Morgunblaðið - 23.08.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 27
MINNINGAR
með huga og orði lyfta umræðu, lífi,
list og menntum á hærra plan, heldur
hafi nú orðið vegferðarskil sem bund-
in eru tímanum og betur verða skynj-
uð en skýrð. Einhver kennd hverf-
ullar nálægðar sem veldur óvenju
sárum söknuði kynslóðar hans. Ég
kann ekki að lýsa henni betur en
Stephan G. gerði með frumlegri
hugsun, málbeitingu og skáldlegum
tökum í eftirmælum sínum um síra
Friðrik J. Bergmann:
Ég finn til skarðs við auðu ræðin allra,
sem áttu rúm á sama aldarfari.
Hjörtur Pálsson.
Það var lítill og áhugasamur hópur
stúdenta sem hóf nám í heimspeki
haustið 1973. Greininni var stjórnað
af ungum og þróttmiklum fræði-
mönnum sem höfðu mikinn metnað
fyrir hönd heimspekinnar og nem-
enda sinna. Þessi metnaður hafði
vitaskuld áhrif á okkur nemendurna
og við höfðum jafnvel stundum á orði,
að „Reykjavíkurskólinn“ í heimspeki
skyldi verða í fremstu röð og jafn
þekktur og t.d. „Vínar“- eða „Frank-
furtarskólinn“! Hátt var stefnt og víst
er að margir heimspekingar frá Há-
skóla Íslands hafa náð býsna langt.
Einn kennaranna var Þorsteinn
Gylfason, þá aðeins 31 árs að aldri.
Þorsteinn var frábær kennari sem
gerði miklar kröfur til sjálfs sín.
Hann bar virðingu fyrir sérhverjum
nemanda og flutti þaulundirbúna fyr-
irlestra sama hvort áheyrendur voru
tveir eða tuttugu. Hann hafði ein-
stakt lag á að vekja áhuga á efninu og
eftirminnilegar eru kennslustundir í
Lögbergi, þar sem hann kenndi
grundvallarhugtök heimspekinnar
og kenningar helstu hugsuða menn-
ingarsögunnar svo sem Platóns,
Kants, Descartes og Humes. Þor-
steinn lagði áherslu á að nemendur
rökræddu viðfangsefnin og tjáðu sig
um þau skriflega. Hann var þess full-
viss að nemendur öðluðust gleggstan
skilninginn á efninu með því að kljást
við heimspekileg viðfangsefni, en
þetta vinnulag útheimti ómælda
vinnu kennarans. Þegar ritgerðir
voru skrifaðar skyldi einungis nota
tvo þriðju hluta síðunnar. Þriðjungur
var ætlaður fyrir athugasemdir Þor-
steins. Og reynslan sýndi, að ekki
veitti af þessu plássi. Þorsteinn rök-
ræddi innihaldið við nemendur nán-
ast setningu fyrir setningu, spurði
gagnrýninna spurninga og leiðbeindi
um hvaðeina sem snerti framsetn-
ingu efnis, stíl og beitingu móður-
málsins. En þar var ekki látið staðar
numið. Nú áttu nemendur að bregð-
ast við athugasemdum hans og skila
að nýju. Á skólagöngu minni fékk ég
hvergi jafn vandaða leiðsögn í ritun
og hjá Þorsteini Gylfasyni. Í náminu
munaði þó mest um þá hvatningu
sem nemendur hans fengu frá honum
og þann áhuga sem hann sýndi fram-
förum hvers og eins.
Þorsteinn var góður félagi nem-
enda sinna og bar hag þeirra fyrir
brjósti. Hann var kröfuharður en
jafnframt velviljaður og vinsæll. Á
stundum tók Þorsteinn þátt í gleð-
skap með stúdentum og var þá hrók-
ur alls fagnaðar. Hann hafði leiftr-
andi húmor og einstaka
frásagnargáfu. Engan sögumann hef
ég þekkt betri en Þorstein Gylfason.
Það var óneitanlega annað yfirbragð
yfir samkomunum, þegar slíkur
heimsborgari var meðal okkar.
Það átti ekki fyrir mér að liggja að
fara í framhaldsnám í heimspeki, en
Þorsteinn hvatti mig mjög til fram-
haldsnáms í minni grein, dönskunni.
Mér er til efs, að af því hefði orðið,
hefði námið í heimspekinni og hvatn-
ing Þorsteins ekki komið til. Allar
götur síðan hefur verið með okkur
góð vinátta. Árið 1998 hóf ég störf við
Háskóla Íslands og ekki reyndist
hann síðri kollega en kennari.
