Morgunblaðið - 23.08.2005, Qupperneq 32
Grettir
Smáfólk
Kalvin & Hobbes
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
SLÆMUR
EYRNA-
DAGUR
ÉG SÆTTI MIG EKKI
VIÐ ÞETTA
JÁ FRÖKEN? SKAL GERT
FRÖKEN...EF ÉG VERÐ...EF ÉG
Á ENGRA KOSTA VÖL...
ÉG GEFST EKKI UPP
SVO AUÐVELDLEGA
HENNI
HEFUR
VERIÐ SKIPT
ÚT. ÞAÐ ER
KOMINN NÝR
KENNARI
SVONA
RÓLEGA
SVONA, SJÁÐU ÉG HELD
JAFNVÆGI!
VILTU NÚNA
PRÓFA ÁN ÞESS
AÐ HAFA STAN-
DARANN NIÐRI?
VEISTU HVAÐ ÉG
HELD ÁFRAM AÐ
SPYRJA SJÁLFAN
MIG AÐ?
NEI? AF HVERJU ÉG!
LÁTBRAGÐSLEIKARI
SÝNIR BÚKTAL
ÉG VEIT
NÁKVÆM-
LEGA HVAÐ
ÞÚ ÁTT VIÐ
HVAÐ
GET ÉG
GERT?
ÉG ER BÚIN AÐ VERA GIFT Í
FLEIRI ÁR, EN ALLT Í EINU ER
MAÐURINN MINN FARINN AÐ FARA Í
TAUGARNAR Á MÉR
ALLS KYNS
LITLIR HLUTIR,
EINS OG
GÖNGULAGIÐ,
HÁRIÐ OG
BÆKURNAR
SEM HANN LES
ÉG SKAL SEGJA
ÞÉR ÞAÐ, ÞEGAR
ÉG ER BÚIN AÐ
KOMAST AÐ ÞVÍ
ÞÚ SEGIST
HEITA
PUNISHER.
EN AF
HVERJU ERTU
KLÆDDUR
SVONA?
ÉG GÆTI
SPURT ÞIG
AÐ ÞVÍ
SAMA
ÞESSI HAUSKÚPA ER
ANDLIT RÉTTLÆTISINS
RÉTTLÆTI ÞARF
EKKI AÐ VERA
FAGURT
Dagbók
Í dag er þriðjudagur 23. ágúst, 235. dagur ársins 2005
Víkverji átti á dög-unum indælisferð
á Djúpavík á Strönd-
um þar sem hann gisti
í góðu yfirlæti á hótel-
inu, sem hefur verið
byggt upp af ein-
skærri þrautseigju og
má jafnvel segja
þrjósku í áranna rás.
Heimafólkið í Djúpa-
vík er með endemum
gestrisið fólk og heim-
ilislegt og naut Vík-
verji samvista við
starfsfólk og gesti eins
og um væri að ræða
gamla vini og félaga.
Var setið fram á kvöld og jafnvel
nótt, tekið í spil, drukkið kaffi og
spjallað í algjörri ró, þar sem tíminn
líður öðruvísi á Ströndum.
Víkverji heimsótti líka nyrðri firði
Strandanna, leit við í Trékyllisvík og
stakk sér síðan í Krossneslaug litlu
norðar. Strandamenn eiga svo sann-
arlega ríkidæmi í þeim sterku bönd-
um sem þeir tengjast og þeirri sam-
stöðu sem ríkir meðal fólks þar í
byggð. Ungmennafélagið Leifur
heppni á heiður skilinn fyrir frábært
starf sitt við að viðhalda og bæta við
þessa frábæru og einföldu laug, án
efa eina afskekktustu sundlaug
landsins. Það er eitthvað stórkost-
legt við að liggja í
rigningarsuddanum
og horfa á brimið belja
á ströndinni á meðan
heitt vatnið leikur um
líkamann.
x x x
Vegirnir norður áStrandir hafa
batnað nokkuð síðan
Víkverji átti þar síðast
leið um. Sérstaklega
kann Víkverji vel við
Tröllatunguheiði sem
að hans mati styttir
leiðina á Hólmavík um
klukkutíma, þó aðrir
kynnu að vera ósammála. Trölla-
tunguheiði er hin prýðilegasta leið
og furðu vel við haldið, en Víkverji
heyrði á heimafólki að leið um Arn-
kötludal væri jafnvel fýsilegri. Þetta
langar hann að sjá, enda þykir hon-
um fátt leiðinlegra en að keyra úr
Brú yfir á Hólmavík. Það er ótrúlega
leiðinleg leið, full af blindbeygjum,
blindhæðum, einbreiðum brúm, ein-
breiðu slitlagi og öðrum farartöfum
og slysagildrum. Vegabætur og bætt
menntunarskilyrði þjóna lands-
byggðinni að mati Víkverja mun bet-
ur en nokkur stóriðja. Sæmilegt að-
gengi að byggðum er lykilatriði ef
fólk á að vilja búa þar.
Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is
Leikhús | Í gær var í Borgarleikhúsinu fyrsti samlestur á Sölku Völku í nýrri
leikgerð Hrafnhildar Hagalín. Sýningar á verkinu hefjast í október en það er
Ilmur Kristjánsdóttir sem fer með hlutverk Sölku. Leikstjóri er Edda Heið-
rún Bachman. Önnur hlutverk skipa að vanda einvalalið leikara Borgarleik-
hússins.
Morgunblaðið/Jim Smart
Salka Valka lesin
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug-
lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569
1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811,
gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði
innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauð-
ina. (Jóh. 10, 11.)