Morgunblaðið - 23.08.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 23
Og minnisstæð.
En þarna í Skálholti talaði hann af til-
lökkun um það hann hygðist selja íbúðina
ína að Mímisvegi og flytjast aftur á Ara-
ötu.
Í húsi föður míns eru margar vistar-
erur, segir í helgri bók. Nú hafa Þorsteini
erið búin önnur híbýli en hann gerði ráð
yrir þennan fallega júlídag.
Okkur er ekki alltaf ætlaður sá staður
em vænzt er.
Ég trúi því að Þorsteinn hafi ekki ein-
ngis eignazt gott athvarf í minningum vina
inna, heldur einnig á þeim slóðum astral-
lansins sem minna á umgjörð Skálholts
ennan fyrrnefndan sólskinsdag.
Matthías Johannessen.
ns
Full þörf er á 4 akreina vegi frá Rauðavatni að
Hafravatnsvegi og þaðan verði 3 akreinar til Sel-
foss. Jafnframt er nauðsynlegt að sett verði
miðjuvegrið sem eykur umferðaröryggi veru-
ega. Þá er æskilegt að vegurinn verði lýstur
sem eykur þægindi og þjónustu við vegfarendur.
Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni
yrði heildarkostnaður við slíkan veg á milli Sel-
foss og Reykjavíkur, með nauðsynlegum breyt-
ngum á ræsum, brúm safnvegum og núverandi
3 akreina köflum, 2,5 til 3 milljarðar króna. Þar
af kostar kaflinn frá Rauðavatni að Hafravatns-
vegi með mislægum gatnamótum og tengingum
um 1 milljarð króna. Kostnaður við miðjuvegrið,
um 400 milljónir króna, er innifalinn í fyrr-
greindum tölum. Kostnaður við lýsingu er áætl-
aður um 450 millj. kr. Rekstrarkostnaður lýs-
ngar er talinn verða um 20 milljónir króna á ári.
Ávinningur
Með umræddum framkvæmdum verður um-
ferðin greiðari og hnökralausari og umferðarör-
yggi eykst. Talið er að 3 akreina vegur anni allt
að 23 þúsund bíla umferð á dag sem er vel fyrir
ofan núverandi umferðartölur og mun anna um-
ferðinni næstu tvo áratugi eða svo. Rannsóknir
benda til að þriggja akreina vegur fækki slysum
um allt að 30% og með miðjuvegriði um allt að
50%. Í nýlegri könnun tryggingafélaganna í
samvinnu við áhugamannafélagið „Vini Hellis-
heiðar“ kom fram að kostnaður samfélagsins
vegna tjóna á þessari leið árið 2004 nam rúmum
milljarði króna, þar af var kostnaður trygginga-
félaga og tjónvalda um 600 milljónir króna. Jafn-
framt kom fram að meðalkostnaður við eitt tjón
á þessari leið var fjórfalt hærri en meðalkostn-
aður yfir landið. Það er því ljóst að arðsemi end-
urbóta er gríðarleg og framkvæmdin fljót að
borga sig upp, fyrir utan það óbætanlega tjón
sem hægt er að komast hjá.
Niðurstaða
Mikil þörf er á verulegum endurbótum á veg-
num á milli Selfoss og Reykjavíkur en skiln-
ngur á því hjá yfirvöldum samgöngumála virðist
ekki nægilega mikill. Því þurfa þeir sem hags-
muna eiga að gæta að berjast fyrir því að koma
málinu í höfn. Sunnlendingar eru einhuga um
málið og gera þá kröfu til Alþingis og annarra
yfirvalda samgöngumála að vegurinn verði
breikkaður og lagfærður hið fyrsta. Tillaga að 12
ára samgönguáætlun verður lögð fram á Alþingi
haust og 4 ára samgönguáætlun verður endur-
skoðuð árið 2007 þannig að ekkert er því til fyr-
rstöðu að nauðsynlegum endurbótum á leiðinni
á milli Selfoss og Reykjavíkur verði lokið á
næstu 3 til 4 árum.