Einhverju sinni sagði Þorsteinn:
„Menning er að gera hlutina vel.“ Líf
hans og störf eru til vitnis um sann-
indi þeirra orða. Á kveðjustund er
þakklæti fyrir dýrmæt kynni og vin-
áttu mér efst í huga. Fjölskylda mín
og ég vottum Guðrúnu móður Þor-
steins og fjölskyldu dýpstu samúð.
Auður Hauksdóttir.
Bandaríski heimspekingurinn
Charles Peirce skrifaði í vasabók
sína, rétt fyrir aldamótin 1900 eitt-
hvað á þessa leið: „Sá getur ekki verið
rökvís sem telur persónulega velferð
sína ævinlega vega þyngst.“ Hann
gerði sér grein fyrir því að þessi full-
yrðing stakk einkennilega í stúf við
meginstrauma aldarinnar sem þá var
að líða, þeirrar nítjándu sem hann
lagði til að væri kölluð öld hagsýn-
innar, en í augum hans merkti það
ekkert annað en öld græðginnar.
Þegar Peirce skrifaði þetta sat hann
einangraður, fátækur og flestum
gleymdur á niðurníddum sveitabæ í
Pennsylvaníu, en það truflaði hann
ekki við að hugsa óvenjulega og skýrt
um eigin tíma og aðra tíma.
Þorsteinn var sem betur fer aldrei
fátækur eða gleymdur, en hann átti
það sameiginlegt með Peirce að telja
algjörlega sjálfsagt að taka hagsmuni
annars fólks fram yfir hagsmuni
sjálfs sín þegar svo bar undir. Og í
hans augum var það örugglega ekki
góðmennska sem skýrði slíkt viðhorf
heldur einfaldlega rökvísi. Að taka
sjálfan sig fram yfir aðra er órökrétt.
Þetta sáum við í öllu sem Þorsteinn
tók sér fyrir hendur, hvort sem það
var tónlist eða heimspeki, kennsla,
útgáfa eða hversdagslegt samneyti.
Aldrei neinn smásálarskapur, alltaf
örlæti, næstum án takmarka, eða það
fannst manni stundum.
Peirce skrifaði líka: „Sá sem ekki
myndi fórna sál sinni til að bjarga
heiminum er órökvís í öllum sínum
ályktunum.“ Ég ímynda mér að Þor-
steinn hefði ekki síður tekið undir
þetta, kannski með ósk um skýringu
á því hvað það er að bjarga heiminum
og hvað það merkir að fórna sál sinni.
Heimurinn er fátækari án Þor-
steins, en gleymir honum vonandi
ekki.
Jón Ólafsson.
Grískir heimspekingar eiga að hafa
sagt að okkur beri að leggja stund á
hið sanna, hið fagra og hið góða. Leit
Þorsteins Gylfasonar að hinu sanna
og hinu fagra er löngu alkunn og al-
menningseign. Hvernig hann lagði
rækt við hið góða þekkjum við vinir
hans bezt. Fáir held ég hafi verið
betri vinir, jafnt í gleði sem í raun.
Alltaf þótti honum það jafnsjálfsagt,
og þurfti ekki um það að ræða eða
hika við, að rétta vini hjálparhönd,
hvort sem það var nú að miðla af
óþrjótandi þekkingu sinni þegar við
lá, eða flytja burt úr íbúð sinni til að
geta komið þar fyrir vini í tíma-
bundnum húsnæðisvanda. Hann var
góður maður. Það er sárt að missa
slíkan vin, en ljúft að minnast hans
með hlýhug og þakklæti.
Reynir Axelsson.
Fráfall góðvinar míns, Þorsteins
Gylfasonar, kom einsog reiðarslag,
þó hann hefði nokkrum dögum fyrr
slegið á þráðinn og búið mig undir
hvað í vændum væri. Bað hann mig
líta við hjá sér á heimili aldraðrar
móður við fyrsta tækifæri. Daginn
fyrir 63 ára afmælið sat ég hjá honum
eina þrjá tíma og hitti þar nokkra af
tryggum vinum hans. Var greinilega
af honum dregið, en hann hélt uppi
líflegum samræðum og lagði á ráðin
um fyrirhuguð ferðalög til Akureyrar
og Austfjarða, móttöku erlendra vina
sem hugðust koma og kveðja hann,
og útgáfu ritverka sem var í undir-
búningi. Fimm dögum síðar var hann
allur.
