Morgunblaðið - 23.08.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 23.08.2005, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Ég fékk á dögunum að sitjaumræðufund á vegumReykvíska Listaleikhúss- ins sem sett hefur upp í Klink og Bank leikritið Penetreitor. Penetreitor-verkefnið er frum- legt og áhugavert um margar sakir en eins og fjallað hefur ver- ið um áður á síðum blaðsins fengu leiklistarnemarnir þrír sem að verkefninu standa aðstoð Hugar- afls, hóps fólks með geðræn vandamál, til að móta sýninguna. Tilgangurinn með verkefninu var síðan að sjá hverju samstarfið myndi skila bæði til leikaranna og til geðsjúklinganna. Fyrir leikarana er afraksturinn sýning sem fær glimrandi um- sagnir. Ávinningur hinna kom í ljós á umræðufundinum.    Fundurinn var eins og sýn-ingin: á köflum sláandi, á köflum fyndinn. Saman voru komnir allskyns einstaklingar: hjúkrunarfólk, geðsjúklingar og fólk sem einfaldlega hafði hrifist af sýningunni. Sérstaklega áberandi var hversu ánægt fólk var með þann sýnileika sem geðræn vandamál fá gegnum verkefnið: „Ég hef svifið í loftinu í allt sumar, það er svo gaman að hafa fengið að taka þátt í einhverju svona,“ sagði Ebba, sem kom að verkefninu gegnum Hugarafl. „Þessi hug- mynd er svo frábær. Við erum einangraðir hópar: leikarar, fag- fólk og sjúklingar, hvort í sínu hólfinu. Þarna urðu einhver sam- skipti og þessir ólíku hópar fóru að tala meira saman.“ Héðinn bætir við: „Öll sköpun liggur á mjög svipuðum stað og geðveiki: á jöðrunum. Þess vegna held ég að Hugarafl, sem hópur geðsjúklinga, geti dýpkað svona sýningar. Það þarf líka ekki ann- að en að skoða helstu listamenn sögunnar: þeir hafa allir meira og minna verið geðveikir.“ Berglind, sem kímin segist hér- umbil getað kallað sig fagaðila í geðsjúkdómum, því hún fari að teljast fag-geðsjúklingur bætti við: „Ég er búin að „vera þarna“, og rúmlega það. Er gift geðsjúkl- ingi og alkóhólista. Það hafði djúpstæð áhrif á heimilislífið að sjá sýninguna og allt búið að vera á reiðiskjálfi síðan þá. Þetta hreyfði við svo mörgu og leikritið hefði vel getað gerst í stofunni hjá mér fyrir ekki svo löngu.“    Penetreitor segir frá þremurpiltum og ýmsu því sem þjak- ar þá og aðra menn í nútíma- samfélaginu. Einn gestur bætir við í því sambandi: „Eitt fannst mér sérstaklega skemmtilegt. Við höfum haft Píkusögur, Sellófón og „stelpur hitt“ og „stelpur þetta“. Loksins fengu strákarnir einhverja umfjöllun.“ Rætt var fram og aftur um geð- sjúkdóma, hvað væri viðmið sam- félagsins um hvað teldist eðlilegt og hvað ekki, hvar mörkin liggja milli geðheilbrigðis og geðsjúks: „Ég man eftir fyrsta sálfræði- tímanum mínum,“ bætti sálfræð- ingurinn Jóhann við: „Kennarinn byrjaði á að sýna okkur mynd af einstaklingi sem hreyfði sig furðulega og spurði okkur: „er þetta normal eða abnormal?“. Bekkurinn var sammála um að þetta væri abnormal, en þegar myndin var sýnd í samhengi kom í ljós að þetta var hljómsveit- arstjóri og þá var hann aftur orð- inn normal. Við þurfum að sjá samhengi hlutanna og erum alltof gjörn á að vera dómhörð og of- boðslega fljót að fara að kalla hlutina einhverjum nöfnum.