Er ekki kominn tími til aðgerða?
milli
kur – Er
aðgerða?
Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga.
’Mikil þörf er á verulegumendurbótum á veginum á milli
Selfoss og Reykjavíkur en
skilningur á því hjá yfirvöld-
um samgöngumála virðist
ekki nægilega mikill.‘
FYRSTA opinbera heimsókn Vác-
lav Klaus, forseta Tékklands, hingað
til lands, hófst með hátíðlegri athöfn
á Bessastöðum í gærmorgun, þar
sem voru m.a. ráðherrar í ríkis-
stjórn Íslands. Í kjölfarið funduðu
þeir Klaus og Ólafur Ragnar Gríms-
son, forseti Íslands, en þar ræddu
þeir m.a. samskipti landanna, þróun
og framtíð Evrópu og fleira. Þeir
nefndu það m.a. á blaðamannafundi,
sem haldinn var skömmu síðar, að
vilji væri til þess að auka samskipti
landanna enn frekar. Fram kom
m.a. að æ fleiri íslenskir ferðamenn
færu til Tékklands en eflaust mættu
fleiri tékkneskir ferðamenn kom
hingað til lands. Þá bauð Klaus Ólafi
Ragnari í heimsókn til Tékklands,
en Ólafur Ragnar sagði á fundinum
að þangað hefði hann aldrei komið.
Vel fór á með þeim Ólafi Ragnari og
Klaus á blaðamannafundinum og sló
sá fyrrnefndi á létta strengi og sagði
að sinn fyrsti bíll hefði verið Skoda
frá Tékklandi. Hann sagðist efast
um að Klaus hefði hitt aðra þjóð-
arleiðtoga sem hefðu átt Skoda.
Klaus svaraði því hins vegar til að
hann hefði hitt forseta Indlands, fyr-
ir nokkru, sem einnig hefði tjáð sér
að sinn fyrsti bíll hefði verið tékk-
neskur Skoda.
Hittir Halldór í dag
Eftir blaðamannafundinn fór
Klaus ásamt fylgdarliði í heimsókn
til Orkuveitu Reykjavíkur þar sem
snæddur var hádegisverður. Klaus
hitti þar á eftir borgarstjórann í
Reykjavík, Steinunni V. Óskarsdótt-
ur. Um kvöldið hélt forseti Íslands
og eiginkona hans, Dorrit Moussa-
ieff, kvölverðarboð á Bessastöðum,
til heiðurs Klaus og eiginkonu hans
Livia Klausová.
Áætlað er að Klaus fundi með
Halldóri Ásgrímssyni forsætisráð-
herra fyrir hádegi í dag en eftir það
mun hann ásamt fylgdarliði skoða
Nesjavelli, Þingvelli, Gullfoss og
Geysi.
Opinber heimsókn Václav Klaus, forseta Tékklands, hófst í gær
Morgunblaðið/ÞÖK
Václav Klaus, forseti Tékklands, Livia Klausová, eiginkona hans, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Dorrit Moussaieff, eiginkona hans.
Ræddi framtíð Evrópu
við forseta Íslands
Morgunblaðið/ÞÖK
Forseti Tékklands, Václav Klaus, ritar nafn sitt í gestabók ráðhúss
Reykjavíkur. Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri fylgist með.
EFTIRTÖLDUM gestum var boðið í hátíð-
arkvöldverðinn á Bessastöðum í gærkvöldi:
1. Forseti Tékklands, Václav Klaus.
2. Frú Livia Klausová.
3. Jiøí Weigl, forsetaritari.
4. Petr Koláø, varautanríkisráðherra.
5. Jaroslav Horák, sendiherra Tékklands.
6. Ladislav Jakl, skrifstofustjóri.
7. Jan Bárta, skrifstofustjóri.
8. Jindøich Forejt, prótókollstjóri.
9. Jiøí Brodský, aðstoðaryfirmaður stjórn-
máladeildar skrifstofu forseta Tékklands.