Með Þorsteini er horfinn af heimi
einhver frumlegasti, djúphyggnasti
og fjölhæfasti Íslendingur síðustu
áratuga, og er satt að segja með ólík-
indum hve víða hann kom við sögu og
hverju hann kom í verk þráttfyrir
langar frátafir sökum veikinda.
Kynni okkar urðu með fremur
óvenjulegum hætti. Í febrúar 1963
efndi Stúdentafélag Reykjavíkur til
almenns umræðufundar í Lídó (nú
bækistöð Fréttablaðsins og DV) um
„Stöðu og stefnu í íslenskum bók-
menntum og listum“. Frummælend-
ur vorum við Björn Th. Björnsson og
fundarsókn fádæma góð. Urðu lífleg-
ar umræður eftir framsöguerindin,
og meðal þeirra sem mesta athygli
vöktu fyrir hnyttilega orðkynngi var
tvítugur stúdent, Þorsteinn Gylfason.
Var hann hvergi banginn við að segja
sína meiningu og vakti tíðar hlátur-
rokur.
Við hittumst stuttlega eftir fund-
inn, en það var ekki fyrren nokkru
síðar að sameiginlegur vinur, Ólafur
Jónsson, leiddi okkur saman, og þá
var ekki að sökum að spyrja. Þor-
steinn var þannig gerður að hann
hreif mann við fyrstu kynni og var ós-
ínkur á hlýlegt viðmót og vinarhót.
Hefur ekki borið skugga á vináttu
okkar þá fjóra áratugi sem síðan eru
liðnir.
Sem fyrr segir var andleg frjó-
semd og fjölhæfni Þorsteins með
ólíkindum. Hann var heimspekingur
af guðs náð og skilaði okkur mörgum
stórmerkum ritum á því sviði, jafnt
frumsömdum sem þýddum. Meðal
frumsaminna verka hans á sviði
heimspeki má nefna Tilraun um
manninn (1970), Tilraun um heiminn
(1992) og Réttlæti og ranglæti (1998).
Hann var völundur á íslenskt mál og
fjallaði um það efni af meiri glögg-
skyggni og frumleik en nokkur ann-
ar: Valdsorðaskak (1982), Orðasmíð
(1991), Að hugsa á íslensku (1996).
Ljóðaþýðingar Þorsteins eru kafli út-
af fyrir sig og skipa honum á bekk
með þeim Magnúsi Ásgeirssyni og
Helga Hálfdanarsyni. Tvær bækur
með ljóðaþýðingum hans litu dagsins
ljós, en gera má ráð fyrir að von sé á
þeirri þriðju að honum látnum. Meðal
gleðiefna á síðasta samfundi okkar
var sé frétt að nýverið hefði fundist
heilt ljóð, áður óþekkt, eftir frægustu
skáldkonu allra tíma, Sapfó hina
grísku. Hafði Þorsteinn góð orð um
að leggja til atlögu við það áðuren yfir
lyki, en vísast vannst honum ekki tóm
til þess. Í þýðingabasli mínu leitaði ég
nokkrum sinnum til Þorsteins með
torþýdd ljóð og fékk jafnan fagmann-
lega leyst úr vandanum.
Einsog Þorsteinn átti kyn til var
hann með afbrigðum músíkalskur,
lék prýðilega á píanó (sem hann hafði
sjálfur smíðað), samdi lög þegar því
var að skipta og sat í stjórn Íslensku
óperunnar 1980–1998 (var einnig rit-
stjóri leikskrár 1982–1998). Hann
sagði sig úr stjórninni þegar honum
var falið að semja óperu um kristni-
tökuna árið 1000. Þá óperu las ég mér
til mikillar ánægju. Atli Heimir
Sveinsson samdi tónlistina, en af ein-
hverjum óútskýrðum orsökum var
óperan ekki sviðsett einsog samið
hafði verið um.
Um störf Þorsteins Gylfasonar á
ýmsum öðrum sviðum og umfangs-
mikið framlag hans til íslenskra
mennta munu aðrir dómbærari en ég.
Hinsvegar þykist ég geta fullyrt að
fáir eða engir samtíðarmenn hafi skil-
að eins margbreytilegu æviverki.
Hann var elstur sona Gylfa og Guð-
rúnar og naut því sennilega kynna við
Vilmund móðurafa sinn lengur en
yngri bræðurnir. Mér fannst Þor-
steinn bera mikinn svip af Vilmundi
landlækni, en sennilega erfði hann
líka part af skáldgáfunni frá Þor-
steini Gíslasyni föðurafa sínum, rit-
stjóra Óðins og Morgunblaðsins.
