Morgunblaðið - 23.08.2005, Side 24

Morgunblaðið - 23.08.2005, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Þorsteinn Gylfa-son fæddist í Reykjavík 12. ágúst 1942. Hann andað- ist á Landspítalan- um - háskólasjúkra- húsi 16. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans eru hjónin dr. Gylfi Þ. Gíslason, prófessor og ráðherra, sem lést árið 2004, og Guðrún Vilmundar- dóttir húsmóðir. Bræður Þorsteins eru Vilmundur alþingismaður, sem lést árið 1983, og Þorvaldur prófessor við HÍ. Börn Vilmundar eru Guðrún og Baldur Hrafn. Börn Guðrúnar eru Gylfi Þor- steinn og Eyja Sigríður Gunn- laugsbörn. Þorsteinn lauk stúdentsprófi frá MR árið 1961 og BA-prófi í heimspeki frá Harvard-háskóla árið 1965. Hann stundaði nám í ís- óperunnar 1980–1998 og átti sæti í siðanefnd Blaðamannafélags Ís- lands frá 1980 og var formaður hennar í tíu ár frá 1993. Þá var Þorsteinn forstöðumaður Heim- spekistofnunar HÍ frá 1982 til 1991 og ritstjóri Lærdómsrita Bókmenntafélagsins 1970-1997 og ritraðarinnar Íslensk heimspeki 1982-1997. Þorsteinn var afkastamikill við ritstörf á fræðasviði sínu og á sviði lista og var einnig mikilvirk- ur ljóðaþýðandi. Hann birti fjölda ritgerða í innlendum og erlendum bókum og tímaritum. Eftir hann liggja margar bækur, þ.á.m. þrjú ritgerðasöfn og tvö söfn ljóðaþýð- inga, Sprek af reka (1993) og Söngfugl að sunnan (2000). Þorsteinn hlaut ýmsar viður- kenningar fyrir störf sín, m.a. stíl- verðlaun Þórbergs Þórðarsonar og Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 1997. Hann var kjörinn heið- ursfélagi Félags áhugamanna um heimspeki 2004. Forseti Íslands sæmdi Þorstein riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1994. Þorsteinn verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 16. lenskum fræðum við HÍ 1962–1963 og í heimspeki við Há- skólann í München 1967. Lagði Þor- steinn stund á fram- haldsnám og rann- sóknir í heimspeki við Magdalen Col- lege í Oxford á ár- unum 1965–1971. Þorsteinn var kennari í heimspeki við HÍ frá 1971, hann var skipaður lektor árið 1973, dósent 1983 og var prófessor við Háskól- ann frá árinu 1989. Þorsteinn vann um langt árabil að vexti og viðgangi heimspekinnar með rit- störfum, útgáfu, þýðingum, fyr- irlestrum og kennslu. Hann lét sig einnig varða margvísleg önnur málefni og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum. Hann var m.a. formaður tónleikanefndar HÍ 1974–1976, ritari í stjórn Íslensku Þorsteinn Gylfason var óvenjuleg- ur maður. Margir munu vitna um það. Óvenjulegur fyrir mig vegna þess hvað hann var venjulegur og yndis- legur. Hann veiktist og fór síðan frá okkur ellefu dögum síðar. Þá sáum við að þursabitið í sumar var ekki þetta venjulega þursabit og flensan ekki heldur. Á þessum ellefu dögum gekk hann frá því sem hann taldi mik- ilvægast, kallaði til sín vini sína, hélt upp á sextíu og þriggja ára afmælið og var eins og hann var flottastur. Það eru einhver ár síðan, ekki mörg þó, að hann sagði við mig að hann kallaði mig alltaf mágkonu sína og kannski væri það ekki alveg rétt samkvæmt skilgreiningunni, en hann ætlaði ekki að fletta því upp, fátt hef- ur glatt mig meira en að eiga hann að mági hvað sem skilgreiningum leið. Ég kynntist honum sextán ára göm- ul, mamma sagði að elsti bróðirinn, sem var við nám í Harvard, væri víst mjög gáfaður, einhverjum áratugum seinna var hann í einhverri