kveðjur og
gjafir á þessum tímamótum en GA
er næstelsti golfklúbbur landsins,
ári yngri en Golfklúbbur Reykja-
víkur. Fjölmargir félagsmenn
klúbbsins voru heiðraðir í afmæl-
isfagnaðinum. Gunnar Sólnes, sem
hefur verið einn ötulasti fé-
lagsmaður GA í gegnum tíðina og
formaður til margra ára, var gerð-
ur að heiðursfélaga klúbbsins og
hann var jafnframt sæmdur æðsta
heiðursmerki Golfsambands Ís-
lands, gullkrossinum. Með heið-
ursnafnbótinni hjá GA er Gunnar
kominn í félagsskap manna eins og
Magnúsar Guðmundssonar, Björg-
vins Þorsteinssonar og vinar síns
Jack Nicklaus, hins heimsþekkta
kylfings frá Bandaríkjunum.
GSÍ sæmdi Halldór Rafnsson,
formann GA, gullmerki sambands-
ins og Ómar sonur hans, Sigurpáll
Geir Sveinsson, Skúli Ágústsson,
Haukur Jakobsson og Þórhallur
Sigtryggsson voru sæmdir silf-
urmerki GSÍ.
Halldór formaður GA sagði að fé-
lagsleg staða klúbbsins væri sterk á
þessum tímamótum. Félagsmenn
eru tæplega 600 talsins og hefur
fjölgað um 10–15% á ári nú í seinni
tíð. „Við höfum staðið í miklum
breytingum á vellinum, þeim mestu
frá því hann varð 18 holur. Völl-
urinn uppfyllir ekki þær kröfur
sem gerðar eru í dag en það hefur
verið unnið að umfangsmiklum lag-
færingum á brautum og flötum.
Fyrirhugaðar eru enn frekari lag-
færingar og við gerum okkur vonir
um að þeim verði lokið innan fjög-
urra ára.“ Halldór sagði það einnig
hafa háð starfi klúbbsins að hafa
ekki par þrjú holu völl fyrir börn og
nýliða.
Gunnar Sólnes heiðursfélagi GA
Morgunblaðið/Kristján
Hinn nýi heiðursfélagi GA, Gunnar Sólnes, er hér með skjalið sem fylgir
heiðursnafnbótinni, ásamt Halldóri Rafnssyni, formanni GA.
DÝRAGARÐURINN á Krossum í
Dalvíkurbyggð var opnaður um
verslunarmannahelgina og hefur
rekstur hans farið vel af stað, að sögn
Snorra Snorrasonar bónda á Kross-
um. Hann sagði að viðtökur hefðu
verið mjög góðar, um 1.000 manns
komið í heimsókn og hann er því
bjartsýnn á framhaldið. Snorri sagði
að enn væri ýmislegt eftir að gera en
hann stefnir að því að vera kominn
með starfsemina á fullt næsta vor.
Bærinn Krossar er í um 35 km fjar-
lægð frá Akureyri og skammt sunnan
Dalvíkur. Þar hefur lengst af verið
hefðbundinn búskapur en undanfarin
ár hefur þar verið nautgriparækt.
Snorri sagði að hugmyndin að dýra-
garðinum væri ekki gömul. „Maður
varð að finna sér eitthvað frekar að
gera, ég veit ekki af hverju rekstur
dýragarðs varð fyrir valinu en þetta
lofar góðu.“
Í garðinum eru hestar, kýr, kindur,
geitur, svín, hænur, endur, kanínur,
kettir, hrafnar, refir, fashanar,
skrautdúfur, skjaldbaka og ungviði
þeirra og þá eru kalkúnar á leiðinni.
Einnig er á svæðinu veitingatjald og
stór hoppudýna sem börnin hafa hrif-
ist mjög af. Dýragarðurinn er opinn
alla daga í ágúst frá 10 til 18 en í haust
og vetur verður ekki reglulegur opn-
unartími. Snorri sagði að hugmyndin
væri að taka á móti hópum í vetur og
auglýsa starfsemina m.a. skólum.
Dýragarður í Dalvíkurbyggð
Morgunblaðið/Kristján
Dýragarður Frændsystkinin Snorri Eldjárn Hauksson t.v., sem heldur á
kanínuunga, Andrea Sól Þórðardóttir með naggrís og kanínuunga í fang-
ingu og Kristján Eldjárn Sveinsson með ljónakanínu.
Fjölbreytt dýralíf
er á Krossum
Fjárhagsaðstoð | Á síðasta fundi
félagsmálaráðs var lagt fram yfirlit
yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu 6 og
7 mánuði ársins. Veitt aðstoð fyrstu
7 mánuðina nemur 28 milljónum
króna sem er 10,5% hærra en á sama
tíma fyrir ári. Á sama fundi voru
lagðar fram upplýsingar um biðlista
eftir leiguíbúðum Akureyrarbæjar
1. júlí sl. Á biðlista voru 81 en voru
106 fyrir ári. Samtals eru 250 íbúðir
leigðar út hjá Akureyrarbæ.