Þegar frá eru talin mörg ógleym-
anleg kvöld með Þorsteini heima hjá
honum á Mímisvegi 2 eða á Þremur
frökkum, þá eru mér einna kærastar
minningar um samveruna í Grikk-
landi sumarið 1997. Þá var Þorsteinn
kominn norðanfrá Vínarborg til að
koma fram í sjónvarpsmynd og fjalla
með mér um Grikkland til forna. Að
framtakinu stóðu tveir gamlir nem-
endur Þorsteins, Sæmundur Norð-
fjörð og Halldór Friðrik Þorsteins-
son, og tóku myndina hjálparlítið á
tíu dögum með handbærri tökuvél.
Fórum við víða um meginlandið,
sigldum um Eyjahaf og flugum til
Santóríní. Myndin nefndist Margt er
undrið og var fyrst sýnd á sérstakri
hátíðarfrumsýningu í Háskólabíói og
síðan á Stöð 2 um hvítasunnuna 1998.
Þessi fyrsta ferð Þorsteins til Grikk-
lands varð honum jafngildi pílagríms-
farar á helgan stað.
Snemmsumars 2001 slóst Þor-
steinn í hóp tæplega 30 Grikklands-
vina sem lögðu leið sína um Mikla-
garð og jónísku byggðirnar á
vesturströnd Litlu-Asíu. Hafði hann
áður verið tregur til að taka þátt í
hópferð, en samlagaðist hópnum um-
svifalaust einsog vænta mátti og var
hrókur alls fagnaðar ferðina á enda.
Þorsteinn var dyggur stuðningsmað-
ur Grikklandsvinafélagsins og flutti
þar nokkrum sinnum fróðlega fyrir-
lestra.
Með þessum fátæklegu kveðjuorð-
um vil ég þakka gengnum öðlingi fyr-
ir einlæga vináttu og margvíslega
uppörvun og aðhald á liðnum fjórum
áratugum. Þeim fylgja samúðar-
kveðjur til aðstandenda Þorsteins frá
Ragnhildi, Þeódóru Aþanasíu og
mér.
Sigurður A. Magnússon.
Í forspjalli að Birtingi Voltaires, í
þýðingu Halldórs Laxness, kemst
Þorsteinn Gylfason m.a. svo að orði
um höfundinn. „Verk hans að hverri
einni þeirra greina sem hann hafði
lagt stund á um ævina hefði talizt til
afreka. Hann virtist engum manni
líkur.“ Þessi umsögn Þorsteins á bet-
ur við um hann sjálfan en nokkurn
annan Íslending um hans daga. Hann
var menntamaður í þeim klassíska
skilningi sem nú kemur æ sjaldnar til
álita á dögum sérfræðidýrkunar,
réttindanáms um sjálfsögð sannindi,
og félagsfræða um fjölmiðla, kyn-
ferði og kosningatölur. Hann var
menningarjöfur í anda Voltaires og
Bertrand Russells. Í Tilraun um
manninn vísar Þorsteinn tvisvar í þá
trú séra Hannesar Árnasonar presta-
skólakennara, „að engin vísindi muni
jafn mentandi (svo) eða jafnvel löguð
til að bæta manninn í öllu tilliti sem
heimspeki og heimspekileg vísindi“.
„En þessu kveri fylgja engin fyrirheit
um mannbætur,“ hnýtir Þorsteinn
við seinni tilvísunina. Mig hefur hins
vegar lengi grunað að í kennslu sinni
hafi Þorsteinn gengið fram í þessari
trú Sókratesar og Hannesar um
heimspeki, menntun og mannrækt.