fíflakönn- un útnefndur gáfaðasti maður lands- ins. En gáfurnar fólust ekki bara í heimspekinni, músíkinni, orðsnilld- inni og öllu því heldur ekki síst því að hann var alltaf til staðar – og fyrir ei- lífðarmágkonu var það ákveðinn sparnaður, hún þurfti ekki orðabæk- ur eða ensiklópedíur, hún hringdi bara í Þorstein. Hann leiðsagði okkur Vimma um Oxford, hann sýndi mér Berkeley þegar hann var þar og við fórum í Napa-dal og vorum yfirmáta flott þegar við völdum vínið yfir kvöld- verðinum það kvöldið. Svo heimsótti hann okkur Kristófer í Brussel, alltaf jafn yndislegur, auðvitað ekki galla- laus – sögurnar hans gátu orðið mjög langar, en nú á ég eftir að sakna þeirra. Ég hjó eftir því í fréttum um andlát hans að hann hefði verið barnlaus. Það sýnir best hvað skilgreiningar eru stundum ófullkomnar. Hann átti kannski engin börn, en mörg börn áttu hann. Ekki bara frændsystkini hans, börnin mín og barnabörn, held- ur miklu fleiri sem ég hef fylgst með í gegnum tíðina. Það var líklega síð- asta samtalið okkar að hann sagði mér að einhver hefði spurt hann af hverju börn hændust svona að honum og hann sagði ,,það er bara af því að ég skipti mér ekkert af þeim“. En af- skiptaleysið hafði sín áhrif og honum fannst ekki verra að finna nafna sinn Gylfa Þorstein, átta ára, sitjandi ein- an á fremsta bekk á tónleikum í Skál- holtskirkju fyrir fáeinum vikum, hann hafði komið seint og hvert sæti virtist setið og sagt við samferða- mennina að á fremsta bekk væri aldr- ei neinn. Áætlanir hans snerust gjarnan um rannsóknarleyfi háskólakennarans- ,hans árlegu ársorlof, eins og Helgi vinur hans orðaði það, en svo þurftu foreldrar hans á honum að halda. Hann sagði okkur um páskana að hann ætlaði gera ævikvöld mömmu sinnar eins ánægjulegt og mögulegt væri. Honum tókst það ekki, og þá verðum við að reyna að gera okkar besta. Foreldrar sem eiga börn sem eru eins innréttuð og hann, eru hepp- ið fólk. Elsku Þorsteinn, takk fyrir að hafa verið til. Guð veri með okkur öllum. Valgerður Bjarnadóttir. Nú er uppáhaldsfrændi farinn og víst er að hann var uppáhaldsmaður hjá mörgum. Því Þorsteinn Gylfason heimspekingur og þýðandi var vin- margur, hann var ávallt gjafmildur; strangur og stærilátur ef því var að skipta eða hógvær og blíður þegar það átti við. Hann þekkti raunir lífs- ins og ljós þess ekki síður og sagði á einum stað í þýðingu að eftir kvöl kæmi alltaf kæti í ljós. Mér finnst Þorsteinn frændi minn hafa verið ljóssins maður eins og afi hans, Þorsteinn Gíslason ritstjóri, sem orti svona: Á himni leikur skin við ský, sko hve heimur nú er fagur; mararspegli mætast í morgun, kvöld og nótt og dagur. Afinn orti líka þekkt kvæði um ljós- ið sem loftin fyllir, rómantíska vor- stemmningu, og hann hefur eflaust einnig skrifað um síðsumar eins og nú er. Gylfi, faðir Þorsteins, ráðherra og tónskáld, hefur getað gert það líka. Fagurkerinn Þorsteinn Gylfason fór hratt. Hann greindist með ban- vænan sjúkdóm nýlega, náði að taka við kveðju sumra vina sinna og kvaddi svo sjálfur. Móðir hans, Guð- rún Vilmundardóttir, lifir hann, en til hennar hripaði Þorsteinn einu sinni í gamni litla þýðingu á vísu skáldsins Wessels um smurt brauð og ást. Þá voru þau mæðginin að fá sér brauð á Hótel Sögu, kannski hefur Þorsteinn krotað á servíettuna með fína penn- anum sínum. Hjá honum var allt frá smáum atriðum og upp úr úthugsað með fegurðarskynið