“ Berglind bætti við: „Þjóðfélagið er svo upptekið af að skilgreina út í hörgul. Ég hef t.d. farið í sjö greindarpróf. Það átti að vera skýringin á mínum vandamálum: að ég væri svo rosalega gáfuð og ég hefði orðið fyrir einelti vegna þess að ég lærði á fiðlu. Ég var ekkert endilega að biðja um þess- ar skilgreiningar heldur var það barnavernd, félagsþjónustan og fleiri batterí. Mér leið sjálfri aldr- ei betur, þó ég væri búin að fá einhverja skilgreiningu.“    Á þessum nótum var fundurinnallur og margt merkilegt sem fólk hafði fram að færa. Ég tel það ekki allt upp hér, heldur læt duga að segja að verkefni ungu leiklistarnemanna þriggja virðist hafa slegið í gegn á öllum sviðum. Samvinnan við Hugarafl skilaði sér í margfalt meiri dýpt verksins en annars hefði orðið og verkefnið í heild sinni hefur skil- að sér bæði til Hugarafls og út í samfélagið með aukinni umræðu. Fólk talar um byltingu í íslensku leikhúsi og ferska vinda. Aðstandendur sýningarinnar hafa hreyft við samfélaginu – bú- ið til verk sem enginn horfir á ósnortinn. Það hlýtur að vera besti gæðastimpill sem leikrit get- ur hlotið. Vonandi að fleiri prufi eitthvað svipað. Vegna mikilla vinsælda hefur verið ákveðið að halda tvær auka- sýningar á leikritinu, í dag og á morgun. Sýningarnar hefjast kl. 21 og eru upplýsingar og miða- pantanir í síma 699 0913 og 661 7510. Bylting í íslensku leikhúsi? ’Fyrir leikarana er af-raksturinn sýning sem fær glimrandi umsagn- ir. Ávinningur hinna kom í ljós á umræðu- fundinum.‘ AF LISTUM Ásgeir Ingvarsson Morgunblaðið/Þorkell Leikararnir þrír í sýningunni á Penetreitor í Klink og Bank: Stefán Hallur Stefánsson, Vignir Rafn Valþórsson og Jörundur Ragnarsson. asgeiri@mbl.is MARGIR snillingar þurfa að þola það að fjöldinn skilur þá ekki, og sjálfsagt eru þeir miklu fleiri sem halda að þeir séu misskildir snill- ingar. Í bókinni The Lexicon of Musical Invective bendir tónlistar- fræðingurinn Nicholas Slonimski á að „alvarlegri tónlist“ sé undir flestum kringumstæðum tekið með tortryggni í fyrstu og telur að hálf öld hið minnsta þurfi að líða frá því að frábær tónsmíð er frumflutt og þar til hún fær þann sess að vera talin snilldarverk. Vafalaust halda ófá tónskáld að þetta eigi við um verk þeirra; enginn hafi áhuga á tónlist þeirra í dag, en eftir fimmtíu ár … hvílík upphafning! Því miður er snilldin sjaldgæf og af öllum þeim fjölda tónverka sem samin eru um þessar mundir eiga fæst skilið að verða ódauðleg. Þannig hefur það ávallt verið. Ekki mikið af tónlistinni sem sam- in var á barokktímanum er flutt í dag og hugsanlegt er að sum þess- ara verka eigi enn eftir að vera uppgötvuð; tónlist Jóhanns Sebast- ians Bachs lá t.d. í gleymsku í áttatíu ár. Eða kannski ekki gleymsku; fólk vissi svo sem hver hann hafði verið, en flestir voru á þeirri skoðun að tónlist hans væri ekkert annað en steingeld stærð- fræðiformúla. Ef ég man rétt köll- uðu Frakkar Bach andlausa hár- kollu. Sennilega væri því nær að tala um vanrækslu en gleymsku. Óhætt er að segja að stór dagur hafi verið í tónlistarsögunni þegar Felix Mendelssohn stjórnaði flutn- ingi á Matteusarpassíu Bachs árið 1929, sem fjallar um píslarsögu Krists. Þá vaknaði aftur áhugi á Bach og hefur hann haldist síðan. Stór dagur var líka í Hallgríms- kirkju á sunnudaginn þegar verkið var flutt í fyrsta sinn í kirkjunni á hálfgerðum maraþontónleikum. Ég segi maraþontónleikar vegna þess þeir tóku um þrjá og hálfan tíma með hléi. Óneitanlega var