Það er altéð nærtækasta skýringin á
kynngimögnuðum kennslustundum
hans um dauðans alvöru siðferði-
legra álitamála, furður þversagnar-
innar um frjálsan vilja í löggengum
heimi, eða geigvænlegan vanda að-
leiðslunnar þar sem gjörvöll þekking
vísindanna er í húfi. Leiðsögn Þor-
steins um völundarhús mannlegrar
hugsunar var yfirþyrmandi okkur
nemendum hans og lét engan ósnort-
inn. Ekkert gat verið göfugra en leit-
in að sannleikanum „ekkert háleitara
en öguð hugsun heimspekinga í bar-
áttunni við óráðnar rúnir heimspek-
innar“. Enn í dag, enduróma ummæli
Russells í þýðingu Þorsteins, og kalla
fram andakt háskólaáranna: „Hugs-
unin er mikil, fljót og frjáls. Hún er
ljós heimsins og lífsins kóróna.“ Þar
með er svo aðeins hálf sagan sögð um
kennslu Þorsteins, því hann kenndi
okkur íslensku jafnframt heimspek-
inni, eins og honum var einum lagið,
þó svo ekkert stæði um slíka kennslu
í stundaskrám eða kennsluáætlun-
um. Einhvern tíma beit Þorsteinn
það í sig að hægt væri að hugsa og tjá
sig um heimspeki á íslensku, ekkert
síð- ur en að segja sögur af skrýtnum
körlum og kerlingum. Þessi sann-
færing hans hefur orðið íslenskri
menningu og íslenskri tungu ómet-
anleg. Með snilldarlegum þýðingum
sínum og umsjón og útgáfu á þýð-
ingum annarra kom hann oftar en
aðrir að þeirri viðleitni, að færa í ís-
lenskan búning það markverðasta
sem heimsmenningin hefur upp á að
bjóða. Þorsteinn var sjálfur afbragðs
heimspekingur, - eftirsóttur fyrir-
lesari víða um heim sem fylgdist
grannt með öllum hræringum í þeim
greinum heimspekinnar sem hann
lagði sig eftir. Hann bar höfuð og
herðar yfir aðra íslenska rithöfunda í
stílsnilld og málkennd, var afburða
skáld og samdi frábær sönglög, m.a.
við ljóð Tómasar Guðmundssonar.
Allt sem hann gerði gerði hann með
glæsibrag. En það er sitthvað að gera
og að vera, eins og Þorsteinn benti
sjálfur á í frægum fyrirlestri. Og
vissulega var hann engu síðri en það
sem hann gerði. Verk hans vitna best
um greind hans, en vinir hans um hitt
hversu vitur hann var og velviljaður.
Hann sýndi nemendum sínum, eldri
sem yngri, einstaka umhyggju, og
var ætíð til taks, ráðhollur og rauna-
góður. Einhverra hluta vegna fannst
mér alltaf afstaða hans gagnvart
börnum lýsa best þeirri visku sem
hann bjó yfir. Börn vöktu ætíð
óskipta athygli hans og ég held hon-
um hafi almennt líkað betur við börn
en fullorðið fólk. Samræður hans við
börn voru fullkomlega lausar við upp-
gerð, yfirlæti eða tæpitungu. Hann
talaði skýrt og greinilega að venju en
varð á einhvern undarlegan hátt full-
kominn jafningi viðmælandans, eins
og ekkert væri eðlilegra. Síðast en
ekki síst var Þorsteinn miklu, miklu
skemmtilegri en allir aðrir menn. Öll
samskipti við hann urðu skemmtun í
æðra veldi og stöðug áminning um þá
skyldu okkar að skemmta sjálfum
okkur og öðrum og hafa gaman af til-
verunni. Það voru mikil forréttindi að
kynnast Þorsteini Gylfasyni og fá að
eiga hann að traustum vini í öll þessi
ár. Ég votta Guðrúnu, Þorvaldi og öll-
um öðrum vandamönnum Þorsteins
samúð mína, og þakka þá frábæru
gestrisni og velvild sem ég átti alltaf
vísa á Aragötu 11.
Kjartan Gunnar Kjartansson.
Fleiri minningargreinar um Þor-
stein Gylfason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Höfundar eru: Arna Schram, Þrá-
inn Eggertsson, Ómar Þ. Ragn-
arsson, Eggert Jónsson, Eyjólfur
Kjalar Emilsson, Tryggvi V. Líndal,
Dagfinnur Sveinbjörnsson, Halldór
Friðrik Þorsteinsson, Björgvin G.
Sigurðsson, Pétur Gunnarsson,
Örnólfur Árnason, Oddur Björns-
son, stjórn Félags áhugamanna um
heimspeki, Þorkell Helgason, Guð-
rún Kvaran og Jakob Yngvason,
Sigurður Björnsson, Pétur Jón-
asson, Sif Ragnhildardóttir, Sæ-
mundur Norðfjörð.
Kársnesbraut 98 • Kópavogi
564 4566 • www.solsteinar.is
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
www.englasteinar.is
Fallegir legsteinar
á góðu verði
Englasteinar
Sendum
myndalista
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning