Morgunblaðið - 23.08.2005, Page 26

Morgunblaðið - 23.08.2005, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR sem hann lagði út af kvæðinu Móð- urást eftir Jónas Hallgrímsson. Ári síðar skemmti hann skólafélögum sínum með því að leika einleiksverk eftir sjálfan sig á píanó. Frá sama tíma eru minnisstæðar umræður um kvæði og bókmenntir sem fæst okkar hinna höfðu lesið, hvað þá myndað okkur skoðun á. Hann á þakklæti skilið fyrir að hafa beint hugsun okk- ar á nýjar brautir. Oft hélt hann fram skoðunum sem sum okkar gátu ekki verið sammála, m.a að Halldór Lax- ness hefði eyðilagt Íslenskt vögguljóð á Hörpu með því að fara allt í einu að koma með línurnar „Eg skal gefa þér upp á grín allt í sykri og rjóma.“ Ekki er víst að Þorsteinn hafi endilega ver- ið stífur á öllum slíkum skoðunum en hann hafði ákaflega gaman af að vekja fólk til umhugsunar og fá menn til að líta málin frá öðrum sjónarhorn- um en tíðkuðust. Þegar í mennta- skóla kom var oft rætt um stjórnmál og hafði Þorsteinn þar ákveðnar skoðanir. Þar kom líka í ljós að hann var að mörgu leyti á undan okkur hin- um. Meðan flestir voru að hamast við að fylgja ákveðnum flokkum annað- hvort til að hugnast foreldrum eða til að vera á móti þeim vildi hann líta á málin í víðara samhengi. Hann vakti óskipta athygli er hann ræddi hug- takið lýðræði á málfundi og hafði les- ið greinar erlendra fræðimanna sem fundu því allt til foráttu og vitnaði meðal annars í einn sem hafði skrifað að „lýðræðið væri eins og klósett sem eftir væri að sturta niður úr“. Eftir þessa lýsingu mætti halda að andrúmsloft kringum Þorstein hafi verið þurrt og fræðilegt, jafnvel leið- inlegt. Ekkert er þó fjarri sanni því að á bak við allt var ákaflega skemmtilegur húmor. Þegar hláturs- rokur bárust frá hópum á göngum menntaskólans mátti ganga út frá því sem vísu að þar væri Þorsteinn Gylfa- son á ferð enda var hlátur hans ákaf- lega smitandi. Eðlilegt var að slíkur maður veldist til forustu meðal nem- enda en ekki gekk það allt jafn vel og þurfti Þorsteinn ásamt tveimur nú- verandi fréttamönnum RÚV að gefa út dánarvottorð Bindindisfélags Menntaskólans í Reykjavík þegar ekki voru aðrir eftir í félaginu en stjórnin. Annað gekk betur og var Þorsteinn valinn til að gegna embætti Inspector scholae þegar við vorum í sjötta bekk og leysti hann það af hendi með glæsibrag. Þeir eiginleikar Þorsteins að geta fengið fólk til að hugsa og hlæja hlutu að gera hann að afburðakennara enda gerði hann fræðslu að sínu lífs- starfi sem prófessor við Háskóla Ís- lands. Hann tók virkan þátt í sam- komum árgangsins á afmælisárum, nú síðast á 40 ára stúdentsafmælinu er farin var „óvissuferð.“ Eins og gengur var skipulögð dagskrá fyrir- fram og átti m.a. að koma við í Her- dísarvík þar sem Þorsteinn ætlaði að kynna staðinn. Þorsteinn lék á als oddi í rútunni , sagði sögur og fræddi á sinn hátt. Hann og skipuleggjendur tóku því ekki eftir því fyrr en löngu síðar að ekið hafði verið framhjá Her- dísarvík. Þorsteinn brást vel við og flutti fróðleik um Herdísarvík í mat- arveislu að lokinni ferð og tókst að gæða staðinn þvílíku lífi að margir ef- uðust um að mikils hefði verið misst þó að ekið hafi verið framhjá staðn- um. Nú er skarð fyrir skildi og eigum við eftir að sakna Þorsteins. Móður hans, bróður og öðrum ættingjum vottum við okkar dýpstu samúð. F.h. stúdenta MR 1961 Halldór Ármannsson. Það brast strengur í mér við skyndileg veikindi og andlát nánasta vinar míns um áratugaskeið. Við kynntumst fyrst í nóvember 1948, þá nýfluttir í háskólahverfið, hann á Aragötu 11 og ég á Oddagötu 12. Við urðum strax vinir og leikfélag- ar. Við hófum skólagöngu