Morgunblaðið - 23.08.2005, Síða 19

Morgunblaðið - 23.08.2005, Síða 19
Á RÖLTI mínu um verslunargötur og miðstöðvar tók ég eftir ýmsu sem væntanlega verður áberandi í vetur um stræti og torg. Það virðist vera að lit- irnir séu á undanhaldi og það er nokkuð mikið af brúnum og svört- um fatnaði sem á að glæða vetrartísk- una þótt einstaka dökkbláir tónar slæðist með og þá helst dökkur „túrkís“- litur. Gallabuxur og pils eru líka alltaf vinsæl, og nokkuð er um styttri gallabuxur sem henta vel með t.d. þykkum sokkabuxum. Hvað varðar pilsasídd þá er nokkuð ljóst að það þykir ekki lengur flott að vera með örmjó- an þveng um mittið því nú eru það helst hnésíðu pilsin sem hafa vinninginn. Þau eru úr þægilegum efnum og yfirleitt ekki mjög þykk. Bolir og toppar eru að sjálfsögðu fjölbreyttir en sýndist mér að það væri svolítið um óvenjuleg hálsmál og þykka hlýra. Bolir eru frekar einfald- ir og margir einlitir. Þá er gert meira af því að setja nokkur lög hvert ofan á annað og bolir eru seldir saumaðir saman tveir og tveir og þá hvor í sín- um litnum. Inni á milli er hægt að finna ansi skemmtileg munstur þó að þau séu ekki aðalatriðið í ár. Í skófatnaði er nauðsynlegt að eiga einhver stígvél, hægt er að hafa þau með til- tölulega litlum hæl eins og mótorhjóla- og kú- rekastígvélin bjóða uppá (ó já, þau eru enn í tísku) eða aðeins hærri með stöðugum hæl, þó ekki pinna- hæl. Rúnnuð tá er málið og margir gam- aldags skór fást með samfelldum hæl sem verður áfram með fram á veturinn. Ekki má gleyma sparifatnaðinum, og alveg eins og á tísku- pöllunum er mikið um létt efni eins og shiffon sem leggst einkar vel að líkamanum. Gott úrval er af fylgihlutum en þar er helst mælt með stórum perlufestum og hárskrauti eins og spöngum.  TÍSKA| Helstu áherslurnar í haust-og vetrartískunni eru falleg stígvél, spariföt úr shiffoni, gallabuxur og látlausir bolir Stígvél, shiffon og brúnir tónar Hlægilega þægilegur fatnaður. Hildur: Peysa og toppur úr Karen Millen. Pils Oasis. Stígvél Kron. Morgunblaðið/ÞÖK Tapsár? Hildur & Kamilla: báðar í peysum úr Kronkron, bux- um úr Oasis, skóm úr Kron, og hálsfesti á Hildi 38 Þrep. Aldrei of fín Hildur: Kjóll Karen Mil- len. Taska og hálsmen 38 Þrep. Hálsmen og arm- band f. miðju 38 þrep. Gamlar 80’s-prjónauppskriftir. Kamilla: Toppur og ull- arpeysa Oasis. Pils Kúltúr. Skór Kron. Hárspöng Kronkron. Smáatriðin verða aðal. Lítil smáatriði eins og tölur geta gert heilmikið fyrir einlitar flíkur. Fæst í Karen Millen. Abbastelpur. Hildur: Pils Karen Millen. Kápa Oasis. Stígvél Kron. Kamilla: Peysa Karen Millen. Pils Oasis. Stígvél Kron. Hárspöng Kronkron. Háhæluð stígvél nauðsyn Glæsileg stígvél úr Kron. Hlýir sólskinsdagar verða sjaldgæfari með hverjum degi og því rétt að huga að hausttískunni í boði fyrir verslunarglaðar valkyrjur. Sara M. Kolka fór á stúfana. Svarta ekkjan. Hildur: Blússa og pils Karen Millen, skór Kron. sara@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 19 DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.