Morgunblaðið - 23.08.2005, Page 38

Morgunblaðið - 23.08.2005, Page 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 23. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ 400 kr. í bíó!* Sýnd kl. 6 Miðasala opnar kl. 15.00 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 10.30 B.i 16 árakl. 3.40 og 5.50 Í þrívídd  VINCE VAUGHN OWEN WILSONVINCE VAUGHN OWEN WILSON Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.30 Sýnd kl. 8 og 10.20Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i 10 ára KVIKMYNDIR.IS  I I .I OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS WWW. XY. IS WWW. XY. IS OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS Sýnd kl. 3.20, 4.20, 5.40, 6.40, 8, 9, 10.20 B.i 10 árawww.borgarbio.is Sími 564 0000         KVIKMYNDIR.COM  RÁS 2 Ó.H.T  S.K. DV  KVIKMYNDIR.IS  KVIKMYNDIR.COM  S.K. DV  BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. BESTA GRÍNMYND SUMARSINS „FGG“ FBL. kl. 8 og 10.30  H.J. / Mbl.. . l.  H.J. / Mbl.. . l.  FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA OG ÍSLANDI     GUÐNI Gunnarsson batt bagga sína ekki sömu hnútum og jafnaldr- arnir þegar hann var yngri. Guðni, sem er tvítugur og lauk námi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla um jólin, byrjaði kornungur að safna vínylplötum með The Beatles og The Rolling Stones. Bítlarnir voru í uppáhaldi hjá honum til að byrja með, en Stónsararnir sóttu smám saman í sig veðrið og nú er svo komið að hann á allar plöturnar með Rolling Stones í upprunalegri útgáfu, yfir 200 talsins, stórar og smáar. Guðni á einnig allar plöt- urnar með The Beatles, en ekki all- ar í upphaflegri útgáfu. „Ég byrjaði á þessu þegar ég var pínulítill,“ segir Guðni. Hann gramsaði í plötusafninu hjá mömmu og pabba og þótti gaman að spila plöturnar; sérstaklega Bítla- og Stonesskífurnar. „For- eldrar mínir voru miklir aðdáendur þessara sveita í gamla daga og áttu töluvert af plötunum þeirra,“ bætir hann við. Þeir voru þó ekki jafnein- arðir safnarar og Guðni; áttu bara þessar helstu plötur með Beatles og Stones. Ófáar ferðir í Kolaportið Guðni fékk plöturnar á hinum ýmsu stöðum. Hann vandi komur sínar í Kolaportið, þar sem afla- brögð hins unga vínylveiðimanns voru einna best. „Vinir mömmu og pabba grófu líka oft upp gamlar plötur í geymslum og skúmaskotum og gáfu mér,“ segir hann. „Síðan breyttist þetta þegar netið kom; þá gat maður pantað plöturnar frá út- löndum,“ segir Guðni. Hann hefur mest notast við uppboðsvefinn eBay, sem hann segir vera gull- námu plötusafnarans. Guðni segist telja að hann eigi hverja einustu plötu sem Rolling Stones hefur sent frá sér. „Maður heldur það að minnsta kosti, en svo bætist alltaf eitthvað við.“ Hann segir að oft hafi verið erfitt að finna tilteknar plötur. „Stundum þarf maður að borga töluverða upphæð fyrir plöturnar og þær hækka sí- fellt í verði. Oft sér maður alveg hrikalegar tölur á netinu,“ segir hann. Hann þvertekur fyrir að hon- um hafi nokkru sinni dottið í hug að innleysa „hagnaðinn“ og selja plöt- ur. „Aldrei. Ég mun aldrei selja neitt,“ segir hann ákveðinn. Fólk hló Guðni segir að sennilega hefði hann tekið Bítlaplötusöfnun jafn- föstum tökum og Stonesplötusöfn- un hefði netið verið komið þegar hann var yngri. „Ég var alltaf í Kolaportinu og þangað komu afar sjaldan plötur með Bítlunum. Það var mjög erfitt að safna þeim.“ Fólk hló að Guðna, segir hann, þegar hann var kornungur að safna plötum. „Fólk skildi þetta ekki, en það hefur auðvitað breyst,“ segir hann. Hann segist ekki hafa flíkað þessu áhugamáli sínu meðal jafn- aldranna, „en þetta kvisaðist út, að ég væri Bítlaaðdáandi og hlustaði langmest á þá. Það þótti nátt- úrulega stórfurðulegt og krakk- arnir hlógu bara.“ Guðni segist ekki vita um jafn- ötulan safnara Rolling Stones platna á Íslandi, en vill ekki ganga svo langt að segja að safnið sé eins- dæmi í heiminum. „Það gæti verið einsdæmi á Íslandi, þótt hér séu auðvitað brjálaðir Stónsarar á borð við Ólaf Helga Kjartansson sýslu- mann. En maður veit aldrei. Ég hef verið svolítið einangraður í þessari söfnun minni og haft lítil samskipti við aðra safnara.“ Tónlistaráhugi Það er erfitt, segir Guðni, að svara því hvað heillar helst við gömlu mennina í Rolling Stones. „Það er ekki bara tónlistin. Ég ólst upp við að gramsa í þessum plöt- um; skoða þær og spila. En það er miklu frekar áhuginn á tónlistinni en söfnunaráráttan sem rekur mig áfram. Þessar plötur eru engir sýn- ingargripir sem safna ryki; ég hlusta mjög mikið á þær. Þær skemmast ekkert þótt þær séu í notkun.“ Guðni hefur tekið nýrri tækni fagnandi og er búinn að færa allar plöturnar sínar yfir á stafrænt form. Hann á iPod-spilara, þar sem hann geymir lögin á mp3 formi, auk þess sem hann hefur brennt allar plöturnar á geisladiska. „Þetta er allt inni á tölvunni og þar að auki er ég með myndir af öllum plötu- umslögum inni á iPodnum, sem birtast þegar ég spila plöturnar.“ Eins og flestir tónlistar- áhugamenn vita er nú á leiðinni ný plata með Jagger, Richards og fé- lögum, A Bigger Bang. Fyrsta smáskífan af þeirri plötu, með lög- unum „Streets of Love“ og „Rough Justice“, kom út í gær og að sjálf- sögðu var hún komin inn um lúguna samdægurs hjá Guðna, enda hafði hann pantað hana fyrirfram af net- inu. „Mér finnst þeir ennþá alveg frábærir,“ segir Guðni og segist að- spurður ekkert sjá að því að menn rokki úr sér lungun á sjötugsaldri eins og þeir félagar. „Það er skrýtið að hugsa til þess að þeir séu svona gamlir, en þeir eru bara alltaf jafn- góðir. Batna jafnvel bara með aldr- inum.“ Ætlar á tónleika Guðni hefur meira dálæti á Mick Jagger en Keith Richards. „Keith er auðvitað frábær, en mér finnst söngröddin skemma fyrir, þótt hann hafi átt ágætis söngkafla á tímabili.“ Guðni segist stefna á að fara á tónleika með Stones í náinni fram- tíð, en fyrstu tónleikarnir í Banda- ríkjaferð Stones voru í Boston í fyrradag og gert er ráð fyrir að tónleikaferðalagið um Evrópu verði á næsta ári. „Já, nú fer hver að verða síðastur að sjá Stones á tón- leikum. Það heldur maður að minnsta kosti alltaf.“ Tónlist | Á allar plöturnar með Rolling Stones í upprunalegri útgáfu „Ég mun aldrei selja neitt“ Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is Morgunblaðið/ÞÖK Guðni Gunnarsson á allar Rolling Stones-plöturnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.