í Melaskól- anum í september 1949. Við vorum samferða í skólann daglega allt til þess er Þorsteinn hljóp yfir bekk í gagnfræðaskóla. E-bekkurinn í Melaskólanum var afar samheldinn. Við hittumst fyrir þremur mánuðum til að fagna fimmtíu ára fullnaðar- prófsafmæli. Þar lék Þorsteinn á als oddi, og það var eins og bekkjar- systkinin hefðu síðast sést í gær. Mér eru minnisstæðar heimsóknir okkar Þorsteins í Ingólfsstræti 14 til afa hans og ömmu, Vilmundar og Kristínar. Vilmundur hafði mikil áhrif á mig og mótaði Þorstein mjög. Í Þingholtsstræti 17 bjó Þórunn, móðir Gylfa, með fjórum ógiftum börnum sínum. Þar var ótrúlegur og ólýsanlegur ævintýraheimur, austur- lenskir munir og uppstoppuð dýr frá fjarlægum löndum. Í minningunni er Þingholtsstræti 17 nær óraunveru- legt, og ég efast um að nokkur skáld- saga eða kvikmynd geti náð þeim blæ sem þar ríkti. Þorsteinn vissi að hverju dró og tók forlögum sínum af einstakri hug- prýði og hugarró, sem enginn mun gleyma. Ég sá hann síðast, eins og margir vinir hans, á afmælisdaginn. Honum hafði hrakað verulega á örfá- um dögum, en hann var glaður og reifur. Þorsteinn var með ólíkindum fjöl- hæfur og fjölfróður, ritfær með af- brigðum, rökvís og leiftrandi fyndinn. Hvað skýrir þessa fjölhæfni? Honum tókst alltaf að varðveita með sjálfum sér hina eðlilegu og einlægu forvitni barnsins. Og það sem meira er, hann bjó yfir þeim töfrum að vekja þessa sömu forvitni samferðamanna sinna um það sem honum var efst í huga. Vinátta Þorsteins hefur verið mér einstaklega mikils virði í áranna rás. Ég þakka af alhug fyrir hana og öll okkar kynni. Ég hef verið heima- gangur á Aragötu 11 í meira en hálfa öld og tekið þátt í lífi fjölskyldunnar þar í gleði hennar og sorgum. Ég votta þeim öllum samúð mína. Baldur Símonarson. Får jag lämna några blommor ett par rosor, i din vård, spyr sænska skáldið Nils Ferlin í einu af sínum síðustu kvæðum. Þetta kvæði kynnti Þorsteinn fyrir mér þegar við vorum bæði að byrja há- skólanám í upphafi sjöunda áratug- arins. En kvæðið var ekki bara texti, heldur einnig lag, sungið af Sven Bertil Taube. Rósirnar í kvæðinu eru tvær, önnur hvít, hin rauð, en þá þriðju og „undarlegu“ vill skáldið helst gefa: Den blommar inte nu, först när givaren är död – men då blommar den rätt länge, min kära. Allar minningar mínar um Þor- stein eru hlaðnar skáldskap, tónlist og óræðum táknum sem eru þó svo merkingarbær. Við kynntumst í Vatnsmýrinni sumarið sem hann varð sex ára og þótt hann væri eldri leit ég strax upp til hans sem fyrirliða okkar krakkanna sem þarna voru að leika sér. Hann hafði fundið músar- holu og tók að stunda við hana rann- sóknir sem hann gerði okkur að þátt- takendum í. Hann fór heim til sín á Aragötuna og fékk hjá mömmu sinni litla ostbita sem hann raðaði kringum holuna. Síðan lögðumst við í grasið og biðum þess að músin gægðist upp. Það gerði hún líka og nældi sér í bit- ana hvern á fætur öðrum í mörgum ferðum. Þetta sumar var músin ásamt músarungunum sínum niðri í holunni í fæði hjá Þorsteini sem fylgdist með atferli hennar af vísinda- legum áhuga. Hann vissi líka ýmis- legt sem aðrir vissu ekki. Til dæmis vissi hann hvaða bíómynd yrði í þrjú- bíó í Tjarnarbíó næsta sunnudag og þessu hvíslaði hann að okkur í trún- aði: „Þjófurinn frá Bagdad“. Þannig gaf Þorsteinn af sér alla ævi, það var alltaf eitthvað að segja frá og tala um. Sífellt ný og skapandi sjónarhorn ásamt góðri nærveru, tryggri vináttu og húmor sem hlýjaði um hjartaræt- ur. Hver maður var einstakur í hans augum, og bara það að hitta Þorstein fyrir utan skrifstofur okkar á gang- inum sem við deildum um rúmlega tveggja áratuga skeið á