maður orðinn aumur í endann – í orðsins fyllstu merkingu! Þrátt fyrir eymsl voru þetta áhrifamiklir tónleikar sem lengi verða í minnum hafðir. Fyrir það fyrsta var hljómsveitin frábær, en meðlimir hennar spiluðu á upp- runaleg hljóðfæri. Ég er enginn sérstakur talsmaður þess að bar- okktónlist VERÐI að vera leikin á gömlu hljóðfærin – mér finnst t.d. Goldbergtilbrigði Bachs hljóma betur á píanó en sembal – en þarna kom spilamennskan ein- staklega vel út. Hljómsveit- arhljómurinn var mun léttari og þægilegri áheyrnar en ef leikið hefði verið á nútímahljóðfæri; hvergi var neitt „melódrama“ sem gert hefði tónleikana óbærilega. Hörður Áskelsson, sem stjórnaði, hafði vit á að halda léttleikanum og snerpunni í túlkuninni; áber- andi danshrynjandi var eitt meg- ineinkenni hennar og var rauði þráðurinn í öllu verkinu. Sennilega er það ein af ástæðum þess að flutningurinn var svona áhrifamik- ill. Einsöngvararnir stóðu sig allir vel þó raddir þeirra hæfðu verkinu misjafnlega. Ég varð fyrir von- brigðum með söng Andreas Schmidt; vissulega fór hann prýði- lega með hlutverk sitt sem Jesú, en rödd hans var dálítið rám og söngstíllinn óþægilega þunglama- legur. Meira gaman var að hlýða á aðra söngvara; sópransöngkonan Noémi Kiss var t.d. fyllilega í anda barokksins en því miður dálítið mjóróma og með takmarkað neðra svið. Jochen Kupfer, bassi; Markus Brutscher, tenór og Robin Blaze, kontratenór voru hins vegar stór- kostlegir; mest mæddi á Brutscher sem var í hlutverki guðspjalla- mannsins er segir söguna; hann fékk litla hvíld en þrátt fyrir það var takmarkalaus kraftur í rödd hans. Rödd Brutschers var líka unaðsleg áheyrnar og túlkun Blaze á aríunni Erbarme dich hlýtur að teljast hápunktur tónleikanna. Aðrir einsöngvarar voru með sitt á hreinu; Gunnar Guðbjörns- son var afburðagóður þó barokk- stíllinn væri ekki alveg eins áber- andi í túlkun hans og hjá flestum hinum og er sömu sögu að segja um Benedikt Ingólfsson. Minni- háttar innskot þeirra Elvu Mar- grétar Ingvadóttur og Kirstínar Ernu Blöndal komu einnig ágæt- lega út. Síðast en ekki síst verður að hæla kórunum fyrir frammistöðu sína. Þetta voru Mótettukór- og Unglingakór Hallgrímskirkju og Drengjakór Reykjavíkur og var söngur þeirra þéttur og hrífandi. Ég verð sérstaklega að nefna at- riðið þegar sungið var um þrumuna, en það var svo magnað að ég hreinlega fékk gæsahúð. Eins og áður sagði voru þetta áhrifamiklir tónleikar, enda stóðu áheyrendur upp í lokin. Og ef ég á að vera virkilega væminn þá gæti ég sagt að styttan eftir Einar Jónsson hefði virst hneigja sig feimnislega … en ég held að ég sleppi því! Stór dagur í Hallgrímskirkju TÓNLIST Hallgrímskirkja Jóhann Sebastian Bach: Matteus- arpassía. Flytjendur voru The Hague Int- ernational Baroque Orchestra, Drengja- kór Reykjavíkur, Mótettukór Hallgrímskirkju, Unglingakór Hallgríms- kirkju, Markus Brutscher, Andreas Schmidt, Noémi Kiss, Robin Blaze, Gunn- ar Guðbjörnsson, Jochen Kupfer, Bene- dikt Ingólfsson og fleiri. Hörður Áskels- son stjórnaði. Sunnudagur 21. ágúst. Kór- og hljómsveitartónleikar Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Flytjendur hylltir að tónleikum loknum. „Þetta voru áhrifamiklir tónleikar sem lengi verða í minnum hafðir.“ Jónas Sen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.