ekki síst, að virð- ist, að leiðarljósi. Með djúpum söknuði kveð ég kær- an frænda en gleðst líka yfir því að hafa fengið að kynnast honum dálítið. Gurru og allri fjölskyldunni úr Ara- götu votta ég samúð. Í þýðingu Þor- steins, sem áður var vitnað til, á Mira- beaubrú eftir Apollinaire, segir í endurteknu stefi: Komi nótt dynur dvín dagar hverfa án mín. Þórunn Þórsdóttir. Ég reikaði aleinn eins og ský sem ofar líður dal og hól, en hrökk þá við, rak augun í hvar ótal liljur glóðu í sól við vatn, og atlot andvarans. Þar undir trjám þær stigu dans. Sem Vetrarbrautin breiðan var því bjartri sól hver ein var lík. Án endimarka þyrptust þar mörg þúsund blóm að einni vík. Þau dönsuðu jafnkát sem kið og gullnir toppar kipptust við. Þar atti kappi ölduger, en gerði sér að góðu tap. Það hlutu öll skáld að skemmta sér hvert skipti í svona félagsskap. Ég horfði, og hugsaði ekki neitt um hvílík feikn mér mundu veitt. Oft ef ég ligg í leiðslu um nótt og líður hugur fjær og nær þær fanga innra augað skjótt sem einsemd himinsælu ljær. Af hamingju slær hjarta manns. Þá hefst þar páskaliljudans. Þannig þýddi Þorsteinn Gylfason ljóðið Páskaliljur eftir William Wordsworth. Hann hafði það fyrir sið að færa okkur vinum sínum að gjöf ljóðaþýðingar sínar á afmælisdögum, og eitt af þeim er þetta. Hann var sjálfur gjöf hvar sem hann fór, í orð- ræðu, gleði og skáldskap. Ég kveð einstakan vin með miklum trega. Vigdís Finnbogadóttir. Þorsteinn Gylfason var töframaður í lífi og starfi. Við vorum tveir vinir hans sem störfuðum með honum að því að hefja heimspekikennslu við Háskóla Íslands haustið 1972. Það var mikið ævintýri, ekki síst vegna þess að við fengum til liðs við okkur öfluga nemendur sem urðu vinir okk- ar og samverkamenn á akri heim- spekinnar og eru enn. Hér var Þor- steinn eins og ávallt hrókur alls fagnaðar, hugmyndaríkur og hjálp- samur, stundum óvæginn en ávallt velviljaður, metnaðarfullur fyrir hönd okkar allra en þó umfram allt manneskjulegur og margbrotinn per- sónuleiki. Þorsteinn var vinmargur og nú er mörgum brugðið. Fráfall hans slær okkur út af laginu, eins og óvænt, óverðskuldað högg. Veröldin er ekki söm. En gleymum ekki töfrum Þor- steins og töfrabrögðunum sem hann beitti oft í ræðu og riti. Þau skildi hann eftir hjá okkur og fas hans allt og framkoma mun lifa í minningum allra þeirra sem kynntust honum. Hann hefur sett svip sinn á íslenskan samtíma og íslenska menningu. Töfrar Þorsteins fólust í því að bregða birtu yfir hversdagslega hluti, láta okkur sjá þá í nýju ljósi eitt and- artak, skynja auðlegð tilverunnar í orðum og tónum sem hefja okkur yfir stað og stund og gefa okkur hlutdeild í eilífðinni. Einkenni hans var að koma á óvart, tefla fram rökum sem trufla viðtekna hugsun, finna nýja leiki í stöðum sem ekkert virðist hagga. En umfram allt var hann hlýr maður, góður vinur og gefandi í sam- skiptum sínum við aðra, ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd. Við erum forsjóninni þakklátir fyrir að hafa átt Þorstein að vini og sam- starfsmanni um þrjátíu og fimm ára skeið, þótt við skiljum ekki þá ráð- stöfun að taka hann frá okkur. Skáld- ið Matthías Jochumsson ber fram bæn í eftirfarandi erindi: Gef mér dag í dauða, dag yfir alla heima, sjón er allt það sannar, sem mig gjörði dreyma; veröld fulla vizku, vitund heilla þjóða, vilja og sál hins sanna, sjón og heyrn hins góða. Nú þegar við kveðjum Þorstein biðjum við honum þessarar bænar og vonum að almættið muni með sínum töframætti láta hana rætast. Móður Þorsteins, bróður, fjöl- skyldu og vinum hans öllum vottum við dýpstu samúð. Páll Skúlason, Mikael M. Karlsson. „Menning er að gera hlutina vel.