þriðju hæð aðalbyggingar Háskólans var hátíð, svo fagnandi var viðmótið, kankvísin í augnaráðinu, hnyttnin í orðaskiptun- um sem ætíð vísuðu út fyrir sig í eitt- hvað meir en sagt var og lauk oftast með hlátri. Um það leyti sem við sátum saman á skólabekk var stundum á laugar- dagskvöldum farið í Naustið þar sem Carl Billich lék fyrir dansi á litlu dansgólfi úti í horni, m.a. lag Söru Leander: „Ich tanze mit dir in den Himmel hinein“. Um þetta hugsaði ég á leið minni á Aragötuna fyrir nokkrum dögum til að hitta Þorstein, kannski í síðasta sinn. Ég hugsaði líka um kvæði Önnu Akhmatovu, „Hinsta skál“ sem Þorsteinn þýddi og gaf mér á fjórblöðungi: Ég drekk til húss sem hrunið er til harms uns ævin dvín. Aldrei þessu vant kveið ég nú fyrir að hitta hann, ég vissi ekki hvað ég átti að segja og ætlaði að stoppa stutt. En það var svo gaman að ég var lengi. Þorsteinn sat inni á kontór föður síns og tók á móti gestum af mikilli reisn. Þótt honum væri líkamlega brugðið var andagiftin leiftrandi. Hann vissi auðvitað hvað var að gerast og talaði um það af slíku æðruleysi að það huggaði viðstadda sem komu grát- andi en fóru glaðir yfir að eiga hann enn. Á þeim tíma sem hann átti eftir ætlaði hann með aðstoð góðra manna að ganga frá greinasafni, og frekar tveimur en einu, hann ætlaði til Ak- ureyrar og að Kárahnjúkum, og vera á menningarnótt, – og hann var að þýða ljóð. Ljóðið var spunkunýtt, eft- ir grísku skáldkonuna Saffó, og hafði fundist á fornum papýrus á háskóla- safni í Köln. Frá þessu sagði Þor- steinn og náði í Times Literary Supplement frá 24. júní til að sýna gestum, en þar hafði kvæðið birst, bæði á grísku og í enskri prósaþýð- ingu ásamt skýringum þýðandans og grein um skáldkonuna. Síðan las Þor- steinn fyrir okkur ljóðið á ensku. Það er átta línur undir hexametri, tvær og tvær línur saman, fjallar um æsku og elli, um líkamann sem eldist, hárið sem hvítnar, hjartað sem þyngist, fætur sem geta ekki lengur dansað. En það fjallar líka um ódauðleikann og hvað í því felst að vilja endilega lifa að eilífu. Í lokaerindinu vísar Saffó í mýtuna um Tithonus sem morgun- gyðjan elskaði og gerði að eiginmanni sínum. Að beiðni hennar gaf Seifur honum ódauðleika en hún gleymdi að biðja um eilífa æsku fyrir hann svo að hann eltist og eltist og varð svo hrum- ur að hún lokaði hann inni í herbergi þar sem hann bara babblar en getur ekki hreyft sig: handsome and young then, yet in time grey age overtook him, husband of immortal wife. Í þessu er bæði gaman og alvara. „Þú verður að þýða þetta, Þorsteinn,“ sagði ég. „Ég er að því,“ sagði hann, og lofaði að gera sitt besta til að hafa þýtt það áður en yfir lyki. En tíminn varð styttri en nokkurn grunaði. Fjórum og hálfum degi síðar var Þor- steinn dáinn. Hann dó ungur, þ.e. í miðju verki og skapandi hugsun, miðlandi þekkingu, fegurð og styrk til annarra. Þótt í kvæði Ferlins segi að du må ej varda ledsen, min kära, þá er ekki annað hægt. Ég kveð Þorstein með trega sem ekki verður með orðum lýst og þakka forsjóninni fyrir að hafa átt hann að vini. Eftir verður þriðja rósin, sú undarlega og óræða, sem hann gaf þeim sem eftir lifa og sem á eftir að blómstra lengi, lengi. Helga Kress. Fyrsta árið í Menntaskólanum í Reykjavík var nýhafið. Við busarnir stóðum meðfram veggjum og biðum þess, dálítið lotningarfull, að stjórn skólafélagsins gengi á Sal, og svo komu þeir, með inspector scholae í fararbroddi. Þarna sá ég Þorstein Gylfason í fyrsta sinn. Ég hafði aldrei augum litið jafnglæsilegan ungan mann. Það er ekki margt annað frá þessum vetri sem greypst hefur í huga minn, og ekki man ég sérstak- lega eftir Þorsteini í annað sinn. Nokkrum árum seinna kynntumst við og bundumst vináttuböndum, sem ekki hafa brostið fyrr en nú við dauða hans. Vinur okkar Sverrir Hólmarsson dó einnig úr krabbameini fyrir fjór- um árum. Í minningargrein um hann lýsti Þorsteinn síðasta fundi þeirra. Kjarni greinarinnar var að þrátt fyrir nálægð dauðans hefðu þeir rætt um dagsins gagn og nauðsynjar, eins og venjulega, grínast og hlegið. Eins og vina er háttur sendum við hvort öðru uppkast að minningargrein um Sverri. Mér fannst Þorsteinn kannski fullgrallaralegur, en hann birti hana auðvitað samt, enda var hún sönn. Hann gagnrýndi mig fyrir að vera alltof mærðarleg, og það var líka rétt, og ég sendi greinina ekki inn. Það sem skiptir mestu er að geta hlegið að sjálfum sér og séð hinar kátlegu hliðar lífsins, sagði hann oft. Þor- steinn var vissulega samkvæmur sjálfum sér þessa síðustu viku sem hann lifði. Hann naut þess að spjalla við vini sína sem heimsóttu hann og hlæja með þeim. Það brást ekki að Þorsteinn kæmi á Vesturvallagötuna á milli klukkan fjögur og fimm á aðfangadag. Ég var þá venjulega að byrja að steikja rjúp- urnar, og hann stytti mér stundir í eldhúsinu þar til klukkan nálgaðist sex og tími til kominn að byrja jólin á Aragötunni. Auðvitað gerði hann allt- af góðlátlegt grín að mér um leið fyrir að vera ekki tilbúin með jólin á rétt- um tíma. Ég mun sakna þessara stunda eins og margra annarra, en þó minnast þeirra með gleði. Hjördís Hákonardóttir. Það var Þorsteini Gylfasyni að þakka að áhugi minn á heimspeki á táningsaldri, flóknum spurningum um tilveruna, grundvallaratriði lífs og dauða, varð beinlínis að viðfangs- efni mínu í menntaskóla, háskóla og ekki sízt lífinu. Þorsteinn kenndi mér bæði í menntaskóla og háskóla og fáa kennara hef ég haft betri. Hann verk- aði sérkennilegur í augum okkar unga fólksins, hann var í fyrstu óör- uggur fyrir framan hóp manna, hafði sérkennilega tjáningu sem bar mjög greinilega með sér hvernig hann hugsaði. Og áður en hann svaraði erf- iðum spurningum átti hann til að hugsa drjúglanga stund og stundum svo lengi, að nemendum var ekki far- ið að standa á sama. Ég var í fyrsta hópnum sem lagði stund á B.A.-nám í heimspeki við Há- skóla Íslands. Það var ævintýri að taka þátt í náminu og klára það. Sam- skipti nemenda og kennara voru með allt öðrum hætti en tíðkaðist í hinni íhaldssömu akademíu. Þarna voru ungir kennarar, sem tóku kennsluna mjög alvarlega, og lítill hópur nem- enda, sem lagði hart að sér í erfiðu námi. En það kom ekki í veg fyrir að bæði nemendur og kennarar hittust utan kennslustofunnar á heimilum hvers annars, aðallega í kjallara virðulegs húss við Laufásveg, sem við leigðum saman tvö úr heimspeki- hópnum. Þá voru menn oft mjög létt- ir í lund og kátir, en umræðuefnið var yfirleitt alltaf það sama: heimspeki. Smáatriði í lífinu geta skipt miklu máli. Það hefur t.d. aldrei vikið úr huga mínum, að Þorsteinn sannfærði mig ungan mann í háskóla, um að þrjózka í starfi væri yfirleitt greind- armerki og hún væri það í mínu til- viki. Síðan hefur þrjózka verið leið- arljós í lífsstarfi mínu, blaða- mennskunni. Við Þorsteinn urðum strax miklir vinir á háskólaárunum og það entist alla ævi, þótt samgangur okkar væri með köflum. Fyrir um 15 árum unn- um við talsvert mikið saman og ræddum enn meir, þegar við sátum saman í Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ég var í nefndinni sem fulltrúi blaðamanna, þegar Þorsteinn kom inn sem fulltrúi Háskóla Íslands. Það var gífurlegur fengur að Þor- steini í nefndina. Hann reyndist ekki hinn stífi akademíker, sem sumir höfðu óttazt, heldur frjálslyndur maður sem bar mjög gott skynbragð á hlutverk fjölmiðla. Í blaðamannastétt voru til einstak- lingar sem héldu að Þorsteinn gerði of miklar kröfur og væri strangari en góðu hófi gegndi í siðanefnd. Það var alrangt. Hann var sanngjarn gagn- vart öllum málsaðilum, en góður skilningur hans á starfi blaðamanna réði miklu um afstöðu hans við úr- lausn mála. Ég held að það hafi aldrei komið fram, að blaðamenn áttu ekki betri bandamann í Siðanefnd B.