Morgunblaðið - 23.08.2005, Side 28

Morgunblaðið - 23.08.2005, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HALLDÓRA GUÐRÚN JÓELSDÓTTIR ✝ Halldóra Guð-rún Jóelsdóttir fæddist í Reykjavík 18. mars 1914. Hún lést á heimili sínu 30. júlí síðastliðinn. Foreldar hennar voru Jóel Úlfsson, f. á Eystra-Skagnesi í Mýrdal 27. júní 1873, d. 18. janúar 1951, og Margrét Einarsdóttir, f. í Reykjavík 6. apríl 1871, d. 17. febrúar 1964. Systkini Hall- dóru voru Þorgeir Ingi, f. 11. des- ember 1909, d. 23. febrúar 1980, og Guðjón Kristinn, f. 25. nóvem- ber 1911, d. 9. september 1986. Halldóra ólst upp í Reykjavík og tók kvennaskólapróf frá Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún starfaði hjá Rafmagnsveitum ríkisins. Útför Halldóru verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. skyldunnar sárt eftir að ég flutti suður í Leiru tveimur árum seinna. Í Reykjavík voru líka rafmagnsljós en myrkrið var svo dimmt í Leirunni. En í hverri Reykjavíkur- ferð var komið við á Hverfisgötunni og oft- ar en ekki gist. Dóra kom líka í heimsókn til okkar og það var alltaf mikið tilhlökkunarefni þegar hún kom í ber- jatínsluna á haustin. Eftir að ég giftist og eignaðist mína fjölskyldu urðu heimsóknirnar enn fleiri og segja má að hún hafi í raun alltaf verið sem ein af fjölskyldunni. Dóra lauk Kvennaskólaprófi en síð- an varð hlutskipti hennar að halda heimili í veikindum móður sinnar. Eftir að móðir hennar dó vann hún hjá Rarik meðan hún hafði aldur til. Hvorki Dóra né bræður hennar stofn- uðu eigið heimili né eignuðust börn. Þau héldu bernskuheimilinu saman og er nú síðasti hlekkurinn horfinn yf- ir móðuna miklu. Dóra var bókhneigð og bókasafn heimilisins var stórt. Hún var fróð kona og minnug á menn og málefni og hélst það þó að heilsunni hrakaði. Dóra var hjartahlý, hlédræg en traust kona og öllum þótti vænt um hana sem kynntust henni. Það eru liðin áttatíu og eitt ár frá því að foreldrar mínir fengu leigt hjá foreldrum Dóru með mig kornunga. Þar með hófst vinátta sem hélst alla tíð. Enn minnist ég áranna á Hverfis- götunni og þeirrar athygli og umönn- unar sem ég fékk og ég saknaði fjöl- Ég minnist hennar með virðingu, söknuði og þakklæti fyrir langa sam- fylgd. Inga. Allar minningar um Halldóru Jó- elsdóttur eða Dóru á ,,Hverfó“ eru góðar. Dóra var hluti af tilverunni frá því að ég man eftir mér. Hún var í raun ein af fjölskyldunni og vart hægt að hugsa sér traustari og heiðarlegri manneskju. Hún var vinur vina sinna. Á sunnudögum kom hún í kaffi á Æg- isíðuna og eru minningarnar margar. Jákvæð og fróð um menn og málefni og hafði skoðanir. Frá henni stafaði hlýja og væntumþykja. Á jólum og afmælum voru pakk- arnir frá Dóru alltaf spennandi og ekki brást það að vel hafði verið valið. Heim til Dóru var gaman að koma. Hverfisgata 100A var lítið, fallegt hús og hafði yfir sér dulúðlegan blæ því það var svo stórt þegar komið var inn í það. Klassískt og fallegt heimili Dóru var eins og spennandi ævintýri. Líf Dóru var í föstum skorðum og vel skipulagt. Eftir að bræður hennar dóu bjó hún ein. Síðari árin bjó hún á Skúlagötunni og þegar heilsan fór að gefa sig kom sjálfsagi hennar í ljós. Hjá henni var engan uppgjafartón að finna þó að hún væri orðin háöldruð. Að lokum kom kallið fyrirvaralaust og sjálfsagt hefur hún verið södd lífdag- anna. Við Helena minnumst hennar með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning hennar. Guðjón Jóel Björnsson. Það var einhvern veginn eins og tíminn stöðvaðist þegar maður gekk inn um dyrnar hjá Dóru gömlu. Það ✝ Guðbrandur Sæ-mundsson fædd- ist í Veiðileysu í Ár- neshreppi í Strandasýslu 13. nóvember 1921. Hann andaðist á Hrafnistu í Hafnar- firði 13. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sæmund- ur Guðbrandsson, f. 17.10. 1889, d. 30.7. 1938 og Kristín S. Jónsdóttir, f. 29.7. 1892, d. 26.1. 1978. Systkini Guðbrandar núlifandi eru Kristín Halla, f. 1918, Ríkarð- ur, f. 1920, Marta Sigurlilja, f. 1923, Líney Ólöf, f. 1925, Kristinn, f. 1927, Sóley Ásta, f. 1931 og Jóna Aldís, f. 1934. Látin eru, Vilhelm- ína Pálína, f. 1913, Auðbjörg Anna, f. 1914, Alfreð Gunnar, f. 1915, Páll Kristbjörn, f. 1924 og Kristmundur, f. 1932. Guðbrandur kvæntist 8. ágúst 1952 Kristínu Maríu Hartmanns- dóttur frá Ólafsfirði, f. 3.12. 1929, foreldrar hennar voru Hartmann Pálsson, f. 5.1. 1908, d. 5.7. 1983 og María Anna Magnúsdóttir, f. 17.11. 1909, d. 5.4. 1999. Börn Guðbrandar og Kristínar eru: 1) María, f. 19.3. 1951, maki Svein- björn Dýrmundsson, f. 31.3. 1950, börn þeirra eru: a) Guðrún, f. 1.1. 1971, maki Sigurður Gíslason, börn þeirra eru Daníel Hrafn, Sindri Guðbrandur og Elmar Ingi. b) Svava Kristín, f. 13.8. 1976, maki Arnar Logi Ásbjörnsson, f. 18.8. 1972, börn þeirra eru Sunn- eva María og Birnir Logi. c) Sonja Lind, f. 15.10. 1988. 2) Kristín Sæ- unn, f. 19.5. 1953, d. 2.8. 1998, maki Kjartan Þórð- arson, f. 16.12 53. Þau slitu samvistir. Dætur þeirra eru a) Tinna, f. 4.11. 1975, dóttir hennar Thalia Kristín Gol- den, b) Freyja, f. 22.3. 1977, maki Sigurjón Örn Ólafs- son, f. 4.10. 1973, og c) Sæunn, f. 4.2. 1990. 3) Berglind, f. 31.1. 1958, maki Sigmundur Dýr- fjörð, f. 13.4. 1956 dætur þeirra eru Kristín María, f. 14.8. 1982, maki Halldór Guð- mundsson, f. 26.2. 1982, og Sunna Rós, f. 20.4. 1989. Guðbrandur fluttist með fjöl- skyldu sinni að Kambi í Árnes- hreppi 10 ára gamall. Sæmundur faðir hans lést aðeins 49 ára að aldri. 16 ára gamall fór Guð- brandur í sumarvinnu við síldar- verksmiðjuna í Djúpavík. 27 ára hóf hann nám í vélvirkjun í Héðni, þar sem lauk sveinsprófi og fékk síðar meistararéttindi. Hann kynntist Kristínu Maríu og þau stofnuðu heimili 1950. Lengst af bjuggu þau í Eskihlíð þar sem nokkrir kunningjar fengu lóð og byggðu saman fjölbýlishúsið Eski- hlíð 22. Fyrir um 9 árum fluttu Guðbrandur og Kristín í Boða- hlein 7 í Garðabæ. Guðbrandur vann lengst af á vegum Héðins við margvísleg störf. Eftir erfið veik- indi vann hann hjá Gunnari Ás- geirssyni þar til hann lét af störf- um. Útför Guðbrandar fer fram frá Garðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Kambur í Árneshreppi. Við syst- urnar sögðum stundum í gamni að fyrsta orðið sem börnin okkar myndu læra yrði Kamburinn. Þang- að fluttist pabbi með foreldrum sín- um og tólf systkinum tíu ára gamall. Þegar pabbi var á sextánda ári lést faðir hans aðeins 49 ára að aldri. Fljótlega eftir það fór pabbi í sum- arvinnu við síldarverksmiðjuna í Djúpavík. Þær eru ófáar sögurnar sem hann sagði okkur frá Ströndum, æskuslóðunum sem honum þótti svo vænt um. Margar þeirra kunnum við og munum alltaf. Minnisstæðar eru sumarferðirnar á Strandir og víðar þegar við systurnar vorum litlar. Þá var alveg sama hvernig viðraði, „allt- af var sól á Ströndum“. Pabbi og mamma kynntust ung í Reykjavík og stofnuðu þar heimili, lengst af bjuggu þau í Eskihlíð 22. Þar vorum við systurnar aldar upp og bjuggum, þar til við fluttum að heiman og stofnuðum okkar eigin heimili. Sam- heldni, gestrisni, örlæti og hlýja eru þau orð sem koma fyrst í hugann þegar hugsað er heim til pabba og mömmu. Fyrir þremur árum veiktist pabbi snögglega og ágerðust veik- indin smám saman. Mamma stóð eins og klettur við hlið hans í veik- indunum og hefur þessi tími reynst henni erfiður þar sem þau voru sam- heldin