10. Jiøí Borcel, sendiráðunautur, Sendiráði
Tékklands.
11. Jón Ólafsson, aðalræðismaður Tékklands.
12. Michal Petøík, ráðgjafi forseta Tékklands.
13. Zuzana Figerová, aðstoðarmaður forseta
Tékklands.
14. Libuše Schmidová, aðstoðarmaður forseta
Tékklands.
15. Þórir Gunnarsson, aðalræðismaður Íslands í
Tékklandi.
16. Ingibjörg Jóhannsdóttir.
17. Halldór Blöndal, forseti Alþingis.
18. Kristrún Eymundsdóttir.
19. Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar.
20. Björg Thorarensen.
21. Geir H. Haarde, fjármálaráðherra.
22. Inga Jóna Þórðardóttir.
og stjórnarformaður Orkuveitunnar.
48. Guðný Kristjánsdóttir.
49. Leifur Breiðfjörð, glerlistamaður.
50. Sigríður Jóhannsdóttir.
51. Andri Ingólfsson, forstjóri Heimsferða.
52. Valgerður Franklínsdóttir.
53. Tryggvi Jónsson, stjórnarformaður Heklu.
54. Ásta Ágústsdóttir.
55. Geir Valur Ágústsson, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Heklu.
56. Bryndís Guðmundsdóttir.
57. Sverrir Norðfjörð, arkitekt.
58. Alena Anderlóvá, arkitekt.
59. Anna Kristine Magnúsdóttir, blaðamaður.
60. Kjartan Ragnarsson, leikskáld og leikstjóri.
61. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, frétta-
maður.
62. Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld.
63. Barbara Sigurbjörnsson.
64. Þráinn Bertelsson, rithöfundur.
65. Sólveig Eggertsdóttir.
66. Helgi Gíslason, prótókollstjóri.
67. Sigríður Gunnarsdóttir, deildarstjóri.
68. Stefán L. Stefánsson, forsetaritari.
69. Guðrún Harðardóttir.
70. Örnólfur Thorsson, skrifstofustjóri .
71. Margrét Þóra Gunnarsdóttir.
72. Ragna Þórhallsdóttir, deildarstjóri.
73. Flosi Kristjánsson.
23. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra.
24. Rut Ingólfsdóttir.
25. Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra.
26. Margrét Einarsdóttir.
27. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og við-
skiptaráðherra.
28. Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra.
29. Margrét Hauksdóttir.
30. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra.
31. Hallgerður Gunnarsdóttir.
32. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra.
33. Steinunn Friðjónsdóttir.
34. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Sam-
fylkingarinnar.
35. Hjörleifur Sveinbjörnsson.
36. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjáls-
lynda flokksins.
37. Maríanna Kristjánsson.
38. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri.
39. Ólafur Haraldsson.
40. Sveinn Björnsson, sendiherra.
41. Sigríður Hrafnhildur Jónsdóttir.
42. Bolli Bollason, ráðuneytisstjóri.
43. Halla Lárusdóttir.
44. Gunnar Snorri Gunnarsson, ráðuneyt-
isstjóri.
45. Valur Valsson, formaður Útflutningsráðs.
46. Lilja Bolladóttir.
47. Alfreð Þorsteinsson, forseti borgarstjórnar
Yfir sjötíu manns í hátíðarkvöldverði
MATSEÐILLINN í hátíð-
arkvöldverðinum á Bessa-
stöðum, leit svona út:
Grafinn lambavöðvi með
mozzarella og piparrótar-
hnetukremi og nætursalt-
aður þorskur
með grænpipargljáa.
Rauðspretta og kóngakrabbi
með blómkáli og rabarbara-
mauki.
Heit kaka úr súkkulaði og
bláberjum með skyrkrapi.
Þá var boðið upp á eftirfar-
andi vín:
Spice Route, Chenin Blanc,
South Africa, 2001.
Spice Route, Pinotage, South
Africa, 1999.
Lamb og fiskur
á matseðli