“ Þessi orð Þorsteins Gylfasonar koma upp í hugann, þegar litið er til lífs- starfs hans. Þorsteinn Gylfason varð kennari í heimspeki við deildina árið 1971 og starfaði þar óslitið til dauðadags, síð- ustu 16 árin sem prófessor. Hann tók virkan þátt í uppbyggingu og vexti heimspekinnar sem sjálfstæðrar kennslugreinar, sat í nokkrum nefnd- um deildarinnar og um tíma í deild- arráði en umfram allt var hann af- kastamikill við fræði- og ritstörf. Fyrirlestrar Þorsteins á þingum deildarinnar voru ævinlega fjölsóttir og áheyrendur úr ólíkum áttum. Hann bjó yfir þeirri fágætu náðar- gáfu að geta orða hugsanir sínar á ís- lensku og geta útskýrt heimspekileg fyrirbæri á þann hátt að hvert mannsbarn skildi. Oftar en ekki kveikti hann slíkan áhuga að áheyr- endur þyrsti í frekari fróðleik. Tillögur Þorsteins á fundum deild- arinnar báru afburðagóðri skarp- skyggni og dómgreind glöggt vitni. Í háskólastarfi okkar tíma er mikil áhersla lögð á alþjóðlegt og þverfag- legt samstarf. Þorsteinn var frá upp- hafi í samvinnu við fjölda erlendra heimspekinga sem vegna vináttu við hann komu til að halda fyrirlestra hér á landi. Enda þótt heimspeki væri fræða- svið Þorsteins lét hann til sín taka á öðrum sviðum, jafnt innan skóla sem utan. Hann unni hinu fagra, var máls- pekingur og þýðandi, rithöfundur og listamaður. Allt sem hann tók sér fyr- ir hendur leysti hann með sóma. Hann gerði hlutina vel. Hann var af- kastamikill og verk hans sýna agaða og frjóa hugsun. Þorsteinn var afar farsæll og sann- gjarn kennari. Hann gerði kröfur til sín og nemenda sinna sem hann kom fram við af einstakri virðingu og hlýju. Hann miðlaði þeim af visku sinni og hvatti þá óspart. Með lífs- starfi sínu auðgaði Þorsteinn íslenskt mennta-, menningar- og listalíf á svo fjölþættan hátt að hann skapaði sér sérstöðu meðal íslenskra mennta- manna. Við sviplegt fráfall hans er sár söknuður vina og samstarfsfólks sem nú hefur misst einn sinn besta fulltrúa. Á kveðjustund þakkar hugvísinda- deild Háskóla Íslands Þorsteini langa samfylgd, störf hans og vináttu og vottar aðstandendum innilega samúð. Oddný G. Sverrisdóttir, forseti hugvísindadeildar. Kveðja frá Hinu íslenzka bókmenntafélagi Þorsteinn Gylfason markaði stefnu Lærdómsrita Hins íslenzka bók- menntafélags og lýsti henni í grein sem nefnist „Nokkur orð um nýjan bókaflokk“og birtist í Skírni árið 1969. Í flokknum skyldu birtast lær- dómsrit, ekki fagurbókmenntir, sam- tímarit og sígild verk, góðar bækur, í þeim skilningi að þær hefðu hlotið skýlaust lof fremstu manna eða væru tímamótarit í sögu mannlegrar hugs- unar og sem slíkar hafnar yfir gagn- rýni. Loks skyldi sérfróður maður þýða ritið og menn fengnir til að lesa hverja þýðingu gaumgæfilega. Tak- markið var að hinn íslenzki búningur mætti verða hinum erlendu höfund- um eins samboðinn og aðstæður leyfðu. Þorsteinn Gylfason ritstýrði Lær- dómsritum Bókmenntafélagsins frá 1970-1992, en frá 1986 ásamt Þor- steini Hilmarssyni, heimspekingi. Fyrstu ritin birtust í september 1970 og var þeim einstaklega vel tek- ið, meðal annars birtust ritstjórnar- greinar um bókaflokkinn í öllum dag- blöðum sem þá komu út, auk vikublaða. Var þar sú von látin í ljós að hér yrði ekki látið staðar numið. Síðan hefur bókaflokknum verið fram haldið í meginatriðum í samræmi við þá stefnu sem upphaflega var mörk- uð og eru ritin nú orðin 60 talsins, þar af eru nokkur í tveimur bindum. Þorsteinn lagði gríðarlega vinnu í ritstjórn lærdómsritanna; var óþreytandi við að leiðbeina þýðend- um og inngangshöfundum, kalla menn til aðstoðar og leita eftir ráð- leggingum sérfróðra manna. Með þessu starfi tel ég að hann hafi mark- að nokkur tímamót hér á landi um eðli ritstjórnarstarfs. Í því felst sem sé annað og meira en að safna efni, lesa yfir og senda í prentsmiðju. Þetta hefur smám saman haft heilla- vænleg áhrif á almennt útgáfustarf í landinu. Þótt Þorsteinn léti af ritstjórn Lærdómsritanna fylgdist hann áfram með, þýddi rit og ritaði innganga. Má þar nefna Endurtekninguna eftir Sø- ren Kierkegaard, sem birtist árið 2000 og Hugleiðingar um frumspeki eftir Réne Descartes. Inngang ritaði hann að Bláu bókinni eftir Ludwig Wittgenstein, sem kom út 1998 og Orðræðu um aðferð eftir Réne Des- cartes, sem kom út 2001. Loks var hann að vinna að þýðingu tveggja rita þegar hann lézt; þau eru Rætur skuldbindinga eftir Christine Korsgaard og Náttúrleg gæði eftir Philippu Foot. En hér lét hann ekki staðar numið. Árið 1982 hratt hann af stað rit- röðinni Íslenzk heimspeki, í því skyni að koma á framfæri íslenzkum heim- spekiritum, fornum og nýjum. Hann ritstýrði þremur fyrstu bókunum í þeirri ritröð, en nú eru þær orðnar tíu talsins. Aldrei var nein lognmolla í löngu samstarfi okkar, en þar kynntist ég vel hinum mörgu góðu kostum hans, örlæti, góðvild og hjálpsemi. Með störfum sínum fyrir Hið ís- lenzka bókmenntafélag verður Þor- steini skipaður sess meðal þeirra manna sem dýpst spor hafa markað í tæplega 200 ára sögu félagsins. Þess er nú minnzt á kveðjustund og fyrir það þakkað. Sigurður Líndal. Í ljóði um lítinn fugl segir Tómas Guðmundsson m.a.: Það vorar fyrir alla þá, sem unna, og enginn getur sagt, að það sé lítið sem vorið hefur færst í fang, og skrítið, hvað fljótt því tekst að safna í blóm og runna. Ég þekki líka lind við bláan vog, lítið og glaðvært skáld, sem daglangt syngur og yrkir sínum himni hugljúf kvæði. Og litlu neðar, einnig út við Sog, býr óðinshani, lítill heimspekingur, sem ég þarf helst að hitta í góðu næði. Og megi gæfan blessa þína byggð og börnum þínum helga vatnið0 fríða. fugl eftir fugl og sumar eftir sumar. Svona hefur ekkert skáld ort nema Tómas Guðmundsson enda skáld feg- urðarinnar í íslenskum bókmenntum. En jafnfætis Tómasi stendur Þor- steinn Gylfason skáld og fræðimaður þegar hann snarar Vinje um Vorið og segir m.a.: Enn sá ég veturinn víkja á braut fyrir vorinu góða, burknann í grjóti, blágresi í laut og rósina rjóða, enn sá ég leysingar: læki og gil sem lifna og bruna, sá hvernig hvernig ljósið og lífið varð til úr frosti og funa, tíbrána dansa um hlíðar og hlað og huga minn fanga, fiðrildin hvítu sem flykkjast þar að sem fjól- urnar anga. Gróandi vorlíf mér gafst enn að sjá og geyma í minni. Daprast mér lund: kannski leið það nú hjá í síð- asta sinni. Sú kemur tíð að ég sjálfur sný heim og svíf út í bláinn, bylti mér syndandi í þytinum þeim. En þá verð ég dáinn. ÞORSTEINN GYLFASON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.