Í. en Þorstein Gylfason á meðan hann sat þar. Sjálfur átti ég fáa jafngóða banda- menn í lífinu eins og Þorstein Gylfa- son. Minning hans og verk munu lifa. Ég votta móður hans, bróður og ættingjum samúð mína. Halldór Halldórsson. Enn sannast orð 90. sálms Saltar- ans sem mér komu af sérstökum ástæðum fyrr í hug en flest annað þegar ég frétti óvænt andlát Þor- steins Gylfasonar, staddur í Þjóðar- bókhlöðunni síðdegis á dánardegi hans: Þú hrífur þá burt, sem í svefni, þá er að morgni voru sem gróandi gras. Að morgni blómgast það og grær, að kveldi fölnar það og visnar. Við Þorsteinn Gylfason urðum stúdentar sama ár, annar að norðan, hinn að sunnan. Fyrstu kynni okkar urðu í nemendaskiptum menntaskól- anna á útmánuðum 1961. Hann var ári yngri en ég, en bráðger og jafn- vígur, dúxaði í sínum skóla, sigldi þegar um haustið utan til náms og átti eftir það mennta- og starfsferil sem alþjóð er kunnugt og aðrir gera skil, enda flestir hlutir vel gefnir eins og fleira af hans fólki. Eftir að við hittumst fyrst var alltaf hlý taug á milli okkar, þótt ég væri ekki í innsta vinahring hans í þeim skilningi að ég væri dögum oftar inni á gafli hjá hon- um. Ekkert vantaði þó á að mér stæði af hans hálfu til boða að blanda oftar við hann geði en ég gerði, og aldur, vinir og sameiginleg áhugamál hnýttu okkur saman. Í kynnum okk- ar var hann veitandinn, ég þiggjand- inn, enda sakna ég þess nú mest að hafa ekki látið af verða að eignast með honum fleiri stundir lífsnautnar og andlegrar upplyftingar en af varð. Ég ætlaði alltaf að gera það „seinna“, því að illa ætlar okkur að lærast að við verðum ekki eilíf á jörðinni. Á dánardegi hans kom mér og einni náms- og starfssystur okkar saman um að það hefði ekki síst prýtt fram- komu Þorsteins í persónulegum kynnum hve falslaust og tilgerðar- laust hann hafði áhuga á manninum og tók alla sem hann kynntist eins og þeir voru – með kostum og göllum. Ekki reyni ég að geta mér til um hvílíkt tap íslenskt menntalíf, listir og bókmenntir bíða við ótímabært frá- fall hans. Huggun er þó harmi gegn að unnin verk lifa manninn, en hæfi- leikamenn af gerð Þorsteins sem lifa og starfa eins og hann gerði verða í raun réttri þjóðareign. Þess vegna ríkir nú „hryggð í húsum og harmur á þjóðbrautum“. Ýmsum úr nánustu fjölskyldu Þor- steins og frændgarði á ég gott að gjalda og verður nú hugsað af hlýju og samúð til þeirra þegar hann er kvaddur. Af vinum hans og jafnöldr- um býst ég við að mörgum sé nú líkt innanbrjósts og mér. Þetta högg var svo snöggt og fyrirvaralaust. Sú til- finning verður að því skapi ágengari að við lát hans sé ekki aðeins einum færra af þeim sem gerðu samtíðina miklu skemmtilegri en ella og vilja ÞORSTEINN GYLFASON Vinur minn, Þorsteinn Gylfasoner allur. Lifi minning þessa góða drengs. Hvíldu í friði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ég votta ættingjum og vinum hins látna samúð mína. Gísli Konráðsson. Þorsteinn gerði þrautir heim- spekinnar fallegar. Það er ein, en aðeins ein, ástæða þess að við stöndum í ríkari þakkar- skuld við hann en flesta menn aðra. Fjölskylda hans og vinir eiga okkar dýpstu samúð. Árni Guðmundsson og Ragnar Þór Pétursson. HINSTA KVEÐJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.