í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og reyndi ekki síst á það við andlát dóttur þeirra og systur okkar, Kristínar Sæunnar, sem lést aðeins 45 ára gömul. Síðasta mánuðinn sem pabbi lifði dvaldist hann á Hrafnistu í Hafnarfirði. Elsku pabbi, nú ert þú kominn til hinna eilífu stranda og þar er örugg- lega alltaf sól. Elsku mamma, missir þinn er mik- ill en minningarnar lifa. Guð styrki þig og blessi á þessum erfiðu tímum. María, Berglind og fjölskyldur. Það sem er mér efst í huga á þess- ari stundu er ólýsanlegt þakklæti fyrir að hafa átt þig að elsku afi minn. Eitt af því skemmtilegasta sem ég gerði þegar ég var lítil var að heimsækja þig og ömmu. Ég á ótal góðar minningar um þessar heim- sóknir, margar hverjar tengdar ferðalögum og bíltúrum þar sem ým- ist var farið með teppi og nesti í Heiðmörk, Öskjuhlíð eða Esjuna, bryggjuferðir að sækja fisk í soðið, fjöruferðir, berjaferðir og svo auð- vitað ferðir um Strandir. Skemmti- legast þótti mér að heimsækja þig í vinnuna og „hjálpa“ þér við sauma- vélaviðgerðirnar. Þau voru ófá kvöldin á þessum árum sem við sát- um saman og horfðum á sjónvarpið, drukkum kvöldkaffi og þið amma skiptust á að klóra mér á bakinu. Þegar ég svo 15 ára gömul þurfti að fara að heiman eins og jafnaldrar mínir til að ljúka grunnskóla flutti ég í Eskihlíðina til ykkar ömmu og bjó til skiptis hjá ykkur og foreldrum mínum þar til ég stofnaði mitt eigið heimili. Það hefur örugglega ekki verið auðvelt að fá allt í einu ungling inn á heimilið en aldrei fann ég fyrir öðru en hlýju og væntumþykju. Ég naut þeirra forréttinda að eiga ekki bara góða foreldra heldur voruð þið mér sem foreldrar líka. GUÐBRANDUR SÆMUNDSSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ODDNÝ AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Rauðalæk 20, Reykjavík, áður Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði, sem lést á Landakotsspítala föstudaginn 12. ágúst sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.00. Jóhanna Ásdís Þorvaldsdóttir, Víðir Sigurðsson, Guðný Björg Þorvaldsdóttir, Sigurður Þorgeirsson, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Kristján Þorvaldsson, Ómar Ásgeirsson, Helga Jóna Óðinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON fyrrverandi ráðuneytisstjóri, sem lést laugardaginn 20. ágúst, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni föstudaginn 26. ágúst kl. 11.00. Kristín Claessen, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, Soffía Ingibjörg Guðmundsdóttir, Þorsteinn Einarsson, Solveig Lára Guðmundsdóttir, Gylfi Jónsson, Eggert Benedikt Guðmundsson, Jónína Lýðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir okkar, fyrrverandi eiginmaður, sonur, bróðir og vinur, SZYMON KURAN, lést á heimili sínu sunnudaginn 7. ágúst. Sálumessa verður flutt fimmtudaginn 25. ágúst kl. 13.00 í Landakotskirkju. Jarðsett verður í Mszczonów í Póllandi miðviku- daginn 31. ágúst kl. 13.00. Szymon Héðinn, Anna Kolfinna og Jakob Kuran, Guðrún Th. Sigurðardóttir, Stanislawa og Tadeusz Kuran, Halina Rozbiecka, Esther Talia Casey, Ragnhildur Þórarinsdóttir og Bergur Benediktsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, ÁSU SIGRÍÐAR INGVARSDÓTTUR, Hrafnistu í Hafnarfirði, áður Hjarðarhaga 42, Reykjavík. Gunnar H. Ólafsson. Seint fæ ég fullþakkað ykkur öllum sem hafið heiðrað minningu eiginmanns míns, HALLFREÐAR ARNAR EIRÍKSSONAR þjóðfræðings. Samúð ykkar og vinsemd hefur verið mér mikill styrkur. Olga María Franzdóttir. Lokað Söngskólinn í Reykjavík verður lokaður frá kl. 15.00 í dag vegna jarðarfarar ÞORSTEINS GYLFASONAR. Skólastjóri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.